Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. janúar 1966. 3 TÍMINN f*' Franska gagnn jósnadeildin endurskipulögðvegna Ben Barka-málsins: RMADUR DEILDAR INNAR REKINN í GÆR NTB—París, miðvikudag. Ránið á Ben Barka, leiðloga stjórnarandstöðunnar í Marokkó í París síðastliðið haust hefur leitt til endur- skipulagningar frönsku gagnnjósnaþjónustunnar, og skipt hefur verið um leiðtoga þeirrar hreyfingar. Eftir ríkisstjórnarfund, sem Charles de Gaulle, forseti, stjórn- aði, í dag, var Paul Jacqueer, hershöfðingi, yfirmaður þessarar stofnunar, settur af. Jafnframt var ákveðið, að stofnunin skyldi framvegis heyra undir varnarmálaráð- herrann, en ekki forsætisráðherrann, eins og áður. Þessi ákvörðun kemur skömmu eftir ag annarháttsett ur enxbættismaður gagnnjósna þjónustunnar, Marceln Leroy var látinn fara frá störfum, esn það gerðist s.l. þriðjudag. Leroy var yfirmaður Antoine Lopez sem nú situr í fangelsi í sambandi við hvarf Ben Rarka.. í yfirlýsingu. sem send var út eftir ríkisstjómarfundinn í dag segir, að rán Ben Barka í okitóiber s.l. hafi verið skipu- lagt eiiendis í samvinnu við vissa franska leyniþjónustu- enenn. Ránig var kallað glæp samlegt athæfi, og eftir fund- inn sagði Yvon Bourges, upp- lýsingamálaráðherra, að franska stjómin hefði ekki ver ið á neinn hátt flækt inn í málið. Dómarinn Louis Zollinger hefur rannsókn þessa viða- mikla og flókna máls með höndum, og rannsakar hann nú einkum bróf og skjöl, -sem Georges Figon 39 ára glæpa maður. lét eftír sig, en Figon skaiút sig til bana, þegar lög reglan kvaddi dyra á heimili hans í því skyni að taka hann höndum, nú á dögunum. Lög- reglan telur, að Figon hafi átt verulegan þátt í ráni Ben Barka í fyrra, og vonast þvi til að finna nýjar upplýsingar í skjölum hins látna. Mercel Leroy var vikið úr starfi sínu eftir að hann hafði m.a. játað, að áðurnefndur Lopez hefði verið starfsmaður leyniþjónustunnar undir sinni stjórn, um átta ára skeið. Lopez þessi hafði starf hjá Air France. franska flugfélag- inu, og sagði Leroy við yfir- heyrslu, að Lopez hafi ekkert sagt sér um ránið fyrr en tveim dögum eftir að það átti sér stað. Hefur oft verið látið að því liggja, að fleiri embættismenn frönsku leyni þjónustunnar hafi vitað um hið fyrirhugaða rán, en ekki látið frönsku stjórnina vita. Glæpamaðurinn Georges Fig on lýsti því yfir í viðtali í síð- ustu viku, en það birtist í viku blaðinu .L’Express”. að hann hefði horft á, þegar Ben Barka var myrtur. Sagði hann, að vissii háttsettir Marokkómenn hefðu verið viðstaddir í húsi því, sem farið var með Ben Barka í, eftir að honum hafði verið rænt. Kemur þetta heim við það. að margir telja fast að því öruggt, að innanríkis- ráðherra Marokkó Mohammed Oufkir, hershöfðingi, hafi stað ið á bak við rán stjórnarand- stöðúleiðtogans. Hefur flokk ur Ben Barka lýst því yfir, að ýmislegt hafi komið fram við rannsókn málsins, er ótví- rætt bendi til sektar Oufkirs. Er talið, að hann hafi fengið frönsku leyniþjónustumennina til þes að koma á ,,fundi” milli Oufkirs og Ben Barka, og þar með leitt þann síðarnefnda ’ dauðann. Figon neitaði því, sem fram kom í viðtalinu, síðar, en lög- reglan leitaði hans ákaft Á mánudaginn var fannst Figon siðan í herbergi sínu með kúlu í höfðinu og byssu í hönd, og lá hann á grúfu ofan á byss- unni. Er lögreglan viss um. að hann hafi framið sjálfsmorð. og vonar hún nú, að skjöl og bréí hins látna kunni að kasta einhverju frekara ljósi á málið. Urðu strandsins vart varir SJReykjavík, miðvikudag. 15 manns af áhöfn brezka togarans Wyre Conquer- er komu til Reykjavíkur í dag, en skipstjóri, stýrimaður og vélstjóri urðu eftir fyrir austan. Sjómennirnir fá all- flestir inni í Hafnarbúðum, og það fyrsta, sem þeir báðu um, þegar þeir komu þangað, voru sígarettur og öll blöðin, en þeir ætluðu að senda ættingjum sínum í Fleetwood blaðaúrklippur varðandi strandiS Við náðum tali af bátsmann um R. Jackson, og sagði hann að allir hefðn verig sofandi, þegar skipið strandaði, nema þeir sem voru á vakt. Útfall var þegar strandið varð, svo að skipverjar urðu ekki mikið varir við, þegar skipið tók niðri. Engin teljandi hræðsla greip um sig meðal skipverja og engin meiðsl urðu á mönn um. Tólf tímar liðu frá því, að skipið strandaði og þar til björgunarsveitin hafði komið öllum í land (sjá viðtal við Ragnar Þorsteinsson. Höfða- brekku. á öðrurn stað í blað- inu). Jackson sagðist ekki áður hafa verið í skipi, sem hefur strandað, en hann hefur stund að sjómennsku frá því hann var unglingur. Hann og skipsfé lagar hans hafa aðallega veitt á miðunum kringum fsland, og væru það beztu miðin hvað snerti personulegan hagnað Fyrir áramót fór hann í veiði- ferð með togaranum Imperial- ist og seldu þeir fyrir 18 600 pund og fékk hann þá í sinn hlut um 150 pund. Hann sagði enníremur að undanfarið hefði verið erfitt að manna togar- ana og þá einkanlega í kring- um hátíðarnar. Allir skipsfélagarnir eru frá Fleetwood. Geir Zoega. forstjóri, sem er umboðsmaður brezkra togara hér á landi, skýrði Tímanum svo t'rá, að áhöfnin á brezka togaranum fari heim til Eng Iands á föstudag. í dag voru keypt föt og skór handa á- höfninni, og á morgun býður Slysavarnarfélagið þeim til kaffidrykkju. Á morgun koma hingað tveir Englendingar fyrir hönd vátryggingarfélaga úti, og eiga þeir að rannsaka staðhætti á strandstað Geir Zoega var ekki sérlega bjartsýnn a að togarinn næð- ist út og benti á, að skip. sem hugsanlega gerði tilraun til að 1raga togarann á flot, yrði að vera staðsett eina mílu und an landi, sökum þess, hve sand rifin ná langt út R. JACKSON Á VÍÐAVANGI Albýðublaðinu til lít- ils sóma Alþýðublaðið ræðst með fár- yrðum að Þingeyingum í gær fyrir það að dirfast að sam þykkja mótmæli gegn fyrirhug- uðum alúmínsamningum og seg ir: „Virðast Þingeyingar ekki þurfa upplýsingar um málið, ekki sjá ástæðu til þess að bíða eftir skýrslu ríkisstjórnarinnar eða hlýða á rök með og móti. Nei, Þingeyingar hika ekki við að gera ályktun, sem er lítið nema uppsuða úr Tímanum. í sannleika sagt er þessi málsmeðferð Þingeyingum til lítils sóma. Þeir ættu að temja sér að afla upplýsinga og hlýða á rök allra aðila í slíku | máli, áður en þeir hlaupa til h og gera ályktanir eftir pönt- un frá flokksskrifstofu í Reykja vík.“ Þetta er kveðja Alþýðublaðs ; ins til þeirra, sem leyfa sér að gera frjálsar og óháðar og mjög vel rökstuddar ályktanir um þjóðmál. Þeir fá fúkyrði, hótanir og svívirðingar, ef þeir Ieyfa sér að hafa aðra skoðun á málum en ríkisstjórn in og láta hana í ljós á lýð- ræðislegan hátt. Alþýðuflokkurinn þurfti ekki að bíða Alþýðublaðið sakar Þingey- inga um að hafa ekki beðið og kynnt sér málin betur. Rík- isstjórnin gaf skýrslu um mál- Iið á þingi fyrir jólin, þar sem allir meginþættir þess komu fram, og því fullkomlega hægt að átta sig á því, hvert ríkis- stjórnin stefndi. Hins vegar Iþurfti Alþýðuflokksforustan ekki einu sinni að bíða eftir þeirri skýrslu. Hún var búin að lýsa yfir fullu fylgi við mál- ið löngu áður, og sýndi það og annað vel, að stjórnaflokkarn- ir voru ákveðnir í því fyrir fram að fylgja því, áður en vitað var um samningskjör og hver sem þau yrðu. Nú óttast stjórnarflokkarnir ekkert meira en ábyrgir menn um land aUt neyti lýðræðisrétt ar síns og mótmæli með fund- arsamþykktum. Það á um fram * allt að kæfa í fæðingunni, og því er nú reitt hátt til höggs. Þegar ríkið okrar Ríkisstjórnin þykist berjast | gegn verðbólgu, en þjóðin veit | og finnur, að hún er sjálf helzti . verðbólguframleiðandinn í land inu. Þegar gengið var fellt I 1960, hækkuðu vörur um helm- ing eða meira, og hinir hrotta- legu tollar tóku stórstökk. Þessar aðgerðir hleyptu ofsa hraða á verðbólguhjólið. Laun- þegar áttu einskis annars kost en reyna að jafna metin með launahækkunum, en hafa þó hvergi nærri getað það, enda er kaupmáttur launa nú hinn sami og 1959, þrátt fyrir afla- uppgrip hvert ár, sem bætt hafa 5—6% við þjóðarfram- leiðsluna hvert ár. Sú hækk- un fer aðeins í verðbólgu og óstjórn. II hverju menningarþjóðfélgi þykir sjálfsagður hlutur, að menn reyni að þvo af sér óhreinindi og ekki ástæða til að skattleggja mjög þær að- gerðir. Hér á landi eru toll- ar á hreinlætisvörum t d. . sem hér segir: Af tannkremi 25%, af hársápu 125% af Framhald á bls 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.