Vísir - 07.01.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 07.01.1974, Blaðsíða 8
8 Visir. Mánudagur 7. janúar 1974 LAUNAGREIÐENDUR! Munið að tilgreina nafnnúmer launþega á launamiðanum. Með því sparið þér yður og skattyfirvöldum dýrmætan tíma og tryggið, að launa- greiðslurnar verði frádráttar- bærar til skatts. ,,Á hve mörgum höggum eruð þér vanur að spila völlinn á?" ,,Milli 90 og 95”, svaraði hinn. „Það er nærri þvi það sama og ég er vanur að fara völlinn á. Eigum viö ekki að spila einn leik?" ,,Jú gjarnan," svaraði hinn. ,,En eigum við ekki að leggja eitthvað undir — aðeins til að gera leikinn meira spennandi.” Og báðir lögðu 1000 kall undir. Eftir leikinn kom sá fyrr- nefndi inn til formanns klúbbsins og sagði dálitið önugur: ,,Hvers konar lygari er þetta sásem ég var rétt áðan að ljúka við að spila við. Hann sagði, að hann færi völlinn á 90 til 95 höggum, — en ég varð Orvinda: Ég get ekki lýst þvi hve ósegjaniega úrvinda ég verð segir Innes, sem ekki hefur sofið i 30 ár. Augnalokin veröa blýþung.en ég get ekki haldið þeim lokuðum lengur en 5 minútur. GOLF aðfaraallt niður i73höggtilað sigra hann.” Hvað heldurðu að frúin hafi vog sér að segja, um leið og ég sku aði henni á fæðingardeildina, f það var i leiðinni hingað á vc ia JÁNllAR LÆNAGFEIÐENDUR vinsamlega veitiö eftirfarandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. janúar. Það eru til- mæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upþlýsingar rétt og greini- lega á miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hag- kvæmni í opinberum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RIKISSKATTSTJÚRI Tveir velstæðir heildsalar hittust i golfklúbbnum. Þeir þekktu ekki hvor annan, en báðir höfðu löngun til að spila einn hring. mér ég ein og yfirgefin i heiminum. Aður var ég vön aö láta timann liða við saumaskap og útsaum. Nú er sjónin aftur á móti orðin það slæm, að ég get það ekki lengur. Ég get ekki einu sinni lesið dagblöðin lengur. Svo núna reyni ég að ham- ast við heimilisstörfin alla nóttina bara til að gera eitthvað. Áður fyrr meðan eiginmaður minn var á lifi virti ég hann oft fyrir mér sofandi og bað til guðs að sú stund mundi koma, að þessu böli væri af mér létt. Siðan hann dó eru næturnar lengur að liða. Þorpspresturinn staðfestir sögu Innes. „Aður fyrr vakti ég oft heilu næturnar með henni og við lásum saman úr Bibliunni.” Sál- fræðingur sem hefur haft Innes til meðferðar i sjö ár, telur að svefn- leysi hennar stafi frekar af sál- rænum en likamlegum orsökum. ,,En allar okkar tilraunir til lækn- inga hafa mistekizt,” segir hann. Læknir Innes segir: ,,Ég hef stundað Innes i öll þessi 30 ár og er þess fullviss, að allan þann tima hefur henni ekki komið blundur á brá. Lyfjagjöf er nær vonlaus til lækningar þessu. En ég hef oft reynt að fá Innes til nákvæmrar rannsóknar á sjúkrahúsi en hún tollir þar aldrei nema i einn sólar- hring. — Hún unir hvergi stund- inni lengur nema i sinu heima- þorpi.” — ÓG Allar nánari upplýsingar eru I myndatextanum, sem að visu er á finnsku. I í meira en 11000 þús- und nætur — yfir 30 ár — hefur Innes Palomita Fernandez reynt að sofna — nokkuð sem annað fólk tekur sem sjálfsagðan hlut. Hún segist ekki hafa sofið einn einasta dúr I 30 ár fyrir utan stutt- an dúr meðan verið var að skera hana upp við veikindum i nýrum. Þá fékk hún margfaldan skammt af svæfingarlyfi. „Ég hef farið til i það minnsta 30 lækna og sérfræðinga og reynt allar hugsanlegar tegundir af lyfjum og pillum. En ekkert dugar,” segir Innes, sem oröin er 57 ára. „Ég verð aðeins þreytt en sofna aldrei.” 1 sveitaþorpinu á Spáni þar sem Innes býr er hún kölluð ,,hin svefnlausa”. „Þetta byrjaði allt, i júli 1943,” segir þessi hægláta hvithærða kona. Hún er klædd hefðbundnum sorgarbúningi, þvi maður hennar er látinn.” Mig svimaöi og siðan fann ég ægilegan sársauka i hnakkagrófinni. Læknirinn meðhöndlaði mig eins og ég hefði gengið úr kjálka- liðnum og siðan hef ég ekki getað sofið neitt. Læknarnir sögðu að vandræðin með kjálkana hefðu haft einhver áhrif á taugarnar þannig að sá hluti heilans er stjórnar svefninum virki ekki lengur.” Innes segist stöðugt óttast ein- veruna meðan allir aðrir 2000 ibúar þorpsins hennar sofa. ,,Ég óttast alltaf nóttina, þvi þá finnst SVEFNLAUS í 30 ÁR EN TÓRIR SAMT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.