Vísir - 14.11.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 14.11.1973, Blaðsíða 3
Visir. Miövikudagur 14. nóvember 1973. 3 EKKI ALLIR SANN- FÆRÐIR UM SAM- STÖÐU 200 MÍLNA RÍKJANNA geri ráð fyrir sameiginlegri tillögu á ráðstefnunni segir Hans G. Andersen Sérfræðingar okkar um væntanlega hafréttarráöstefnu lita ekki jafnbjörtum augum til úrslita 200 milna efnahagslögsögu og almenningur. 1 grein i timaritinu Sjávarfrétt- ir, sem nýlega kom út i fyrsta skipti og flytja á efni um sjávar- útvegsmál, kemur fram, að ýmis ljón geta enn orðið á veginum áð- ur en 200 milurnar komast heilar i höfn. Sagt er að Afrikurikin, sem eru ötulir stuðningsmenn 200 miln- anna, liti mjög öðrum augum á forréttindi strandrikis heldur en tslendingar. Að þeirra áliti á efnahagslögsagan að gilda fyrir heilar álfur, en ekki einstök riki. Vilja þau þannig tryggja öllum rikjum Afriku frjálsar fiskveiðar, hvar sem er við ströndina. A þetta fyrirkomulag gæti ts- land aldrei fallizt og i raun mundi það þýða, að Bretar gætu veitt hér við land að vild. Sagt er, að fulltrúar tslands á undirbúningsráðstefnunni fyrir hafréttarráðstefnuna, hai'i gert Alrikufulltrúunum það ljóst, að tsland geti ekki átt samleið með þeim, ef þeir haldi sjónarmiði sinu til streitu. Einnig kemur fram i greininni i Sjávarfréttum, að Afrikurikin vilja að allt hafsbotnssvæði utan 200 milna verði eign alls mann- kyns og skiptist milli allra þjóða. önnur riki eins og Kanada, Ástra- lia og Noregur, sem i grund- vallaratriðum séu fylgjandi 200 milna efnahagslögsögu vilji einnig tryggja sér viðbótarrétt- indi á landgrunni sinu fyrir utan 200 milurnar. Hafa þjóðir þessar þá i huga oliu og gasvinnslu á botni landgrunnsins. ,,Það er rétt aö Afrikurikin lögðu fram tillögu i hafsbotns- nefndinni að efnahagslögsagan yrði sameiginleg öllum Afrikurikjum, bæði þeim, sem liggja að sjó og ekki”, sagði Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur, aðalfulltrúi Islands á undir- búningsráðstefnunni. ,,Með þessu telja þeir vafalaust málefnum Afriku bezt borgið, en við höfum lýst okkar afstöðu við þá og þeir skilja hana. Eg geri ráð íyrir þvi, að 200 milna tillögurnar verði bræddar saman, þannig að þær lullnægi kröfum allra stuðningsmanna hennar”, sagði Hans G. Andersen ennlremur ,,og hún siðan lögð fyrir hafréttarráðstefnuna". Hans G. Andersen sagði, að Is- lendingar mundu halda áfram að vinna 200 milna efnahagslögsög- unni fylgi, en um lokaárangurinn á sjálfri hafréttarráðstefnunni vildi hann ekkert segja. Hitt væri aftur á móti ljóst, að aðstaða 200 milna rikjanna styrktist stöðugt og yrði mjög sterk eftir ráðstefn una, þó ekki náist nema einlaldur meirihluti fyrir 200 milna tillög- unni, en ekki 2/3 meirihluti eins og áskilið er. — ÖG. KENNARAR SAMÞYKKTU AÐ SÝNA BIÐLUND — eftir að bœjarsjóður hafði veitt nokkrum þeirra bráðabirgðaaðstoð. — Útreikningarnir flókið verk fyrir skýrsluvélarnar Kcnnsla er komin i eðlilegt horf i Viðistaðaskóla i Hafnarfirði, en fyrir helgi kom til minni háttar verkfalla þeirra kennara, sem ráðnir eru i hluta úr starfi og höfðu ekki fengi aukavinnu sina greidda. Á fundi með fræðslu- stjóra Hafnarfjarðar, Helga Jónassyni, féllust þcir á að sýna biðlund i eina viku, eða á meðan Skýrsluvélar rikisins lykju launa- útreikningunum. Hafði þá komið til i nokkrum tilvikum bráða- birgðaaðstoð bæjarsjóðs, sem iiðkaði samningana nokkuð. „Þessi breyting á starfinu kom inn með nýju kjarasamningun- um,” útskýrði fræðslustjóri, „þannig að þeir kennarar, sem ráðnir eru i hluta úr starfi fá laun greidd af rikinu, ef þau eru um- fram þann kennslustundafjölda, alveg að heilli stöðu”. „Þetta er flókinn útreikningur og afar þungur i vöfum,” hélt hann áfram. „Og þaðer geysilega mikið verk hjá ráðuneytinu að vinna úr þessu, þvi það er allt landið, sem tekiö er svona. Aðai- ástæðan fyrir þeim töfum, sem orðið hafa á greiðslu aukavinn- unnar er þvi einfaldlega sú, að það er svo viðamikið verk, út- reikningarnir. En eftir að Skýrsluvélar rikisins hafa svo loks unnið úr upplýsingum skól- anna um umsamda aukavinnu hálfsdags kennaranna, eiga launagreiðslurnar að geta gengiö greiðlega fyrir sig upp frá þvi og geta komið með skilum ásamt mánaðarlaununum,” sagði Helgi Jónasson að iokum. Ekki er vitað til, að aðrir kennarar en umræddir kennarar við Viðistaðaskóla, hafi gripið til „verkfallsaðgerða" af þessu sama tilefni, þó málum allra hálfsdags kennara i skólum landsins muni vera eins farið. Kullvist má hins vegar telja, að þeir hafi fylgzt af áhuga með iramvindu mála i Firðinum. —ÞJM BENSÍN í 1560 TUNGLFERÐIR! 25 ára afmœli elztu bensínstöðvar Skeljungs í Reykjavík „Þeir hafa nú ekki allir vitað, hvort vélin var afturi eða frammi, og sumir hafa beðið um vatn á vatnskassann i fólks- vagninn. En allir hafa þó vitað hvar stýrið er”, sagði Steingrimur Guðjónsson, stöðvarstjóri f elztu starfandi bensinstöð Oliufélagsins Skelj- ungs i Reykjavik við Suður- landsbraut. Steingrimur hefur starfað i nær 18 ára þarna á bensinstöð- inni, en þar hefur verið afgreitt frá upphafi eldsneytismagn, sem nægir til aksturs i u.þ.b. 600 milljón kilómetra. Svarar þaö til einna 15 þúsund ferða i kring- um hnöttinn og 1560 ferða til tunglsins. A þessum 25 árum hefur stöðin verið endurnýjuð að miklu leyti og hún hefur margsinnis fengið viðurkenn- ingu fegrunarnefndar Reykja- víkur. — ÞS. Sigurbjörn Ingimundarson, Guöbjörn Pétursson og Steingrimur Guðjónsson stöövarstjóri við bensinafgreiðsluna á afmælisdag- inn, sem var i gær. Nóra (Guðrún Ásmundsdóttir) I hinu fræga taranlelluatriði, þegar hún dansar fyrir mann sinn og dr. Rank. „ YNDISLEGT HLUTVERK" — segir Guðrún Asmundsdóttir, sem leikur hið frœga hlutverk Nóru í Brúðuheimili Ibsens í Þjóðleikhúsinu „fcg held að þetta sé eitthvert yndislegasta hlutverk, sem nokkur leikkona getur fcngið að glima við. Rara vinnan við það hlýtur að gefa mikla fullnægju”, sagði Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, sem leikur hið fræga hlutverk Nóru i Hrúðuheimili Ibsens, cn lcikritiö verður frum- sýnt i næstu viku i Þjóöleik- húsinu. Guðrún steig siðast á f jalirnar i Þjóðleikhúsinu fyrir 14 árum i Bióðbrullaupi Lorca, en sfðan hefur hún verið fastráðin leik- kona hjá Leikfélagi Reykja- vfkur. Og hvernig er svo að leika aftur á þessu stóra sviði? „Það er sérstaklega ánægju- legt að fara i þessa „heimsókn” I Þjóðleikhúsið. Ég held, að það sé mjög lærdómsríkt fyrir leikara að skipta um mótleikara og vinna i nýju andrúmslofti af og til. Ég er ekki eins hrædd að leika á þessu stóra sviði og ég var fyrir 14 árum, þegar maður hafði litla reynslu og tækni. Mér finnst lika mjög gott að vinna þetta hlutverk með konu sem leikstjóra og samvinnan hefur verið einstaklega góð”, sagði Guðrún. Það er Briet Héðinsdóttir, sem setur þetta verk á svið i Þjóðleikhúsinu, en það var fyrst leikið fyrir 70 árum hér á landi. Þá lék Stefania Guðmundsdóttir hlutverk Nóru. Á seinni árum hefur þetta leikrit verið leikið mjög viða um heim og kvik- myndað i Noregi með Jane Fonda i hlutverki Nóru. Leikritið er mjög gott innlegg i umræðurnar um stöðu kon- unnar i þjóðfélaginu, og er það kannski ekki sizt þess vegna, sem það hefur vakið svo mikla athygli á seinni árum. Við spurðum Guðrúnu, hvort hún áiiti að leikritið sé skrifað beinlinis sem innlegg í kven- réttindabaráttuna. „Það er enginn vafi á þvi, enda var Ibsen mjög umhugaö um stöðu konunnar i þjóö- félaginu, þegar hann skrifaði verkið. Mér finnst sú rrlynd sem hann dregur upp fullkomlega eiga við i dag og ég furða mig oft á þvi að þetta verk skuli vera skrifað fyrir nærri heilli öld’,’ sagði Guðrún að lokum. Mann Nóru, Helmer, leikur Erlingur Gislason, og aðrir leikarar eru Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson, Þóra Friðriksdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Steinunn Jóhannesdóttir, auk þriggja barna. Leikmyndir gerir Sigurjón Jóhannsson, en þýðinguna, sem er ný, gerði Sveinn Einarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.