Vísir - 11.03.1974, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 11. marz 1974.
3
Risti rúmteppi í sundur, og
sagðist gera það sama við konuna
Fyrrverandi eigin-
maður konu nokkurrar í
Reykjavík ógnaði henni
með hníf i gærdag. Hann
risti i sundur dýnu og
rúmteppi á rúmi kon-
unnar, og sagðist mundu
gera slíkt hið sama við
hana. Hann gerði þó ekki
alvöru úr hótun sinni,
heldur fór burt af heimili
konunnar.
Maðurinn og konan eru skilin.
Hann kom i heimsókn til hennar
um miðjan daginn i gær. Þau
eiga tvo syni, sem dveljast hjá
móðurinni. Maðurinn fór með
þá út með sér með fullu sam-
þykki konunnar. Þegar hann
kom aftur til baka með þá, urðu
einhverjar stælur milli hans og
konunnar, sem enduðu með þvi,
að hann dró upp gólfdúkahnif.
Eftir að hafa skorið i rúm kon-
unnar, hótaði hann að gera það
sama við hana. Hann fór þó án
þess að gera henni mein.
Konan tilkynnti þetta til lög-
reglunnar, og var settur lög-
regluvörður um heimili hennar
meðan leitað var að manninum.
Hann fannst heima hjá sér
nokkru seinna. Hann neitaði að
fara þaðan, og var þátenginr
dómsúrskurður til handtöku
hans. Var hann siðan fluttur
með valdi i fangageymslur lög-
reglunnar.
Kona hans fyrrverandi
sagðist ekki haTa séð vin á
honum, og lögregluþjónarnir
greindu það heldur ekki.
Maðurinn verður færður fyrir
sakadóm i dag.
—ÓH
Lokoumrœður
um varnormól-
• / r ■ •
in i rikis-
stjórninni
— niðurstaða vœntanleg nœstu daga
Kikisstjórnin vinnur nú að þvi
eftir 32 mánaöa stjórnarsetu að
móta sameiginlega afstöðu sina i
varnarmálunum, svo að utan-
rikisráðlterra geti farið með eina
stefnu til framhaldsviðræðna við
Bandarikjamenn i Washington.
Fundaði rikisstjórnin um málið i
siðustu viku og er búizt við
niðurstöðu nú næstu daga.
Á almennum borgarafundi um
varnarmálin, sem Stúdentaráð
Háskóla tslands gekkst fyrir á
Hótel Sögu i gær, vildu hvorki
Einar Ágústsson, utanrikisráð-
herra, né Magnús Kjartansson,
iðnaðarráðherra, láta nokkuð
uppi um það, hverjar yrðu endan-
legar tillögur rikisstjórnarinnar.
Ráðherrarnir létu sér nægja að
vitna i málefnasamninginn, og
utanrikisráöherra rakti sömu
efnisatriði tillagna sinna og áður.
Það eru þessar tillögur utan-
rikisráðherra, sem eru grund-
völlur viðræðnanna innan rikis-
stjórnarinnar. Magnús Kjartans-
son sagði, aö bæði ráðherrar
Alþýðubandalagsins og Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna
hefðu lagt fram breytingar við til-
lögur utanrikisráðherra. Þótt
bæði Geir Hallgrimsson og
Halldór Blöndal legðu hart að
iðnaðarráðherra að skyra
fundarmönnum frá þvi i hverju
breytingartillögur flokks hans
væru fólgnar lét hann það ógert.
Taldi ráðherrann eðlilegt, að
rikisstjórnin ræddi málið fyrir
luktum dyrum.
1 ræðum ráðherranna kom
ekkert nýtt fram um efnislega
þætti varnarmálanna. Magnús
Kjartansson skýrði afstöðu sina
til undirskriftasöfnunar Varins
lands. Sagði hann, að hún hefði
það i för meö sér, að staða her-
stöðvaandstæðinga væri sterkari
eftir hana en áður. Rökstuddi
hann það m.a. meö þvi, að
skipuleggjendur söfnunarinnar
hefðu orðið fyrir vonbrigðum með
árangur hennar.
Borgarafundurinn var mjög
fjölsóttur, framsögumenn voru
Einar Ágústsson, Geir
Hallgrimsson og Magnús
Kjartansson, auk þeirra töluöu 16
manns, Fundurinn stóð frá kl.
13,30 til 17.30.
—BB
Sjö punktar Geirs
um varnir fslands
Á almennum borgarafundi
stúdenta i gær setti Geir Hall-
grimsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins", fram sjónarmið
sin um varnarmálin i sjö
liðum. Þau eru þessi i stórum
dráttum:
1) Varnarliðið sé nægilegt til
eftirlits með ferðum skipa i og á
hafinu umhverfis landið og flugi
ókunnra véla i nágrenni við
landið svo að alltaf sé vitað um
ferðir þeirra.
2) Varnarliðið sé nægilega
sterkt til að veita fyrsta viðnám
og til að enginn leggi i árás á
landið
3) Greint verði á milli al-
mennrar starfsemi á Kefla-
vikurflugvelli (þ.e. farþegamót-
taka o.fl.) og hernaðarstarf-
semi.
4) Allir, sem tilheyra varnar-
liðinu, séu búsettir innan vallar-
svæðisins.
*—■ — — — — i— r~ > i~ i—
5) Samstarf verði aukið við
Dani, Norðmenn og Kanada-
menn og þeir tengist yfirstjórn
Bandarikjamanna á Kefla-
vikúrflugvelli.
6) Islendingar hafi sjálfir
frumkvæðiað þvi að mynda sér
skoðun á varnarþörf landsins.
Stöðug endurskoðun fari fram á
þvi, hvaða ráðstafanir eru
nauðsynlegar til að tryggja ör-
yggi landsins. Komið sé i veg
fyrir, að varnarliðið hafi þjóð-
ernisleg, félagsleg og fjárhags-
leg áhrif, sem skaðleg séu
islenzku þjóðinni. Islendingar
séu i engu háðir varnar-
liðinuaðöðru leyti, en þvi, sem
snertir öryggishagsmuni okkar.
7) Landhelgisgæzla og al-
menn löggæzla sé efld, og
Islendingar taki þann þátt i
öryggisgæzlu landsins, sem
frekast er unnt á hverjum tima.
Prófkjör hjó D-lista ó Eskifirði
Sjálfstæðismenn á Eskifirði
halda prófkjör á laugardaginn
fyrir uppstillingu á D-lista i
hreppsnefndarkosningunum.
14 manns eru i framboöi i próf-
kjörinu.
Mikil þáttaka var i prófkjöri
Sjálfstæðism.anna fyrir siðustu
kosningar á Eskifirði.
—HH
Maraþon í Lindarbœ:
Dönsuðu stanzlaust í þrjá klukkutíma!
Þau sigruðu i maraþonkeppninni.
Þau heita Sigrún Pálina Ingvars-
dóttir 18 ára.og Eyjólfur Baldurs-
son, 19 ára, og dönsuðu i þrjá
klukkutima og tiu minútur. Vcrð
launin, sem þau lilutu, voru
postulinsstyttur af danspörum.
—Ljósm. Bj.Bj.
Svitinn bogaði af danspörunum
tveiin, sein veittu viðtöku verð-
launum og viðurkenningum á
sviði Lindarbæjar klukkan liálf-
tólf siðastliðið föstudagskvöld.
Það var ci að undra, þótt þau
væru sveitt og þreytt, þau voru
búin að dansa látlaust i liðlega
þrjá klukkutima
Það voru Ungterhplarar, sem
gengust fyrir þessari maraþon-
keppni. Keppnin hófst klukkan
kortér yfir átta og gengu 17 pör þá
fram á gólfið. Allt ungt fólk.
Fjörugt trió lék gömlu og nýju
dansana og sjaldan var slegið af
hraðanum. Unga fólkið þeyttist
um gólfið i rælum og polkum,
skottisum og völsum. Ef ein-
hverjir misstu niður hraðann,
visuðu dómararnir þeim tafar-
laust út af gólfinu
Á öðrum klukkutimanum fóru
þeir fyrstu að tinast út af gólfinu.
Sumir voru þá orðnir aðfram-
Ilér er parið, sem varð númer tvö
i keppninni. Þau dönsuðu fimm
minútum skemur en sigur-
vegararnir. Stúlkan heitir
Þuriður éllafsdóttir og er 16 ára.
llcrrann heitir Iteynir Grimsson
og er 20 ára. Verðlaunin, seni þau
hlutu voru skcmmtilegar myndir
af dansandi fjörkálfum.
komnir og einn var fluttur með
hraða á slysavarðstofuna með
heljarmikinn sinadrátt.
—ÞJM