Vísir - 07.01.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 07.01.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Mánudagur 7. janúar 1974. — 5. tbl. tmmmammmmmmmmmmmmmmmnmummmmnmmmm DAUÐASLYS Á KEFLA- VÍKURVEGI mmmmmmmmmmmmm Fjögurra ára drengur lézt af raflosti frá inni- loftneti — bls. 3 Ók á lög- reglubíl og lét sér þá loks segjast — eltingaleikur við drukkna og próflausa unglinga á stolnum bíl - baksíða Skriðdrekar á flugvelli Lundúnabúa — sjá bls. 5. Taka háskólaprófin í Súlnasal Hótel Sögu - bls. 3 víða Talið er, að þessir sömu hafi einnig l'leygt öðrum sprengjum viðsvegar um borgina i nótt, en margar kvartanir bárust til lög- reglunnar vegna þess. Voru sprengingarnar mjög öflugar, og fylgdi þeim mikill hávaði. k>að voru lögregluþjónar á eft- irlitsferð, sem stöðvuðu piltana. Asamt þeim i bilnum voru nokkr- ar stúlkur. Ekki reyndist unnt að yfirheyra piltana, vegna þess hversu ölvaðir þeir voru. Slóðin, sem þeir hafa farið, kemur heima og saman við kvartanir þær, sem bárust vegna sprenginga. Mest höfðu þeir farið um vest- urbæinn, en þaðan bárust einnig flestar kvartanirnar. Töldu vitni sig einnig hafa séð bilinn á ferð, þar sem hávaði varð af völdum sprenginga. M.a. var talið að þeir hefðu bakkað á grindverk við Vestur- bæjarlaugina, og þegar það var kannað, reyndist svo vera. Pittar þessir eru fæddir ’56 og ’57, og vel þekktir hjá lögregl- unni. — óll Dreifðu sprengjum um borgina 22 rúður brotnuðu í hús- inu við Drápuhlíð 2 í nótt, er sprengja sprakk á svöl- um miðhæðar hússins. Enginn slasaðist, en íbúar urðu mjög skelkaðir, og tvö börn voru flutt á brott. Talið er, að hér hafi fjórir piltar verið að verki, en þeir voru hand- teknir stuttu siðar i bil við Ferju- vog. Var það klukkan rúmlega 4 i nótt. Marta ólafsdóttir viö gluggann I svefnherbergi sfnu en þar vörn- uðu gluggatjöldin þvf að glerbrot- in þeyttust in'n. UxV ' ** Glerbrotin inn á rúm — en stúlkan fjarstödd ,,Ég vissi bara ekki, hvað um var að vera. Ég vaknaöi við þessa mikiu sprengingu og þrýstinginn, sem henni fylgdi. Fyrst eftir að ég vaknaði, hélt ég að kviknað hefði i út frá raf- magni, vegna brunalyktarinn- ar. En svo sá ég, að rúðan var brotin”. Þetta sagði Marta ólafsdóttir, ibúi á miðhæð hússins við Drápuhlið 2, er við ræddum við hana i morgun. tbúð Mörtu varð einna verst úti i sprengingunni i Drápuhlið- inni i nótt. Sprengjunni var komið fyrir á svalarhandriðinu hjá henni, en þangað upp er hægt fyrir meðalmann að teygja sig. „Klukkuna vantaði um tiu minútur i fjögur, þegar spreng- ingin varð. En það er mesta mildi, að ekki skyldi verða stór- slys. Dótturdóttir min býr i her- berginu, sem snýr að svölunum, en til allrar hamingju var hún ekki heima i nótt. Hún átti að fara i próf i morgun og svaf þvi heima hjá móður sinni, sem býr nær skólanum. Glerbrotin þeyttust inn á rúmið hennar”, sagði Marta. Þykk gluggatjöld voru fyrir glugganum á herberginu, þar sem Marta sefur. Hafa þau varnað mesta glerbrotaregninu, en herbergi hennar er beint á móti svölunum, við hliðina á herbergi stúlkunnar. Þó lentu nokkur glerbrot á rúmbrikinni, þótt ekki færu þau i Mörtu. Við spurðum Mörtu, hvort hér gætu einhverjir óvildarmenn verið á ferð. ,,Nei, það get ég ekki látið mér detta i hug. Þaö fyrirfinnst varla dagfarsprúðara fólk en það, sem býr i húsinu. Ég vil bara lofa guð fyrir, að þeir sem hér voru að verki, skyldu ekki drepa neinn”. Tvær hæðir eru fyrir ofan ibúð Mörtu, og brotnuðu rúður i þeirri næstu fyrir ofan, en sú efsta slapp. Rúður brotnuðu einnig i kjallaranum, en þar búa sonur Mörtu og tengdadóttir ásamt tveimur sonum þeirra. —ÓH „Hélt að miðstöðin vœri að springa" „Strákarnir okkar urðu óskaplega hræddii, og sá yngri, scm er eins árs, róaðist ekki fyrr en við fórum liingaö yfir i Siirlaskjól til móður minnar”, sagði Erla ölafsdóttir i viötali við V'isi i niorgun, cn hún býr i kjallaranum að Drápuhlið 2. Margar rúður brotnuðu i kjallaranurn, og þeyttust gler- brotin inn á gólf, er sprengingin varð i nótt. Eldri sonur þeirra hjóna svaf rétt við glugga, og brotnaði rúð- an þar. Drengnum varð þó ekki meint af. ,,Við vöknuðum við þessa of- boðslegu sprengingu, og ég hélt fyrst að miðstöðin væri að springa. Svo þegar ég kom inn i stofu, sá ég glerbrotin liggja út um allt gólf”, sagöi Erla enn- fremur. Erla ætlaði að dveljast hjá móður sinni i Sörlaskjóli þangaö til búið væri að gera við rúðurn- ar . Fjölskyldan svaf ekkert i alla nótt, og vann maður Erlu við það að setja plast i rúðurnar i húsinu. —ÓH Séð inn um gluggann á barnaherberginu f kjallaraibúðinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.