Vísir - 09.03.1974, Side 9
Visir. Laugardagur 9. marz 1974.
9
SKILRÚM HORN
í HORN Á
SPILABORÐIÐ?
Mikil spenna í sveitakeppni BR
Mikill og djúpstæður
ágreiningur er kominn upp i
stjórn heim ssambandsins
(World Bridge Federation)
vegna tillögu, sem formaður
sambandsins, Bandaríkja-
maðurinn Julius Rosenblum,
hyggst flytja á fundi stjórnar-
innar á Kanarieyjum. Fundur
þessi verður haldinn i sambandi
við Olympíumótið, en stuttu
siðar hefst heimsmeistara-
keppni i bridge á ítaliu.
„Það er best að Rosenblum
lýsi sjálfur sinni tillögu:
„1 keppninni um Bermuda-
bikarinn legg ég til, að skilrúm
verði sett horn i horn á hvert
spilaborð, þannig að spilararnir
sjái ekki félaga sinn og enn
fremur að notaðir verði sagn-
miðar, svo spilararnir heyri
ekki sagnir félaga sins.
Keppnisstjóri mun siðan til-
kynna spilurunum jafnóðum
sagnir beggja spilaranna bak
við skilrúmið. Eftir að sögnun-
um er lokið og búið er að spila
út, þá er skilrúmið tekið og
spilamennskan heldur áfram.”
Það er ekki ný bóla, að
Bandarikjamenn komi fram
með tillögur, sem koma eiga i
veg fyrir svindl, þvi gegnum ár-
inhafa þeir ekki getað skilið að
þeir tapa ævinlega i heims-
meistarakeppnunum einfald-
lega vegna þess að Evrópu-
spilararnir eru betri og á ég þá
sérstaklega við Italina.
Þessi tillaga mætir þvi harðri
andstöðu Evrópuþjóðanna,
enda líklegt að hún hefði ekki
góð áhrif á aðsókn áhorfenda,
svo eitthvað sé nefnt.
Máli sinu til stuðnings talar
Rosenblum um keppnina i
Como 1958, þegar Bandarikja-
menn grunuðu Itali um græsku
og kröfðust þess, að þeir hefðu
spilin fyrir neðan borð meðan
þeirspiluðu. Einnig bendir hann
á mótið i Buenos Aires 1965,
þegar Reese og Schapiro voru
ákværðir fyrir svindl, einnig af
Bandarikjamönnum, og
Olympíumótið i Frakklandi
1968, en þar voru Bandaríkja-
menn ennþá tortryggnir. Siðan
talar hann um tilfelli frá
Evrópumótinu i Ostende, sem
fór mjög hljótt, en um það
fjallaði ég á sinum tima hér i
þættinum.
Hvernig sem málum lyktar
þá má búast við, að ef7
Rosenblum stendur við
ákvörðun sina að leggja til-
löguna fram, að langan tima
taki að gróa um heilt milli
Evrópubúa og hinnar tor-
tryggnu Bandarikjamanna.
t dag hefst úrtökumót
Bridgesambands Islands og
spila 16 pör um réttinn til þess
að spila fyrir Islands hönd á
Evrópumótinu i Israel, sem
haldið verður 2.-16. nóvember.
Einnig spila 16 unglingapör um
réttinn til þess að spila á
Evrópumóti fyrir unglinga, sem
haldið verður i Kaupmannahöfn
i júli. Spilað er i félagsheimili
Flugfélags Islands við Siðu-
múla og hefst keppni kl. 13 á
laugardag.
Mikil spenna er nú i keppninni
um meistaratitil Bridgefélags
Reykjavikur og koma fimm
sveitir til greina i baráttunni.
Sveit Hjalta glataði loks foryst-
unni i siðustu umferð, er hún
tapaði fyrir sveit Braga Jóns-
sonar. Röð og stig efstu sveit
anna er nú eftirfarandi, þegar
lokið er við að spila niu um-
ferðir:
1. Sv. Harðar Arnþórss. 140 stig
2. Sv.Guðm. Péturs- 139 stig.
3. Sv. Gylfa Baldurss., 139 stig.
4. Sv. Þóris Sigurðss. 136 stig.
5. Sv. Hjalta Eliass. 135 stig
6. Sv. Braga Jónss. 93 stig.
7. Sv. Helga Jóhannss. 91 stig.
8. Sv. Sigurðar Sverriss. 73 stig.
Næsta umferð verður spiluð
n.k. miðvikudagskvöld kl. 20 i
Domus Medica.
Ein svining getur skipt ótrúlega
miklu máli og i eftirfarandi
spili, sem kom fyrir milli sveita
Þóris og Kristján skiptu 5
vinningsstig um eigendur þegar
kóngur lá rétt i slemmu.
Staðan var n-s á hættu og
suður gaf.
Forseti heimssambandsins, Július Rosenblum: „Við verðum að
fyrirbyggja svindl”.
A D-G-10
V G-8
♦ A-D-8-7-6-5
* K-D
A B-7-5-4-2 K-9-6
V 7-4-3 V 10-9-6-5-2
♦ 9-3 ♦ 10
*G-4-3 * A-10-6-5
A A-3
V A-K-D
♦ K-G-4-2
*9-8-7-2
1 lokaöa salnum valdi suður
að opna á einu grandi og eftir-
farandi sagnir farið: fylgdu i kjöl-
Suður Vestur Norður Austur
Simon Stefán
1G P 2* P
2 ♦ P 3* P
3 V P P P 3 G P
Tvö lauf eru Stayman, þrjú
lauf spyrja um skiptingu og
þrjú hjörtu sýna 2-3-4-4. Ef til
vill á norður að gera eina
tilraun með þvi að segja fjóra
tigla, þvi fimm tiglar eru varla
i hættu.
1 opna salnum opnaði suður á
einu laufi (Bláa laufið) og
slemman rann upp:
Suður Vestur Norður Austur
Egill Jongeir
1* P 1* P
1G P 2 „ P
3 ♦ P 4* P
4 * P 4G P
5 * P 6 a p
Amen, sogði ondskotinn
Hestavísur hafa verið fyrirferð-
armiklar í íslenzkri visnagerð.
Þar er gæðingurinn lofaður í há-
stert í flestum tilfellum/ en
kerruklárinn látinn liggja í þagn-
argildi/ þótt hann hafi öðrum
hestum fremur átt skilið þökk og
lof.
Ekki veit ég um hvaða hest Böðvar
Guðlaugsson yrkir sina hestavisu, en ég
ætla að vona að þar hafi verið um
kerruklár að ræða.
Þú átt skilið þökk og lof,
þú varst fáka beztur.
Mér þó aldrei kom i klof
kenjóttari hestur.
Arnór Steinason yrkir um gamla hest-
inn.
Meyjarhugur mörgum brást
við meiri og betri kynni.
En gæðingurinn á sér ást
eykur hverju sinni.
Ég verð að viðurkenna það, að ég er
ekki mikill hestamaður og get varla sagt
að ég hafi komið á bak hesti siðan ég var
smástrákur. Komst ég þó að raun um að
betra var að sitja einn hest en annan og
fór það eftir gangi hestsins.
Sigurjón Kristjánsson yrkir um Jarp.
Þyrlar grjóti og mold i mökk,
mjög á sprettum snarpur,
þó ei öðrum endist stökk
ávallt skeiðar Jarpur.
Þeir hestar þóttu að sjálfsögðu mestir
gæðingar, sem flestan höfðu ganginn
Július Jónsson á næstu visu.
Foldarvanginn fer á sprett,
flúðir, dranga, bakka.
Skiptir um ganginn ljúft og létt,
lyftir að fangi makka.
Hesturinn hefur stytt mönnum stundir
um langan aldur og komið mörgum i gott
skap. 1 þeim hópi er Ólöf G. Sveinbjarnar-
dóttir.
Þó að ég sé örg og aum,
inni byrgi tárin.
Lifnar bros, við lófa og taum
leika finn eg klárinn.
Jón Guðmundsson metur vagnhestinn
það mikið, að hann yrkir um hann þessa
visu.
Feitur, sléttur fákurinn,
friður, nettur, Blesi minn,
hraustur, glettinn, harðsnúinn,
hann fer létt með vagninn sinn.
Jarpur nefnist visa Einars Þórðarsonar.
Vitur, friður, fótheppinn,
fimur og prýðisskarpur.
Ber mig tiðast blakkurinn
bezt, Geirshliðar-Jarpur.
Hetar bera sig mismunandi vel, og
hefur það löngum verið talið fallegt að
hestar hefðu hringaðan makka. Jakob
Guðmundsson kveður.
Makkann sveigir moldóttur,
mélin beygir, liðugur.
fætur teygir, fjörugur
fróns á vegi, geðþekkur.
Ekki má gleyma hryssunum i þessum
hestavisnaþætti. Sigurjón Kristjánsson
yrkir um Glettu.
Fráneyg Gletta fótanctt
fetar létt um grundir,
þvitum skvettir, þrifur sprett,
þegar slétt er undir.
Árstiðavisur hafa eins og hestavisur
verið snar þáttur i visnagerð okkar. Þess-
ar tvær tegundir visna eiga það trúlega
sameiginlegt, að þær eru ortar undir ým-
iss konar áhrifum. Eftir langan vetur sjá
menn vorið upp i upphöfnum dýrðar-
ljóma, sem á fátt skylt við raunveruleik-
ann og skáldskapinn þá innantóm lofsyrði
um náttúruna, og það, sem þar er að
finna.
Skemmtileg tilbreytni frá þessu er
kvæðið haust eftir Kristján Ólason.
Ilallar degi, haustar að,
hliðum vindar strjúka.
Viðir sölna, visnað blað
verður að fjúka — fjúka.
Þó að falli og fjúki burt,
finnst ei mörgum skaöi.
Ekki er leitað eða spurt.
eftir visnu blaði.
Skógarblöðin bleik og hrum
— blærinn meðan fumar —
dreymir máske einmitt um
ódauðleikans sumar.
Þú, sem strýkur stolta brá,
stæltur af rikum dáðum,
verður líka að vikja frá,
— visnar og fýkur bráðum.
Ég ætla ekki i þessum þætti að birta
vorvisur. Það biður betri tima, þvi að
þrátt fyrir það sem ég sagði áðan, lýsa
þessar visur þeim tilfinningum, sem eðli-
legstar voru meðan við vorumbændaþjóð.
Það var svo ótalmargt, sem komið var
undir góðu vori og hagstæðu sumri. Þá
skipti það máli hvort sólin skein eða
kaldir norðanvindar blésu.
Tviverðungur, eftir Pétur Beinteinsson.
Geislasindur sunnan fer,
svalir vindar norðan anda.
Dyggð og synd i sálu mér
sömu lyndisþáttum blanda.
Við erum alltaf að færast nær umheim-
inum með bættri tækni i samgöngumál-
um. Verðum við þvi i rikari mæli fyrir
áhrifum frá öðrum þjóðum og hefur löng-
um verið deilt um, hvort það er okkur
ævinlega til góðs. örn Arnarson kveður.
Illjótast lítil hiipp af þvi:
heimskan nýtir frónska
hvern þann skit, sem okkur i
útlend grýtir flónska.
Likingarnar i visum Arnar eru eigin-
lega alltaf jafnskemmtilegar.
Drottinn hló i dýrðarkró.
Dauðinn sló og marði
eina mjóa arfakló
i hans rófugarði.
Það þýðir vist litið að deila við dómar-
ann, ekki sist ef hann hefur mismunandi
skynsamleg lög á bak við sig.
Lýðurinn virðir lögin skráð,
ljóst þó dæmin gjöri,
að þangað sækir refur ráð,
sem rænir lambið fjöri.
Orn Arnarson endar þáttinn i dag með
visu um kristilegt efni.
Prédikaði presturinn
pislir vitisglóða.
Amen, sagði andskotinp
Aðra setti hljóða.
Ben. A