Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN „Nú liggur vel á mér" — sló í gegn á Spáni. — Rætt við Helgu Hausmann ViB hittum Helgu Hausmann skömmoi fyrir jólin, Þar sem hún var önnuim kafin við að pakka niður. — Hvemig stendur á því Helga að þú ferð út fyrir jólin, þegar íslendingar eru vanir því að koma heim? — Eg er gift á Spáni og þar á ég heima. Nú er ég búin að dvelja hjá foreldmm mínum í nokkra mánuði, heilsa upp á gaimla kunn ingja og fara á matreiðslunám- skeið, svo að mér er ekkert að vanbúnaði. — Er ekki erfitt að vera gift í landi, sem er svo ólíkt að siðum, trúarbrögðum og loftslagi? — Nei, alls ekki. Eg var búin að dvelja á Spáni áður en ég gifti mig og vissi því að hverju ég gekk. Eg fór til Spánar skömimu eftir að ég útskrifaðist úr Verzl unarskólanum árið 1963, til móð urbróður míns, hann er giftiur þar og var ég barnapía hjá þeim hjónuT^m. Eftir nokkra dvöl þar lærði ég málið, áð minnsta kosti nóg til þess að bjarga mér, kynnt ist fólki og yfir loftslaginu er ekki hægt að kvarta, en þar er sólskin allan daginn á sumrin. Frændi minn rekur „Pensionat“ á einni af helztu baðströndum Spánar, sem heitir Hekla og hafa margir íslendingar dvalið þar. Auk þess eru fleiri íslendingar búsettir þama. Fyrir skömmu var ein stúlka á Akureyri að gifta sig Spánverja, sem er búsettur í Barcelona. Foreldrar hans og syst ir fóru alla leið til Akureyrar, til Þess að vera viðstödd brúðkaup ið. Þar voru góð ráð dýr, því að engin kaþólsk kirkja er í bænum, svo að það var leigt eitt herbergi í Sjálfstæðishúsinu og því breytt í snotrustu kapellu, séra Hákon Loftsson söng þau saman. — Er ekki allt rammkaþólskt í fjölskyldu mannsins þíns? — Jú, allt nema ég, jafnvel son ur okkar sem er ekki nema 4 mánaða ,hann er kaþólskur. — Hvað starfar maðurinn þinn? — Hann er viðskiptafræðingur og vinnur við kauphöllina í Barce lona, faðir hans er íorstjóri henn ar. Annars kynntumst við á bað ströndinni í Tossa de Mar, þar sem ég dvaldist hjá frænda mín um. Hann var gítarleikari hjá ein um helzta skemmtistaðnum, og af einhverri tilviljun þá söng ég nokkur lög með ’hljómsveitinni og svo sungum við saman nokkur lög. — Hvaða lag gerði mesta lukku? — Nú liggur vel á mér, það sló alveg í gegn. Þótt einkenni- legt megi virðast þá eru Spán verjar hrifnir af íslenzkum söng lögum. Eg átti nokkrar íslenzkar plötur og af þeim var Ellý Vil- hjálms vinsælust, og þótti lagið .Sveitin milli sanda' einkar fallegt. — Ferðu ekki oft að sjá nautat? — Eg hef séð Það nokkrum sinnum. í fyrsta skipti fannst mér það frebar ógeðfellt, en þegar mað ur fer að skilja hlutverk leik mannanna betur og sér hve nauta baninn leggur sig oft í bráða lífs hættu þá þykir manni þetta vera hugrökk og djörf íþrótt. Annars hafa Spánverjar fengið óvænta og alveg nýja skemmtun, en það er fólk á sjóskíðum. Þeir veltast al- veg um af hlátri við að sjá túrist ana æfa sig á sjóskíðum. Aumingja fólkið Það reynir aftur og aftur, en dettur alltaf á rassinn með stórum skelli og þá refea Spán verjarnir upp skellihlátur. — Hvemig líkar manni þinum við ísland? — Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum. Við vorum gef in saman í Landakotskirkju, það er gamall siður að foreldrarnir gifti burt dóttur sína, og þess vegna kama þeir hingað ásamt fjölskyldumeðlimum sínum. Ann ars er maðurinn minn hrifinn af- landinu, og íslenzkum mat, Það var meðal annars Þess vegna sem ég fór á matreiðslunámskeið sem Húsmæðrakennaraskóli fslands hélt í október. Svo hefur hann borðað þorramat í Naustinu og líkaði maturinn vel. Eg er að hugsa um að taka hangikjöt með mér, svona til þess að smakka á jólunum. — Hvað er sonur ykkar gam all? — Hann er rúmlega 4 mánaða, og heitir Pablo, eins og pabbi hans og afi þetta er fjölskyldunafn þeirra. Það er komið hádegi og Helga þarf að fara að sinna Pablo litla, við kveðjum hana og óskum henni góðrar ferðar. O.Á. RITSTJÓRI: OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR Er þetta sófl framtíóariHnar? — A3 minnsta kosti er hann talsvert sér. stæður og nýkominn á markað í Parjs, teiknaður af frönskum húsgagna- arkitekt. AÐ DIÍKA BORD Nú á tímum leyfir tízkan, að matarborð séu dúkuð á marg víslegan hátt. Notaðir eru gljá andi damaskdúkar, heimaunnir dúkar, fiskinet, köflóttir eða röndóttir baðmullardúkar, já, í stuttu máli sagt hvað sem fyrir hendi er. En það er ekki nóg að hafa hugmyndaflug, maður verður líka að hafa góð an smekk, svo að árangurinn verði fallegur, en ekki aðeins frumlegur. Ef borðplatan er falleg, má dúka með einum dregli og smá dúkum fyrlr hvern disk. Dúk arnir geta Þá verið hvort sem er úr fínum eða grófum efn- um, Matar og kaffistell úr ó dýru efni, en með skemmtileg um litum, getur litið eins vel út og dýrasta postulín. Nota má falleg mislit glös og fer vel, að þau séu í lit við annan borðbúnað, sem notaður er, keramikbikara eða krystals glös. En ekki þykir smekklegt að nota krystalsglös við t d. rauð og hvítköflóttan dúk eða grófa leirdiska við fallegan hvít an dúk. Blóm á borðinu eru alltaf til prýði. í marga nýtízku blóma vasa nægir að hafa eitt blóm. Skál með ávöxtum eða lítið listaverk er einnig smekklegt borðskraut. Annars er nú yfir leitt hætt að hrúga eins miklu borðskrauti á borðin og áður tíðkaðist, heldur er reynt að láta þau líta vel út með lítilli fyrirhöfn og litlum tilkostnaði. Af kertaljósum stafar hlýleg og þægileg birta, en kerti verða að vera mörg, því að flestum leið ist að sitja í hálfrökkri við matborðið. Kertin eiga að vera nokkuð há eða standa i háum kertastjökum. Hversdagslega er freistandi að slá slöku við dúkun mat- borðsins. Dúkurinn, sem er not aður, er ef til vill blettóttur, saltið gleymist, og áhöld tii þess að taka matinn með af fötunum sjást ekki á borð inu. Afleiðingin verður sú að oft þarf að standa upp t'rá borð um og sækja Það, sem vantar. En hægt er að komast hjá slíku. ef maður gerir sér að reglu að athuga um leið og lagt er á borð, hvaða áhöld þarf við hvern rétt og raða þeim síðan á borð eða á bakka, sem ætlaður er til þess. Ann ars eru bakkar nauðsynlegir á hveriu heimili, því að leiðin legt er að sjá fólk bera einn hlut í einu, þegar lagt er á borð eða tekið af þeim, í stað þess að raða hlutunum á bakka og spara sér með Því óþarfa snúninga. Til þess að geta setið rólega við matborðið, er ágætt að út búa framreiðsluborð. Á það eru sett áhöld tU þess að taka með réttina af fötunum, diskar til skipta. salt og stundum kald ir ábætisréttir Ef húsmóðirin hefur enga aðstoð, er hentug ast að nota borð á hjólum Hús móðirin þarf þá ekki að standa upp frá borðuim nema þegar hún sækir heita matinn Borð búnaðinn, sem notaður hefur verið. má leggia á neðri plötu borðsins. Það sem hér hefur verið tek ið fram eru aðeins almennar reglur Það er augljóst að borð eru dúkuð eftir því sem við á við hverja máltíð. , FIMMTUDAGUR 19. janúa- 1966 Tekurðu vítumín? Nú Þegar skamimdegið er í algleyimingi heyrist fólk segja sín í milli „tekurðu vítamín“? Það eru ekki allir vissir á því, til hvers þetta og hitt vífca mínið er og því teljum við upp þau helztu og til hvers þau eru. Vítamínin eru kölluð eftir bókstöfunuim og þau sem al gengast er að almenningur noti eru A, B, og C-vítamín, og auk þess kalk og járn. A-vítamín. Hindrar nef- og hálssjúk- lóma (kvef), læknar nátt- blindu og aðra augnsjúkdóma, eykur vöxt barna. Það er að finna í Þessum fæðutegundum: Lifur, lýsi, grænmeti, smjör, mjólk, rjóima eggjarauða og bláber. B-vítamín. Nauðsynlegt fyrir starfsemi taugavefjanna. Kemur í veg fyr ir og læknar beri-beri. Eflir hagnýtingu líkamans á kolvetni og fituefnum. Eykur vöxt barna, styrkir innýflavöðvana, bætir meltingartregðu, eykur matarlystina. Það er að finna í þessum fæðutegundum: Mag urt svínakjöt, lannbakjöt, nauta kjöt. lifur, nýru, hjörtu hafra mjöl heilhveiti kjamabrauð, ertur, baunir, jarðhnetur. C-vítamín. Kemur í veg fyrir og lækn ar skyrbjúg, styrkir háræða veggina, minnkar þannig hættu við blæðingar, eflir mótstöðu kraftinn gegn sýkingum. Það er að 'finna í þessum fæðutegundum: Ávöxtum, t. d. sítrónum og appelsínum, kál meti, tómötum kartöflum, mjólk og krækiberjum. Kalk. Byggir bein og tennur. Nauð synlegt konum, sem hafa böm á briósti. Einnig nauðsynlegt til þess að blóðið geti storknað. Það er að finna í þessum fæðutegundum: Mjólk, rjómi, ostur. skyr, kálmeti og hnetur. Jám. Myndar rauðu blóðkomin, flytur súrefni i blóðið, styður öndun vefjanna. Það er að finna í þessum fæðutegundum: Lifur, eggja- rauða, kartöflur, heilhveiti, kjöt, ertur baunir kjamabrauð, mysuöstur og mysingur rúsín ur, fíkjur. hnetur og þurrkaðar apríkósur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.