Vísir - 11.03.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 11.03.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Mánudagur 11. marz 1974. 7 cýWenningarmál ÆFING SKAPAR MEISTARANN Sinfóniuhljómsveit islands: Tónleikar 7. marz 1974. Hljómsveitarstjóri: Páll Pam- pichler Pálsson. Einleikari: Lazslo Simon. „Vatnasvita” eftir Hándel. Pianókonsert no. 3 eftir Bela Bartok. „Ilialoge” eftir Pál Pampichler Pálsson. „Till Eulenspiegel” eftir Rich- ard Strauss. Tónleikarnir hófust á flutningi „Vatnasvitu” Ilándels i hinni alkunnu og vinsælu útsetningu Sir Hamiltons Hartys. Upphaf lega mun tónverkið hafa verið i um eða yfir 20 þáttum. i hljóm- sveitarbúningi Hartys eru þeir hins vegar sex að tölu. tJtsetn- ing Hartys er gerð af slikri snilld, að mér vitanlega þykja ekki aðrar betri, svo nærri list og anda Hándels, að undrun sætir. „Vantasvitan” lætur ljúflega i eyrum hlustenda, enda flutt af hljómsveitum um viða veröld og það við miklar vinsældir. Hún var fyrst flutt, er George I. Bretakonungur fór með friðu og miklu föruneyti á fjölmörgum skipum frá Whitehall til Chel- sea. Flutningur hljómsveitar okkar var með miklum glæsi- brag. Varð strax auðfundið, að hljómsveitin lék með Páli, en ekki gegn honum. Strengja- hljóðfæri, slagverk og ekki hvað sizt blásturshljóðfæri léku , óvenju samstillt. Hlut- fallastyrkur var með þvi bezta, sem lengi hefur heyrzt. Enn einn sigur fyrir Pál Pampichler og Sinfóniuhljómsveitina undir hans stjórn. Náttúran talar ein Þriðji pianókonsert Bela Bartoks, varð hans seinasta tónsmið. Bartok var þá helsjúk- ur af hvitblæði, þegar hann samdi verkið. Hann ritaði orðið vége á endi uppkasts sins, en hann lauk sjálfur tónsmiðinni að undanskildum siðustu 17 töktun um, sem voru skissa eða uppkast. „Vége” er ungverska og þýðir endir. Verkið tileinkaði hann konu sinni. Þessi þriðji og siðasti pianó- konsert Bartoks er gerólikur hinum tveim fyrri, er hann samdi. Hér er hann nánast kom- inn út i diatónik þá, sem auðkenndi fyrsta skeið hans sem tónskálds. Það eru margir, sem þola illa tónsmiðar Bartoks, svo fáránlegt sem það nú er. Þeir hinir sömu hættu að leggja vel við eyrun, þegar þeir hlýða á þetta fagra tónverk. Sér i lagi annan þáttinn, sem er dæmigerðurum hina svokölluðu „næturmúsik” Bartoks, þar sem hann lýsir kyrrð mannlegs lifs frá dagsins önn, en náttúran ein talar sinu máli. Oft hefur verið talað um hin fjögur stóru B: Bach, Beethov- en, Brahms og Bartok. Timinn mun leiða i ljós hvort B-in séu fjögur eða aðeins þrjú. Lazslo Simon flutti konsertinn af viðeigandi glæsibrag og mýkt, glitrandi fegurð og öryggi. Samleikur hljómsveitar og einleikara einkenndist af fegurð og nákvæmni. Kom glöggt i ljós hvilikt vald Páll Pampichler TONLIST EFTIR BIRGI GUÐGEIRSSON hefuryfir hljómsveitinni allt frá fortissimóleik og niður i hárfint pianissimó. Innkomur voru mjög nákvæmar. 1 fáum orðum sagt, samleikur hljómsveitar og slaghörpu var slikur, að varla skeikaði. Nýr tónn Eftir hlé lék hljómsveitin frumsamið verk eftir Pál, og er skemmst frá þvi aö segja, að tónleikagestir hrifust mjög. Út- setningin á verkinu sannaði, að Páll er bráðsnjall útsetjari. Verkið bar annað blæ en við er- um vön af hendi innlendra tónskálda og greiniiega gjör- unnið af hendi höfundar. Svo fagurt var það, aö naumast þarf að hlýða á það nema einu sinni, þó að ég vildi heyra það oftar. Trú min er, að það mundi ekki falla i áliti við endurtekningar nema siður væri. Þvi hefur verið lýst áöur, aö Páll sé mjög vaxandi sem hljómsveitarstjóri, og sannaðist það enn einu sinni i flutningi hans á Till Eulenspiegel. Verkif var flutt með mikium glæsibrag. Hljómveitarstjórinn fór litt fram yfir það, sem i handriti stendur, en flutningur var að visu nokkuð sveigjanlegur, og var það til bóta. Till Eulen- spiegel er slik tónsmið, að varasamt er að fara ekki nokkuð nákvæmlega eftir þeim nótum, sem höfundur skrifaði, hættan er sú, aö verkið væri orðin afkáralegt. Flutningur var i senn heillandi og hrifandi, enda var hljómsveitarstjöra og hljómsveit óspart klappaö lof i lófa. Mistök einstakra hljóð- færaleikara voru svo fá og þess eðlis, að ég tel ekki ástæðu að minnast á þau. Enn cinu sinni sannaði Páll Pampichler Pálsson hvilikur hljómsveitarstjóri hann er orðinn. öll vitum við, aö æfingin skapar meistarann. Páll Pampichler Pálsson — vax andi tónskáld og hljómsveitar- stjóri LIST í SÖGU OG SAMFÉLAGI Björn Tb. Björnsson: ALDATEIKN Mál og menning 1973. 240 bls. Undarlegt er það, eins mikið og ýmis kon- ar útlent og alþjóðlegt myndprent er farið að tíðkast i bókagerð, að þetta tækifæri skuli ekki hafa verið notað til að koma út á islenzku handhægri listasögu. Nóg er til af slikum bókum á alþjóðlegum markaði sem væri meiri fengur að á islenzku en ýmsum þeim fræðum sem út hafa komið i slikum bókum á undanförnum árum. Það er að visu hverju orði sannara sem Björn Th. Björns- son segir i eftirmála þessarar bókar að „hvert timabil og hver þáttur lista stendur einni þjóð nær en annarri og tengist menn- ingarsögu hennar meö óltkum hætti. Þvi er frumgerö meira virði en þýðing, sé um annað saman að jafna.” Þaöer einmitt Björn Th. Björnsson ljóðurinn á hinu alþjóðlega lit- og myndaprenti að texti slikra bóka er einatt einhvers konar iðnaðarvara eða niðursuða, þvilikt sem hann sé saminn af ' engum handa engum. Æskiieg- ast væri óneitanlega að neyta samvinnu útgefenda i mörgum löndum um myndprentun til að koma á framfæri með myndun- um frumsömdum texta, þar sem fjallað er um efnið út i frá þekkingu og þörfum innlendra lesenda. ísöld og dada t þessari bók eru tiu þættir úr myndlistarsögu, og er þar stikl- að á stóru um mikið efni, fyrsti þátturinn greinir frá list i ár- daga. hellamyndum isaldar- manna, en hinn siðasti frá dada- og súrrealisma á milli striða. Það má þvi til sanns vegar færa að hér sé til kominn fyrsti visir að almennri listasögu á is- lenzku, og augljóslega opin leið að auka það safn til slikrar sögu með fleiri bókum i sambærilegu sniði og gerð sem þessi. Eftir upphafsþáttinn, List i árdaga, kemur Að lesa myndir, þáttur um táknvisi i list endurreisnar- aldar, og þá Byrt á borða, um hinn sögufræga Bayeux-refil, sem Björn hefur raunar áður fjallað um. Þá koma þættir sem að meginefni fjalia um fjóra mikla málara, Bruegel hinn elzta, eða Bænda-Bruegel, bylt- ingarmálarann David, Honoré Daumier og hinn fyrsta og mesta „naifista” i myndlist, Henri Rousseau. Siðustu þrir þættirnir fjalla svo um straum- hvörf i listiðn og myndlistum á þessari öld, Stóllinn sem þér sitjið á, um William Morris og Bauhaus-stofnunina i Þýzka- landi og áhrif hennar. List handa nýjum heimi, um Mondr- ian og De Stijl-hreyfinguna i Hollandi, og loks Handmáluð ljósmynd af draumi, um súr- realismann. Af þessu efni er þriðji þáttur- inn, um Bayeuxrefilinn. hinn eini sem beinlinis kemur við islenzka menningarsögu. En hann er sem kunnugt er saumaður með hinum forna refilsaumi — eina dæmi hans sem kunnugt er utan tslands. Heita má að refill þessi sé okkur jafn mikilvægur sem væri hann islenzkt verk, segir Björn Th. „Hann er heimild frá fyrstu hendi um búnað allan, skip, vopn, reiðver, klæðnað og hvaðeina frá svipuðu timabili og fornsögur okkar gerast.... Hann er prófsteinn á sannfræði bóka eins og Morkinskinnu, Heims- kringlu og Fagurskinnu, og um sumt sönnunargagn þess á hve staðgóðum heimildum þær byggja. Hann er eina eftirleifðin sem til er i Evrópu um hina miklu sögulegu refla sem frá segir i fornbókmenntum okkar, Eddukvæðum og máldögum .... En fyrst og fremst er Bayeux- refillinn samt mikilfenglegt ep- iskt listaverk sem enn frægir þessa liðnu atburði og bregður Ijóma yfir árdaga norrænnar sögu.” Það hygg ég lika að tilraun Björns til skýringará myrkum stað i frásögn refilsins sé hið eina sem hann hefur fram að færa frá eigin brjósti, „nýtt” eða „frumlegt” i bókinni. Greinarnar einbeita sér að alþýðlegri, læsilegri frásögn efnisins frekar en fagurfræði- legum bollaleggingum.og gildi þeirra stafar ekki sizt af þvi hve skemmtilegar þær verða af- lestrar fyrir nú utan þá nýjung sem er að frásagnarefninu sjálfu á islenzku. En Björn Th. Björnsson er sem kunnugt er leikinn rithöfundur og leikur sér hvað eftir annað að þvi i þessari bók að gera lesandann beinlinis spenntan yfir frásögninni, hvort heldur er af frásögn Bayeux refilsins, eða ævi og verkum J. L. Davids, málara stjórnarbylt- ingarinnar og Napóleonstim- anna i Frakklandi. Þvi er þessi bók kostagripur öllu áhugafólki um myndiist, en kannski sér i lagi ungum lesendum sem eru að byrja að ieita sér vitneskju um þessi efni. Vel veit ég að minnsta kosti hvilikúr fengur mér og minum likum hefði á þeim aldri þótt á bók sem þess- ari — þegar maður beinlinis sat um nógu ódýrar erlendar lista- verkabækur sem þá voru farnar að sjást I bókabúðum. List og pólitik Einna mest innbyrðis samhengi finnst mér að sé með þremur siðustu greinunum i bókinni. Og þar er fitjaö upp á sérstöku bókarefni sem vert og þurflegtværi aösamið vrði: það væri saga myndlista á þessari öld I rýmsta skilningi þess orðs, svo að jafnt yrði fjallað um list- iðnir, tizku, arkitektúr, um- hverfis- og skipulagsmál, og hinar formlegu viðteknu mynd- listir. Slik yfirlit um sjónmennt- ir hygg ég að orðiö gæti fjarska gagnlegt rit, ekki sizt ef jarðharðan væri fjallað um is- lenzk efni eftir þvi sem tilefni féllu til og okkar stöðu i þessum málum. Björn Th. leggur raunar hvar- vetna áherzlu á þjóðfélagslegt • Bókmenntir eftir Ólaf Jónsson hlutverk og gildi myndlistar eins og efnisvalið ber að nokkru með sér, allt frá særingalist isaldar og heimspekilegri tákn- visi endurreisnarlistar. En jafn- framt er honum annt um fagur- fræðilegan skilning og skil- greiningu á félagslegri hlutdeild lista og einstakra listaverka. Hann ræðir t.a.m. um hreint flatarmálverk eftir Mondrian sem hann vill kalla pólitiska list: „Nú er það þvi miður svo, að orðið pólitiskur hefur ákaflega þrönga merkingu i munni okkar íslendinga, og þvi hefur verið komið inn aö þau listaverk ein séu þjóðfélagsleg, sem feli beint áróðursgildi i myndefni sinu. t þá veru er talaö um pólitiska list, um þjóðfélagsraunsæi, og listin þannig flokkuö eftir hinu „læsilega” yfirborði einu, en hvorki af hvötunum sem til hennarliggja né áhrifunum sem hún veldur. Slik grunnfærni er visasti vegurinn til að byrgja fyrir allan skilning á gagnverk- un listar og þjóðlélags og blinda menn þannig á hið raunveru- lega hlutverk listar i mannlegu félagi.” Og ennfremur um viöhorf Mondrians og félaga hans i De Stijl-hreyfingunni: „Þeir trúðu ekki á pólitiska valdbeitingu til þess að stjórna lifi manna, enda mundi slikt > óefað leiða til nýrrar sprenging- ar innan tiðar. Umbreyting mannsins yröi aö koma innan frá....og þar sem maðurinn væri barn umhverfisáhrifa sinna fyrst og fFemst, væri sú hugarhreinsun þvi aðeins möguleg, aö allri umhverfis- mynd mannsins yrði breytt frá rótum. Þvi væri það hlutverk De Stijl að.. semja manninn að andlegri hreinsun látlauss hreinleika, þar sem sannleiki og fegurðkæmi fram i frumgildum sinum, beinum linum, hreinum litum, ljósum hiutföllum og al- gjörum hreinleika.” Visir að sögu Það er ekki aðeins nýlunda að þessari bók vegna frásagnar- efnisins og vegna þess að hér er með látlausu móti fitjað upp á almennri listasögu sem nauðsyn ber til að eignast á islenzku. Hún er einnig nýstárleg vegna hins mikla myndakosts sem frásögninni fylgir eins og vera ber i slikri sögu og textinn viða beinlinis saminn aö myndunum. Það er vitaskuld eftirsjá að þvi að engar litmyndir skuli vera i bókinni en hefur sjálfsagt þótt of kostnaðarsamt.En ég fæ ekki betur séð en myndefnið nýtist prýðilega i bókinni. með þeim fyrirvara þó aö myndir eru i rauninni of margar, um 400 tals- ins, og þessvegna og vegna um- brotsins á bókinni, verða þær margar of litlar, allt niður i frimerkisstærö. Þaðer áreiðan lega mikill vandi að velja myndirsem njóti sin og komi að notum • i svo smáu broti. En burtséð frá þessu er allur frágangur og útgerð bók'arinnar með prýði og bókagerðarmönn- um sem að henni standa til sóma. Undarleg prentvilla veröur samt á einum staö: bókaskrá höfundar gegnt titilblaði. Þar er með öðrum ritum Björns Th. Björnssonar talin bókin Reykja- yik „með ljósmyndum eftir Leif Þórarinsson". Hér er reyndar um að ræða formála sem Björn skrifaði að safni Reykjavikur- mynda eftir Leif Þprsteinsson ljósmyndara. Þaö er ekki aö spyrja að prentsmiöjupúkan- um'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.