Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.01.1966, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 19. janúar 1966 TÍMINN ipró fundinum i Rithöfund.is.jmb.mdi jsl./nds. HOFUNDARSA MÞ YKKJA AÐBANNA ÚTLÁNBÓKA IGÞ—Reykjavík, miðvikudag. Rithðfundar samþykktu á fundi f Rithöfundasambandi íslands í gærkveldi, að banna útlán bóka sinna úr alm.bókasöfnum. Nær bann þetta til bóka, sem koma út eftir 1. maí n. k. Stefán Júlíusson, rithöfundur, skýrði frá gangi bókasafnsmálsins á fundinum. Kom þar fram, að all ar tilraunir til að fá saimþykkt við- auikalög við íög um bókasöfn, þess efnis, að ákveðin upphæð verði greidd árlega fyrir útlánaðar bæk- ux, sem síðan skiptist til höfunda að hálfu eftir útlánuðum eintaka- fjölda og rynni að hálfu í sér- stakan sjóð til eflingar skáldmennt ar í landinu, hefðu ekki borið árangur. Einhiugur ríkti á fundinum um að beita einhverjum þeim aðgerð um, sem að gagni mættu koma, til að hrinda í framkvæand þessu mikla hagsmunamáli höfunda. Fyr fr fundinum lá tillaga frá stjóm Rithöfundasambandsins, þar sem kveðið er á um bann við útlánum. Nokkrar umræður urðu um þessa tillögu, sem einkenndust af því, að höfundum þótti tími til korninn að ráðstafanir yrðu gerðar til að. koma þessu réttlætismáli í höfn, þannig að allir mættu vel við una. Var tillaga stjórnarinnar síðan samiþykkt einróma og fer hún hér á eftir. Almennur fundur í Rithöfunda- samibandi íslands ályktar að mæl- ast eindregið til Þess við alla fé- laga sína, svo og aðra, er við bók- ritun og þýðingar fást, að þeir láti frá og með 1. maí 1966 prenta á bækur sínar algjört bann við því, að bækur þeirra séu lánaðar út af alm.bókasöfnum, nema gjald komi fyrir til höfunda eða þýðenda. Fundurinn brýnir það fyrir ísl. rithöfundum og þýð., að þeir sjái til Þess að samþykkt þess ari sé fylgt fram við prentun bóka sinna, enda eru þeir þar í fullum höfundarétti.“ Á þessum fundi var einnig sam þykkt að senda þvö skeyti og þeirra getið í annarri frétt. Þá var einnig samþykkt tillaga frá Sigurði A. Magnússyni þess efn- is, að þegar íslenzka sjónvarpið hæfi göngu sína skyldi sjónvarp ið á Keflavíkurvelli takmarkað við vamarliðsstöðina eina. Þorramatur í Nausti EJ—Reykjavík, miðvikudag. Þorrinn byrjar á föstudaginn og að venju verður þorramatur; framreiddur í veitingahúsinu Naust. Er þetta í níunda sinn, sem gestir geta fengið gamla ís- lenzka matinn á þorranum í Naust inu. Blaðamönnum var í dag boðið að gæða sér á þorramatnum, og voru þar svið. blóðmör, hangi- kjöt, súr hvalur. lifrarpylsa, há- karl, rófustappa, bringukollar, lundabaggar, hrútspungar, sviða-1 sulta, selshreyfar, flatkökur, rúg brauð og smjör. Áður var blaðamönnum boðið að bragða á þrem forréttum. en það voru glóðarsteiktir humarhal ar, sem Naust hefur lengi haft á boðstólum, og tveir nýir réttir, vínmarineraður kræklingur og sniglar Eins og áður segir er þetta ní- unda árið, sem Naustið hefur þorramatinn á boðstólum, og hef ur hann verið mjög vinsæll und anfarin ár. Spámaðurinn spáöi styrjöld í Viet-Nam árin 1965-1967 NTB-Saigon og Hond Kong, miðvd. Ekkert lát var á styrjöldinni í Víetnam í dag, en vopnahléstím- inn nálgast óðum. Víet Cong- menn hafa lýst því yfir, að vopna- hlé þeirra hefjist á miðnætti að- faranótt fimmtudagsins að Víet- namtíma, en vopnahlé stjórnar- hersins, Bandaríkjamanna, Suður- Kóreumanna, Ástralíumanna og Ný-Sjálendinga hefst nokkru síð- ar, eða að morgni fimmtudagsins, og stendur í þrjá og hálfan sól- ahhring. Vopnahlé Víet Cong stendur nokkuð lengur, eða til miðnættis 23. janúar n.k. Jafnframt hófu hinir almennu borgarar í Víetnam, og í Kína, að undirbúa nýárshátíðarhöldin, sem hefjast á miðnætti fimmtu- dags. Talið er, að um 65.000 Kín- verjar í Hong Kond fari til Kína, einkum Kwantung-héraðsins, til þess að halda upp á nýja árið þar. í Norður- og Suður-Víetnam, þar sem nýja árið heitir „tet,“ verður þriggja eða fjögurra daga vopnahlé. Samkvæmt fornum sið hafa allar fjölskyldur boðið for- feðrum sínum að snúa til baka LÉZT AF SLYSFÖRUM HZ-Reykjavík, miðvikudag. í gærkvöldi andaðist á Landa- kotsspítala Auðunn Pálsson á Bjargi við Ölfusárbrú vegna áverka er hann hlaut, er jeppa- bifreið ók á hann s.l. laugardags- morgun skammt vestan við brúna. Bifreiðastjórinn á jeppanum varð ekki Auðuns var fyrr en harin var kominn fast að honum og þá var um seinan að stöðva bifreiðina. Reyndi bílstjórinn að sveigja til hliðar en tókst það ekki að fullu því að stuðarahornið lenti á Auðni og við það skall hann utan í húsið á jeppanum og höf- uðkúpubrotnaði og mun það hafa verið banamein hans. Auðunn var fæddur 1908 og lætur eftir sig konu og mörg uppkomin börn. Slysið Varð með þeim hætti, að Auðunn gekk í sömu átt og bíll- inn ók og varaði hann sig ekki á henni. Það mun fullseint nægi- | lega brýnt fyrir fólki, að fylgja i umferðarreglunum og ganga ætíð ! á móti umferð. Indira Gandhi forsæt isráðherra Indlands NTB — New Delhi, miðvik'udag. Frú Indira Gandhi, dóttir Jawa harlal Nehrús. var í dag kjörin leiðtogi indv. Kongressflokksins og falið að mynda nýja ríkisstjórn. Hefur kona því orðið forsætisráð herra Indlands i fyrsta sinn í sögu landsins, og um Ieið á mikl um örlagatímum. Baráttan stóð milli frú Gandhi og fyrrverandi fjármálaráðherra Indlands, Morar ji Desai, og bar frú Gandhi sigur úr býtum. Hún er ekkja og á tvo syni, 19 og 21 árs, og er önnur konan, sem orðið hefur forsætis ráðherra í sögunni, hin konan var frú Bandaranaike á Ceylon, sem gcgndi Því embætti frá 1960 til 1965. Frú Gandhi tilheyrir hinni aristó kratisku Braman-stétt í Indlandi, og fékk menntun sína i Allababad Sviss og við Oxfordháskólann. Auk bess fékk hún skjótt góða reynslu i stjórnmálum og dipló- matí, sem dóttir fyrsta íorsætis ráðherra Indlands eftir sjálfstæði landsins 1947 Stjórnmálalega séð er hún talin nokkuð vinstrisinn- aðri en Nehrú, en á blaðamanna fundi í dag eftir sigurinn i kosn ingunum sagði hún, að hún myndi fylgja stefnu föður síns og Shastr is. — Eg mun ekki víkja frá þeirri stefnu, sagði hún. Um Tasjkent-yfirlýsinguna sagði frú Gandhi, að Indverjar yrðu að halda fast við þær skuldbindingar, sem Shastri hafi gert í Tasjkent áður en hann andaðist. Sagði hún, að sérhvert skref i átt til friðar væri til góðs. Um hungursneyðina 1 Indlandi sagði hún, að hún tæki við hjálp frá öllum aðilum, en Indverjar þyrfbu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að landið gæti framleitt næg matvæli fyrir alla íbúana. Frú Gandhi sagði, að hún til jarðarinnar og taka þátt í há- tíðarhöldunum. Heimilin eru fyllt blómum og matvælum og börnin nota hvert tækifæri til þess að brenna blys af öllum gerðum og skjóta upp flugeldum. í Víetnam eru hátíðarhöldin á táknrænan hátt tengd styrjöld- inin þar. Samkvæmt víetnamíska spámanninum Trang Trinh, sem var uppi á 16. öld, átti árið 1965, eða „ár slöngunnar," að leiða til styrjaldar í Víetnam. Árin 1966 (ár hestsins) og 1967 (ár geitar- innar) áttu margar hetjur að deyja en friður átti að komast á árið 1968 (ár apans) eða 1969 (ár han- ans). Báðir deiluaðilar í Víetnam hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki berjast. nema á þá verði ráðizt daga bá. sem vopnahléið s-tendur yfir. ÞÓRÐUR Á SÆ- BÓLI FÉKK 2500 KRÓNA SEKT FB-Reykjavík, miðvikudag. Kveðinn hefur verið upp dóm- ur í máli, sem höfðað var gegn Þórði Þorsteinssyni á Sæbóli í Kópavogi, vegna þess að hann hafði blómaskála sinn opinn á föstudaginn langa, páskadag og hvítasunnudag vorið 1965, en samkvæmt lögum er ekki heimilt að hafa verzlanir opnar á þessum dögum. Þórður var dæmdur í 2500 kr. sekt til bæjarsjóðs Kópa- vogs og komi fimm daga varðhald fyrir, verði sektin ekki greidd inn an 4 vikna frá birtingu dómsins. Þá var honum gert skylt að greiða allan sakarkostnað, þar með tal- inn málsvarnarlaun til Harðar Ól- afssonar lögmanns kr. 4000. Verj- andinn hefur óskað að áfrýja dómnum ti] hæstaréttar. Setudóm- ari í þessu máli var Jón Ólafs- son. myndi, i samræmi við venju, reyna að ná kosningu til efri deild ar indverska þingsins. Hún er núna fulltrúi í fyrstu deildinni. Brézka útvarpið BBC segir, að sigur frú Gandhis sé einnig sigur forseta flokksins, Kamaraj, sem hafi skipulagt baráttuna fyrir því, | að Gandhi yrði valin, og hafi hon j um tekizt það á svipaðan hátt, og honum tókst að koma Shastri inn ! fyrir um 20 mánuðum síðan Er | talið, að ein af ástæðunum fyrir kjöri Gandhis sé, að hún ein er, að margra áliti, fær um að vinna Kongressflokknum sigur í þing í kosningunum í febrúar næsta ár. | I n d i r.i Gí/ndhi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.