Vísir


Vísir - 07.01.1974, Qupperneq 2

Vísir - 07.01.1974, Qupperneq 2
2 Vísir. Mánudagur 7. janúar 1974 vbssm: Hvernig lízt yður á fyrirhuguð há- tiðahöld vegna þjóðhátiðarárs- ins? Svcinþór Kirlksson, nemi i Sjómannaskólanum: — Mór finnst að það verði fullmikið gamaldags snið á þeim og of mikið af endurtekningum á þvi sem er ár eftir ár. ljað mætti eflaust ýmislegt endurbæta i til- vonandi dagskrá, en hræddur er ég um að þetta verði dýrt. I)avið Kr. Jcnsson, bygginga- meistari: — Agætlega, ég hef alltaf verið hlynntur þessum há- tlðahöldum. Mér finnst altur á móti að þau megi vera i tvo daga á Þingvöllum, en minnka úr íjór- um niður i tvo daga hér i Ueykja- vtk llelgi lialdursson, kennari: — Kg hef litið orðið var við undirbúning þessara hátiðahalda, og þau hal'a litið verið kynnt. Kn eitt er öruggt, og það er að ég fer ekki á hálíðina á Þingvöllum. Ilalldór ólafsson, bankamaður: Mér lizt illa á þetta. Ég held það verði mikil drykkja á hátiðahöld- unum, bæði i Keykjavik og á Þingvöllum. Það er allt of mikið i kringum þessi hátiðahöld. Mér finnst alveg nóg að gefa út tslandssöguna og ljúka hring- veginum. Hitt ber allt of mikinn keim af prjáli. Guðrún Axelsdóttir, búsmóðir: — Éghef ekki mikla trú á þeim. Það er þó gaman hversu margt af fólki ættuðu frá tslandi kemur erlendis frá i heimsókn. En ég held ekki að það verði neinn sér- stakur hátiðablær yfir þessu. það er frekar að það verði svona 17. júni blær, eins og hann hefur ver- íð i Reykjavik undanfarið. Jón Pálsson, æskulýðsfulltrúi: — Ég var á Alþingishátiðunum 1930 og 1944, og yfir þeim var virkileg- ur hátiðablær. Það er spurning hvort tiðarandinn sé svo breyttur frá þvi þá, að annað verði ofaná. Ég vona bara að þjóðhátiðin höfði til manna og verði öllum til sóma. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Svívirðilegir kiarasamningar fyrir ungt vaktavinnufólk Vaktavinnufólk, sem ráðið er i vinnu hjá rikinu eftir 1. janúar 1971, hefur nú i nýafstöðnum kjarasamningum hlotið slikt af- hroð, að i mörgum tilfellum er um að ræöa skerðingu á launum, það mikla, að 7 prósent grunnkaups- hækkun og hækkun i álagi, nær hvergi að bæta upp það tap i bein- um krónum, sem þetta fólk verö- ur fyrir. Ætla ég hér á eftir að fara með þetta atriöi innan kjarasamning- anna, sem fellur undir bókun 5. Um vinnutima þeirra vakta- vinnumanna, er fyrir gildistöku kjarasamnings fjármálaráðherra og BSRB frá 19. des. 1970, unnu 36 og 37 klukkust. vinnuviku. Um vinnutima ofangreindra vaktavinnumanna skal eftirfar- andi gilda: Þegar skylduvinna er unnin kl. 24 til 8, á laugardögum eftir kl. 12 á hádegi eða á sunnudögum, telj- ast 50 minútur jafngilda einni klukkustund. Regla þessi gildir einungis um þá starfsmenn persónulega, sem fullnægja ofangreindum kröfum um vinnutima, enda leggi BSRB fram lista með nöfnum þeirra einstaklinga, sem þessara sér- stöku réttinda njóta. Akvæði þetta tekur einungis til þeirra manna, er voru i starfi 1. janúar 1971. Það vaktavinnufólk, sem byrj- ar eftir 1. janúar 1971, ætla ég að sé flest i 12. til 15 launaflokki eftir starfsgrein. Ég ætla hér á eftir að sýna dæmi um það tap i beinum krónum, sem fólk þetta verður fyrir vegna afsamnings þessa. Allar tölur miðast við 13. launa- flokk, sem talinn var fullrar 7 prósent hækkunar verður og eru þvi þessar tölur all mikið of lágar fyrir sumar starfsgreinar. Vaktavinnumaöur, sem vinnur á fimmskiptri vakt, tapar 11 tim- um i eftirvinnu pr. 4 vikur, sem gerir krónur 4111 vægt reiknað. A fjórskiptri vakt 14 klst. pr. 4 vikur krónur 5232. A þriskiptri vakt 18 klst. pr. 4 vikur, krónur 6914.00. Þetta að lækka hér aðeins starfs- menn, sem ráðnir eru hjá rikinu eftir 1. janúar 1971 um slikar fjár- hæðir, sem hér nemur, og mis muna starfsfólki i sömu starfs- grein með sömu menntun, það hlýtur að teljast einsdæmi i allri launabaráttu á Islandi. 1 framhaldi af framansögðu vil ég geta þess, að tæplega trúi ég þvi, að þetta fólk, sem fellur undir þessa svivirðulegu og afsamn- inga úr hendi samningamanna BSRB, en þeir hljóta að bera ábyrgð á þessum vinnubrögðum, láti þetta sem vind um eyru þjóta, heldur sameinist i barátt- unni um að fá þetta ákvæði innan samninganna lagfært, ef ekki með góðu þá örugglega með illu. Bergþór S. Atlason Siglufiröi LÁTIÐ HUNDAVININA BORGA Desember 1973. Uáliö hundavinina horga. II ver á að borga dýraspitalann? I þúsund ár hafa dýralæknar dyggilega sinnt sinni köllun á Is- landi. Nú þarf skyndilega dýra- spitala eða með réttu hundaspi- tala, eltir ofstopa hundavinafé- lagsins, sem brýtur lög á áber- andi hátt. Þessi „DÝRI-SPt- TALI" á þvi að vera á kostnað hundavinalélagsins, þá fáum við að sjá i reynd liver er bezti vinur liundunna: hver er versti óvinur nágrannanna. Að láta þá borga sem hæst gjamma, sorterar fljótt úr þá, sem gelta án umhugsunar, eða til að sýnast. Banniö slöngur og krókódila. Ef eitthvað er bannað i Reykja- vik, spretta upp þúsund hræður til að brjóta bannið. Það er ekkert bann á slöngum eöa krókódilum, né kanarifuglum eða fiskabúrum, bara liundum. Þvi verða allir að hafa hunda, kæra Island eða borgarstjórn fyrir Mannréttinda- nefnd og hver veit hvað. Það væri mjög gagnlegt að hafa krókódila i ibúðum til að bita innbrotsþjófa, eða eiturslöngur lil að „góma” þá sem brjótast inni gróðurhús, auk þess sem þessi kvikindi eru ekki til ama öðrum en afbrotamönn- um, gelta ekki né pissa i bila, — né valsa um götur. Ef borgarstjórn bannar slöng- ur og krókódila, verða þessar skepnur i hvers manns húsi innan skamms, með krókódilavinafélög og kyrkisiönguklúbb til að vernda skepnurnar. Óvættirnir. Um allan heim eru hundar ná- grannanna verstu óvættir þétt- býlisins, i Pretoriu i S. Afriku og fleiri borgum eru borgarstjórnir að reyna að hemja hundaskar- ann, banna hundahald i fjölbýlis- húsum og gera tikur ófrjóar og hækka hundagjöld, en litið dugar. Hundaeigendur eru ófyrirleitn- ustu mannverur heimsins, hund- urinn er þeirra eigið barner fær húsið, bilinn og peningana aö erfðum, „börnin” fá ekkert. Ná- grannarnir kaupa dýr segul- bandstæki meö hátölurum til að taka upp gelt nágrannahundanna og spila hávaðann til baka i mögnuðum hljómstyrk. Fyrir ut- an hjá mér byrjar gauragangur- inn þegar skyggja tekur, það er gjammað og gelt til morguns, sumir húseigendur eru svo þreyttir á gjamminu að þeir fá sér 5 liunda til aö lialda vöku fyrir nágrannanum, sem ekki vildi þagga niður i sinum hundi. Ég hefi þó lúmskan grun um, að „eiginkonan” sé ekki beysinn kokkur og þvi fái hundarnir leif- arnar. Ég spila þvi öruggt og hefi hvorki hund né eiginkonu. Jaröarfarir. 1 Bandarikjunum er hundahald i algleymingi þaö eru stofnanir sem velta hundruðum milljóna til að sjá um útfarir hunda, virðu- legar bálfarir, marmara-leg steinar eða krúsir með ösku „hvutta” eða kanarifuglsins. „Fólk getur fengið hvað sem það vill, ef það borgar”. Heilu hval- irnir renna niður i maga hund- anna úr niðursuðudósum. naut gripahjarðir fara á sama hátt i súginn. Mannkynið hrynur niður úr hungri t.d. i hundruðum þús- unda i Eþiopiu (draumalandi KFUM), en hundavinir á Islandi eru nær orðlausir af vandlætingu vegna takmarkana á yfirgangi sinum, gegn nágrannanum og samfélaginu i heild: sóðalegasta, hávaðasamasta og dýrasta gælu- dýr heims skal lifa á meðan mannkyniðsveltur i hel, i flestum heimsálfum eða öllum heiminum innan skamms. Viggó Oddsson Jóhannesarborg. FJOLGA LÆGRI VINNINGUNUM! Reykjavik, 3. janúar 1974. Stóru happdrættin tilkynna nú af miklum móði fjölgun vinninga á byrjandi starfsári og eitt þeirra a.m.k. hækkun miðaverðs. Þetta verður mér hvöt að vekja upp gamalt mál. sem sé, hvort rétt sé að vera með stærstu vinningana i stað þess að fjölga þeim lægri. sem mér og mörgum fleiri finnst öllu ráðlegra. Stjórnendur happdrættanna ættu bara að sjá á mér gleði- svipinn. þegar ég sé, að mér hefur falliði skaut 5000-kalla vinningur. Allar hugleiðingar um að þetta borgi sig ekki, litlu betra að eyða aurunum i t.d. menntun fólks, sem svo reynist algerlega úr sambandi við þjóðlifið, nema kaupa bara brennivin og tóbak til að halda rikisstjórninni gang- andi, rjúka út i veöur og vind, en eftirvænting fjárhættuspilarans sezt i valdastólinn Auðvitað skil ég auglýsinga- gildi þess að geta talað um millj- ónavinninga, en reynast þeir nú alltaf eins gæfurikir og ætlað var? Er ekki heillavænlegra, að stærri hópur fólks fái oftar upphæð. sem hjálpar ti! við næstu afborgun af húsgögnunum, húsa- leiguna. eða þá bara til að gera sér glaðan dag? Mér er það vitanlega ljóst að of seint er að koma með þessa til- lögu nú. það teldist til svika, ef happdrættin ventu sinu kvæði i kross i augnablikinu, en gætu ráðamenn þeirra ekki haft hana i huga þegar kemur að samningu hernaðaráætlunar næsta árs? Jón Sturlaugsson Nýtf m*t f óbyrgðorlaysi SLjornanindstcDinKar hafa talaA mikiA um ranKlarti trkju- skaltKÍns og boAaö nvjar til- löKur. Ilafa sjAlfsagt ýmsir orftlft íyrir vonbrigftum. þcgar Sjálfstasftismrnn köstuftu fram frumvarpí um larkkun trkju- skatls um 4 milljarfta. An þcsi aft bcnda 4 nokkrar aftrar leiftir til trkjuöflunar fyrir rlkissjófts Kr þaft liklega met I Abyrgftarlausum málflutningi I Islenzkum stjdrnmAlum. Par sem þetta bar aft A sama tfma og rfkisstjórnin og stuftningsflokkar hennar af- greifta mikil framfara- og byggftafjArlög — An nýrra tekjustofna fyrir rfkissjóft — þA fer ekki hjá þvi, aft menn beri saman þetta tvennt. fjAr- lagaafgreiftsluna og tilburfti sljórnaraodstcftinga, er um sumt minna vissulega A (•listrup hinn danska." -TK. i ábyrgðarleysi er auövelt að setja ágætast met, sem um er getiö. En er það ei mesta ábyrgðarleysið að ábyrgjast ábyrgðarleysismetið? Ben. Ax.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.