Vísir - 09.03.1974, Side 4

Vísir - 09.03.1974, Side 4
4 Vfsir. Laugardagur 9. marz 1974. „ungimgarmr YITQ hvoð þeir vilji n" Leyfið þvi að þorna aðeins i handklæðinu, áður en þið greið- ið það. Sé hársrótin viðkvæm, er gott að reyna barnasjampó. Notið aldrei of heitt vatn, hafið það alltaf volgt. Gott er að meðhöndla hárið með eggjarauðum öðru hverju. Nuddið rauðunum i hárið og rótina, setjið handklæði yfir og biðið þannig i fimm minútur. Skolið siðan. Ef hárið fitnar mjög fljótt, er ágætt ráð að leyfa sjampóinu að vera nokkra stund i hárinu, þeg- ar það er þvegið. bað þurrkar hárið talsvert. Nuddið ekki hársrótina með nöglunum, notið frekar fingurgómana, það er betra fyrir hárrótina. beir, sem vilja fá fram fall- egri blæ á hárinu, geta t.d. notað edik og sitrónu. Sá sem er dökk- hærður getur skolað hár sitt upp úr 2 teskeiðum af ediki blönduðu saman við 5 litra af vatni og not- að það sem siðasta skolvatn. bað gefur hárinu fallegan blæ. í ljóst hár er ágætt að nota sitrónu. Hárið er þá skolað upp úr safa úr hálfri sitrónu blönd- uðum svolitlu af vatni. Ef hárið er mjög þurrt, þarf meira af vatninu, þvi annars er hætt við, að hárið fái á sig grænleitan blæ. bað er i lagi að fá permanett i hárið, en liklega er bezt að gera það i samráði við faglærðan. bað hjálpar oft upp á þreytt og illa farið hár. Permanett nú til dags er yfirleitt veikt, og þvi á það ekki að vera skaðlegt. Rúllið hárið ekkiuppá rúllur á hverju kvöldi, og reynið að nota sem minnst af hárlakki. Ef mikið þarf að nota af þvi, notið þá lakk, sem auðvelt er að bursta úr. Munið svo, að rétt mataræði hefur mjög mikið að segja hvað viðkemur fallegu hári. — EA nokkur höfuð á sýningunni sem haldin var. Á meðfylgjandi myndum sjá- um við greiðslur, sem hár- greiðslufólk, sem verið hefur á námskeiði á vegum Pivot Point, hefur greitt. Dietmar Plainer er forstjóri Pivot Point i Evrópu, og námskeið var haldið hér i Iðnskólanum á vegum þess, og hér má sjá árangurinn. Hárið er mikið blásið, en litið er um túperingar og annað þvi- likt dundur. — EA Það má gera ýmislegt til þess að haida hári sinu fallegu og þægilegu. Mikilvægust er þó góð heilsa og heilbrigðir iifnaðarhætt ir. Strax eftir veikindi má finna mun á hárinu, það verður þreytt og gljáalaust. bá er að hefja uppbygginguna aftur, með nóg af vitaminum og hollri fæðu. Mjög mikilvægt er að klippa hárið. Það vex 1 cm á mánuði og jafnhratt á öllum manneskjum. Hárið verður að klippa einu sinni i mánuði eða fimmtu hverja viku. Ef það er mjög slitið, er hægt að leita til fag- lærðs, sem getur brennt slitið úr með vissri aðferð. Réttur hárbursti er mikilvæg- ur. Hárbursti úr ekta hár, t.d. svinshári er beztur fyrir hárið. Þeir kosta að visu meira, en endast i mörg ár. Flestir greiða sér oftar en einu sinni á dag, svo að hann óhreinkast jafnt og hár- ið. Burstann verður að þvo jafn- oft og hárið og helzt oftar upp úr sjampói. Hárið verður að bursta vel og vandlega kvölds og morgun. A kvöldin er lika mikilvægt að bursta úr spray og túperingu, ef þvi er fyrir að fara. Mjög gott er svo að bursta hárið öðru hverju við opinn glugga, svo að hreint loft geti leikið um það. Ef hárið fitnar mikið, burstið þá ekki al- veg við hársrótina. Hárið má þvo eins oft og hver vill, næstum þvi. En það verður að gera rétt og varlega. Bezt er að þvo hárið einu sinni i viku, og þá að bera sjampó tvisvar i. Ef það er þvegið oftar i viku, þá má aðeins bera sjampóið einu sinni i. Notið fremur milt sjampó og munið, að hárið verður ekkert hreinna, þó notað sé mikið sjampó i einu. Þurrkið hárið varlega, þvi að blautt hár er miklu viðkvæmara en þurrt. HVERNIG ER BEZT AÐ MEÐHÖNDLA HÁRIÐ? — Frá hárgreiðslusýningu Dietmars Plainer, austurrísks hárgreiðslumeistara //Unglingarnir vita mjög vel/ hvernig þeir vilja hafa hár sitt, og þó að foreldrarnir hafi ein- hverjar ákveðnar skoð- anir um klippinguna, þá fara þeir nú samt eftir eigin höfði". Þetta sagði hárgreiðslumeist- arinn og hárskerinn Dietmar Plainer frá Austurriki meðal annars á hárgreiðslusýningu, sem haldin var á vegum Hár- greiðslufélagsins að Hótel Borg i fyrrakvöld. Þar voru sýndar ýmsar nýjar greiðslur, bæði herra- og dömu- greiðslur, og einnig var sýnd klipping á unglingspilti. Dietmar Plainer hefur haldið sýningar i 93 löndum, og þetta er i annað sinn sem hann heim- sækir Island. Hann er einn af kunnustu og eftirsóttustu hár- greiðslumönnum i heimi og hef- ur greitt mörgu konunglegu höfðinu um dagana. Og hann er ekki lengi að fást við hár á mönnum, að minnsta kosti varð honum ekki skota- skuld úr þvi að greiða og klippa

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.