Vísir - 09.03.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 09.03.1974, Blaðsíða 8
Visir. Laugardagur 9. marz 1974. Eins og þið hafið eflaust orðið varir við, lesendur góðir, þá birtist enginn, desember-annáll i blaðinu, enda mundi það æra óstöðugan að lesa um þá atburði, sem hæst bar þann mánuð, hvað þá að skrifa um þá. , t»ess vegna sleppi ég honum úr almanakinu, en tek janúar i karphúsið. Og þá er að byrja: ... SB6JA MV UXVfiST SPfl/J- éÓLfi HUNDt, FKEMUZ BN H/eossi. Spangólandi silfurhross Þó silfurhrossi bókmennta- gagnrýnenda dagblaðanna hafi ekki verið úthlutað fyrr en i lok janúar, þá finnst mér sjálfsagt að minnast fyrst á þann atburð. Að þessu sinni hlaut skagfirska skáldið Hannes Pétursson hrossið og þótti flestum skáldið vel að hrossinu komið. Er ekki vonum seinna, að fulltrúi mesta hrossahéraðs landsins hljóti þessa viðurkenningu. En litt munu skagfirskir hrossabændur vera hrifnir af sköpulagi silfur- hrossins og segja það Hkjast spangóla hundi, fremur en hrossi. Hvað meinti Ólijó? Ólijó, forsætisráðherra, flutti frábæra hvatningarræðu á ioKHMi &er/> /tVlVOWÍSH Yrt/e/W míiþ />e> ISl/IÍS/)' H/>TT. gamársdag, eins og hans var von og visa. Hann sagði m.a.: ,,..ég held það vanti einhvern eldmóð I sálina, já ef til vill hálf- gert ofstæki til að reka úr landi ýmsar ódyggðir og óvenjur, sem hér hafa rutt sér til rúms". Nú velta framsóknarmenn, (hvar I flokki sem þeir standa), þvi fyrir sér, hvað Ölijó, hafi eiginlega átt við. 2500 á mánuði „Gullstæðin" á Tollstöðinni eru nú leigð út fyrir kr. 2500 á mánuði. Að sjálfsögðu eru það „aðallega kaupsýslumenn", sem hafa ráð á að leigja sér stæði þarna, en starfsmenn toll- stjóraembættisins fá þó að nota stæðin fritt, ef þeir mæta nógu snemma. Einhvern veginn verður að fá fólkið til að mæta á réttum tlma ivinnuna. Nú velta menn þvi fyrir sér hvað yfir- byggöu stæöin i nýja Seðla- bankanum muni kosta. Myndhöggvarar hugsa hátt Myndhöggvarafélagið hefur nú fengið inni I súrheys- turnunum að Korpúlfsstöðum. Þar er leigan óllk því sem hún er á tollstöðvarþakinu, aðeins ein króna á mánuði. Og loksins geta myndhöggvarar verið upplitsdjarfir og farið að hugsa hátt. Ilaninn háttprúði Margir misskildu auglýsingar um sýningar á „hananum hatt- S/t&FftbU VA/PtZ prúða" á Akureyri. Þeir héldu að verið væri að auglýsa fund i bæjarstjórninni. Skrifaðu undir eða... Ég var sveimér heppinn að vera ekki í Klúbbnum, þegar lyftingamennirnir voru með undirskriftalistann sinn á móti honum Halli vini minum. Hver þorir annað en að skrifa undir, þegar svona jakar biðja mann að gera það? Maður veit svosem hvað þeir geta, ef þeir kæra sig um, það sýndi sig best I þjóna- verkfallinu. Hvað með tima- sprengjurnar? Vlsir segir frá því, að hinir grunuðu I sprengjumálinu hafi verið látnir lausir og haft fjar- vistarsönnun, af þvl þeir hefðu verið I öðrum borgarhluta nokkrum mínutum eftir spreng- inguna. Hvernig er það annars. Eru timasprengjur komnar úr tlsku? Fangar á sjóinn Loksins kom að þvi að rétt- vlsin kom vitinu fyrir sjálfa sig. Nú á sem sagt að manna bát- ana með mannskap frá Litla- Hrauni. Þetta hefði mátt gera fyrir löngu. Hvernig væri til dæmis að manna úthafs- togarana með þessum strákum, sem flestir eru þaulvanir sjó- menn? Það hefur löngum verið vandamál hjá þeim, sem afplánað hafa dóma á hrauninu. að þeir koma þaðan út blankir, heimilislausir og niðurbrotnir andlega og hafa því endurtekið brot sln fljótlega. Fyrrgreind ráðstöfun ætti að geta bætt úr skák. Erfiðleikar Oj> nú er Stefán frá Möðrudal búinn að hljóta þakkir Danadrottningar fyrir málverkið, sem hann færði henni í þann mund sem hún yfir- gaf land vort á siðastliðnu hausti. Stefáni gekk erfiðlega að fá menn drottningar til að taka á móti málverkinu, og ekki ætlaði að ganga betur að koma viðurkenningu og þökkum til hans. Bréfið til Stefáns flæktist til Grlmsstaða á Fjöllum og þaðan til Danmerkur á ný. Loks komst það til Stefáns að heimili hans I Reykjavík. :Vv V? Pattonnabbisveinn Patton slökkviliðsstjóri, sem kallaður var Nabbi, þegar við vorum I skóla, hefur nú hlotið rétt eina viðurkenninguna og það frá Washington. Já, það á ekki af Sveini vini minum að ganga. Hver heiðursviður- kenningin á fætur annarri dynur yfir hann og kemur mér af þvi tilefni I hug visuparturinn: „Það sem helst hann varast vann, — varð þó að koma yfir hann. Sitt hár og skegg Ungu mönnunum i lögregl- unni mun mörgum hverjum lika það miður að mega ekki safna hári og skeggi eins og aðrir. Greipur varðstjóri segir, að hægt sé að toga I skeggið og teyma menn fram og aftur á þvi. Mér er spurn. Hvernig veit Greipur það? Biræfnir þjófar Þjófar gerast æ biræfnari. Um miðjan janúar bauð maður nokkur til sin fólki að afloknum dansleik ,,i einu veitingahúsi borgarinnar" eins og segir i varlega orðuðum fréttum. Heimboðið launaði fólkið með þvl að binda gestgjafann og labba út frá honum með 150 þúsund króna stereó.samstæðu. Ég segi nú bara fyrir mig, að aldrei mundi ég bjóða svona fólki heim. Komu ekki aftur Aðrir biræfnir þjófar hringdu dyrabjöllu á húsi i Reykjavlk. HUsráðandi kom til dyra. Mennirnir höfðu ekki fyrir þvi að heilsa, heldur gengu rakleitt "inn I ibúð mannsins og siðan út aftur með fangið filllt af ferða- útvarpstæki og bókum. Þeir komu ekki aðra fe'rð, og varð „maðurinn að vonum ákaflega hissa og hringdi I lógregluna". Bréfsnef lika heiðraður Við skulum slá botninn I þennan annál með þvi að geta Htillega heimsóknar Bréfsnefs til Kastrós á Kúbú. Kastró heiðraði Bréfsnef eins og við mátti búast, og Bréfsnef varð voða glaður. Fyrir hvað heiðurinn var sýndur fylgir ekki sögunni, en menn ættu að vera færir um að geta sér þess til. Kærarkveðjur Boggi. G<- r>rfr<,vET \,/3gt> Ví4>/1 (hfitH-E. && r£y/*/i /HEt/s/ FR.//M cg iFrv/e '/) a*v/\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.