Vísir


Vísir - 07.01.1974, Qupperneq 3

Vísir - 07.01.1974, Qupperneq 3
Vísir. Mánudagur 7. janúar 1974 3 250 manns veður- tepptust á Egilsstöðum! Urðu að opna sumar. gistihúsið „Farþegar cru auövitað orðnir þreyttir, cn þess er þó ekki farið að gæta að ráði. Það má segja að þetta sé árviss viðburður, þegar það kemur hláka,” sagði Jóhann Jónsson umdæmisstjóri Flug- félags islands á Egilsstöðum, I viðtali .við Vísi i morgun, en um 250 manns hafa verið vcður- tepptir á Egilsstöðum núna siðustu daga. Fyrst i gær og i nótt fór að verða mögulegt að flytja þá burtu. Aramótafri þessara farþega hefur þvi lengst að mun, þvi þeir, sem hafa átt að mæta til vinnu hér i Reykjavik, hafa ekki komizt. Rúmlega 70 manns voru veður- tepptir á Neskaupstað, en sá hópur var fluttur með varðskipi til Reyðarfjarðar og þaðan til Egilsstaða á laugardag. Sá hópur komst reyndar þá strax um kvöldið hingað suður. Siðan bætt- ist við um 60 manna hópur t.d. frá Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvik, og héðan af fjörðunum, og fyrir voru rúmlega 100 manns á Egilsstöð- um, sem þangað voru komnirrétt i þann mund, sem flug var að teppast. t dag biður svo 120 manna -hópur, en Jóhann sagði, að nokkuð góð von væri til þess, að hægt yrði að flytja þann hóp i dag, fyrst norður til Akureyrar og siðan hingað suður. Fyrsta vélin var reyndar rétt ókomin, þegar við ræddum við Jóhann. Douglas-vélar Flugfélagsins og vél frá Vængjum hafa verið i þvi að flytja fólkið, og i nótt voru t.d. fluttir 40 manns. „Þessu er að mestu um að kenna samgönguleysi niður á tirði, en i dag er stillt veður, þó nokkur bleyta, en við vonum, að samgöngur geti farið að komast i eðlilegt horf,” sagði Jóhann. Þeir farþegar, sem beðið hafa, þurftu að sjálfsögðu húsnæði, og komust þeir fyrir á tveimur gisti- húsum, sem bæði taka um 70-80 manns, en sumir fengu inni hjá vinum og vandamönnum. Annað gistihúsanna er aðeins opið á sumrin, en var eingöngu opnað vegna þessa. Þeir farþegar, sem lengst hafa verið veðurtepptír, hafa verið það siðan fyrir ára- mót, en Jóhann taldi, að þeir væru þó allir farnir. -EA. Drengur á 5. ári lézt af raflosti frá loftneti — Fyrsta dauðaslysið vegna hœttulegs útbúnaðar á inniloftnetum fyrir sjónvarp Drengur á fimmta ári lézt af völdum rafmagns um miöjan dag í gær. Hafði hann komizt yfir inniloftnet, sem hann stakk síðan í samband við rafmagnstengil i ibúð þeirri i Breiðholtshverfi, þar sem hann var gest- komandi. Við það að snerta arma loft- netsins fékk hann rafmagns- högg ogmissti meðvitund. Hann var látinn, þegar komið var með hann á Slysadeild Borgarspital- ans. Drengurinn, sem lézt, var fjögurra ára gamall og var bú- settur i Þorlákshöfn. Hann hét Hlynur Sverrisson. Að sögn Jóns A. Bjarnasonar rafmagnseftirlitsstjóra er langt siðan bannað var að flytja inn 0g selja loftnet með klóm, sem hægt var að setja i samband við rafmagnstengla. Hefur Rafmagnseftirlit rikis- ins látið gera sérstakt spjald, sem hengt var upp i verzlunum og verkstæðum útvarps- og sjónvarpsvirkja. A þessum spjöldum er varað við hættunni, sem af þessum klóm stafar. Hafði verið haft samband við félag útvarpsvirkja og það tekið mjög jákvætt i málið. Hafa út- varpsvirkjar fyrirmæli um að fjarlægja klærnar af sjón- varpsloftnetum, ef þær eru af þeirri gerð, sem einnig má stinga i rafmagnstengla. Nokkur slys hafa orðið á börn- um af völdum sjónvarpsloftrieta með slikum klóm, en þetta er fyrsta banaslysið hér á landi af þessum orsökum. —ÓG í þungum þðnkum í Súlnasal Liklega hafa aldrei jafn djúpar uugsanir flogið um Súlnasal Hótel Sögu og i morgun. Þar voru 165 nemendur úr Verkfræöi- og raun- visindadeild Háskólans i prófum. Sigurður Friðþjófsson deildarfulltrúi sagði okkur, að vegna mikils fjölda ncma i prófum væru þau haidin á fjórum stöðum, þegar mest væri. t morgun voru skrifleg próf i Arnagarði, hátiðarsal Háskólans, húsa- kynnum læknadeildar við Armúla og I Súlnasalnum. Alls voru 483 nem- endur innritaðir til prófs I dag. —óG ER LOFTNETIÐ \ / ÞITT MEÐ RÉÍTRI TENGILKVÍSL OG ÖRYGGISÞÉTTUM? er að tengfa loftnet vlð rafkerflð Forðlzt þessa hsettu með þvf að nota rétta lengllkvfsl og örygglsþétta fyrlr loftnetlð Rafmagnseftlrllt riklslns DAUÐAGILDRA Ert þú með inniloftnet á sjónvarpinu? Attu slikt loftnet I fórum þinum? Ef svo skyldi vera, er skorað á þig aö athuga klónaá loft- netinu. Klær eins og sýndar cru hér að ofan og kross er yfir.geta vcrið lifshættulcgar. Þær hafa valdið nokkrum slysum og um helgina lézt lítill drengur af völdum þeirra. Hægt er að stinga þeim i samband við rafmagnstengla og er þá loftnetið hlaðið rafstraumi. Ef þessar klær eru á þínu loftneti, láttu þá skipta um strax og setja rétta tengihvísl og öryggisþétta fyrir loftnetið. _óG Útvegs- og Búnaðarbanki sameinist Lúðvík Jósefsson boðar stjórnarfrumvarp. Enginn rekstrarsparnaður, segir prófessor Ólafur Björnsson, formaður bankaráðs (Jtvegsbankans. - Framsóknarþingmenn sumir á móti. yrði atvinnuvegurinn afskiptur með fjármagn. Búnaðarbankinn og fleiri bankar hafa sótt fast að fá leyfi til gjaldeyrisverzlunar. Hafa Landsbankinn og Útvegsbank- inn staðið gegn þvi, nema að aðrir bankar tækju einnig á sig hluta af fjármögnun útgerðar- innar, sem hefur verið þungur i skauti. Hefur það sérstaklega bitnað á Útvegsbankanum, sem hefur hlutfallslega stærstan hluta við- skipta sinna hjá útveginum, þó Landsbankinn hafi bundið meira heildarfjármagn i þeim atvinnuvegi. —ÓG Lúðvik Jósefsson viðskipta- og bankamálaráöherra boðaði i útvarpsþætti i gær, að lagt yrði fram stjórnarfrum varp uni sameiningu Útvegsbankans og Búnaðarbankans. 1 viðtali við Visi i morgun sagði Lúðvik, að búið væri að semja frumvarpið og yrði það lagt fyrir Alþingi strax og það kæmi saman i lok þessa mánað- ar. Hann vildi ekki rekja ein- staka þætti frumvarpsins, en sagði, að i þvi yrðu skýr ákvæði um að bankarnir yrðu samein- aðir, en auk þess væru ýmis ákvæði um starfsemi viðskipta- bankanna allra. Frumvarpið væri að megin- efni samhljóða áliti bankamál- nefndarinnar, sem skilaði áliti fyrir nokkru og kannaði meðal annars, hvort æskilegt væri að sameina Útvegs- og Búnaðar- bankann. I málefnasamningi rikisstjórnarinnar var ákvæði um að stefnt skyldi að einföld- un bankakerfisins. Að sögn ráðherrans hefur ekki tekizt að tryggja samhljóða stuðning framsóknarþing- manna við frumvarpið en ekki vissi hann betur en að frum- varpið yrði lagt fram sem stjórnarfrumvarp. Ólafur Björnsson prófessor og formaður bankaráðs Útvegs- bankans sagði i viðtali i morg- un, að þetta mál hefði ekki enn verið lagt fyrir bankaráð Út- vegsbankans. „Ég benti meðal annars á i þessum útvarpsþætti, að á sam- einingu bankanna væru bæði kostir og gallar,” sagði prófess- or Ólafur. „Sameining og stækkun gerir reksturinn vissulega áhættu- minni, en á móti kemur, að valdið yfir fjármagninu færist yfir á færri hendur. Að þetta verði sparnaður i rekstri og vinnu er á misskilningi byggt. Ég tel magn þeirrar vinnu, sem sparast, óverulegt og yfirleitt tel ég, að sparnaður af samein- ingunni verði óverulegur,” sagði prófessor Ólafur Björns- son. „1 frumvarpi bankamála- nefndarinnar var talið, að sam- éining bankanna mundi taka i það minnsta fimm til tiu ár, en á framkvæmd málsins hlýtur að byggjast, hvort af þessu verður veruleg röskun.” Veruleg andstaða hefur komið fram hjá forkólfum landbúnað- arins og Búnaðarbankans. Telja þeir ekki heppilegt fyrir land- búnaðinn að hafa ekki sérstakan banka fyrir sig. Ef svo yrði ekki i

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.