Vísir - 09.03.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 09.03.1974, Blaðsíða 5
Visir. Laugardagur 9. marz 1974. ERLEND MYNDSJÁ Umsjón: BB/GP Leitin að örkinni heldur áfram Þótt langt sé siðan Nói sigldi örkinni i strand á f jallinu Ararat i Tyrklandi, er strandið þó alltaf öðru hverju i fréttunum. Hér sjáum við dr. John Mont- gomery, sem hefur ritað bók um strandið og leitar nú að flakinu, halda á síðustu hjálpargögnum sinum. Það eru myndir teknar úr gervitungli. Eins og sagt hefur verið frá hér i blaðinu, telja ýms- ir, að gervitunglamyndirnar sýni flakið. NYIR SIÐIR Nýir siðir koma. með nýjum mönnum má segja um þessar myndir. Sú efri var tekin af stúd- entaóeirðum i Berkeley-háskóla i Kaliforniu, en þær voru þá helzta iðja stúdenta, eða sú sem mest bar á. Neðri myndin er tekin i Ohio-háskóla fyrir nokkkrum dögum og sýnir stúdent iðka helzta tómstundagaman stúdent- anna þar um þessar mundir: hlaupa nakinn um háskólalóðina. 1 fréttum frá UPI-fréttastofunni segir, að slik hlaup njóti vaxandi vinsælda. Burtu með Heath A meðan þeir Edward Heath, þáv. forsætisráðherra Breta, og Jeremy Thorpe, formaður Frjáls- lynda flokksins, þinguðu um stjórnarmyndun á sunnudaginn, safnaðist þetta fólk saman við Downing stræti. Þvi var greini- lega ekki annt um, að Heath tæk- ist að fá Thorpe til samstarfs við sig. WILSON VILL VERA HEIMA Harold Wilson ætlar ekki að setjast að i Downing stræti 10, bú stað brezka forsætisráðherrans Hann tilkynnti í gær, að hann ætl aði að búa áfram i húsi síuu. Wil son keypti það, þegar hann hætti að vera forsætisráðherra 1970 Húsið er nálægt bækistöðvum Verkamannaflokksins I London, og það tekur Wilson aðeins tvær minútur að aka til skrifstofu sinn- ar í Downing stræti, þar sem þessi mynd var tekin. Fræðimannastyrkir Atlantshaf sbanda lagsi ns Atlantshafsbandalagið (NATO) mun að venju veita nokkra styrki til fræðirann- sókna i aðildarrikjum bandalagsins á háskólaárinu 1974-1975, og koma háskóla- menntaðir menn aðallega til greina. Markmiðið með styrkveitingunum er að stuðla að námi og rannsóknum á ellefu til- greindum sviðum, sem snerta hagsmuni aðildarþjóða bandalagsins i rikum mæli, enda sé stefnt að útgáfu niðurstöðu rann- sóknanna, sem fara skulu fram i einu eða fleiri aðildarrikjum. Upphæð hvers styrks er 23.000 belgiskir frankar á mánuði, um 2-4 mánaða skeið að jafnaði, eða jafnvirði þeirrar f járhæðar i gjaldeyri annars aðildarrikis, auk ferða- kostnaðar. Utanrikisráðuneytið veitir allar nánari upplýsingar og lætur i té umsóknareyðu- blöð, en umsóknir skulu berast ráðuneyt- inu i siðast lagi 1. april 1974. Utanrikisráðuneytinu, Reykjavik, 6. mars 1974. Hve lengi viltu bíða ef tir f réttunum? Viltu fá þærheim tilþín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.