Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 6. janúar 1966 3 TÍMINN m 1 MINNING Vigdís Sí e- mundsdól tir Hrauni, fm Olfusi f. 23. des 1887. d. 5. okt. 1965. Kveðja Harmafregn ef einhver burt er kvaddur hvort árla eða seint á vegi hann er staddur 511 við þurfum sömu spor að stíga fyrir sigðum dauðans jarðnesk lífin hníga. Svið af sviði eftir drottins dómi dauðans armur grandar lífsins blómi og að aftur vaxi í himins helgum löndum huggun og náð veit oss í jarðar höndum. Konu og bömum hörð eru hlutuð kjörin er heggur þeirra forsjá dauðans hjörin með þreki og dug hafa margar mæður staðið og mildi drottins brúað dýpsta vaðið. Með stóran bamahópinn eftir standa með elju og þori leysa allan vanda huga og hlúa að bæði hönd og hjarta hverju barni lýsa veginn bjarta. bns ana/i bíflv go Bijénnujj Þú móðir jörð sem öllum lífið gefur um aldaraðir fætt og klætt oss hefur frá þeirri stund er lífsins drögum anda leiðandi höndum felur þú þann vanda. Hið veika líf að leiða og vísa veginn vonar og heillasporín fengin dregin steypa og móta vanda allt og vega varðveita gullið, forðast sorans trega. Þú góði guð sem lýsir oss leið um heiminn. gerðir ei mun á háum eða lágum gimsteina fannst þó grjóti þyrfti að ryðja guðleg er forsjón þeim sem kunna að biðja. Þakkir og óskir færðar frá oss öllum að finnir gleði og Ijós í drottins höllum að öll þín trú, sem okkur gafst til handa efli og blessi þjóðar vorrar anda. H.S.E. Svava Jónsdóttir, Sandi F. 22. nóv. 1910 — D. 22. júlí 1965. Kveðja. Þung em spor sem eftir götu ganga grátin augu tómlát í húmið stara dauðínn er harður og flestir honum til fanga hans feigð er ótæmd Það sér ekki milli skara. Þann tilgang ei skiljum er líf vort í blóma bærist að bíður þar dauðinn með kulda í nálægð færist því mannlífsins leið fær mannleg sál ekki skilíð hver er munur á lífi og dauða, því örstutt er bilið. Sárt bresta böndin, þá í blóma lífs ertu kvaddur þú býst ekki við og enginn veit hvar hann er staddur en þú trúaða sál, sem ert tilbúinn burt að ganga í tilveru drottins, lifna þér blóm á vanga. Guð lífið Þér gaf, og lífið hann tekur aftur með líkn og bænum huggar hans mildi kraftar þinn maka og böm hann leiðir á lífsins brautum hans líkn og mildi bægir frá sorg og þrautum Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi: Veldur minkarækt óbætanlegu tjóni á náttúru landsins ? I fyrravetur og vor, þegar mest var rætt um það á Alþingi, og einnig í blöðum, hvort leyfa bæri minkarækt hér aftur, voru að vonum um það mjög skiptar skoð anir. Ég fylgdist mjög með þessu máli, og hafði gaman af, enda var þar knálega kippt í frá báðum endum. En nú brá svo undarlega við, að ég gat ekki fallizt á öll rök þeirra, sem mest unna fugla- ríki landsins, sem ég þykist einn- ig hafa ósviknar mætur á. Endir- inn varð því sá, þegar ég fór að hugleiða málið betur, að um mig fór einhver bölvaður fiðringur, svo undarlega líkur glímuskjálfta, í gamla daga. Ég stóðst þvi ekki mátið og hét að segja /nitt álit, þegar tækifæri gæfist. Ég þóttist meira að segja bera orurlítið skyn á þetta, eftir býsna náin kynni af bölvuðum villiminknum, sem orðinn er — og verður héðan af — íslenzkur begn. En tjl þess að fara að öllu með gát, ætla ég hér aðeins að birta helztu rök þeirra, sem þá voru — og eru án efa enn — á móti því, ag aftur verði leyft minkaeldi hér. Fyrstu og veigamestu ástæðuna telja þeir, að með því að leyfa minkaeldi aftur, yrði óbætanlegt tjón unnið á náttúru landsins, því alltaf sleppa minkar úr haldi. Væri nú ekki hér villiminkur fyr- ir — og sem enginn þarf að ætla að takist að gjöreyða — þá væru þessi rök ómótmælanleg, á sama hátt og þau voru áður en því óheilladýri var leyfð landganga. Þessu tækifæri var að eilífu glatað þá, af mönnum, sem því miður ekki höfðu þekkingu á skaðsemi hans, og skelltu við því skolleyr- um, þótt þeir, sem hættuna sáu, vöruðu alvarlega við henni. Við erum nú þegar ofurseldir því tjóni — þeirri sorglegu eyði- leggingu, sem þessi dýr valda, og ekk >arf að skýra eftir reynslu síðustu áratuga. Þessi ástæða er því ekki fyrir hendi, nema því aðeins. að þeir minkar. sem inn yrðu fluttir, verði enn meiri skað valdar en þeir, sem fyrir eru og hafi því yfirhöndina í lífsbarátt- unni. En á það hefur enginn minnzt. Þá er talið — eins og fyrr greinir, að aldrei verði svo um bú ið, að aliminkar sleppi ekki úr haldi. Þetta er alveg rétt og verð- ur aldrei séð fyrir því, þar sem náttúruöflin hér eru ofjarlar okkar í mörgum tilfellum, eins og dæmin sanna. En á því sviði einn ig horfir gjörólíkt við og áður var. Nú eru langt um meiri mögu- leikar að ná þeim minkum, er sleppa úr eldi, með aðstoð hunda og þeirra tækja, sem við höfum, strax og verður vart við, að slík óhöpp koma fyrir. En um það yrði að vera ströng fyrirmæli, í lögum, að minkahirðir tilkynni tafarlaust til veiðistjóra, þegar slíkt kemur fyrir. Fyrsta — eða fyrstu sólar- hringa, eftir að minkar sleppa úr girðingu, er sá tími, sem gefur bezt-u tækifærin til að ná þeim. Sá kostnaður, sem af því leiddi, bæri að sjálfsögðu það minkabú, sem fyrir óhappinu verður hverju sinni. Þegar minkar sluppu úr eldi fyrstu árin, var þekking — og þar af leiðandi framkvæmdir að nú þeim, svo bágborin, að turðu sætti. En skjóta má því hér inn í, að sumir telja þó, að eyðing villiminka geri lítið gagn. Stofn- inn sé þegar búinn að ná „jafn- vægi‘ í náttúrunni. Væri þetta nú staðreynd, þá er hún rothögg á þá skoðun, „að minkaeldi hér mundi valda óbætanlegu tjóni á náttúru landsins.“ Og til þess að sýna með aðeins einu dæmi, hve fráleitt þetta er, má spyrja: Hvernig væri nú komið fuglalífi í Mývatnssveit, ef ekkert hefði verið gert til að eyða minknum þar? Sú fuglaparadís, sem var við Mývatn, fyrir 30-40 árum var mér þá — og er enn — svo rík í minni, að ég get ekki lýst þeim kvíða, sem greip mig, er ég sann- færðist — af eigin raun — um eyðingarmátt minksins, þar sem hann var látinn afskiptalaus af mönnum. Síðar sá ég, hve ótrú- lega mikið má hamla við þeirri eyðingu ef hyggindi, vilji og vandvirkni hjálpast að, og við það létti mér mikið. Þeir, sem hafa unnið að minka- eyðingu í Mývatnssveit, og með Laxá, í sjó út, eiga sannarlega miklar þakkir skildar. En nú sækir aftur að mér ískyggilegur kvíði, í sambandi við þær aðgerð- ir, sem þegar er byrjað á, og stefna að stóriðnaði við Mývatn. Öll þau uppleysanlegu úrgangs- efni, er síðar munu setjast að í vatninu, get ég ekki varizt að hugsa til með vaxandi ótta, að orðið geti fuglalífi — og þá einn- ig silungum — hinn ófyrirsjáan- legi bölvaldur. En — bless- uð vonin brosir bara að þessu og segir: „Vertu rólegur góði, þetta er allt í lagi. Það hefur verið at- hugað gaumgæfilega af vísinda- mönnum, sem telja, að engin hætta stafi af því. Þú hlýtur líka að sjá, að þetta er enginn smá- ræðis dónaskapur, að ætla nokkr- um það verk, sem geti leitt til þess, að slík Paradís fugla, á norð urhveli jarðar, biði við það tjón.“ Þarna fór ég út af sporinu, sem kallað er — enda viðkvæmt mál, þegar töfraheimar Mývatnssveitar birtast i huganum heiðir og sól- gylltir. Þá er því einnig haldið fram, að með því að leyfa minkaeldi aldrei aftur, þá gæti það gert gæfumun- inn, að halda villiminknum í skefjum. Að öðrum kosti gæti hann orðið landplága. Nú vitum við, að minkurinn er bú- inn að leggja undir sig mesta hlut ann af landinu. Og því má slá föstu, að eftir nokkur ár er það fullnumið af þeim ófögnuði, hvort sem miinkaeldi verður leyft, eða ekki. Og því má bæta við, að sá stofn hefur alla möguleika á að halda velli, þar sem hann er orð- inn svo samhæfður lífsskilyrðun- um hér, og tekur því við — á á sama hátt og refurinn — að byggja upp þá hluta landsins, sem mennirnir yfirgefa. Og þeir þurfa, að líkindum, engu að kvíða því sjórinn og nágrenni hans mun um ófyrirsjáanlega framtíð luma á þeirri fæðu, sem báðum nægir til framdráttar. En í inn- byrðis átökum verður þó minkur- inn að fóma lífi sinu fyrir tilveru refsins. Eins og nú horfir með út- breiðslu og lífsafkomu íslenzka minkastofnsins, og það tjón, sem hann veldur á hinni lifandi nátt- úru, get ég ekki séð — að vel athuguðu máli, að minkaeldi valdi þar nokkrum verulegum breyting- um. Hitt finnst mér aftur á móti sjálfsagt að fara að öllu með gát, og forðast eins og heitan eldinn, að ekki berist með honum hingað til landsins enn verri skaðvaldur en minkurinn sjálfur. Svo oft höf um við brennt okkur á þeim eldi, að honum ættum við sann- arlega aldrei að gleyma. Frá fjárhagslegu sjónarmiði þekki ég aftur á móti það mikið til loðdýraræktar, að ég vil engan hvetja til þess, því þar verða oftast fleiri mínusarnir en reiknað er með, og sumir stórir. En það er nú einu sinni svo, að mikið vill meira. Og þeir, em peningaráð hafa, eru sumir fúsir til að reyna allan skrattann. Og það verð ég að viðurkenna, að er að minu skapi, ef — nægileg biðlund og fyrirhyggja fá að halda um taum- ana. En kappið hefur því miður oft komið þeim systrunum báðum undir og bundið röggsamlega, en síðar haldið leiðar sinnar, háreist og hnakkakert. Svo illa tókst til, er minkurinn fékk landvistarleyf- ið forðum. Nóvember 1965, Minning: Daníel Bene- diktsson F. 1889 — D. 1965. Þú hafði lengi átök átt við æstan sjó, og þar hefir orðið þungt á metum Þrekið nóg, en þó mun eflaust sigursælust sálar-ró. Og þar mun hafa horfzf. í augu hetju-ró við ísihafs kaldan, ógnum þrungjnn úthafs-sjó, en aflið sterkast orðið það sem innra bjó. Og þú munt ennþá leita að landi lífs á sjó. og finna enn hinn mikla mátt sem með þér bjó og mun Þér lyfta himinhátt í helgri ró. María Biarnadóttir. \ Þú góði guð sem lysir oss leið um heiminn leitandi sálir þær senda þér bæn út í geimin’- að þú alfaðir himna lýtir til okkar landa að ljáir hamingju og farsæld okkur til handa Þú móðir og kona kær, ert kvödd af þínum kveðju og þakkir ég sendi úr huga mínum að trú og traust veitist Þeim sem eftir bíða og þig aftur að finna því tíminn er fljótur að líða. H.S.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.