Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 1
FLUGVÉL TÝNIST 200 manns leituðu skipulega um sunnanverða Austfirði I gær og ieitað var á átta flugvélum og fjórtán bátum GE—KT—HZ—Reykjavík miðvikudag. Frá því snemma í morgun og fram í myrkur hefur sfaðið yfir víðtæk leit að Beechcraft-vél frá Flugsýn, með tveimur mönnum innanborðs, sem týndist nokkru fyrir miðnætti s.l. á leið til Norðfjarðar. Leitað hefur verið á svæðinu allt frá Borgarfirði eystra og suður í Lón. Hafa tvö hundruð manns tekið þátt í skipulegri leit, en auk þess tóku fjölmargir þátt í leitinni af sjálfsdáðum og án þess að vera undir stjórn þeirra, sem yfirumsjón höfðu með henni. Átta flugvélar leituðu allt frá Seyðisfirði og suður að Skeiðársandi, og fjórtán bátar leituðu á sjó. Síðastliðinn sólarhring hefur frost verið frá 6 stigum í 15 stig í uppsveitum. Gengið hefur á með éljum annað slagið. Flugvélin, sem óttazt er um, er lítil tveggja hreyfla vél sem fór í sjúkraflug til Norðfjarð- ar í gærkvöldi og hefur ekki til hennar spurzt síðan klukk- an 22.12 í gærkvöldi, er hún var stödd yfir Norðfjarðarflóa og var að undirbúa sig til lend- ingar. í vélinni voru tveir menn, Sverrir Jónsson, flug- stjóri og Höskuldur Þorsteins- son, flugmaður. Víðtæk leit stóð yfir á Austurlandi í dag. Flugvélin, sem er af Beech- craft gerð, fór frá Reykjavík í gærkvöldi um kl. 18,30 til þess að sækja mann, sem hafði fengið flís í auga. Veð- urskilyrði fyrir austan voru slæm í gærkvöldi og flugvél- inni var snúið frá Norðfirði vegna veðurs og fór hún þá til Egilsstaða að taka benzín Ætluðu flugmennirnir þrátt fyr ir veðurofsann að reyna lend- ingu á Norðfirði og höfðu þeir talsamband við Hörð Stefáns- son, flugradíómann þar kl. 21.56, þar sem þeir hugðust reyna að lenda eftir að hafa lækkað flugið. Flugmaðurinn tilkynnti í talstöðinni kl. 22.12 að þeir í vélinni væru staddir yfir sjónum og sæju í gegnum skýin niður fyrir sig. Veðrið var sem fyrr segir afleitt, dimmt él og skyggni ekki talið nema 300 metrar. ;,v Þegar eÉkert spurðist til vél- arinnar, var flugturninum í Reykjavík þegar gert viðvart, sem hafði síðan samband við Flugbjörgunarsveitina og lagði hún af stað kl. 22.53 undir stjórn Sigurðar M. Þorsteins- Beechcrft-véiin, sem týndist í sjúkrafluginu til NorSfjarðar. Framhald á bls, 14 Höskuldur Þorsteinsson, flugmður. sonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns og formanns Flugbjörg- unarsveitarinnar. Hefur hann stjórnað leitinni, en leitað var í lofti, á sjó og í landi í dag. Dakotavél DC-3 frá Flugfélagi íslands flutti flugbjörgunar mennina, sem voru rúmlega tuttugu talsins, austur á Egils- staði, þar sem ekki var kleift að lenda á Norðfirði. Vegagerð in ruddi Oddskarð fyrir flug- björgunarsveitina svo að hún kæmist sem fyrst á Norðfjörð, en þá var almennt talið að vélin væri þar um slóðir. Dreifðu flugbjörgunarmennirn ir sér niður á báta, sem síðan fluttu þá til ýmissa staða víðs vegar á strandlengjunni og var leitað um Norðfjarðarströnd- ina alla, Alls leituðu á sjó í dag fjórtán skip, m.a. varðskip- ið Óðinn frá landhelgisgæzl- unni. Átta flugvélar leituðu í dag, Doveflugvélin Helgafell frá Eyjaflugi, Neptune vél frá varnarliðinu, fjögurra hreyfla DC-6 frá Loftleiðum, litil Mooneyvél, sem Bárður Dan- íelsson á. DC3 vélin frá Flugfé laginu, sem flutti flugbjörgun- armennina austur, lítil vél frá Tryggva Helgasyni á Akureyri og 2 litlar vélar frá Flugsýn. Flugvélarnar munu halda leit- inni áfram í nótt, þótt að land- leitarflokkarnir hafa hætt leit í kvöld vegna myrkurs. Alls leituðu um 200 manns í dag. Voru það m.a. flokkar slysa- varnadeilda frá Neskaupstað, Eskifirði, Seyðisfirði. Horna- Sverrir Jónsson, flugstjóri •. , ■:. ■■■■■■ ....................................................... • • •„ ..................t■ c- f • :■. •;■ .•• . I -• . - • . • ’: ízWí'íffl'M'IvXtí'/X'M'f Björn Pálsson flugmaður stendur fyrlr enda borðsins >g athugar kortið, við hlið hans (t.h.) situr Haukur Maessen, fulltrúi flugmálastjóra. (Tímamynd HZ) LtlTARSVÆÐ- IÐ AFMARKAD FB—Reykjavik, miðvikudag. Klukkan langt gengin í tiu i kvöld nófst fundur flugturnin um á Reykjavikurflugvelli. Voru þar samankomnii allii helztu for ystumenn björgunarsveita, flugs. og flugumferðar og voru þeir að leggja á ráðin um það. hvar leita skyldi hinnar týndu flugvélar á morgun. Á fundinum voru fulltrúar flug málastjórnarinnai flugbjörgunar- sveitarinnar, Slysavarnafélagsins Flugfélags fslands. Loftleiða, Flugþjónustunnai. Félags ís- lenzkra einkaflugmanna og síðast en ekki sízt fulltrúi frá Flugsýn. Höfðu mennirnir fyrir framan sig kort, par sem búið var að merkja inn á alla þá staði. þar sem vitað var með vissu, að flugvélin hafði farið v>fa jg sömuleiðis þeir staðir sem tiikynnt höfðu, að heyrzt nefði flugvél. eða jafn- vel sézt til vélai eftir að síðast heyrðist i Flugsynarvélinni í nánd við Neskaupstað i gærkvöldi. Mennimir ræddu allar mögu- legar .eiðir sem vélin kynnj að hafa tarið eftir að hún hafði sam band við flugradíómanninn í Nes kaupstað og var tekið tillit til staðhátta veðurs og flughæfni vél arinnar Björn fálssor flugmaður var parna staddur og lýsti því, sem hann hafði séð á flugi sínu fyrir austan i dag, og Jón Magnús son, flugmaðui hjá Flugsýn, sagði sína skoðun miðað við flughæfni vélarinnar og reynslu hans í flugi til Neskaupstaðar. Framhald á bls, 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.