Vísir - 09.03.1974, Síða 2

Vísir - 09.03.1974, Síða 2
2 Vísir. Laugardagur 9. marz 1974. táusm: Teljið þér rétt að tslendingar taki þátt i hjálparstarfi erlendis með peningaframlögum og matar- gjöfum? Elsa Kristjánsdóttir, húsmóðir: — Að visu mættum við hugsa meira um þá, sem eru illa staddir hér á landi, þvi þeir eru margir. En ég er siður en svo á móti þvi, að við reynum að hjálpa. Þrándur Thoroddsen, kvik- myndatökumaður: — Já, við verðum að skipta þvi, sem við eigum, á milli þeirra, sem eiga bágt, bæði hérna heima og erlendis. Tóinas Þorvaldsson, útgerðar- maður: — Ég tel það alls ekki óeðlilegt, að við reynum að leggja það fram til erlends hjálparstarfs sem viðerum aflögufærir með, og reyndar höfum við lengi gert það. Svo höfum við lika sjálfir þegið framlög erlendis frá, eins og dæmi eru nýjust eftir gosið i Eyj- um. Sigursteinn Guðjónsson, starfs- maður i Straumsvlk: — Já, þvi mér finnst við ekki vera það að- þrengdir, aö við getum ekki verið aflögufærir. Sjálfur hef ég alltaf gefið i slik hjálparstörf og ætla mér að gera slikt nú i fórnarviku kirkjunnar. Hrönn Jónsdóttir, húsmóðir: — Já, þvi öllu, sem er gert vel, er ég fylgjandi. Auðvitað þarf hjálp á ýmsum stöðum hérlendis, en neyöin erlendis er bara meiri. . össur Stefánsson, verzlunar- maður: —Já,ég tel þaö. Og ég tel þaö verðugt verkefni fyrir kirkj- una aö standa fyrir sliku hjálpar- starfi. Mér finnst fólk hér vera til tölulega örlátt á fé I svona tilvik- um. Þó mætti fólk muna eftir þessu I öllu verzlunaræðinu, sem rikir núna. Loftlelðir h.f. þrítugt á morgun Amcriska herflugvélin, sem tólf Loftleiðamenn björguðu af Vatnajökli og græddu fé á — henni var breytt I farþcgaflugvél og seld til Spánar. Loftlciðir h.f. verður þritugt á morgun, 10. marz. Saga þessa unga flugfélags er sennilega einsdæmi i islenzkri samgöngu- og viðskiptasiigu, en vegna þessa afmælis hafa Loftleiðir rifjað upp ýmis atvik úr sögu sinni. Þegar nokkrir Loftleiðamenn lögðu á Vatna jökul til að ná þaðan flugvélinni Jökli, sem þar festist nokkru áður, töldu flestir þá ferð biræfið feigðarflan. Raunin varð samt önnur. Tólf menn fóru á jökulinn, eftir að Loftleiðir höfðu keypt vélina á 700 dollara. Frá þessu öllu segir i bókinni ,,Geysir á Bárðarbungu”. ,,Við fengum hana á 700 doll- ara, penni fyrir pundið. Þetta var brotajárnsverð,” sagði Kristinn Olsen, flugreksturstjóri Loftleiða, sem var einn tólfmenninganna. ,,Og við seldum A'élina ágætlega Spánverjum nokkrum. Ég man nú ekki hvað við fengum fyrir hana — en það var ágætt verö. Seinna frétti ég, að Spánverjarnir hefðu ekki átt hana lengi. Hún hrapaði hjá þeim. Það verður ekki annað sagt en að Vatnajökulsævintýrið hafi fleytt okkur nokkuð áfram. Sá björgunarleiðangur ásamt öðru”. Myndirðu leggja i aðra slika ferð, ef þyrfti? ,,Ætli maður sé ekki orðinn nokkuð roskinn til þess. En það var gaman i björgunarferðinni. Sérstaklega eftir á. Ég man, að fáir trúðu á þetta. Við áttum t.d. i erfiðleikum með að fá ýtu til að fara með upp á jökulinn. Fengum hana loks hjá Klausturs-bræðrum. Sleða fyrir vélina smiðuðum við sjálfir. Þeir reyndust illa, og við urðum að gera við þá á leiðinni. vélina og ætluðum að fljúga henni niður af jöklinum, lenda á Klaustri. Loks komum við henni á braut, sem við höfðum áður troðið, en þá var komið vitlaust noröanbál, og stóð þvert á brautina. Við færðum vélina og ætluðumað fljúga henni niður af jöklinum, lenda á Klaustri. Og við gáfum henni eins og aldrei hafði áður verið gert — hún reif sig á loft og flaug eins og eng- ill. Þá tókum við stefnuna beint á Reykjavik.” Fyrsta vélin, sem Loftleiðir eignuðust, var sjóflugvél af gerðinni Stinson Reliant. Fyrsta millilandavélin, Hekla, var af gerðinni DC-4 Skymaster. Og varla þarf að kynna hina viöa- miklu starfsemi sem Loftleiðir reka nú eða taka þátt i, svo sem flutningaflug, hótelrekstur og bilaleigu. — Félagið hélt starfs- mönnum sinum hóf i gærkvöldi. — GG LESENDUR HAFA ORÐIÐ Bretarnir höfðu sitt gamla lag Húsmóðir skrifar: ,,Allt frá þvi að þátturinn ,,Með eða móti” var i sjónvarpinu, hef ég beðið eftir að sjá I blöðunum einhverjar athugasemdir við hann. Ég vil segja þetta viö þá, sem sátu og sögðust vera menn til þess að forða okkur frá innrás Rússa,eða frá svipuðum örlögum og Kúba beið. Við Svavar Gestsson vil ég segja þetta. Þar sem hann er rit- stjóri Þjóðviljans, þá held ég ekki, að %ann sé meiri Is- lendingur en samstarfsmenn hans, Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson. Þeir tóku sig til og börðust gegn innrás Breta 1940, þvi að þá voru þeir vinir, Stalin og Hitler. Bretarnir höfðu sitt gamla lag og fluttu þá i fang- elsi i Englandi, og veit ég ekki um marga íslendinga, sem hafa þurft að þjást eins mikið fyrir nazism- anum. Helga Sæmundsson langar mig til að fræða svolitið. Alþingi Eist- lendinga bað aldrei Rauða herinn um vernd, svo að það verður aldrei saga suður fyrir Mundiafjöll að Eistlendingar skori á rússneska setuliðið að vera áfram. 1 dag eru I Eistlandi ekki margir Eistlendingar eftir i landinu. Þeir hafa veriö fluttir nauðungarflutningum svo tug- þúsundum skiptir til Rúss- lands, svo að eftir eru sennilega bara menn með sömu skoðanír og ritstjóri Þjóð- viljans. Við þessa menn, sem eru svo hræddir við Keflavíkursjón- varpið, vil ég segja þetta: Þvi i ósköpunum er ekki fyrir langa- löngu búið að setja lög, sem skylda kennara I öllum barnaskólum landsins að láta börnin lesa allar íslendingasög- urnar með gömlu stafsetning- unni, sem hvert barn lærir á einum klukkutima? Eða að bannað sé að lesa fréttir i útvarp- inu á islenzku, sem er þannig, að aldrei heyrist i henni K eða T nema i upphafi orða. Þetta hvort tveggja er ósköp einfalt.” ARABAR í BOÐI STÚDENTARÁÐS Vísi hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá E1 Amin, túlki sendinefndar Araba, vegna skrifa BB á baksíðu Visis mánudaginn 4. marz 1974.: ,,Ég vil lýsa þvi yfir að það, sem birtist i dagblaðinu Visi, 4. marz 1974, er algerlega slitið úr samhengi. i stuttu máli voru orð min þau, að til- gangur ferðar okkar hingað væri að stuðla að tengslum sendinefnda frá Arabarikjun- um og Stúdentaráðs Háskóla Islands og milli þjóöa okkar. Ég fordæmi harðlega flug- vélarán sem baráttuaðferð. Engu að siður lit ég svo á, að Palestinumenn hafi rétt til að gripa til þess örþrifaráðs að heyja vopnaða baráttu, sem er áhrifamesta leiðin til að frelsa hernumin lönd þeirra.” E1 Amin. Athugasemd: Ég vii itrcka það i tilefni af þessari athugasemd, sem ég sagði við El Amin I sima og einnig við fulltrúa stúdentaráðs, að cg hafði nákvæmlega það eftir honum, sem hann sagði mér: ,,Ef Palestinumcnn þurfa að gripa til vopna i frelsis- baráttu sinni við israelsmenn, er áhrifarikast fyrir þá að ræna flugvélum.” Raunar finnst mér þetta ekki stangast á við þá skoðun hans, ,,að Paiestinumenn hafi rétt til að gripa til þess örþrifaráðs að heyja vopnaða baráttu.” Þetta er ekki heldur andstætt full- yrðingeins samferðamanns Sa- click A1 Shafi i sjónvarpinu, sem sagöi, að Arabar hefðu rétt til að ráðast á heimsvaldasinna hvar sem er, svo framarlega sem það þjóni pólitiskum hagsmunum. 110 þúsund krón- ur í verðlaun fyrir bezta fréttaefnið, sem okkur er bentá 4 OKKUR hungrar og þyrstir eftir fréttum. og i fréttaleit okkar vilj- nm við hala sem Dezt samoancl viö lesendur okkar, sem ott a tíb- úm luma 4 miofgú fréttnæmu eða vita, hvert skal snúa sér til þess ' ess. mánuði, og verða verðlaunin tiu þúsund krónur. Nú skulu allir les- endur blaösins leggja höfuðiö bleyti og velta þvi fyrir séiv' þeir minnast af ske fréttaefni, er hsejj rakið, og hr Ekki er ráð nema i Tíma sé tekið, á Tímanum eru því flestir í önnum. Nú hefur að endingu að því rekið, að þeir óska eftir tveimur blaðamönnum. Ég bendi ykkur á það konum og körlum — öll kankvísi er niðurlögð að besta fréttin af fréttunum öllum er fréttin, sem aldrei er sögð. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.