Vísir - 07.01.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 07.01.1974, Blaðsíða 9
Vilberg Sigtryggsson skorar sig- urmarkið fyrir Árnianri nokkrum sekúndum fvrir leikslok úr vita- kasti. Geir Thorsteinsson kemur ekki við vörnum — og það má sjá spennuna i andliti kappanna kunnu. Gunnlaugs Mjálmarsson- ar, ÍR, til hægri, og Harðar Krist- inssonar, Armanni, nr. 10. Milli þeirra er ungur nýliði ÍR-liðsins, liörður Hákonarson. Ljósmynd Bjarnleifur. Nú er barátfan erfið hjá ÍR-ingum — Eftir tapleik gegn Ármanni í 1. deild í gœrkvöldi ÍR-ingar köstuðu frá sér stigi eða stigum einni niinútu fyrir ieikslok i fallharáttuleiknum mikla við Ármenninga i Laugar- dalshöll i gærkvöldi i 1. deildinni. Staðan var 14-14 og ÍR-rngar með boltann — möguleikarnir virtust allir þeirra megin til sigurs. En þá skeðu ósköpin — röng sending beint út af vellinum. Ármenning- ar fengu innkast — brunuðu upp og ÍR-ingar hindruðu Ármenning á linu. Vitakast — og spennan var mikil nreðan Vilberg Sigtryggs- son bjó sig undir aö taka kastið. Siðan skoraöi liann örugglega við mikinn fögnuð Ármenninga. Nokkrar sckúndur voru til leiks- loka — iR-ingar komu skoti á mark, en Ragnar Gunnarsson varði létt — og nú er fallbaráttan orðin erfið fyrir ÍR-liðið. Þetta var heldur lélegur leikur — en spenna talsverð, þvi munur- inn var litill á liðunum. Jafntefli kannski réttlátustu úrslitin. Fjór- um sinnum var iafnt i siðari hálf- leik. Fjóra fastamenn ÍR-liðsins vantaði, Vilhjálm Sigurgeirsson, Olaf Tómasson, Þórarin Tyrf- ingsson og Hilmar Sigurðsson, en þessir leikmenn birtust i hálfleik og horfðu á leikinn. Ólga er nú innan ÍR-liðsins og er það slæmt hjá liði i fallbaráttu. ÍR-ingar byrjuðu betur i leikn- um og voru komnir þremur mörkum yfir eftir 14 min. 5-2. Sið- ari hluta hálfleiksins sigu Ármenningar á — og það var skiljanlegt, þvi litið var um skiptimenn hjá IR. Lykilmenn liðsins Ágúst Svavarsson, Gunn- laugur Hjálmarsson og Ásgeir Eliasson gátu litið sem ekkert hvilt. Já, Ármenningar gerðu meira en að siga á — þeir komust yfir 9-8, en Ágúst jafnaði fyrir ÍR rétt i lokin. Leikurinn var afar tvisýnn i siðari hálfleik — Ármann byrjaði að að skora tvö fyrstu mörkin, 11- 9, en ÍR jafnaði i 11-11, og komst i 12-11 með marki Jóhannesar Gunnarssonar af linu., Ármann jafnaði, Björn, en aftur komst IR yfir. Björn jafnaði og kom Ár- manni svo i 14-13 á 23. min. Þá tókst Gunnlaugi að jafna á 27. min með fallegu marki — og tR- ingar náðu knettinum aftur, og svo komu mistökin miklu. Þeir þrir leikmenn, sem áður eru nefndir , Ágúst, sem var afar hættulegur, Ásgeir og Gunnlaug- ur báru ÍR-liðið uppi — og liðið var heldur óheppið að tapa. Ár- mannsliðið var afar jafnt — raun- verulega skar enginn sig þar úr, nema þá helzt Vilberg. Mörk Ármanns skoruðu Björn 4, Vilberg 4 (3 viti), Ragnar 3, Þorsteinn Ingólfsson 2, Olfert og Jón Ástvaldsson eitt hvor. Ágúst skoraði sex mörk ÍR — eitt viti — Ásgeir, Gunnlaugur og Hörður Hákonarson 2 hver, Jóhannes og Hörður Hafsteinsson eitt hver. Dómarar voru Hannes Sigurðs- son og Karl Jóhannsson. Þeir hafa dæmt mikið að undanförnu og árangurinn lætur ekki á sér standa. Frammistaða þeirra var mjög góð. Það er að verða unun að sjá þá dæma saman. hérfást UMBOÐSMENN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. mióarnir REYKJAVÍK: AÐALUMBOÐ, Suöurgötu 10, sími 23130 HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR, Grettisgötu 26, sími 13665 HREYFILL, BENSÍNSALA, Fellsmúla 24, sími 85632 VERSL. STRAUMNES, Vesturbergi 76, sími 72800 KÓPAVOGUR: LITASKÁLINN, Kársnesbraut 2, sími 40810 GARÐAHREPPUR: BÓKABÚÐIN GRÍMA, Garöaflöt 16, sími 42720 HAFNARFJÖRÐUR: FÉLAGIÐ BERKLAVÖRN, afgr. í Sjúkrasaml. Hafnarfjaröar, Strandgötu 28, sími 50366 MOSFELLSSVEIT: FÉLAGIÐ SJÁLFSVÖRN, afgr. i Versl. VAR, Reykjalundi, sími 66200 frá fimm þúsund upp í í happdrætti SÍBS, verö er 200 kr. Vinningar milljón.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.