Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 13
i' t, > : , v'. FIMMTUDAGUR 19. janúar 1966. ÍÞRÓTTIR TÍEVflNN 13 Beizkur ésigur fyrir Dönum Mögulelkar íslands til að komast í lokakeppni HM hafa minnkað eftir ósigur gegn Dönum í gærkvöldi, 12:17 Alf—Reykjavík. íslenzka landsliðið í handknattleik mátti bíta í það súra epli að tapa fyrir Dönum í gærkvöldi með fimm marka mun, 12:17, í undanrásum heimsmeistarakeppninnar, sannarlega beizkur ósigur fyrir íslenzka liðið, bví að með þessum úr- slitum eru hverfandi litlar líkur til þess, að ísland komist í lokakeppnina. Ingóifur Óskarsson — skoraði 4 mörk í leiknum í gærkvöidi. keppnina, þótt svo, að báðir leik-1 Staðan í riðlinum er þessi: irnir hér heima vinnist, því þeir Danmörk 2 leikir 4 stig þurfa að vinnast með svo miklum Pólland 2 leikir 2 stig mun,__________________ ísland_2 leikir 0 stig Jón Þ. ekki langt frá heimsmetinu Leikurinn í gærkvöldi, sem fram fór í fjónsku borginni Ny- borg, var æsispennandi og jafn allan tímann, nema undir lokin, að sögn Sigurðar Jónssonar, for- manns landsliðsnefndar, og eins og Sigurður komst að orði í sím- tali eftir leikinn, „var hreinasta synd að tapa fyrir Dönunum, sem verðskulduðu ekki að sigra með svo stórum mun eftir gangi leiks- ins.“ Og við gefum Sigurði orðið: „Ég var óánægður með frammi- stöðu okkar pilta í þessum leik. Þeir léku „taktiskt" nær allan tímann og tókst að útfæra hana sæmilega, nema hvað hraðinn var ekki nógur. En það, sem brást fyrst og fremst, voru skotin. í leiknum var skotnýtingin um 30%, sem auðvitað er allt of lítið. Skot- in voru yfirleitt ekki nógu föst og átti danski markvörðurinn Er- ik Holst auðvelt með að verja sum þeirra. íslenzka liðinu tókst hins vegar vel upp í vörninni og gat að mestu girt fyrir hið hættu- lega iínuspil dönsku leikmann- anna, en tókst ekki eins vel að hefta skyndiupphlaup þeirra. Að mínu áliti lék danska liðið ekki það vel, að við hefðum þurft að tapa fyrir því, en því miður fundu ísl piltarnir sig aldrei og léku undir getu eins og í fyrri leikn- um gegn Pólverjum. Leikurinn var allan tímann jafn og skildu yfirleitt tvö mörk á milli fyrir Dani. f liálfleik skildu 3 mörk á milii, 11:8, en strax í byrjun síðari hálfleiks skoraði fsland 9. mark sitt. Og á næstu mínútum bjóst maður við, að ís- lenzka liðið mundi jafna metin. Birgir Björnsson komst framhjá dönsku vörninni og skoraði mark, en það undarlega skeði, að v- þýzki dómarinn dæmdi markið af. Og litlu síðar komst aðalskytta ísl. liðsins í þessum leik, Ingólf- ur Óskarsson, í gott skotfæri. Dönsku leikmennirnir brutu á hon um, en þrátt fyrir það tókst Ind- ólfi að rífa sig lausan og skora fallegt mark. En aftur skcður það, að dómarinn dæmir markið af — fyrir skref, — en það gat eng- inn okkar séð, og ekki einu sinni dönsku leikmennirnir, sem hristu höfuðin. Þetta álit ég að hafi verið ör- lagaríkasti kaflinn í öllum leikn- um. Ekki er gott að segja hvern- ig hefði farið, hefði dómarinn ekki dæmt þessi tvö mörk af okkur. Alla vega hafði þetta afar slæm áhrif á okkar lið, Danir náðu að auka forskotið aftur eftir þetta, og á síðustu mínútunum sýndi hinn snjalli leikmaður þeirra, Jörg en Petersen, afar góðan leik og skoraði 3 síðustu mörkin, en alls skoraði hann 6 mörk í leiknum og var langbezti maður danska liðsins ásamt markverðinum Erik Hoist.“ Á þessa leið var lýsing Sigurð- ar Jónssonar á leiknum. Sigurð- ur sagði, að byrjunin hefði verið frekar slæm hjá ísl. liðinu. Dan- ir hefðu skorað fyrsta markið, en ísland jafnað. Eftir 9 mínútna leik var staðan orðin 6:3 Dönum í hag. Á þessum fyrstu mínútum var skotanýtingin afar slæm, ísl liðið átti 15 upphlaup en skoraði ekki nema 4 mörk úr þeim! Að sögn Sigurðar voru þeir Ing- ólfur Óskarsson og Hjalti Einars- son beztu menn íslands í leikn- um. Ingólfur skoraði flest mörk 4 talsins. þar af tvö með föstum gólfskotum. Hjalti var í markinu allan tímann og varði m.a. tvö vítaköst. Mörk íslands skoruðu: Ingólfur 4, Ilörður 2, Gunnlaugur 2(1 víti, eina vítið, sem dæmt var á Dani), Ragnar, Þórarinn, Sigurður E. og Birgir 1 hver. Sem fyrr segir, fór leikurinn fram í Nyborg. Áhorfendapallarn ir voru þéttskipaðir og hvöttu áhorfendur, sem voru um 1500 talsins, danska liðið ákaft. Þess, má geta, að leiknum verður sjón- varpað í danska sjónvarpinu í dag. Með úrslitunum í gærkvöldi má segja, að Danir séu nú cina von íslands, þótt það hljómi annar- lega. Viniii Danir Pólverja í síð- ari Ieiknum, sem fram fer í Pól- landi í næsta mánuði, getur ís- Iand tryggt sér 2. sæti í riðlinum með því að vinna Pólvtrja hér heima og annað hvort ná jafn- tefii gegn Dönuin eða vinna þá. Takist Dönum hins vegar ekki að sigra Pólverja, er næstum því úti- lokað að fsland komist í loka- Á innanfélagsmóti hjá ÍR s.I. Iaugardag náði Jón Þ. Ólafsson mjög góðum árangri i hástökki án atrcnnu en nann stökk 1.74 m., sem ei aðeins 3 sentimetrum frá heimsmeti Norðmannsins J. Ev- andt, en heimsmet hans er 1.77 mctrar Jón átti ágæta tilraun við met- hæðinr 1.77, og var ekki langt frá þvi að fara yfir þá hæð í ann arri tiiraun. Verður gaman að fylgjast með Jóm í vetur. og hver veit, nema hann eigi eftir að setja heimsmet i þessari grein Fjórii fyrstu menn í hástökks keppninni urðu. Jón Þ Ólafsson 1.74 cn Björgvin Hólm 1.55 m Karl Hólm 1.50 m Bergþói Halld.lgestur) 1.45 m Þá var keppt í þrístökki án atrennu, ug urðu úrslit þessi Jón Þ Ólafsson 9.75 m Björgvin Hólm 9.10 m Stefán Þormar 9.04 m Þórarinn Arnórsson 8.72 m Á laugardaginn kemur efnir ÍR aftur til mótsi svo og næsta laug ardag þar á eftir. FRIÐRIK ÓLAFSSON SKRIFAR UM REYKJAVÍKURMÓTIÐ 5. umferð 0‘Kelly-—Guðmundur P. %—Vz Björn Þorst.—Böök V2—V2 Friðrik—Guðm. S. biðskák Vasjúkof—Kieninger biðskák Jón Kristinss.—Wade V%—V2 Freysteinn—Jón H. biðskák Það bar helzt til tíðinda í þess ari umferð, að Vasjúkof rataði í talsverðar ógöngur gegn „altmast- er“ Kieninger, en tókst að halda velli og snúa skákinni sér í hag. Þá mátti 0‘Kelly víst þakka fyrir jafntefli gegn Guðmundi Pálma- syni, sem átti kost á vænlegu áframhaldi, þegar hann samdi jafn tefli. Freysteinn náði fljótlega betri stöðu í skák sinni við Jón Hálf- dánarson, en tókst ekki að nýta yfirburði sína sem skyldi og hafði staðan jafnast, þegar leiknir höfðu verið um það bil 25 leikir. En Adam var ekki lengi í Paradís. Jón missti peð og lenti í óhag- stæðu endatafli og í biðstöðunni hefur hann litla björgunarmögu- leika. Vasjúkof beitti eftirlætis af- brigði sínu gegn franskri vörn Kieningers, þ. e. a. s. 1. e4—e6 2.d3 og fékk upp úr byrjuninni trausta stöðu, en fremur þrönga. Eitthvað hefur hann tekið lífinu með of mikilli ró, því honum yfir- sást einföld leikflétta, sem gaf andstæðingnum endurgjaldslaust peð í aðra hönd og alla stöðuna. En þar með upphófst raunasaga Kieningers. Fullur sigurvilja, en jafnframt ófús að spilla fyrir sér cneð ótímabærri atlögu. tókst hon um ekki að finna neina haldgóða áætlun, en eyddi tímanum mest í tilgangslaust rangl með menn sína. Vasjúkof gafst á meðan tóm til að endurskipuleggja lið sitt og búast til atlögu. Kieninger varð að snúast til varnar, en rétt fyrir biðið lék hann af sér skiptamuni og stendur nú uppi með vonlitla biðskák. O’Kelly og Guðmundur Pálma- son tefldu byrjun skákar sinnar meö allfrumlegum hætti og virtist 0‘Kelly fá heldur vænlegri stöðu m.a. vegna þess að hann átti góða möguleika til sóknar á kóngs- vængnum. Flestum til mikillar furðu kaus hann heldui að halda kóngsvængnum lokuðum, og flutt- ist þá þungamiðja viðureignarinn- ar af kóngsvængnum yfir á drottn ingarvænginn, þar sem Guðmund- ur stóð vel að vígi. Guðmundur virtist samt ekki hafa álitið mögu- leika sína þar það mikla, að ástæða væri til að reyna að gera sér mat úr þeim og sættist því á jafntefli. í lokastöðunni mun hann þó hafa misst af leið, sem hefði komið 0‘Kelly í töluverða klípu. Guðmundur Sigurjónsson beitti Griinfeltsvörn gegn Friðriki og tókst hinum síðarnefnda að byggja sér upp heldur liðlegri stöðu. í miðtaflinu þrengdist hagur Guð- mundar enn nokkuð og sá hann sig tilneyddan að grípa til rót- tækra aðgerða á kóngsvængnum. Við þetta mynduðust allmiklir veikleikar í stöðu hans og reyndi Friðrik að notfæra sér það með aðgerðum á báðum vængjum. Ekki er gott að segja hvort Guðmund- ur hafi á einhverju stigi málsins getað varizt betur en hann gerði, en útkoman varð sú, að Friðriki tókst að næla sér í mikilvægt peð á miðborðinu og stendur nú betur að vígi í drottningarendatafli með fjögur peð á móti þremur Jón Kristinsson stóð allan tím- ann betur að vígi í skák sinni við Wade. sem fékk það lítt öf- undsverða hlutverk 1 hendur að verja veikt bakstætt peð á d-lín- unni. Með snoturri drottningar- fórn tókst Wade að jafna nokkuð metin og endataflið. sem fylgdi í kjölfar hennar þ.e. drottningar- fórnarinnar, tókst Jóni ekki að vinna, þrátt fyrir hagstæðari að- stöðu. Björn blés snemma til atlögu í skák sinni við Böök og fórnaði peði fyrir sóknarmöguleika á kóngsvængnum. Böök varð að tefla vörnina vel til að verjast áföll- um, en honum tókst það. Eftir nokkrar sviptingar í miðtaflinu tókst Birni að vipna peðið aftur, en mikil uppskipti urðu þá á mönnum og sömdu keppendur um jafntefli, þegar komið var upp jafnt hróksendatafl. Sjötta umferð var tefld í gær- kvöldi, en sjöunda umferð verður tefld í kvöld. Þá tefla saman. Björn—Guðmundur P. Friðrik—0‘KeIly Vasjúkof—Böök Jón Kr.—Guðmundur S. Freysteinn—Kieninger Jón Hálfdánarson—Wade

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.