Vísir - 09.03.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 09.03.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 9. marz 1974. II Þyrfti oð vera brennivín við innganginn ii Baltasar sýnir núna að Kjarvalsstöðum. Sýningu" hans lýkur á morgun/ sunnudag, en þessa helgi verður málarinn við- staddur og ræðir við þá, sem vilja, um myndir sínar. „Það er verst meö Islendinga, hvað þeir eru feimnir að tala. Maður þyrfti að hafa brennivin við innganginn, svo fólk færi að tjá sig. Mér finnst gaman að heyra, hvað fólk hefur að segja um myndirnar. Hvernig þvi finnst þær vera —góðar eða slæmar". Baltasarhefur fjórum sinnum sýnt I Reykjavik og einu sinni i London, en hann er Spánverji að uppruna, eins og menn vita. ,,Ég veit ekki, hvort ég er frekar spánskur málari en islenzkur. Ég held að hver maður sé það sem umhverfið gerir úr honum. Ég veit ekki". Það virðist þó, að Baltasar hafi heillazt af ýmsu á Islandi t.d. hestum, þvi hestamyndir hans eru nokkuð áberandi. „Hestar eru skemmtilegir. Þeir eru hvort tveggja, farar- tæki og vinir mannsins. Ég á nokkra hesta sjálfur, sem ég hef i Kópavogi." Kópavogsbúar virðast reyndar hafa sterkar taugar til þessa spánska tslendings, þvi listasafn i Kópavogi varð fyrst til þess islenzkra safna að kaupa mynd af Baltasar. Safnið keypti málverk af Thor Vilhjálmssyni rithöfundi. „Þessar myndir á sýningunni hef ég allar málað á siðasta ári — eða einu og hálfu ári:' Samtals eru 57 myndir á sýningunni að Kjarvalsstöðum, og eru margar þeirra þegar seldar. Opið er i dag, og á morgun verður opið frá 10-22. -GG Baltasar og mynd hans af Thor Vilhjálmssyni, sem Kópavogs- kaupstaður keypti. j» Alþýðublaðið í nýiar hendur Yfirtaka Blaðs hf. á rekstri Alþýðublaðsins hefur farið fram sam- kvæmt yfirlýsingum, sem Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðsútgáfan hf. birta i Alþýðublaðinu i gærmorgun og fara hér á eftir: „Gengið hefur verið frá breyt- ingu á rekstrartilhögun Alþýðu- blaðsins miðað við 1. marz sl. þannig að Alþýðublaðsútgáfan hf., sem annazt hefur reksturinn s.l. tvö ár, hættir, en við tekur nýtt félag, Blað hf. Vil ég fyrir hönd Alþýðuflokksins þakka for- ráðamönnum og starfsfólki Al- þýðublaðsútgáfunnar gott sam- starf á þessu timabili og er það jafnframt skoðun min, að það samstarf hafi verið til góðs fyrir Alþýðublaðið." Þetta eru orð Gylfa Þ. Gislasonar, formanns Alþýðu- flokksins. Þetta skrifar hann i fyrradag, en þá er einnig eftir- farandi ritað af hálfu Alþýðu- blaðsútgáfunnar: „Alþýðublaðsútgáfan vill nú, er hún hættir rekstri Alþýðublaðsins þakka öllu starfsfólki, svo og við- skiptavinum blaðsins og forráða- mönnum Alþýðuflokksins gott og ánægjulegt samstarf sl. tvö ár. Jafnframt viljum við óska hinum nýju rekstraraðilum, fyrirtækinu Blaði h.f., góðs gengis og árang- ursriks starfs við útgáfu blaðsins. Það skal tekið fram af þessu til- efni, að allar skuldbindingar vegna rekstrar Alþýðublaðsins frá 1. marz 1972 til 1. marz 1974 eru hinum nýju rekstraraðilum ó- viðkomandi og mun Alþýðublaös- útgáfan sjálf annast allar greiðsi- ur i þvi sambandi. svo og inn- heimta allar útistandandi skuld- ir." Þetta undirrita þeir Axel Kristjánsson, formaður Al- þbl.útgáfunnar, og Benedikt Jólisson framkvæmdastjóri. Kútter Haraldur og Gamli Ford á þjódhátíð á Akranesi Akurnesingar ætla að gera sitthvað til að lífga upp á þjóðhátíðarhöldin í sumar. Kiwanismenn á Akra- nesi keyptu fyrir nokkru gamlan ,,kútter" í Fær- eyjum, sem er í megin- atriðum eins og ,,Kútter Haraldur", eitt frægasta skip íslendinga. Á að sigla honum frá Færeyj- um í sumar og taka á móti honum með pomp og pragt á hafnargarðinum. Er ekki að efa að hann fær nafnið Kúttep Haraldur. Annan forngrip má svo sjá á götum Akraness i sumar. Lions- klúbburinn á Akranesi keypti hræ af gömlum Ford bil, T- módelinu svokallaða, sem var langvinsælasti billinn i gamla daga. Þessi bill er af árgerð 1918. Verið er að koma bilnum i ökuhæft ástand, blása ryð af honum og gera vélina upp. Ný dekk voru keypt undir hann er- lendis frá, og komu þau til landsins i gærkvöldi. Billinn á að vera tilbúinn fyrir 20. júni, en þá á að ferja hann með Akraborginni eða nýju ferjunni, ef hún verður komin. Þegar komið verður til Akra- ness, verður billinn gangsettur við mika viðhöfn og ekið gegn- um kaupstaðinn, upp á byggða- safnið, þar sem hann og Kútter Haraldur verða svo geymdir. -ÓH „Við þörfnumst þín, þú okkar" Þeir voru að selja happdrættis- miða Slysavarnafélagsins niðri við höfn i hádeginu I gær. 1 skær- gulum stökkum stöðvuðu þeir verkamenn og sjómenn og buðu þeim miða í landshappdrætti Siysavarnafclagsins. Undirtektirnar voru eins og vænta mátti — allir keyptu miða. Nú um heJgina ætla slysavarnamenn að selja miða um allt land. Einkunnarorð þessa happdrættis eru: „Við þörfnumst þín — þú okkar". Er við þvi að bú- ast, að almenningur bregðist jafuhraustlega við og fólkið við Vesturhöfnina, þegar til þess var leitað. Til að auðvelda öflun happ- drættismiðanna getur fólk fengið þá senda til sin um helgina, með þvi að hringjá i sima 20360, uiilli klukkan I og 7, iaugardag og sunnudag. — ÖH/Ljósm.BG Regnhiífabúðin, Laugavegi 11 f'inemo PLACE DE L'OPÉRA . PARIS Snyrtifræðingur frá þessari verksmiðju verður i verzlun okkar allan mánudaginn 11. þ.m. Regnhlifabúðin, Laugavegi 11.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.