Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 12
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 19. jan«ar 1966
MINNING
* BILLINN
Bent an Ioeoar
118833
hábær
Skólavörðustíg 45
Tökimi veizlur og fundi.
Útvegum íslenzkan og kín-
verskan veizlumat. Kín-
versku veitingasalirnir opn
ir alla daga frá kl. 11 —
Pantanir frá 10—2 og eft-
ir kl. 6. Sími 21360.
Frímerki
Fyrir hvert íslenzkt frí-
merki sem þér sendið mér
fáið þér 3 erlend. Sendið
minnst 36 stk.
JÓN AGNARS
P. O. Box 965.
Reykjavík.
BJARNI BEINTEINSSON
LÖGFRÆÐINGUR
AUSTURSTRÆTI 17 (siLi.iavAl.Dl)
SÍMI 13536
FRIMERKJA
PAKKAR
með 25, 50 og 100 mismun
andi íslenzkum frímerkj-
um á kr. 45, 95 og 200
Sent burðargjaldsfrítt gegn
fyrirframgreiðslu.
Sendið kr 135.00 og þér
fáið verðlistann 1966 burð
argjaldsfrítt.
FRÍMERK J AS ALAN
Njálsgötu 23.
VÉLAHREINGERNING
Vanir
menn.
Þægileg,
Fljótleg
vönduð
vinna.
ÞRIF —
símar 41957
og 33049.
Ms. Skjaldbreið
fer vestur um land til Akur-
eyrar 22. þ.m. Vörumóttaka á
fimmtudag til Bolungavíkur
og áætlunarhafna vig Húna-
flóa og Skagafjörð, Ólafsfjarð
ar og Dalvíkur. Farseðlar seld
ir á fötudag.
Þórarinn Magnússon
Bændur
NOTIÐ
EWOMIN F.
sænsku steinefna og
vítamínblönduna.
F. 15 ágúst 1913.
D. 12 okt. 1965.
„f Drottni ef viltu deyja,
Drottni þá lifðu hér“. Þessi orð
Hallgríms Péturssonar komu mér
umí hug, þegar hin mjög óvænta
fregn barst frá Grænlandi að bróð
ir Þórarins Magnússon væri lát-
inn.
Vinir hans hér heima vissu ekki
annað en hann væri væntan-
legur heim í þessum mánuði.
Hann hafði verið full 4 ár í Nars-
aq á Grænlandi í þjónustu Drott-
ins, komið þar upp trúboðsstöð,
og haldið uppi reglubundnu starfi.
Hið grænlenzka fólk elskaði hann
og virti og mat mikið hina marg-
víslegu þjónustu hans þeim til
handa. Um það bar vott margar
samúðarkveðjur sem bárust það-
an. Nýlega hafði hann skrifað að
sænsk hjón myndu koma til Narss
aq í nóvember og taka við starfi
hans og ætlaði hann þá að koma
heim og njóta hvíldar eftir mikið
erfiði sem sptíð er samfara braut-
ryðjanda starfinu. Þetta fór nokk-
uð á annan veg en ætlað var.
Guð veitti honum hvíld og tók
hann heim til sinnar eilífu dýrð-
ar. Sannarlega eiga hér við orð
Opinberunarbókarinnar „Sælir eru
dánir, þeir sem í Drottni deyja . . .
þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu,
því að verk þeirra fylgja þeim“
Op. 14,13. „Hann hafði barizt góðu
baráttunni hafði fullnað skeiðið
varðveitt trúna, og var nú geymd-
ur sveigur réttlætisins heima hjá
Drottni“ 2. Tím. 4,7.
Ég hafði um mörg ár notið
þeirrar gleði að kynnast Þórarni
Magnússyni og árin sem hann var
á Grænlandi höfðum við stöðugt
bréfasamband. Fylgdist ég því vel
með öllu starfi hans þar, og sá
hvernig Guð á svo dásamlegan
hátt sUðfesti í öllu köllun hans
þar. f afmælisdagabók hjá mér
hafði bróðir Þórarinn skrifað eitt
sinn. „Frelsaður af náð 28-3 1943.
í Svíþjóð". Þetta hafði orðið hon-
um persónuleg lífsreynsla og frá
þeim degi var þessi vitnisburður
efstur í huga hans. Hann hafði
því verið í þjónustu Drottins í
rúm 22 ár. Ég er sannfærður um
að Guð hefur gefið, og mun gefa
áfram margfaldan ávöxt af starfi
hans. Það var táknræn.t að hann
var að leita að hinum tvístraða
fénaði í fjallinu fyrir ofan Narss-
aq þegar hann hné niður. Dó í
Drottni. Þannig hafði hann einn-
ig safnað fólkinu saman, og boðað
því Guðsorð og bent því á hinn
góða.hirðir, sem kom og lagði líf
sitt í sölurnar fyrir sauðina. Jóh.
10,1—18.
Öllum ástvinum hins látna bróð
ur votta ég mína innilegustu sam
úð og hluttekningu, og vil um
leið beina orðum heilagrar ritning
ar til þeirra sem eftir lifa. „Verið
minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs
orð hafa til yðar talað, virðið fyrir
yður hvernig ævi þeirra lauk og
líkið síðan eftir trú þeirra.“ Hebr.
13,7—8.
Blessuð sé minning hans.
Sigfús B. Valdimarsson.
Með brögðum og undirferli
RYÐVÖRN
Grensásvegi 18 sími 30945
Látið ekki dragast að ryð-
verja og hljóðeinangra bif
reiðina með
Tectyl
BOLHOLTI 6
(Hús Belgjagerðarinnar)
Ekki er það fallegt að hýsa
Ijótar hugsanir, þótt eitthvað sé
ógeðfellt. 1918 þótti alkunn-
um orðkappa á ísafirði eitthvað
ganga miður og þá sagði hann og
skrifaði: „Mikið liggur nú and-
skotanum á.“
Ég gat ekki afstýrt því, að þessi
hrjúfa setning skytist upp úr
djúpi minninganna, er ég las frá-
sögn blaðanna um fyrirhugað-
ar nýjar ölgerðír í Reykjavík og á
Akureyri, og fyrirheit þeirra um
sterkt öl, til „útflutnings" var það
látið heila, en ]>ví svo bætt við,
að það „hlyti að koma hér eins
og annars staðar.“ Já, allt þarf að
koma hér, sem er annars staðar,
hvaða andstyggð sem er.
Hér á ð endurtaka sig sagan
um Spánarvínin: hjálp útlend-
inga, brögð og undirferli. Mikilí
meiri hluti þjóðarinnar hefur ver-
ið andvígur sterku öli, en með
brögðum skal það hafast, ef
ekki með góðu. Sterka ölinu var
troðið upp á Norðmenn með því
yfirskini, að það ætti. að vera út-
flutningsöl — exportöl. Hver varð
svo niðurstaðan. Útflutningur-
inn varð 5%, hitt drukku lands-
menn sjálfir. Svo var það fyrir
nokkrum árum, hvað sem er nú.
Já, mikið liggur nú ölgróða-
mönnunum á. Hér stöndum við
bindindismenn eins og fyrr, alltaf
andspænis hinum óvinnandi múr
áfengisauðmagnsins — peninga-
valdinu. Á þeim múr vinnur ekk-
ert nema hin þunga sleggja áfeng
Halldór Kristinsson
gullsmiður — Sími 16979.
BÆNDUR
K N Z saltsteinninn
er nauðsynlegur búfé yð-
ar. Fæst í kaupfélögum.um
land allt.
LAUGAVEGI 90-92
Stærst? úrvaí bitreiða á
einurr stað - Salan er
örugg hié okkur
BILA OG
BÚVÉLA
SALAN
isbannlaganna. Fáist nú sterka öl
ið, er allt fengið aftur, sem var
fyrir bannið, einriig staupasalan.
Augljóst er, að fyrir okkur bind-
indismenn, er ekki nema um eina
leið að ræða, ef við viljum hafast
eitthvað að, það er að hefja á ný
harðvítuga bannlagabaráttu, það
munu margir fylla flokk okkar, ef
við gerum það, og þetta er eina
viðeigandi svarið. Gróðafíkn-
in þekkir ekkert siðalögmál. Hún
selur Vopn, hún selur áfengi, eitur
lyf, þræla, sorprit, glæpa-
kvikmyndir, og hvað sem er, ef
aðeins er unnt að græða, og með
þessu er méira rifið niður en
menningaröflin geta byggt upp.
Pétur Sigurðsson.
Skógarskófa berast
góðar gjafir
Þótt Skógaskóli sé ungur að ár-
um, þá á hann samt fjölmarga
velunnara, sem við ýmis tækifæri
sýna honum góðan hug sinn í
verki. Einn þessara manna, Júlíus
P. Guðjónsson stórkáupmaður í
Reykjavík og fyrrum nemandi í
Skógum færði skóla sínum nýver-
ið að gjöf mjög fullkomin tæki til
ljósmyndagerðar. Þá hefur Kven-
félagið Fjallkonan í Austur-Eyja-
fjallahreppi gefið skólanum vand
að björgunartæki, svonefnda önd-
unargrímu, til lífgunar úr dauða-
dái. Er mikið öryggi fyrir skól-
ann að hafa slíkt tæki á staðn-
um.
Báðar þessar gjafir eru skólan-
um gagnlegar og kærkomnar og
gefendunum til hins mesta sóma.
v/Miklaiorg
Síml 2 3136
EFLAST RÚSSAR
Framhald af bls. 5.
ir miklu áfalli ef Sovétríkin
yrðu áhrifamesta og ste.kasta
veldið í Asíu. Samt er málum
svo varið eins og er, meðan
friðarsókn Johnsons forseta er
skilyrðislaust vísað á bug, að
við hljótum að fylgjast af
áhuga með athugunum Sovét-
manna og jafnvel fremur að
hvetja þá en letja. Þó ekki sé
annað þá vekja þær reiði í
Peking. Engu að síður er þó
sennilegt, að þess meira sem
áhrif Moskvumanna eflast i
Asíu hljóta áhrif Bandaríkjs
manna þar að dvína að sama
skapi að minnsta kosti um sinr
alveg eins og áhrif Peking
manna í álfunni.
(Þýtt úr New York Times).