Vísir - 09.03.1974, Page 17

Vísir - 09.03.1974, Page 17
Visir. Laugardagur 9. marz 1974. \ í KVOLD | í DAG | í KVt Sjónvarp, laugardag, klukkan 22.00: Tvœr gamlar og góðar Atriði úr „Þau unnust með ærslum”. ,,Þau unnust með ærslum” kalla þeir hjá sjónvarpinu þá gömlu biómynd, sem sýnd verð- ur i kvöld. A ameriskunni heitir myndin„It’s Love I’m after”, en myndin var gerð árið 1937. Leikstjóri var Archie Mayo, en aðalhlutverk léku stórstjörn- urnar Bette Davies, Olivia de Havilland og Leslie Howard. Myndin fjallar um hjónaband frægs leikara og frægrar leik- konu — og svo blandast ung feg- urðardis i málið. Eflaust munu margir verða til að kikja á skjáinn i kvöld, einkum þeir sem orðnir eru nokkrum árum eldri en myndin, þvi þær Bette og Olivia eiga enn — Bette Davies fjöldann allan af aðdáendum, þótt myndirnar þeirra séu kannski svona og svona. Ferill Bette Davies varð lang- ur. Sjálf segir hún að leikferill- inn hafi byrjað árið 1908, þegar hún enn var i skóla, en ákvað þá að verða leikkona. Og kannski má segja, að ferill þessarar leikkonu, sem kölluð hefur verið ötulasta leikkona i heimi, hafi endað 1962, þegar hún gaf út ævisögu sina, sem hún sjálf skrifaði. Sú saga heitir „The Lonely Life” (Lifið einmana- lega). Bette Davies byrjaði að leika á sviði, en kringum 1930 fór hún til Hollywood að reyna sig i kvikmyndum. Hún fékk hlut- verk en litið af peningum fyrst framan af — en gagnrýnendur þeir, sem kannað hafa feril hennar nákvæmlega, segja að með hverri mynd hafi dular- magn leikkonunnar orðið greinilegra — sérhver mynd hafi orðið ný fjöður i hatti henn- ar. Þótt ævisaga leikkonunnar hafi komið út fyrir tólf árum, þá hélt hún áfram leik eftir ævi- söguskriftirnar. Margar mynda Bette Davies hafa verið sýndar hér á landi, t.d. hryllingsmynd- ir, sem hún hefur leikið i upp á siðkastið. Olivia de Havillandvar stund- um sögð vera fegursta kona hvita tjaldsins. Og það eru stór orð, þegar menn leiða hugann að þvi, að mörg fegurðarskvis- an hefur lagt leið sina i kvik- myndabransann. En þvi er og bætt viðum Oliviu de Havilland, að ekki einasta hafi hún verið fögur, heldur gat hún lika leikið. Olivia fæddist 19161 Tokyo, en foreldrar hennar voru brezkir. Hún þurfti ekki mikið fyrir þvi að hafa að komast i kvikmyndir — þangað lá leið hennar upp úr 1930, og léku þær Bette Davies i mörgum myndum saman. Eins og Davies skrifaði de Havilland bók um feril sinn, og kom hennar bók út i Paris 1963 undir nafninu „Sérhver Frans- maður hefur lifur”. 1 Paris hef- ur Olivia reyndar búið siðustu árin — og leikið þar i nokkrum sjónvarpsmyndum, sem þykja ekkert gefa eftir hennar beztu Hollywood-myndum. —GG Olivia de Havilland 17 «- x- «• ★ «- ★ «- x- «- ★ «- 4- «- ★ «- ★ «- x- «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- ★ «- x- «- X- «- X- «- X- «- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «■ X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- Spáin gildir fyrir sunnudaginn 10. marz. 'W Wi ■.*....c U i Nl Hrúturinn, 21. marz-20. apríl. Þú gætir stútt dyggilega annaðhvort gott menningar- eða trúarmálefni. öll gagnkvæm aðlöðun er heillavænleg i dag. Félagsmálin gætu komið á óvart. Nautið, 21. april-21. mai. Einhver er hreif þig fyrir stuttu, veldur þér enn umhugsun. Stundaðu allt heilsusamlegt og róandi, og ekki sizt hollt mataræði. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Vertu hugmynda- rikur i skemmtunum og endurnýjun, gerðu jafnvel eitthvað nýtt til að rjúfa vanann. Taktu óskiptan þátt i málum til fá sem mest út úr þeim. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Nú stefnir i frið- samari, yfirvegaðri átt. Leggðu hart að þér til að auka samheldnistilfinningur til góðs fyrir fjöl skyldubönd. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Ræddu aðgerðir eða ráðagerðir við skyldfólk þitt. Óvænt ágreinings- efni kynnu að koma upp við heimsókn nágranna. Nú spá stjörnurnar nýjum ástum. Meyjan, 24.ágúst-23. sept.Njóttu þess, að aðrir dást að eignum þinum og að finna nýjar leiðir til að fita bankabókina. Þú hittir annaðhvort mjög vinalegt eða alveg andstætt fólk. 4 Vogin 24. sept.23. okt. Núna, með tunglið i merki þinu, gætirðu örvazt til að taka forustuna i þinum hóp, en þau áhrif er það hefur eru mjög mikilvæg. Eitthvað vekur forvitni þina i kvöld. Drekinn, 24. okt.-22. nóv.Vertu sáttfús og náðu stuðningi einhvers, er þú hefur móðgað. Hafðu heimboð og bjóddu nýju fólki með. Vertu opinn fyrir óvenjulegum hugmyndum i kvöld. Bogmaðurinn, 23. nóv-21. des. Kunningi þinn gæti haft furðulega sögu að segja. Hafðu mynda- vélina við höndina i dag. Til að ná betra jafnvægi, ættirðu að minnka áherzluna á kynlifinu. Steingeitin, 22. des.-20. jan.Vera má að þin biði óvænt upphefð, vertu öruggur það er jákvæðara. Láttu vonir þinar og langanir i ljósi á réttum stöðum. Menningarviðburður hindrar leiða. Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr.Áhugi þinn beinist inn á ný svið. Eitthvað munu trúarleg eða heim- spekileg málefni sækja á þig i dag. Þú losnar við fyrirfram gerðar skoðanir i kvöld. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz.Aðrir munu þarfn- ast stuðnings þins eða hæfileika i rikari mæli en áður. Þú eykur áherzluna á að fá sem mest út úr þvi, sem þú þegar hefur. -k -8 -k ★ -8 -k ■ft -k -8 -k -8 -k * ★ -St -k * ■8 -k -tt -tt -k -tt -k -» * ■ft -k -8 -vt -k -8 -k -» -k -ft ★ -St ■Ct -k ■Ct -k -Ct -k ■Ct Bílaeigendur Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Sparið bensin. Notið bensin-pep. Bensinpep fullnýtir brennsluefnið, eykur vinnslu til muna — mýkir gang véla og minnkar brotahættu — ver sótmyndun — smyr vélina um leið og það hreinsar. Bensinpep er sett á geyminn áður en áfyll- ing fer fram. Fæst á bensinstöðum BP og Shell. Notið bensinpep reglulega. ÚTVARP # Sunnudagur 10. marz 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Filahar- moniusveitin i Berlin leikur lög eftir Strauss-feðga, Her- bert von Karajan stj. (Hljóðritun frá Berlinarút- varpinu) 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Requiem i d-moll (K626) eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Sheila Armstrong, Janet Baker, Nicolai Gedda, Diet- rich Fischer-Dieskau og Jo- han Aldis-kórinn syngja með ensku kammer- hljómsveitinni. Stjórnandi: Daniel Barenboim. b. Oktett i Es-dúr op. 20 eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy. Jascha Heifetz, Israel Bak- er, Arnold Belnick, Joseph Stephansky, William Primrose, Virgina Majew- sky. Gregor Pjatigorský og Gabor Rejto leika. 11.00 Messa safnaðarheimili Grensássóknar að lokinni æskulýðs- og fórnarviku þjóðkirkjunnar. Prestur: Séra Halldór S. Gröndal. Organleikari: Jón G. Þórar- insson. 1 messunni flytur æskulýðskór K.F.U.M. og K. söngbálkinn „Eþiópiu” eftir séra Hauk Ágústsson undir stjórn Sigurðar Páls- sonar við undirleik höfund- ar. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Friðun húsa á islandi. Hörður Agústsson listmál- ari flytur annað hádegiser- indi sitt. 14.00 Ellefu. Jökull Jakobsson sér um viðtöl og kynningar en Páll Heiðar Jónsson um niðurröðun og samsetningu. 15.30 Miðdegistónleikar: Frá hollenzka útvarpinu. Promenade hljómsveit út- varpsins leikur. Stjórnandi: Ferdinad Terby. a. „Namo- una”, svita eftir Eduard Lalo. b. „Habanera” eftir Theo Langlois. c. Sinfónisk- ar myndir úr „Porgy og Bess” eftir George Gersh- win. 16.25 Þjóðlagaþáttur. Kristin Olafsdóttir kynnir lögin. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.10 útvarpssaga barnanna: „Óli og Maggi með gullleit- armönnum” Höfundurinn, Ármann Kr. Einarsson, les (2). 17.30 Stundarkorn með gitar- leikaranum Gönzales Mo- hino. 17.50 Endurtekið efni: Tveir brezkir islandsvinir. Anna Snorradóttir talar um William Morris og Mark Watson (áður útv. sumarið 1972) 18.15 Tónleikar. Tilkynningár. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Barið að dyrum.Þórunn Sigurðardóttir heimsækir Sigrúnu Jónsdóttur og fjöl- skyldu hennar á Háteigsvegi 26, Reykjavik. 19.55 Sinfóniuhljómsveit ts- lands leikur islenzka tónlist. Stjórnendur: Hans Antolitsch, Bohdan Wodiczko og Olav Kielland. a. „Jón Arason", forleikur eftir Karl O. Runólfsson. b. Sex vikivakar eftir Karl O. Runólfsson. c. Kansóna og vals eftir Helga Pálsson. 20.20 Fulltrúar andans frá Kina: Konfúsius. Dagur Þorleifsson tók saman efnið, sem flutt er undir stjórn Páls Heiðars Jóns- sonar. Lesarar með. Degi: Vilborg Dagbjartsdóttir og Hjörtur Pálsson. 21.20 Einleikur á pianó: Vladimir Horowitz leikura. Sónötu i c-moll op. 13 eftir Beethoven. b. Tvær prelúdiur eftir Debussy. 21.45 Um átrúnað: úr fyrir- brigðafræði trúarbragða. • Jóhann Hannesson flytur fimmta erindi sitt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Guðbjörg Pálsdóttir velur lögin. 23.25 F'réttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ☆★☆★☆★☆★☆★*★*•☆★☆+☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★'

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.