Vísir - 11.03.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 11.03.1974, Blaðsíða 20
vism Mánudagur 11. marz 1974. Bfllinn seig ofart í götuna Vegakerfið i Kópavogi hrellti leigubilstjóra einn, sem var á ferð i þeim bæ á laugardagskvöld. Hann var að fara með farþega i nýlegt hverfi, sem er austast i Kópavoginum. Við Efstahjalla hleypti hann farþeganum út. Þegar farþeginn var farinn, skráði leigubilstjórinn ökugjalds- upphæðina i bók hjá sér. En er hann skrifaði seinustu töluna, fann hann sér til skelfingar, að billinn tók að siga niður i götuna. Hann setti i gir, og ætlaði að taka af stað, en jörðin togaði á móti. Að lokum tókst honum að spóla bilnum áfram, og koma honum upp úr þessu kviksyndi. Það kostaði hann hins vegar, að oliutappinn undir bilnum brotnaði, og öll olia lak af vélinni. Astæðan fyrir sigi bilsins var ekki seiðmagn illra afla, heldur óhemju drulla, sem var i götunni. ______________________—ÖH Hœttulegur mótorhjóla- akstur Ungur piltur framkvæmdi i gærdag allt það við mótorhjóla- akstur sem ólöglegt og hættulegt getur talizt. Hann var réttindalaus. Hann átti ekki hjólið. Iljólið hafði verið tekið úr umferð. Pilturinn var búinn að taka númer af öðru hjóli og setja það á þetta hjól. Og til að kóróna vitleysuna, ók hann eins og vitlaus væri um götur Árbæjarhverfis. llann fór ekki eftir neinum umferðarmerkjum og ók eins hratt og hjólið komst. Lögreglunni var gert aðvart um akstur piltsins, og var hann stöðvaöur áður en slys hlauzt af. ______________________—ÓH r A amerísku tryllitœki með lögregluna á hœlum sér Mikill cltingarleikur varð i nótt milli lögreglu og ölvaðs öku- manns. Lögregluþjónar á eftirlitsferð veittu athygli undarlegu aksturslagi á bil, sem fór frá Hofs- vallagötu. Þeir eltu bilinn, sem jók þá ferðina. Lögreglubillinn hóf þá eftirför. Sá, sem eltur var, fór yfir Hringbrautina á rauðu ljósi, og stuttu seinna tapaði lög- reglubillinn af honum. Kannski ekki furða, þvi maðurinn ók amerisku tryllitæki með stórri og kraftmikilli vél. Stuttu seinna kom annar lögreglubill auga á bilinn, og hófst eftirförin á ný. Eltingarleik- urinn barst út i Skerjafjörð, og þar var maðurinn króaður af og stöðvaður. Hann var réttindalaus, hafði verið sviptur ökuleyfi fyrir fjór- um mánuðum. — ÓH Lögreglan stöðvaði árshótiðina Gengislœkkun og vaxta- hœkkun á nœstu grösum? Mikið er rætt um, að gengislækkun og hækk- un vaxta standi fyrir dyrum. Tvennum sögum fer af þvi, hvenær þessar „ráðstafanir” yrðu gerðar. Sumir segja, að það verði innan skamms. Bent er á, að útflutningsat- vinnuvegirnir standa höllum fæti i verðbólgunni innanlands. Þótt þær greinar, sem fram- leiða fyrir innlendan markað, gætu velt hækkununum fram af sér út i verðlagið, gengur það ekki fyrir þær greinar, sem eru háðar verðlagi erlendis. Gengisfelling mundi fyrir þær siðarnefndu samsvara verð- hækkunum fyrir hinar. Með gengislækkun mundu þær fá fleiri krónur fyrir framleiðslu sina til að greiða með hækkan- irnar innanlands, þótt verðið erlendis hækkaði ekkert i er- lendri mynt. Jón Sigurðsson hag- rannsóknastjóri hefur sagt, að „röð gengisfellinga” krónunnar gæti vel orðið afleiðingin af verðbólgunni hér eftir siðustu kjarasamninga. Hann hefur lýst þvi, hvernig hagur út- flutningsgreinanna gæti orðið bættur með þvi að gengi krón- unnar yrði fellt, litið i einu með þvi að notfæra sér sveigjanleika gengisins, eins og gert hefur verið i vaxandi mæli að undanförnu með tiltölulega litlum gengisbreytingum hverju sinni. Talið er, að gengisfelling yrði innan við 10%, ef til hennar kæmi á næstunni. Gengi krónunnar hefur farið hækkandi að undanförnu. Það hækkaði árið 1973 um 8-9 af hundraði frá fyrra ári, að meðaltali. Mikil vaxtahækkun? Þá hafa margir áhyggjur af þvi, að hækkun bankavaxta sé yfirvofandi, hugsanlega mikil hækkun. Vaxtahækkun gæti verið aðgerð gegn verðbólgunni, einkum með þvi að hún mundi draga úr útlánum banka. —HH Engey RE 1 kom til Reykjavíkur á laugardaginn. Þessi nýi skuttogari er eign Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns, og kom beint frá Póliandi, þar sem hann er smíðaður. Togarinn er 785 brúttólestir að stærð búinn 3000 hestafla aðalvél og ganghraðinn er vcl yfir 16 sjómilur. Engey mun svipuð togurunum Ögra og Vigra. —GG/ ljós.: Snorri Snorrason, yngri. Gott veður, lítið um loðnu 17 loðnubátar fengu afla i gær — frá þvi síðdegis og fram til miðnættis. Samtals fengu þeir 1615 tonn af loðnu, sem öll fer i bræðslu, þar eð hún er ekki lengur nýtanleg í frystingu. Bátarnir 17 voru flestir i Faxa- flóanum, en tveir voru þó nokkuð austur af Vestmannaeyjum. Aflinn, sem þeir tveir bátar fengu, var hinn eini,sem fékkst austur með landinu. Árni h'riðriksson er enn við loönulcit fyrir austan land, en hefur ekkert fundið og menn þvi orðnir svartsýnir á framhald vertiðarinnar, sagði Loðnunefnd i morgun. Margir minni bátanna eru hættir á loðnu og ætla að snúa sér að netaveiði. Veður var yfirleitt gott á miðunum i gær, og er svo enn, en spáð er kalsa með kvöldinu. —GG Róbert Abraham látinn Dr. Róbert Abraham Ottósson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, lézt aðfararnótt sunnudagsins i Lundi i Sviþjóð, en þar var hann i fyrirlcstraferð. Dr. Iíóbert var 61 árs að aldri, fæddur 1912 i Berlin. Hann fluttist til islands haustið 1935 og bjó á Akureyri til 1940. Störf dr. llóberts að tónlistarmálum á islandi eru margvisleg, en hann var söngmálastjóri þjóðkirkjunn- ar frá þvi árið 1961. —GG I 0G0NGUM A HRAÐBRAUT Karlkyns ökumenn ræða oft um kvenkyns ökumenn með tviræðu brosi á vör, og þykir sumum litiö tii aksturshæfileika kvennanna koma. En frásögn, sem einn af þessum karlkyns ökumönnum lét okkur i té, ætti að taka af allan vafa um frábæra hæfileika kvenna til að koinast slysalaust áfram i umferðinni. Hann sagðist hafa ekið Kringlumýrarbrautina á föstudaginn var, á leið til Kópa vogs. Neðarlega á Kringlumýrar- brautinni sá hann, að bilaröðin fyrir framan hann riðlaðist öll, og flestir virtust vikja til annarrar hvorrar hliöarinnar. Hann snar- hemlaði og furðaði sig á þvi hvað um væri að vera. Brátt kom skýringin I ljós. Blá Cortina kom upp götuna á vinstri akbrautinni og ók greitt. Þar sat kona við stýrið og setti tunguna út I annað munnvikið, eins og hún einbeitti sér mjög. Hún ók bil sinum á fullri ferð milli hinna bilana, og þar sem menn höfðu ekki vikið greiðlega, ók hún upp á eyjuna milli ak- brautanna og svo inná veginn aftur þar sem autt var. Það lá við að menn sneru sig úr hálsliðnum til að sjá hvernig þessu reiddi af, er konan þeysti áfram á farartæki sinu upp eftir vinstri akreinum vegarins. Seinast sáu menn svo grilla i bflinn við Sléttuveginn, en ekki sá viðmælandi okkar, hvort konan beygði þar yfir á rétta akrein. Engar tilkynningar bárust til lögreglunnar i Reykjavik vegna þessa. Viðmælandi blaðsins taldi helztu skýringuna á þessu vera þá, að konan hefði komið frá Nesti i Fossvogi og ekki áttað sig á að til að komast þaðan inn á Kringlumýrarbrautina, þarf að aka inn i Kópavog, i ótal hlykki og beygjur, þangað til billinn kemst á rétta braut. —ÓH TÆPLEGA 112 ÞÚSUND MEÐ KOSNINGARETT — f kaupstöðum og kauptúnum Hún stóð ekki lengi, árshátið starfsmannanna hjá Ora i Kópavogi. Þeir héldu dansi- ball á laugardagskvöldið i Félagsheimili Kópavogs, og var I byrjun glatt á hjalla. Um klukkan hálf ellefu um kvöldið kom lögreglan hins vegar i heimsókn og lokaði staðnum, rak ballgesti út og sleit þar með gleöskapnum. Ástæðan var sú, að innan dyra á dansleiknum var að sögn lögreglunnar fjöldi unglinga innan við lögaldur, og áfengisveitingar voru i húsinu. —GG Alls munu 111.749 manns hafa rétt til að kjósa i bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum i vor. Talsvert hefur tala kjósenda hækkað frá þvi i kosningunum 1970, cn þá höfðu 98.364 kosninga- rétt. I Reykjavik hafa nú 55.400 manns kosningarétt, en 1970 voru þeir 49.699. Samtals eru þeir 91.651, sem búa i kaupstöðum á landinu og hafa kosningarétt i ár, og þessi fjöldi kjósenda kýs samtals 130 bæjar- og sveitar- stjórnarfulltrúa. t kauptúnahreppum hafa 20.098 manns kosningarétt og þeir kjósa 231 sveitarstjórnarfulltrúa. Eins og kunnugt er, er kosningaréttur miðaður við tuttugu ára aldur. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fara fram hinn 26. mai i vor. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.