Tíminn - 20.01.1966, Page 14

Tíminn - 20.01.1966, Page 14
14 TÍMINN ENGIN ÁKVEÐIN SKOÐUN UM AFDRIF VÉLARINNAR SJ-íReykjavík, miðvikudag. Rétt fyrir klukkan tíu í kvöld höfðum við samband við Örn Scheving á Neskaupstað og sagði hann, að þeir sem hefðu staðið að leitinni og fylgzt vel með henni hefðu ekki enn myndað sér neinar skoðanir um hver hefðu orðið afdrif flug- vélarinnar eða í hvaða átt hún kynni að hafa flogið frá Nes- kaupstað. Öm sagði, að Sigurður M. Þorsteinsson myndi fara til Egilsstaða í kvöld og yrði leit inni á morgun stjómað það- an. Leitin í dag var mjög vel skipulögð og leitað vel í ná- grenninu. Á morgun er búizt við svip uðu veðri og var í dag. Á Neskaupstað var um 10 stiga frost. Mannmargt er á Neskaup- stað og þar bíður flugvél Eyjaflugs og ætlar hún að hefja leit í fyrramálið. Framsóknarmenn í Árnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn í sam- komusal KÁ á Selfossi miðvjku- daginn 26. jan. og hefst kl. 9.30 síðdegis. Auk venjulegra aðal- fumdarstarfa ræða þingmenn flokksins í kjördæminu um stjórn málaviðhorfið. Eldur í kyndiklefa. Alf-Reykjavík, miðvikudag. f kvöld kviknaði í kyndiklefa í húsi skammt frá lögreglustöð- inni á Akranesi. Slökkviliðið kom strax á vettvang og réði niður- lögum eldsins. Þó urðu skemmdir nokkrar. Hneig niður Srendur HZ—Reykjavík, þriðjudag. Skömmu eftir hádegið í gær þeg ar verið var að fylla olíubíl hjá Olíufélaginu h.f. í Örfirisey, hneig bílstjórinn út af í sæti sínu örend ur. Bílstjórinn, Sveinn Benedikts- son, til heimilis að Skipasundi 64, var aðeins fertugur að aldri. Hafði hann kvartað um sting fyrir brjóstinu fyrr um daginn en ekki talið það alvarlegt. Líklegt er, að Sveinn hafi látizt vegna kransæða stíflu. ÞAKKARÁVÖRP Þakka — ekki sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum, — góðhug og gjafir, heimsóknir, blóm, skeyti og kveðjur á sjötugsafmæli mínu 17. janúar. Guð blessi ykkur. Sveinn Víkingur Innilegt þakklæti votta ég öllum þeim, sem sýndu mér hlýhug og vináttu á sextugsafmæli mínu hinn 27. des. síðastl. með heimsóknum, skeytum og gjöfum. Lifið heil. Kristján Jónsson, Óslandi, Skagafirði Jarðarför, Jóns Ásbjörnssonar fyrrverandi hæstaréttardómara fer fram frá Dómkirkjur«ni föstuda-ginn 21- ian. kl, 2 e. h. Vinir og vandamenn. Ástkæra dóttir okkar og systir, Selma Sigþóra Víbergsdóttir andaðist aðfaranótt hins 18. janúar í Borgarspítalanum, Elínborg Þórðardótir, Vígberg Einarsson, Ásta Anna Vígbergsdóttir. Maðurlnn minn, Auðunn Pálsson Bjargi Selfossi, lézt af slysförum í Landakotsspítalanum, þriðjudaginn 18. þ.m, Soffía Gísladóttir. LEITARSVÆÐIÐ Framhald af bls l. í kvöld flaug DC-6 Loftleiðavél yfir leitarsvæðið fyrir austan, hafði hún gott skyggni og gott veður var á öllum þeim stöðum, sem flugumsjónin hafði haft sam band við, þegar blaðið fór í prent un. Vélin hafði verið um það bil fjóra tíma á flugi, og var að leggja af stað til Keflavíkur klukk an rúmlega 11. Síðar í nótt átti flugvél frá vamarliðinu að fara austur og sveima þar yfir fram undir morgun, en strax í birtingu var gert ráð fyrir, að allur leit arflotinn færi af stað. Formaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík var staddur í flugturninum og var þar að bjóða fram hjálp að minnsta kosti 15 sveitarmanna. TÝNDA VÉLIN Framhald af bls. 1. firði og Egilstöðum. Einnig hafa hiargir sjálfboðaliðar tek- ið þátt í leitinni. f fyrstu var álitið, að flug- vélina væri að finna ekki fjarri Mjóafirði eða Norðfirði, en um þrjú-leytið í dag var talið, að menn hefðu leitað af sér all- an grun þar um slóðir að sögn flugradíómanns á Egilstöðum, og smám saman hafa leitaflokk ar fært sig suður á bóginn, enda hefur fólk víða af Aust- urlandi talið sig hafa séð vélina og heyrt ti'l hennar fyrir og eftir miðnætti. Talið er að hennar hafi orðið vart um hálf ellefu-leytið yfir Seyðisfirði, um ellefuleytið telur fólk í Breiðdalsvík sig hafa orðið vart við hana í talsverðan tíma, og rúml. ellefu heyrðist í henni yfir Hamarsfirði. Á tveimur bæjum í Álftafirði mun hafa heyrzt í flugvél kortér yfir 12 og á öðrum bænum, Stórhóli sá heimilisfólkið greinilega ljós um sama leyti, bar það við tind á Selfjalli, hvarf brátt aft- ur og kom í ljós skömmu síð- ar, en síðan mun það hafa horfið algjörlega. Veður var gott í Álftafirði um þetta leyti, heiðskírt, en talsvert hvasst. Að sögn Sigurðar kom síðast inn tilkynning um, að það hafi heyrzt í vél og hún jafnvel sézt á Vaðbrekku í Jökuldal. Tíminn hafði í dag samband við Guðmund Svavarsson, sím- stöðvarstjóra á Stafafelli í Lóni. Sagði hann að ekki hefði frétzt um hvarf flugvélarinnar fyrr en í hádegisútvarpinu, en þá hefði hann hafizt handa um að safna saman mönnum til leitar. Þá sagðist Guðmundur hafa heyrt til flugvélar í norðurátt um kl. 12,30 í gærkveldi og gæti það komið heim og sam- an við frásögn fólksins á Stór- hóli í Álftafirði. Guðmundur kvað þrjá leitar- flokka frá Höfn í Hornafirði hafa leitað í Lóninu í dag, en snúið til baka síðari hluta dags. Kvaðst hann mundu leita sam ráðs við Elías Jónsson lögreglu mann á Höfn um leitina á morg un og yrði þá leitarhópnum skipt niður á dalina upp af Lóni og menn sendir upp á hálendið, en mjög löng leið væri að leitarsvæðunum, vafa- samt að menn gerðu annað þann daginn en að komast þangað. Guðmundur kvað veðrið vera gott í dag, snjóföl og mikið frost. Fréttaritari blaðsins í Höfn í Hornafirði tjáði blaðinu, að ekkert hefði heyrzt til flugvél- arinnar þar, en ótrúlegt væri að hún hefði flogið svo yfir, að enginn hefði heyrt til hennar. Hins vegar hefði leitarflokkur farið af stað upp úr hádeginu og leitað aústur í Lóni og víð- ar. Að því er fréttaritari blaðs- ins á Norðfirði hefur tjáð blaðinu, var í dag leitað á stóru svæði á Austfjörðum. Nákvæm leit fór fram í Reyðarfirði, Eskifirði, Vaðlavík, Sandvík, Viðfirði, Hellisfirði, Norðfirði og Mjóafirði út að Dalatanga. Eins og áður er getið, átti að halda leitinni áfram í nótt og á morgun. FIMMTUDAGUR 19. janúar 1966 A VIOAVANGi Framhald af bls. 3 þvottaefni og liandsápu 110%. Við þetta bætist svo 7,5% sölu skattur og ca 40—50% álagn ing í hcildsölu og smásölu. Er- lendis eru tollar af hreinlætis- vörum varla yfir 10% og sum staðar engir. Þetta er aðeins lítið sýnishorn. Framhald af 16. síðu. SVÍINN in hafði lagt það fyrir. Skeytið til sendiherrans, sem var sent samkvæmt tillögu for- manns sambandsins, Björns Th. Björnssonar, var á þá leið, að Rit- höfundasambandið óskaði rússn- éska rithöfundinum Sjolokov til hamingju með Nóbelsverðlaunin, en í síðari hluta tillögunnar, sem send var sendiherranum stóð, að víta bæri þá ráðstöfun Sovétstjórn ar að láta rússneska rithöfundana sem ganga undir skáldheitunum Abram Terz og Nikolai Arzhak, þola frelsisskerðingu í heimalandi sínu. Samþykkt var að senda þessa tillögu til sendiherrans í rússn- eskri þýðingu. Nokkrar umræður urðu um tillöguna og var ýmist að menn voru ekki samþykkir að hylla Sjolokov eða þeir voru ekki samþykkir að víta bolabrögðin við rithöfundana. Tillagan var borin upp í tvennu lagi, fyrri og seinni hluti og náðu báðir samþykki. Lauk þar með skeytasendingum. Þess skal getið, að sambandið hef- ur sent Nóbelsverðlaunahöfum í bókmenntum slík heillaóskaskeyti á hverju ári, síðan sambandið tók til starfa. Hins vegar kom ekki fram á fundinum að sambandið hefði séð sig knúið til að senda vinnanda bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs heillaóskaskeyti fyrr, eða talið sig knúið til að vera með einkunnargjafir í því efni, eins og orðið „velfortjant,“ gefur til kynna. Kort þetta er af aðalleitarsvæSinu. Krossarnir merkja staði, þar sem talið er að heyrzt hafi til vélarinnar. TOGARINN Framhald af bls. 16. — Hvað er langt síðan skip hef- ur strandað á þessum slóðum? — Það eru ein 30—40 ár síðan skip hefur strandað á þessum stað, annars strandaði brezki togarinn Grimsby Town rétt austar 1945 og okkur tókst að bjarga áhöfn- inni. Fyrir þremur árum strandaði Hafþór frá Vestmannaeyjumáþess um slóðum og þá varð einnig mannbjörg. Hvorugt þessara skipa náðist út aftur. — Er ekki eitthvað af verðmæt- um um borð? — Það er allt um borð ennþá. Togarinn er óbrotinn og ekkert hefur verið hreyft. Það er ekki hætta á að hann brotni að sinni, ekki nema að hann gerði suð- vestan eða sunnan átt. Það er tölu- vert meira brim núna en var gær. Þá náðum við tali af Mecklen- burgh skipstjóra á Wyre Conquer- er, og sagði hann okkur, að hann hefði farið út að togaranum í dag til þess að líta þar eftir. Hefði togarinn verið farinn að lyftast upp, og taldi skipstjórinn að jafn- vel hefði getað komið til greina, að hann losnaði sjálfur, ef hann snerist ekki og færi á hliðina. — Við lögðum af stað frá Eng- landi á laugardaginn, sagði Mekl- enburgh, og vorum ekki byrjað- ir að fiska, svo skipið er alveg tómt. Ekkert fór úr lagi við strandið að heitið geti, nema kann ski eitthvað smávegis í vélarrúm- inu, en aðalvél skipsins er þó í fullkomnu lagi. — Hér verð ég þangað til varð- skipið kemur aftur til þess að at- huga hvort hægt verði að ná tog- aranum út. Ég komst ekki út í dag, þar sem mikill sjór var og tilgangslaust að reyna það.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.