Vísir - 14.11.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 14.11.1973, Blaðsíða 13
Visir. Miðvikudagur 14. nóvember 1973. Sjónvarp kl. 21.25: A VÍt ÓttanS: Óþokkakona eða dýrlingur Dolores del Rio fer með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsmyndinni í kvöld Dolores del Ilio var ein falleg- asta kona kvikmyndanna á sin- um tima. Annaðhvort var hún i hlutverki óþokkakonu eða dýrl- ings og lék yfirleitt „erlendu stúlkuna". t kvikmyndafcrli hennar hefur gengið á ýmsu, en hún er þekkt enn I dag. Vinsælust var hún þó á árunum um 1930. Hún fæddist i Durango i Mexi- kó árið 1905 og ólst upp i einkar þægilegu umhverfi, faðir hennar var bankastjóri. Þegar hún var 16 ára, giftist hún auðugum manni að nafni Jaime del Rio, og lifði samkvæmt þvi, þar til gesti bar aö garði. Það voru kvikmynda- framleiðandinn Edwin Carewe og kona hans. Carewe vildi fá Dolores i kvikmyndir og fékk hana til þess að taka að sér litiö hlutverk i Joanna árið 1925. Carewe gerði við hana sér- samning, og Dolores lék aftur i kvikmynd árið 1926. Það var kvikmyndin High Steppers, þar sem Mary Astor lék eitt aðal- hlutverkið. Siðan lánaði Carewe Dolores yfir til Universal, þar sem hún lék i einni kvikmynd, og þvi næst yfir til Fox i kvikmyndina What Price Glory. Sú kvikmynd varð önnur vinsælasta og bezta mynd ársins 1927. Dolores del Rio leikur eitt aðalhlutverkið i kvikmynd sjón- varpsins i kvöld. Það er myndin Journey into Fear eða Á vit ótt- ans. Sú mynd var gerð árið 1942. Eftir að sú kvikmynd var gerð, hvarf Dolores aftur til Mexikó og lék i kvikmyndum þar. Hún átti þó eftir að fara til Banda- rikjanna aftur. A vit óttans er njósnamynd, byggð á sögu eftir Eric Ambler. Aðalsöguhetjan i myndinni er umboðsmaður bandariskra vopnaframleiðenda, sem ferð- ast til Tyrklands i viðskipta- erindum. Útsendarar nasista komast á snoðir um ferðir hans, og þá versnar i þvi. Dolores del Rio er þrigift. Hún skildi við fyrsta mann sinn árið 1931, eftir að hann hafði yfirgefið hana. Stuttu siðar lézt hann i Þýzkalandi. Dolores hefur leikið i mjög mörgum kvikmyndum, en blómaskeið hennar var á árun- um um 1930 eins og l'yrr segir. Eftir að hafa leikið i kvikmynd- inni Á vit óttans hélt hún til Mexikó, þar sem hún lék i mörgum kvikmyndum. Meðal annars lék hún i einni kvikmynd á ltaliu. Árið 1956 hélt hún aftur til Bandarikjanna, en dvaldi þar stutt og hélt heim aftur. 1960 fékk hún tilboð frá Hollywood, sem hún þáði. Hún tók að sér „móður" hlutverk i F'laming Star og lék þar með Elvis Presley sem inóðir hans. 1964 lék hún i Cheyenne Autumn, þar sem hún lék Indiána. Báðar þessar kvikmyndir vöktu tals- verða athygli. Dolores var ein af hinum fjöldamörgu stjörnum, sem komu fram i kvikmyndinni The Phynx árið 1970, en það var siðasta hlutverk hennar. — EA Ilolores del Rio viö upphaf leikferils slns I Hollywood.........árið 1937.....og árið 1961 I Flaming Star. í DAG | í KVÖLP | í DAG Sjónvarp kl. 20.30: Líf og fjör í lœknadeild: Nœr prófi — því miður! Að duga eða drepast heitir þáttur sá, sem sýndur veröur I sjónvarpinu f kvöld, en það er einn þátturinn úr hinum fjöruga gamanmyndaflokki Lif og fjör i læknadeiid. Að sjálfsögðu er lif i tuskun- um nú sem endranær hjá þeim félögum i læknadeildinni, en samt virðist ætla að versna i þvi. Það er nefnilega farið að styttast i prófin, en stúdentarnir hafa litið annað gert en að slóra. Þeir uppgötva nú, að aðeins hálfur mánuður er til prófs, og verður bilt við. Samt sem áður setja þeir i sig dug og ganga til prófs. Að sjálf- sögðu gengur þeim upp og niður i prófum sinum, en einn stúdentanna verður ákaflega leiður. Sá hefur fengið 1000 pund á ári hverju i arf eftir ömmu sina, og þessa peninga á hann að fá, á meðan hann er i læknanámi, þar til ca. árið 1980, þá er arfur- inn uppurinn. En pilturinn nær prófi i þetta sinn, og það likar honum miöur. En hvað fleira skeður sjáum við allt i kvöld klukkan 20.30. — EA ÚTVARP # 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Saga Eldeyjar-Hjalta” eftir Guð- mund G. Hagalin Höfundur les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.20 Popphornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les. (8). 17.30 Framburöarkennsla i spænsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55. Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Bein lina. Umsjónarmenn: Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 19.45 tbúð — veröld með sér- inngangi: Umsjónarmenn þáttarins eru arkitektarnir Sigurður Harðars., Hrafn Hallgrimss., Magnús Skúlas. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur. Guðrún Tómas dóttir syngur lög viö ljóö eftir Halldór Laxness, Ölaf- ur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Ingjaldshóll undir Jökli. Guðjón Halldórsson flytur erindi. c. Ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. Guðrún Guðjónsdóttir flytur. d. Svipast um á Suöurlandi. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri ræðir við Eggert Ólafsson bónda á Þorvaldseyri. e Kona á nærklæöum einum. Margrét Jónsdóttir flytur hrakningasögu eftir Bergþóru Pálsdóttur frá Veturhúsum. f. Kórsöngur. Þjóðleikhúskórinn syngur lög eftir Jón Laxdal, Hallgrimur Helgason stj. 21.30 Útvarpssagan: „Dverg- urinn” eftir Pár Lagerkvist. i þýðingu Málfriðar Einars- dóttur. Hjörtur Pálsson les 22.00 Fréttir. 22.14 Veðurfregnir. Fram- haldsleikritiö: „Snæbjörn galti” eftir Gunnar Bene- diktsson Annar þáttur endurfluttur. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. 22.45 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson heldur áfram að kynna tónlist, sem flutt var á alþjóðlegri hátiö nútimatónskálda i Reykja- vik i vor. 23.30 Fréttir i stuttu máli. SJÓNVARP • 18.00 Kötturinn Felix. Tvær stuttar teiknimyndir. Þýö- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 18.15 Skippi. Ástralskur 'r* m m w Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 15. nóvember Hrúturinn, 21. marz—20. april. Gættu þin vel I umferðinni, einkum ef þú stýrir sjálfur farar- tæki. Faröu varlega I allri umgengni viövélarog orku, heima og heiman. Nautið, 21. april—21. mai. Þaö litur út fyrir aö einhver, sem þykist hafa tök á þvl, setji þér tvo kosti og sé hvorugur góður. Dragöu það allt á langinn. Tvlburarnir, 22. mal—21. jan. Það veröur vafa- Htið leitaö til þin um aöstoö. En máliö verður sennilega viðkvæmt aö einhverju leyti, og viss- ara að athuga sinn gang. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Þaö virðist allt ganga mjög greiölega I dag, aö minnsta kosti ef ekki er rekiö nema hóflega á eftir. Kvöldiö getur oröiö ánægjulegt. Ljónið,24. júli—23. ágúSt. Einhver kunningi þinn leikur þig dálitiö grátt, en aö öllum likindum án þess aö gera sér grein fyrir þvi, a.m.k. ekki i bili. 13 * ** _ * I m ranm m m on * .* * * «• ★ «■ ★ * «- ♦ «- * S- * «- ★ s- ★ «- X- «- ★ «- * «■ * «- ★ «■ * «- ★ «- ★ «■ «- ★ «■ * «- ★ «■ ★ « ★ «■ ★ «- ★ «■ ★ «■ X- «■ X- « ★ «- «■ ★ «• ★ «- ★ «- ★ «■ ★ «• ★ «■ X- «■ ★ «■ ★ «■ ★ «• «■ «• X- «- ★ « ★ «• X- «- ★ «■ X- «- ,*.....l' rrl rÁ u Meyjan,24. ágúst—23. sept. Þaö kemur á daginn aö einhverjar þær áætlanir eöa útreikningar, sem þú hefur sætt gagnrýni fyrir að undanförnu, standast að mestu leyti. Vogin, 24. sept,—23. okt. Nú færöu aö öllum Hkmdum aðstöðu til að koma þvi I framkvæmd sem lengi hefur veriö áhugamál þitt. Eöa aö gamall draumur rætist. Drekinn,24. okt.—22. nóv. Þú hyggur þig lausan viö einhvern löst eöa neikvæöan ávana, en það getur komið á daginn aö þaö sé slöur en svo og þú veröir enn aö gæta þin. Bogmaðurinn, 23. nóv,—21. des. Geröu þér sem Ijósasta grein fyrir þeim verkefnum sem biöa þin, og hvernig þú eigir aö leysa þau sem bezt af hendi á sem skemmstum tlma. Steingeitin, 22. des —20. jan. Bréf, skeyti eöa sendimaöur færir þér mikilvægar og jákvæöar fréttir, sem snerta þig þó ekki nema óbeinlfnis en eru þér þó gleöiefni. Vatnsberinn, 21. jan,—19. febr. Þér verður ef til vill faliö viöfangsefni, sem á vel við þig og þú ættir aö geta leyst þannig af hendi að þér veröi þaö álitsauki. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Geröu þér nána grein fyrir þvi sem aörir ætlast til af þér. Athugaðu siöan að hve miklu leyti það er æski- legt að þú takir tillit til þess. myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Klara kemur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.40 Gluggar. Brezkur fræðsluþáttur með blönduðu efni við hæfi barna og unglinga. Þýðandi og þulur Gylfi Gröndal. 19.05 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lif og fjör I læknadeild. Brezkur gamanmyndaflokkur. Aö duga eða drepast. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Nýjasta tækni og visindi. Orka sólar virkjuð. Tilbúin hús. Hús úr frauðplasti. öryggi barna i bilum. Fall- hlifarstökk. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.25 Á vit óttans. (Journey into Fear) Bandarisk njósnamynd frá árinu 1942, byggð á sögu eftir Eric Ambler. Leikstjóri Norman Foster. Aðalhlutverk Joseph Cotton, Dolores del Rio og Ruth Warrock. Þýö- andi Jón O. Edwald. Aðal- söguhetjan er um- boösmaður bandariskra vopnaframleiðenda, sem ferðast til Tyrklands i viðr skiptaerindum. Útsendarar þýzkra Nasista komast á snoðir um ferðir hans, og leigumoröingi er settur honum til höfuðs. En Tyrkir gera sitt bezta til aö bjarga lifi hans. 22.45 Jóga til heilsubótar. Bandariskur myndaflokkur með kennslu i jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 23.10 Dagskrárlok hafid þér hugíeítt hve mikilvægt er ad stóllinn, sem þér sitjid á allan daginn, sé sá beíti, sem sem völ er á, þ.e.a.s. HARTMAM SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 Sfmi 20560 - Pósthólf 377 ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.