Vísir - 14.11.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 14.11.1973, Blaðsíða 6
6 \Tsir. Miövikudagur 14. nóvember 1973. VÍSIR Útgefandi:-Heykjapr#nt hf. Framkvemdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson y Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Slmar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Slmi 86611, Ritstjórn: Slöumúla 14. Slmi 86611 (7(Ifnur) Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 22:00 eintakiö. Blaöaprent hf. Unnt að sinna öðru Við getum nú farið að sinna öðrum alvarlegum vandamálum, er landhelgismálið hefur verið saitað til tveggja ára. Alþingi hefur þegar stað- fest hinn hálfa ósigur okkar i málinu, og raun- hæfri útfærslu landhelginnar hefur verið frestað i tvö ár. Að þeim tima liðnum verður hafréttarráð- stefna Sameinuðu þjóðanna búin að rétta okkur 200 milna auðlindalögsögu á silfurbakka. Það er meira en fjórföld landhelgi á við þá, sem Bretar hafa nú meinað okkur. Og væntanlega verður þá auðveldara að framkvæma nýju landhelgina en okkur hefur reynzt það nú. Innan um eymd og ömurleika bráðabirgða- samkomulagsins við Breta er eitt gagnlegt atriði. Það er friðurinn, sem jafnan er góður, jafnvel þegar hann er fenginn með hálfum ósigri. Þennan frið getum við nú notað til að sinna öðrum vandamálum, sem hafa fengið að magn- ast með sjálfvirkum hætti meðan landhelgin var forgangsmálið. Áratugum saman bjuggum við að 10-12% verð- bólgu á ári að meðaltali. Þetta var föst regla allt frá heimsstyrjöldinni siðari og til loka við- reisnarstjórnarinnar. öllum þótti þessi bólga hin skelfilegasta, en enginn fékk við hana ráðið. Nú hefur það hins vegar gerzt allra siðustu árin, að verðbólgan hefur rokið upp i um það bil 20% á ári. Hin fyrri ár eru hreint stöðugleika- timabil i samanburði við þessi ósköp. Til þessa hefur tvöföldun á útflutningsverði margra helztu sjávarafurða okkar hindrað, að verðbólgan kollsigli þjóðarskútuna, en sú verðhækkun kann skyndilega að stöðvast. Góðærið og útflutningsverðlagið hafa stuðlað að þvi, að allar hendur hefðu nóg að starfa. Við slikar kringumstæður eiga opinberir aðilar að draga saman seglin, spara fé og fresta fram- kvæmdum til mögru áranna, þegar atvinnuleysi vill aftur gera vart við sig. En i stað þessa hefur rikið tekið af fullum krafti þátt i kapphlaupinu um starfsmenn og fram- kvæmdir. Þessi mistök eru veigamesta ástæða þess, að verðbólgan er nú tvöfalt hraðari en við eigum að venjast. Þessi útþensla rikisbáknsins kemur lika fram i þvi, að skattheimta er orðin óhóflegri en nokkru sinni áður, á þessari öld. Rikið hyggst á næsta ári taka til sin sem svarar 30% af þjóðarfram- leiðslunni og eru þó ekki nema nokkur ár siðan hlutur rikisins var innan við 20%. Ef friðurinn i landhelgismálinu væri notaður til að fást af alvöru við þessi vandamál, má ná ágætum árangri. Eina aðgerðin, sem dugar, er að vinna kerfisbundið að þvi að minnka sneið rikis- ins af köku þjóðarinnar aftur niður i 20% á nokkrum árum, eða að minnsta kosti á meðan allar hendur hafa nóg að starfa. En til þessa þarf að skera niður fjárlögin, jafn- vel framkvæmdir, sem i sjálfu sér eru þarfar, en þjóðin hefur ekki efni á að sinni. Niðurskurður fjárlaganna verður að nema einum til tveimur milljörðum króna, ef gagn á að vera að. Sparn- aðinn af þessu má sumpart nota til að lækka skattana og sumpart til geymslu til mögru áranna. Þetta er án efa virkasta leiðin til að ná verðbólgunni aftur niður i venjulegt horf. —JK (iolda Meir fékk þvi áorkaö, aö haldiö var I skyndi þing helztu leiötoga jafnaöarmannaflokka um heim allan og Ieitaði til þeirra eftir stuöningi meö viöleitni Israels til aö ná friði. ísrael í liðsbón tryggja sér stuðning jafnaðar- manna um heim allan. t eðli sínu var það krókur á móti bragði Araba, sem höfðu gripið til örþrifaráða til þess að reyna að einangra Israel frá öörum þjóð- Brandt kanslari V-Þýzkalands er sagöur hafa lagt rlka áherzlu á stuöning Þýzkalands viö málstaö Israels, þótt utanrikisráðherra hans hafi fylkt sér aö baki ööruvísi yfirlýsinggr Efnahagsbandalagsins á dögunum. hefði lagt henni á herðar. Þetta var haft eftir Barndt. Eina málið, sem tekið var fyrir á þessu aukaþingi, var striðið i Austurlöndum nær, aðdragandi þess og afleiðingar. Forseti þingsins var Harold Wilson, formaður brezka Verkamanna- flokksins, sem nú er i stjórnar- andstöðu. Eins og áður sagði var boðið til þingsins með örstuttum fyrir- vara. Það var haldið að undirlagi Goldu Meir, sem hafði ráðfært sig við Brandt og Wilson. Tilgangurinn með þinghaldinu var þetta lifsspursmál Israels, að um. Með þvi að beita fyrir sig oli- unni tókst Aröbum i siðustu viku af leiða niu Evrópulönd (Efna- hagsbandalagsins) á sveif með sér. Ráðherrar þessara rikja gáfu út yfirlýsingu, þar sem mjög var dreginn taumur Araba gegn Israelsmönnum. Og með þvi að útmála ísraela sem alger hand- bendi Bandarikjanna, tókst Aröb- um að fá öll riki Afriku, utan sex,til þess að rifta stjórnmála- sambandi við Israel. — Að visu hafa EBE-löndin niu ekki ástæðitil að ætla, að þessi undan- látssemi þeirra við hótunum Araba haldi þeim lengi fljótandi i Golda Meir forsætis- ráðherra ísraels virðist ekki trúa of vel þvi sam- komulagi, sem einn hershöfðingja hennar og annar hershöfðingi Egypta undirrituðu i tjaldi gæzluliða Sameinuðu þjóðanna um helgina. Henni þótti að minnsta kosti nauðsyn að ákalla jafnaðarmenn um heim allan að veita ísrael stuðning i leitinni að friði. Þessi 75 ára gamla amma var miðdepill þings jafnaðarmanna, sem kvatt var saman með skyndingu i Lundúnum um helgina og stóð aðeins einn dag. Sátu það leiðtogar jafnaðar- manna i 20 löndum, og voru þar á meðal þjóðhöfðingjar átta landa, eins og kanslararnir Willy Brandt frá V-Þýzkalandi og Bruno Kreisky frá Austurriki. A þinginu var andrúmsloftið til íinningum þruiigið, og full- trúarnir flýttu sér að fullvissa Meir um, að Israel hefði fullan stuðning þeirra i friðar- umleitunum sinum og tilraunum til þess að tryggja framtið sina. Eftir þvi sem mátt hefur heyra á fulltrúunum á þinginu lagði Brandt mikla áherzlu á, að Þýzkaland gæti aldrei haft hlut- lausa samvizku gagnvart Israels- þjóð. Þar hlyti ávallt að verða sérstakt samband á milli, vegna þess þýzka þjóðin gæti ekki og vildi ekki hliðra sér hjá skyldum þeim, sem saga hennar sjálfrar Kreisky kanslara Austurrikis og Goldu Meir ku hafa lent saman á þinginu, enda hefur tsraelsmönnum legið þungt hugur til hans vegna undanlátssemi hans viö skæruliða Araba. oliu, þvi að t.d. Libýa hefur hótað að hætta að selja þeim oliu samt. En þessi þróun mála hefur komið Israel i vissan vanda. — Svo að Golda Meir snerist til varnar. Fréttir af þinginu hafa engar verið látnar uppi, nema það sem einstakir fulltrúar hafa látið flakka i tali við kunningja. En það er helzt á þeim að heyra, að þingið hafi ekki gengið alveg árekstralaust. Til dæmis hafi þeim Meir og Kreisky, sem er af Gyðingaættum, lent hálfvegis saman. Það var að likum, þvi aö Israelsmönnum hefur legið þungt hugur til Kreiskys kanslara fyrir að láta undan kröfum arabiskra skæruliöa og loka flóttamannahó- teli Gyðinga, sem jafnan hafa átt öruggt viðkomuhæli i Austurriki á leið frá austantjaldsrikjum til Israels. En þrátt fyrir einhverjar sikar misfellur, þá er ekki annað að heyra en Goldu Meir hafi gengið liðsbónin bara vel hjá flokks- bræðrum sinum, og að tsrael þurfi ekki að óttast vinafækkun, að minnsta kosti ekki meðan hagsmunir stangast ekki á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.