Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.01.1966, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 6. janúar 1966 TÍMJNN ARABÍU LAWRENCE ANTHONY NUTTING 39 viljað leika sálfræðing, sem var ekki líkt Tyrkjum, og sleppt með því þeirri upphæð, sem lögð var honum til höfuðs. Hefði sannleikurinn vitnazt, hlaut hann að verða kærður og að öllum líkindun hengdur, auk þess fylgir þessari kenn- ingu að hermennirnir liafi vitað hver Lawrence var, svo þetta fær engan veginn staðizt, hvorki sem sannleikur né skáld- skapur. Engar af þessum tilgátum eru sennilegar og það sem skeði í Deraa er leyndardómur. Það er einföld skýring á þessu, Lawrence sagði aldrei neinum frá því, sem raunveru lega skeði og fór með sannleikann með sér í gröfina. í lokakafla þessarar bókar er gerð tilraun til þess að kafa það djúp þar sem ástæðurnar liggja fyrir hegðun hans eftir að baráttunni í eyðimörkinni lauk. Það nægir að segja, að hvað svo sem skeði, þá urðu nú krossgötur í lífi hans og hann var breyttur maður eftir þetta, hann var harðari við sjálfan sig og aðra og hrjúfari á allan hátt. Þegar Lawrence var nú aftur í Azrak, ákvað hann að dvelja þar ekki lengur. Hann kvaddi Ali með trega og hélt til Akaba í fylgd eins lífvarða sinna. Ferðalagið var ömur- legt. Rigning, slydda og hagl plágaði þá og þeir urðu lopn- ir í kuldanum. Lawrence þjáðist af hitasótt og ferðalagið varð honum lítt bærileg kvöl. Þó varð það fylgdarmaður- inn, sem kvartaði fyrr, þótt hann væri ungur bg hinn hraust- asti. Lawrence hlustaði ekki á bænir hans og áfram var hald- ið: _ Ég fann mig skiptan. Einn hlutinn hélt áfram og hlífði úr- vinda úlfaldanum eins og fært var. Annar hlutinn sveimaði yfir mér og laut að mér til hægri og spurði hvað líkaminn væri að sýsla. Líkaminn svaraði engu, þar eð hann hafði þá eina vitund, að halda áfram, áfram. Sá þriðju masandi, talaði og undraðist hneykslaður þetta erfiði, sem líkaminn lagði á sig af sjálfsdáðum og hafði fyrirlitningu á ástæðunum að allri þessari áreynslu. Annar hlutinn réð, um það þarf ekki að efast. Hann neyddi sig takmarkalausra átaka og erfiðis og virtist þrá þá stund þegar sál og líkami myndu gefast upp. Hann vissi að þessa var ekki langt að bíða, en hann var jafn ákveðinn að ná Akaba áður en slíkt myndi ske. Honum tókst þetta, hann p hélt inn í borgina eftir uppþornuðum árfarvegi, þar sem l Jórdan rann eitt sinn í átt til Rauðahafsins, það var síðari 1 hluta dags, á þriðja degi frá því hann lagði upp frá Azrak. Joyce sagði honum frá sigrum Allenbys við komu hans | til borgarinnar og í fimm sólarhringa sagði hann ekki orð. | Þá var honum stefnt fyrir yfirhershöfðingjann til þess að í, gera grein fyrir gjörðum s'ínum. Hann var ekki lítið frá- | brugðinn þeim Lawrence, sem hafði komið til hans sem ; sigurvegarinn frá Akaba fyrir nokkrum mánuðum. Allen 1 by var of upptekinn af undirbúningnum að tóku Jerúsalem til þess að hirða um þjáningar hans, sem hann vissi reyndar lítið um. Auk þess var hann of mikill mannþekkjari til þess að fordæma hann vegna mistaka hans við Yarmuk. í stað þess að ávíta hann eða reka hann, eins og Lawrence gat búizt við, sagði hann honum að bíða þarna, og þegar Jerúsa- lem féll 9. desember, bauð hann honum að taka þátt í inn- reið brezku hersveitanna inn í hina helgu borg, „þótt ég ætti engan hlut að töku borgarinnar,“ eins og hann segir. 17. Orrustan við Tafileh. Eftir fagnaðinn í Jerúsalem tók Lawrence að undirbúa og ræða nýjar hernaðaraðgerðir við Allenby og herráð hans. Honum varð það mikill létttir að yfirhershöfðinginn virtist ekki hafa misst trúna á uppreisn Araba. Þvert á móti, hann gerði sér margvíslegar hugmyndir um á hvern hátt Feisal gæti aðstoðað hann í framhaldandi sókn. Ákveðið var að Ara bar skyldu halda að Dauðahafinu eins fljótt og mögulegt var og stöðva matvælaflutninga Tyrkja til Jeríkó, en þangað ætlaði AUenby að sækja í febrúar. Síðan skyldu Arabar halda að norðurenda Rauðahafsins og sameinast þar brezku herunum í marz. Feisal hafði þá gert áætlanir um að halda til Tafileh, sem lá við súð-austur hluta Dauðahafsins, svo áætlanir þeirra samræmdust. Lawrence fékk leyfi í viku og dvaldi þann tíma í Kairó, þar kom hann aftur til Akaba var mikið um að vera þar. Pisani liðsforingi, sem stjórnaði franskri herdeild, hafði feng ið nokkrar nýjar franskar fallbyssur. Mikið barst af rifflum, C The New Amerlean Librarv UNDIR 1 1. kafli. Þegar járnbrautarlestin brunaði inn á litlu stöðina Field : miðj- um Klettafjöllunum gekk Vunnie út úr klefanum sínum og beið eftir að lestin staðnæmdist. Hún horfði sem heilluð á ti'komu- mikla fjallstindana og hafði ekki sem minnstan grun um að inn- an fárra mínútna mundu þeir at- burðir gerast, sem gerbreyta mundi öllu lífi hennar. Lestarstjórinn í vagni númer átta stökk niður á pallinn. Hann brosti til Vonnie og rétti fram höndina til að styðja hana. Hún steig niður á þrepin, svo hrasaði hún yfir eitthvað sem þaut framhjá. Tvær manneskjur hjálpuðu henni á fætur. Hún brosti afsakandi, fyrst til hávax- ins Ijóshærðs manns og síðan til lestarstjórans. — Hafið þér meitt yður. ung- frú? — Nei, ekki vitund. Ég vona að hundurinn sé sömuleiðis ó- meiddur. — Lítið bara á hann. Vonnie sneri sér við. Hundur- inn hljóp að veitingavagninum og stökk inn í lestina. FÖLSKU ANNE — Ætlar hann að hitta ástvin? spurði ljóshærði maðurinn bros- andi. Lestarstjórinn brosti. — Hann kemur alltaf um leið og lestin rennur inn á stöðina, hann veit að kokkurinn á alltaf eitthvað í pokahorninu handa hon um. Vonnie neri ökklann. — Lestin tefur hér í tíu mín- útur, svo að hann hefði ekki þurft að flýta sér þessi ósköp. Ég sé ekki að hann sé beinlínis sultar- legur. — Nei, það er áreiðanlegt að þetta er mesti fituklumpurinn f Kanada! Farþegi hrópaði til lestarstjór- ans og Vonnie stóð eftir með hin- um nýja kunningja sínum. Þau höfðu sézt nokkrum sinn- um á leiðinni frá Montreal, mætzt á göngunum og drukkið kaffi í veitingavagninum. Þau höfðu bros að hvort til annars. En það þurfti ekki minna en hund, sem var á fullu spani eftir kjötbeini til að þau skiptust á orðum. Maðurinn leit upp til fjallanna. — Þetta er unaðslegt umhverfi, sagði hann. rfann talaði með ensk- um hreim. FLAGGI MAYBURY — Er þetta í fyrsta skipti, sem þér sjáið Klettafjöllin? — Já, ég hef aldrei komið hing- að fyrr. Hann horfði í kringum sig í þögulli iirifni. Fjallatindarnir voru gullroðnir í geislum hnigandi sólar. Og stór furu og grenitré teygðu sig hátt upp í hlíðarnar. — Það hljóta að vera margar tegundir villidýra í skógunum, sagði hann. — Hafið þér séð þau. — Ég hef séð bjarndýr í Jasper Park. Garðyrkjumennirnir eru fjúkandi reiðir því að þeir gera svo mikinn usla þar. En það væri sjónarsviptir að þeim. Vitið þér að á veturna gera þeir sér híði undir svölunum á gistihúsunum. Maðurinn leit áhugasamur á hana. — Þér þekkið víst vel til hérna? — Nei. Ég bý í Vancouer. Ég hef bara verið í Emerald Lake og Baff. En venjulega fer ég um þeg- ar ég heimsæki vini hinum meg- in við vatnið. Meðan hún talaði horfði hún á hann og komst að þeirri niður- stöðu að henni geðjaðist vel að honum. Glettnisdrættir léku um munninn ne aueun voru einlæe og svipurinn allur hinn karlmann legasti. — Þér eruð enskur, sagði hún svo. — Já. Ég hef verið hér í níu mánuði og unnið hjá Hamilton í Ontario. Þau gengu hægt eftir pallinum. — Kunningi minn sagði að ég yrði að sjá Vancouver og eyjuna meðan ég væri hérna. Eg hafði tveggja vikna leyfi áður en ég fer aftur til Englands og ákvað að fara til Vesturstrandarinnar. — Ég vona þér eigið góða daga. Mér finnst dásamlegt þar. — Hafið þér alltaf átt heima þar? * — Næstum alla ævi. Faðir minn kenndi við háskólann í Vancouver. Hann var vísindamaður. — Það er ég líka, sagði hann áhugasamur. — En mín grein er innan iðnaðarins. Það er þess vegna sem ég er hérna. Ég var lánaður til starfa á efnarannsókn- arstöð í Lamilton. Eftir leyfið fer ég til Colombiu áður en ég held heimleiðis. Þau stóðu saman við pallsend- ann og horfðu í áttina til skóg- anna, sem breiddu úr sér á alla vegu. — Ef svo skyldi fara að við hittumst aftur, sagði hann — mað- ur veit aldrei, þá er nafn mitt Foster, Nigel Foster. — Ég heiti Yvonne Horne. Hún nefndi ekki að allir kölluðu hana Vonnie. Það var einum of kumpán legt að segja það ókunnugum manni, sem hún sæi sennilega aldrei framai. — Og ’-ér búið í Vancouver? n — Rétt fyrir utan borgina — á English Bay. — Þá farið þér sjálfsagt á skíði og skauta á veturna og leikið tennis og iðkið' sund á sumrin, eins og allar aðrar kanadískar stúlkur, sagði hann og hló. — Um helgar og í fríum. Lestarstjórinn pataði ákaft með höndunum. Nigel Foster veitti því fyrst athygli. Hann tók um hönd hennar. — Ef við -flýtum okkur ekki er ég hræddur um að lestin fari á undan okkur. Þau stukku upp í lestina og settust niður á bekk í útsýnis- vagninn til að kasta mæðinni. Brúni hundurinn lá á pallinum með beinið sitt milli lappanna og hafði ekki hugmynd um, hverju hann hafði af stað komið. Klukkustund seinna snyrti Vonnie sig í litla klefanum sín- um. Hún klæddi sig í dökkgræna silkidragt, snyrti andlitið og greiddi hárið og horfði athugandi á sig í spegli. Hún vissi að hún var engin stór- kostleg fegurðardís. Ef hún hafði einhvern tíma gert sér miklar hug myndir um sjálfa sig, hafði sam- búðin við Myru Ashlyn fyrir löngu gert þær að engu, því að Myra var rauðhærð fegurðardís, allir litu fyrst á hana og venjulega oftar en tivsvar sinnum áður en þeir létu svo lítið að horfa á Vonnie. Nú horfði hún á sig í speglin- um og hugsaði með sér að verra gæti þetta svo sem verið. Alda- gömul vinátta hennar og hinnar Gtvarpið í dag Fimmtudagur 6. janúar Þrettándinn 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Á frívaktinni Eydís EyÞórsdóttir stjómar óskalaga- þætti fyrir sjómenn. 14.40 Við, sem heima sitjum Margrét Bjamason talar við húsmæður á Patreksfirði. 15.00 Miðdegisút- varp 16.00 Síðdegisútvarp 18.00 Baraatími á þrettándanum: Skeggi Ásbjamarson stjóraar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir I útvarpssal. 20.25 Bókaspjall 21.00 „Blésu þeir á sönglúðra" Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjómandi: Jón Sigurðsson. 21. 20 t jólalokin Jónas Jónasson býður þremur gestum í útvarps sal. 22.00 Fréttir og veðurfregn ir. 22.15 Jólin dönsuð út Auk gamalla og nýrra danslaga, leik ur hljómsveit Reynis Sigurðssoa ar f hálfa klukkustund. Söng- kona: Helga Sigþórs. 24.00 Dag- skrárlok. Fösfudagur 7. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna: Tónl. 14.40 Við, sem heima sitjum. Sig rún Guðjónsdóttir les skáldsög- una ,,Svört voru seglin" eftir Ragnheiði Jónsdóttur (15). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síðdegis- útvarp. 18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum. Sverrir Hólmars son les söguna um stærðfræðing inn Arkímedes. 18.20 Veðurfregn ir. 18.30 Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Kvöldvaka. M a. „Oft er það gott, sem gamlir kveða“ Jó- hannes Daviðsson bóndi i Hjarð ardal talar um sannfræði ís- lenzkra sagna. 21.35 Útvarpssag an: „Paradisarheimt" eftir Hall dór Laxness: Höf. flytur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 fs lenzkt mál. Jón Aðalsteinn Jóns son cand. mag. flytur þáttinn. 23. 35 Næturhljómleikar; Stnfóníu- hljómsveit íslands leilcur. 23.20 Dagskrárlok. morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.