Vísir - 14.11.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 14.11.1973, Blaðsíða 4
.4’ Visir. Miövikudagur 14. nóvember 1973. Afgreiðslustúlka Okkur vantar góða afgreiðslustúlku. Uppl. á Nýju Sendibilastöðinni Skeifan 8, kí. 1-2 i dag og á morgun. Félag vefnaðarvöru- kaupmanna Félag vefnaðarvörukaupmanna; heldur almennan félagsfund að Marargötu 2 fiínmtudaginn 15. nóv. kl. 10 fyrir hádegi. Fundarefni: Lokunartimi verzlana i desember. Stjórnin. kona á pianó fyrir mig, hún lék lagstúf eftir Chopin, og þá fannst mér skyndilega að liða myndi yfir mig”. Karin þessi Harms heldur þvi fram, að hún eigi orðræður við Chopin. Hún hefur beint eftir honum, að hann, Chopin, liti á hana sem sinn bezta nemanda. ,,Ég einbeiti mér að þér”, segir Chopin við þennan ,,nem- anda” sinn, ,,ég er ævinlega hjá þér, hugsa ekki um annað en þig”- Og talsverð virðist sú um- hyggja vera, þvi Karin gamla hóf tónleikahald þegar hún var áttræð, lék þá aðeins Chopin-lög og útsetningar, lék tónverkin beint af fingrum fram, enda hefur hún aldrei lært að spila nótur. Hún álitur að einhvern tima fyrir löngu hafi hún lifað sem frægur tónsnillingur á einhverri fjarlægri stjörnu i fjarlægri vetrarbraut. Hún hafi hins veg- ar I þeirri tilveru, horfið frá köllun sinni, hún hafi farið huldu höföi fyrir aðdáendum sinum og dáið úr fátækt. Tilvist hennar hér á jörðinni sé eins konar afplánun, þegar hún siðar meir, og kannski bráðum, fari yfir i annað lif, þá muni hún lifa hátt og lifa kátt i þvi sem hún kallar „tilveru i tónheimi”. Og i téðum tónheimi munu lifa og hrærast margir tónsnillingar og sumir hverjir frægir menn héðan af jörðu. Karin Harms skrifar meistara sinn, Friðrik Chopin fyrir þessum upplýsingum. En það er ekki einvörðungu tónlistin, sem Karin uppsker gegnum samband sitt við „ann- an heim”. Hún stendur i nánu sambandi við látna ættingja sina, og fær oft fréttir af þeim. Og hún segir það ekki tómt orðagjálfur i Friðrik Chopin, að hann segist vakta hana daginn langan. „Einu sinni var ég á ferð i strætó. Skyndilega, og nokkru áður en ég átti að fara úr vagninum, fékk ég ómótstæði- lega löngun til að fara út úr vagninum. Ég gerði það og skipti um vagn. önnur kona, öldruð, settist þá i það sæti, sem ég hafði áður. Strætisvagninn lenti svo i árekstri, og konan sem settist i sætið, þar sem ég var áður, kramdist til bana”. Friðrik Chopin hefur að sögn Karinar Harms ekki annað er- indi við jarðarbúa en að láta Karin Harms leika verk sin. Hann var sjálfur á kreiki hér meðal dauðlegra á árunum 1810—1849 — og hann hefur stundað það mjög i seinni tiö, að veita fyrrnefndri Karin ýmsar upplýsingar. Sem dæmi má nefna, að Karin trúir ekki, hún veitað til er ann- að lif, og sumar manneskjur komast i samband við það lif. Og hún veit lika, að þegar kem- ur fram yfir árið 2000, þá mun þessi hæfileiki, miðilshæfi- leikinn, verða næsta tiður meðal mannanna og þá verða talinn til eölislægra eiginleika. — GG. Chopin spilar gegnum konu Það er ekki aðeins Ragnheiður, dóttir Brynjólfs biskups, sem sögð er leita sambands við jarðarbúa gegnum lifandi manneskju. Sá mikli meistari tón- menntanna, Friðrik Chopin, útsetur tón- verk sin og leikur þau gegnum miðil. i Það segir a.m.k. miðillinn sjálfur, dönsk kona sem heitir Karin Harms og er 82 ára gömul. Hún segir, að þegar hún hafi verið fimm ára gömul, hafi Chopin fyrst spilað i gegnum hana. „Ég bjó þá hjá foreldrum minum við Vesturbrú i Kaup- mannahöfn. Ung kona bjó i sama húsi og var dátt með okk- ur. Eitt sinn spilaði þessi unga Ég vil ekki skemma nýju úlpuna meó endurskinsmerki" Það er útbreiddur misskilningur að endurskinsmerki skemmi góð föt. Endurskinsmerki eyðileggja ekki nokkra flík. Endurskinsmerki má láta hanga úr vasa eða kraga, það má sauma þau í frakkann eða úlpuna - eða þá strauja endurskinsborða á trefilinn, húfuna, hanskana .... hvar sem er, hvernig sem er. Það má eyðileggja nýja úlpu með því að bera ekki endurskinsmerki í skammdeginu. Kaupið endurskinsmerki í mjólkurbúöinni, strax í dag! UMFERÐARRÁÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.