Vísir - 07.01.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 07.01.1974, Blaðsíða 12
Mörk Liverpool og Derby nötruðu lokamínúturnar! Enska bikarkeppnin er hrifandi — einkum þriðja umferðin, þegar litlu liðin fá tækifæri á þeim stóru og standa sig. Það vantaði ekki i umferðinni á laugardag. Neðsta liðið af öilum i 4. deild, Doncaster, kom í heim- sókn á Anfield — lék þar betur en nokkurt 1. deildarlið í vetur. Eng- landsmeistarar Liverpool máttu stórþakka fyrir að ná jafntefli og fá annað tækifæri gegn Doncaster. Nokkrum sekúndum fyrir leikslok nötraði þverslá Liverpoolmarksins eftir hörkuskot — en boltinn fór ekki inn og jafntefli varð 2-2. t fyrstu benti allt til að þetta yrði eins og venjulega á Anfield — auðveldur heimasigur I.iver- pool. Strax á 4.min náði Kevin Keegan forustu með góðu skall- marki eftir fyrirgjöf — en það furðulega skeði, að Mike Kitehen jal'naði, og siðan náði Brendan O’Callaghan forustu fyrir Doneaster. Staðan var 2—1 i hálfleik og spenningurinn komst i hámark i þeim siðari. Keegan jafnaði á 57. min og siðan var barizl — keppnin hreint ótrúleg, en ekki tókst að knýja fram sigur. „Doncaster átti ekki að þurfa að lenda i aukaleik á þriðjudag — liðið átti skilið að vinna” sagði BBC. Já, allt snerist i kringum litlu liðin að venju i frásögnunum. Al'rek þeirra voru mikil — áhugamannaliðið Ilendon náði jafntefli i Neweastle — litla liðið Irá litlu hafnarborginni á austurströndinni, Boston, sem er nokkru sunnar en Grimsby, náði jafnlefli við Derby. Dar niitraði þverslá Derby-marksins 30 sek fyrir leikslok — boltinn skall niður á marklinu og bjargaði Henry Newton á linu. Jafntefli 0-0 eftir stöðuga Derbypressu allan leikinn nema lokaminútuna. Leikmenn Boston eru „hálfatvinnumenn” og unnu það afrek að vinna en liðunum frœgu tókst að nó jafntefli ó heimavelli gegn smóliðum. Margir skemmtilegir leikir í 3ju umferð Feter Osgood, til vinstri, og Alan Iludson, næstur honum, voru illa færri á Stamford Bridge á laugardag. Myndin var tekin I leik Chelsea og Arsenal fyrr á leiktimabilinu. Derby með fimm marka mun i bikarkeppninni fyrir nokkrum árum. En þá var Derby lika i 3. deild — en lék á heimavelli. Aður en við litum á úrslit leikjanna er rótt að geta þess, að George Best var settur úr liði Maneh.Utd. — ekki fyrir aga- brot, sagði framkvæmdastjór- inn Tommy Docherty, og tók Martin stöðu hans. Leikmenn United voru rauðir i framan fyrstu 30 min. leiksins, þvi Plymouth sótti án afláts. Ekki skoraði 3. deildar-liðið — og svo var Martin tekinn útaf og irski landsliðsmaðurinn Mellroy settur I hans stað. Leikur Maneh. Utd. fór þá að breytast til hins betra — og Lou Macari skoraði sigurmarkið i s.h. Milivall-Scunthorpe 1-1 . Neweastle-llendon 1-1 Norwich-Arsenal 0-1 Orient-Bournemouth 2-1 Oxford-Maneh.City 2-5 Peterbro-Southend 3-1 Port Vale-Luton 1-1 Portsmouth-Swindon 3-3 Sheff.Wed.-Coventry 0-0 Southampton-Blackpool 2-1 WBA-Notts County 4-1 Wolves-Leeds 1-1 West Ham-Hereford 1-1 Þegar ein minúta var eftir i leiknum milli West Ham og Hereford, sem nú leikur i 3ju deild, voru allar horfur á þvi, að 1. deildarliðið væri á leiðinni út úr bikarkeppninni. Hereford hafði mark yfir og West Ham lók með 10 mönnum. Bobby Moore meiddist i f.h. og tók Pat Holland stöðu hans. 1 siðari hálfleik meiddist McDowell og nú mátti ekki setja mann inn á. En leikmenn WH ,,héldu höfði” þrátt fyrir slæmt útlit og á loka- minútunni jafnaði Holland mark Bill Redrope frá 2. min leiksins. Leeds lenti einnig i kröppum t>á eru það úrslitin. Aston Villa-Chester Birmingham-Cardiff Bristol C .-Hull Carlisle-Sunderland Chelsea-QPR C.Palace-Wrexham Derby-Boston Everton-Blackburn Eulham-Preston Grantham-Middlesbro Grimsby-Burnley Ipswich-Sheff.Utd. Leicester-Tottenham IJverpool-Doncaster Manch. Utd.-Plymouth Bórujárnsþök - Þétting 3-1 5-2 1-1 0-0 0-0 0-2 0-0 3-0 1-0 0-2 0-2 3-2 1-0 2-2 1-0 Nú fyrst er hægt að tryggja varanlega þéttingu á flötum bárujárnsþökum meöan járniö endist. Viö berum ALL-COTE MASTIC MLACK í samskeytin og kringum neglinguna. Þetta efni hefur ótrúlega viöloöun og teygju. Sérþjálfaöir menn annast þessa þéttingu og skapa þvf öryggi viöskiptavinarins. Abyrgö tekin á efni og vinnu. Fljót og góö þjónusta. alcoatin0s þjoriuslan simi 2-(i!l3X. Tilraunin með leiki ó sunnu- dðgum heppnuð Tilraunin meö aö leika knattspyrnuá sunnudögum á Englandi tókst mjög vel i gær. Þá var þaö reynt i fyrsta skipti og á leikina fjóra i 3. umfcrö bikarkeppn- innar var aösókn mjög góö — eöa XI þúsund. Bolton úr 2. deild geröi sér litið fyrir og vann Stoke á heimavelli meö 3—2 i stór- skemmtileguni leik. John Byrom skoraöi öll mörk Bolton — og var Bolton komiö i 3—0 eftir (>2 min. Jolin Ritcbie og Sean Ilasel- gravc (vitaspyrna) skoruöu fyrir Stoke undir lokin. Nottm.Forest var i hættu gegn Bristol Rovers — efsta lið 3.deildar komst i 3—1, en leikurinn var háöur I Nottingbam. En lokakafli Forest var mjög góður — liðið skoraöi þrivegis og sig- ur vannst 4—3. Áhorfendur þar voru 23.456 Cambridge og Oldham gerðu jafntefli 2—2, og skoraði Cambridge tvivegis siöustu átta minúturnar. Bradford vann welska ábugamannaliöið Alvechurch örugglega með 4—2, en Alvechurch hafði áður slegið úr 6 atvinnu- mannaliö i keppninni. dans gegn Úlfunum. Leikið var i Wolverhampton, þar sem Úlfarnir hafa ekki tapað i sjö siðustu leikjunum. Úlfa-liðið var betra og sótti mjög allan fyrri hálfleik, en snilldarleikur Harway i marki Leeds kom i veg fyrir mörk. Hann réð þó ekki við skot John Richards fyrst i siðari hálfleik. 1-0 og Leeds_var i mikilli hættu, þvi Úlfarnir héldu áfram sinum góða leik. En 10 min fyrir leiks- lok skipti Don Revie inna - Frankie Gray (bróðir landsliðs- mannsins kunna i Leeds-liðinu, Eddie) — kom inn á i fram- linuna, en framvörðurinn Yorath var tekinn útaf. Strax fór annar svipur að koma á sóknarleik Leeds. Gray lék á Palmer. bakvörð, eins og hann væri ekki til — og i þriðju tilraun kom markið. Á 83.min lék Gray enn upp kantinn — gaf yfir á Lorimer, sem sendi til Bremner. Billy geystist inn i vitateiginn — og var þar brugðið illa. Vitaspyrna og hana nýtti Lorimertil fullnustu. 1-1 og rétt fyrir lokin hafði McQueen næstum náð sigri fyrir Leeds. Liðin leika aftur á miðvikudag. Spenna var mikil i lokin i leik Leicester og Tottenham. Þar til hafði litið skeð — og Tottenham héltvelsinum hlut. En á 88.min var skorað. Leicester náði góðu upphlaupi — Frank Worthington gaf knöttinn með hælnum á Strinfellow, og hann áfram á Steve Earle. Nýi leikmaðurinn frá Fulham nýtti tækifærið til fullnustu. 1-0 fyrir Leicester, en Tottenham gafst ekki upp og það var hreint ótrúleg mark- varzla Peter Shilton, enska landsliðsmarkvarðarins,. sem kom i veg fyrir að Tottenham jafnaði. Lið Chelsea var heppið að halda jöfnu gegn nágrönnum sinum frá QPR-John Philips varamarkvörður Chelsea, lék sinn bezta leik frá byrjun — varði snilldarlega. Meðal annars vitaspyrnu frá Francis og hörkuskot Bowles og Leech. QPR lék miklu betur — og Chelsea-liðið án Osgood og Hudson var ekki upp á marga fiska. Það er greinilegt, að félagið veröur að jafna ágreininginn við þá ef ekki á illa að fara. Arsenal lék vel gegn Norwich og vann verðskuldaðan sigur gegn liði, sem oft hefur gert Lundúnaliðinu fræga skráveifu. Eddie Kelly skoraði mark Arsenal með þrumufleyg á 32. min og þó Norwich reyndi allt til að jafna i s.h. var sigur Arsenal aldrei i hættu. Vörnin var sterk og það, sem kom til kasta Bob Wilson, fór hann létt með. Víða spurningamerki vegna jafnteflanna! — Dregið var í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardaginn A laugardag var dregið um þaö i ensku bikarkeppninni bvaða liö leika saman i 3. umferö keppninnar. sem háð verður 26. janúar. Niöurstaöan varð þessi. Wrexham-Middlesbro Portsmouth eða Swindon-Orient Arsenal-Aston Villa Liverpool eða Doncaster- Carlisle eða Sunderland Newcastle eða Hendon-Millvall eða Scunthorpe Chelsea eða QPR-Birmingham Port Vale eða Luton-Bradford eða Alvechurch Peterbro-Wolves eða Leeds Manch. Utd.-Ipswich West Ham eða Hereford-Bristol City eða Hull Southampton-Bolton Fulham-Leicester Cambridge eða Oldham- Burnley Sheff. Wed. eða Coventry-Derby eða Boston Nottm. Forest -Man. City Everton - WBA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.