Vísir - 14.11.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 14.11.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Miðvikudagur 14. nóvember 1973. vtentsm: Hafið þér gefið blóð? Arni Stefánsson, póstmaður: — Já, það hef ég gert, en nú er ég kominn á þann aldur, að ég fer að hætta að vera aflögufær með blóð. bað hefur þrisvar sinnum verið hóað i mig, og ég hef farið i öll skiptin i blóðbankann og gefið þar. Arni (íunnarsson, fréttamaður: — Já, og það oftar en tvisvar sinnum. íig hef alltaf gefið blóð að eigin frumkvæði og er alltal' lil iaðgefa blóð, ef hóað verður sér- staklega i mig frá Blóðbank- anum. Villijálmur llendriksson, sim- virkjanemi: — Nei, það hef ég aldrei gert. Ég hef bara aldrei fundið hvöt til að gera það, en fer sjálfsagt i blóðgjöf ef það verður hóað i mig. En ég hef ekki hug- mynd um, i hvaða blóðflokki ég er. Sigurður Þorsteinsson, verka inaður:. — Nei, og ekki hefur verið farið fram á það við mig. Ég man nú ekki, i hvaða blóðflokki ég er. Annars er ég varla fær um að gefa blóð eins og er, þvi ég hef verið sjúklingur undanfarið. Viöar Guðbjartsson, nemi: — Nei, ég hef ekki tima til þess, en myndi gera það, ef ég hefði tima. Ég veit ekki I hvaöa blóðflokki ég er. Siguröur Magnússon, forstjóri: — Já, ég hef gefið blóð oftar en einu sinni. Alltaf hef ég farið sjálfur i blóðbankann og gefið. Núna er svo langt siðan ég gaf blóð seinast, að ég ætla við fyrsta tækifæri að fara upp i blóðbanka og gefa blóð. Ég tel það borgara- lega skyldu hvers og eins að gefa blóð, þegar á þarf að halda. LESENDUR HAFA ORÐIÐ HRINGIÐ í SÍMA 86611 KL13-15 Vísitölulán eða erlend Ilerbert hringdi: ,,Ég var að lesa frétt á baksiðu VIsis i gær um visitölubréf rikis- sjóðs. Þið segið, að fróðir menn hafi bent á, að rikissjóður hafi hag af þvi, að taka þessi vísitölu- tryggðu lán, sem borið hafa hingað til allt að 25% ársvexti. Þessu er ég ekki sammála. Að minu viti væri mun hagstæðara fyrir hið opinbera að taka erlent lán á eðlilegum vöxtum til nauð- synlegra framkvæmda, svo sem vegagerðar. Siðan væri lánið greitt niður á löngum tima og án visitölubóta. Að visu þyrfti þá að taka áhættuna af gengisfellingu krónunnar á lánstimanum, en varla gæti hún orðið svo mikil, að hún vægi upp á móti gengis- bótunum, eins háar og þær hafa reynzt vera. Ekki væri vitlaust, að fróður maður bæri saman þessa tvo möguleika, visitölulán og erlent lán. Til dæmis mætti taka lán- tökuna i Keflavikurveginn og svo þau visitölubréf sem gefin hafa verið út”. Skrípaleikur „Enn einu sinni upplýkur leikhús atvinnustétta og atvinnu- rekenda tjaldinu, leiksviðið er landið allt, leiktjöid annast eins og áður dagblöðin, förðun og lýsingu annars útvarpiö og sjón- varpið. Sögusvið: Samningar tveggja ára gamlir eru að renna sitt siðasta, undirbúningur nýrra samninga nægur og góður af beggja hálfu, enda báðir aðilar með starfandi tækni- og hagrann- sóknadeildir, sem skrá hverja minnstu hreyfingu i efnahagslifi þjóðarinnar, er varðar hagsmuni aðila, sinna i hvorri fylkingunni, þannig að engum, hvorki óbreyttum áhorfanda né áheyr- anda blandast hugur um, að hér liggi allt ljóst fyrir. Margar nefndir hafa verið skipaðar á timabilinu, margar ráðstefnur verið haldnar til þess að samræpia, margir kallaðir, en fáir útvaldir koma fram i sjón- og útvarpi og skýra frá horfum sam- taka sinna, og alvaran er mikil, enda hlýtur ábyrgðin að vera það lika, ef marka má upptöku og förðun i sjónvarpinu. Þolandinn úr annarri hvorri fylkingunni eða bara áhorfandinn og áheyrandinn stara á þá útvöldu, sumir með vandlætingarsvip, aðrir með ákveðni, en alltof margir ruglaðir á skýringum þeirra „útvöldu” eins og svo oft áður, 10-20-30-40 ár afturi timann. Atvinnureksturinn þolir ekki svo miklar kröfur sem fram eru bornar. Þeir lægst launuðu geta ekki lifað á þeim kjörum, sem þeir hafa búið við, lægstu laun mega ekki vera lægri en 35 þúsund á mánuði, miðað við 7 klst. og 20 min. vinnudag. Kaup- kröfur yfir 40% að jafnaði, sem gilda fyrir atvinnureksturinn um Bmilljarða króna útgjöld, og ekki séð fyrir, þegar svo visitalan verkar eftir á. Og þaö eru fleiri sem eiga um sárt að binda, t.d. BSRB og félag háskólamenntaðra manna. Þeir eru með kröfur við hæfi, enda t.d. fatakostnaður orðinn gifurlegur, klæðskera- saumuð föt komin i um 20 þúsund kr. Fyrir um það bil 30 árum voru flibbaverkamenn með svipuð laun og eyrarkarlar, en höfðu þó öruggari atvinnu. Enginn efast um að inna þarf af hendi ýmiss konar skrifstofustörf, en hvers vegna þurfa þeir, sem hana stunda, endilega að hafa betri vinnuskilyrði, betra kaup, styttri vinnutima? Við erum máske komin of nálægt bræðraþelinu i okkur sjálfum. Nú, verðugur er verkamaðurinn launa sinna, og ekki eiga þeir i vandræðum með skilningsleysið við samninga- boröið BSRB menn, þvi þeir, sem semja jú fyrir hönd þess opinbera, hafa þar lika hagsmuna að gæta, svona likt og þegar þing- menn komust að sæmilegri niður- stöðu um laun sin. En áfram að efninu. Það hlýtur að vera merkilegra að semja núna en oft áður, það vantar orðið þúsundir til þess að semja um húsum, vélum, skipum og ýmsum hlutum þvi viðkomandi, sem ekki nýtist. Það má slá dæminu upp á marga vegu. Ég veit ekki til þess, að athugun hafi nokkurn tima verið gerð á fullnýtanlegum möguleikum tækja atvinnu- veganna, frekar en að gerð sé grein fyrir vinnuaflsskortinum og hvort hann muni vara um ófyrir- sjáanlega framtið, eða hvort at- vinnuleysi sé á næsta leiti. Það ætti að vera auðvelt verk okkur Islendingum i dag með alla tæknina og fræðingana, að viðbættum fljótvirkum tölvum. sem fljótar en augað nemur koma með úteikning á flóknustu dæmum, NB ef þær eru rétt mataðar. Það er undarlegt, hvernig þetta kerfi er, sem við búum við. Núverandi rikisstjórn taldi og kaup og kjör fyrir, iönaðurinn þyrfti að auka við sig starfsfólki um allt að 30% til þess að nýta vélar og hús, tugir báta liggja vegna manneklu, byggingar- iðnaðurinn er eins og uppboðs- markaður, smiðjur og ýmis þjónustuiðnaður dinglar með 50-60% af nýtanlegum mögu- leikum, og svo mætti lengi telja. En merkilegt er það nú samt, að forystumenn i ýmsum umræddum greinum forðast eins og heitan eldinn að láta sann- leikann koma i ljós, þ.e. að þá vanti starfsfólk. Liklega finnst þeim það hnekkir, og siðan er bara auglýst dag eftir dag og mánuð eftir mánuð eftir starfs- fólki. Þá er ekki notuð tæknin, hagstjórnartækin og könnun á getu fyrirtækja með tilliti til húsakosts, véla og annarra hluta. Það skyldi þó ekki vera feimnis- mál okkar Islendinga, hvað við eigum marga milljarða bundna i telur lifsnauðsyn á þvi, að hafa visitöluna virka, auðvitað til þess að jafna tekjur eða tryggja það, að enginn verði útundan og þá sérstaklega ekki láglaunafólk. Hefur kerfið ekki virkað? Hafa ekki allir fengið sitt? Það skyldi þó ekki vera, að þeir sem voru tekjuhærri, hafi borið meira úr býtum á þeim samningum, sem nú eru á enda? Það er annars furðulegt, að stærsti atvinnu- rekandinn og sá aðili, sem veldur hvað mestu um uppboð á vinnu- aflsmarkaðnum, rikið og með rikisstjórnina sem fjáraflaaðila, sláandi peninga út um allan heim, horfir hluttekningarlitlum augum á siharðnandi átök atvinnuveg- anna til þess að laða með einhverjum ráðum til sin vinnu- afl, vinnuafl, sem ekki er fyrir hendi. Framkvæmdabrjálæði það, sem nú riður húsum á Islandi, hefur á sér yfirbragð gullgrafara- mennsku, ráðizt er i fólksfrekar og dýrar framkvæmdir um land allt, án tillits till kringumstæðna, t. d. hvort fólk sé fyrir hendi eða hvort annar árstimi sé hentugri en hinn til framkvæmdanna. Okkur gengur vel að fá lán er- lendis til allra mögulegra hluta, og er það kapituli út af fyrir sig, en áleitin er sú spurning, hvort eða hvenær kemur að þvi, að lánararnir, hverjir svo sem þeir eru, impri á þvi, hvort ekki fylgi meiri hagkvæmni og að sjálf- sögðu betri nýting fjármagnsins, ef fengið væri vinnuafl frá þeim löndum, sem nægt ódýrt vinnuafl hafa, og hræddur er ég um, að meiri spámenn en þeir, sem nú sitja i forsæti verkalýðsins i dag, þurfi til að hamla á þvi þvi, ef til þess kæmi. Það er sannanlegt, að til þess að fjármagn fengist til Búrfellsvirkjunar, varð að reisa einhvers konar stóriðju jafn- framt, og nú er fróðlegt að fylgj- ast með iðnaðar- og orkumála- ráðherra, hvernig hann útskýrir lánskilyrði Sigöldu. Þar glittir i bakgrunn þeirrar virkjunar, carbitur eða Afriku- sandur, og þvi þá ekki svolitið af vinnuafli lika? Var einhver að minnast á að viðhalda sjálfstæði þjóðarinnar? En svo maður gleymi ekki skripaleiknum sem er nú efst á baugi, samningunum og kröfum þar fram bornum, væri ekki úr vegi að virða fyrir sér vængjahaf ASl yfir ungana sina mörgu smáu og stóru. Smáu ungarnir eru fjölmennastir og út- sláttaraðilar i vinnudeilum, en hafa alla tið borið minnst úr býtum og gera svo enn. Stóru ungarnir eru fámennir, en bera alltaf mest úr býtum: dæmi: Þegar framkvæmdir voru i al- gleymi i Arbæ og Breiðholti fyrir 5-6 árum, flugu stóru ungarnir með 5 þúsund krónur eftir 8 stunda vinnudag, en þeir fjöl- mennu voru þá með 4.200 krónur eftir 40 stunda viku, og unnu þeir þó á sama vinnustað. Svona lagað orkar á áhorfanda eins og þegar fylgzt er með störfum verðlags- nefndar, þegar verið er að þrúkka um, hvort kjötfarskilóið eigi að hækka um 10-15 kr. og aðrir hlutir almennri neyzlu viðkomandi, að sjálfsögðu til þess að halda niðri verðbólgu og hins vegar frjáls- legum tjáningarmáta fasteigna- sala um verð ibúða og húsa, sem hækka um hundruð þúsunda mánaðarlega að sogn þeirra sjálfra, enda virðist ólikt afkomu- betra að reka fasteignasölu heldur en til dæmis matvöru- verzlun, að maður minnist á sýsl við iðnað. Er kannski félag fast- eignasala innan samtaka ASl?” Asgeir Nikulásson Uppboð Ég býð mig til sölu, sjáið þið öll, hvernig sólin brennur á likama minum. Þið finnið hcr hveri og kisilgúrfjöll og kristalstært vatn. Komið, bjóðið I allt. sem ykkur er falt: Angan vorsins, heiðrikju himinsins, óspillta náttúru, hreina loftið i vornæturfriðnum. Svo verður sérstakt uppboð á söngfuglakliðnum. Hér er orkan mikil i fossum og föllum i fyrirtaks verksmiðjur handa ykkur öllum. Vor menningararfur er einnig falur, ófá handrit af margs konar gerð. Nota bene þar er niðursett verð. Fleira get ég eflaust upp taliö, svo sem útsýni fagurt, sólsetrið okkar og ótal margt fleira. Bjóðið þið i mig. Ég heiti á ykkur: Amerikana, Englendinga, Norðmenn og Dani, Frakka og Finna, Svia og Belga. Já, og svo læt ég i kaupbæti lyngið á Lögbergi helga. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.