Tíminn - 22.01.1966, Síða 5
LAUGARDAGUUR 22. janúar 1966'
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benedtktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,'
sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Unga fólkið til
átaka og forustu
Úrdráttar- og vantrúarstefna sú, sem nú ríkir 1 ís-
lemikuin stjómarherbúðum er fyrst og fremst lítilsvirð-
ing og ótrú á dugnaði og framtaki ungu kynslóðarinn-
ar í landinu. Henni er vantreyst til þess að byggja upp
og efla íslenzka atvinnuvegi og hafa forystu í átökunum
við vandamálin. Gagnger stefnubreyting í þessum efn-
um er eitt hið nauðsynlegasta nú í íslenzkum stjórnmál-
um, Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins,
ræddi einmitt um þetta meðal annars í áramótagrein
sinni hér í blaðinu og sagði:
„Þýðingarmikill liður í framkvæmd þessarar stefnu
væri sá að bjóða út unga fólkinu í landinu, bæði í einka-
rekstri, félagsrekstri og opinberri þjónustu, til þess að
glíma við ný verkefni eftir nýjum leiðum. Unga fólkið
er líklegra en aðrir til þess að geta rifið sig út úr þvarg-
inu um nýjan skatt hér og nýjan skatt þar, losað sig úr
hringekju nýrra álaga og lánsfjárhafta og gripið í þess
stað á kjarnanum, losað sig við verðbólgusvimann, sem
heltekur allt í stjórnarherbúðunum, brotið í blað og
byggt frá grunni. Valið heppileg verkefni og fylgt þeim
eftir og séð um að þau verði ekki úti vegna þess að eitt
reki sig á annars horn í framkvæmdinni.
Það yrði ennfremur einn þáttur hinnar nýju stefnu
að kveða niður vantrú þá á framtaki fslendinga sjálfra
óg oftrú á forsjá erlendra aðila sem nú er ástundað að
rótfesta með þjóðinni. Hefja harða sókn gegn úrtölu-
mönnum okkar tíma, sem halda þeirri kenningu að
ungu kynslóðinni, að íslendingar þurfi í vaxandi mæli
að hlíta forsjá annarra í sínu eigin landi til þess að
vel fari. Kveðja ætti til úrvalslið vísindamanna, tækni-
manna og framkvæmdamanna til þess að leggja með
þekkingu sinni á gæðum lands- og sjávar og nýtízku
vinnuaðferðum grundvöllinn að framíarasókn lands-
manna sjálfra í samvinnu við kjörna fulltrúa þjóðar-
innar“.
Hneykslun íhaldsins
íhaldið virðist eiga sér eina hneykslunarhellu um þess-
ar mundir, og var henni skotið undir forsætisráðherrann
í síðasta Reykjavíkurbréfi. Þar hneykslast hann eftir
nótum á því, að andstæðingar borgarstjórnaríhaldsins
skuh um þessar mundir herða gagnrýni sína á íhalds-
ósjórninni í borginni. Þessir menn líta á höfuðborgina
sem svo sjálfsagt íhaldsóðal eftir 40 ára stjórn, að þeir
telja það goðgá, ef aðrir dirfast að ræða um borgarmál,
hvað þá að stjórn borgarinnar skuli gagnrýnd og þeir
knúnir til ábyrgðar vegna verka sinna fyrir kjósendum.
Þeir líta á yfirráð sín sem svo sjálfsagðan hlut, að kosn-
ingar séu aðeins til málamynda og hafi þann tilgang ein-
an að endurnýja traustsyfirlýsingu á húsbændum íhalds-
óðalsins Þetta sjálfsöryggi sama fiokks í stiórn borgar-
innar áratugum saman er undirrót mestu meinsemdanna
í stjórn borgarinnar, og fyrsta skrefið til bættrar stjórn-
ar er það að veita íhaldinu meira aðhald svo að það
hætti að líta á höfuðborgina sem erfðaóðal sitt.
___TÍMINN________________________________
f -■ ■ —— ............. ...
James Reston:
Johnson forseti heldur enn
öllum dyrum opnum I Víetnam
Hann vill komast hjá að velja á milli öfganna.
RUSK
ÞRIÐJI boðskapur Johnsons
forseta til þingsins bar vott um
yfirvegaða ákvörðun um að
velja ekki milli öfga eða yztu
marka. Hann kaus þá leið, að
velja ekki um byssur eða smjör
hér heima fyrir eða milli
sprengjuárása og undanhalds í
Vietnam. Eins og á stendur er
sennilega rétt hjá honum að
halda öllum möguleikum opn
um.
Yfir standa að frumkvæði for
setans mikilvægar aðgerðir i
Víetnam, bæði í hernaði og
stjórnmálasamskiptum. Komm
únistar taka sér mjög rúman
tíma til ákvarðana þegar þann
ig stendur á, jafnvel þó að
full eining ríki meðal þeirra, en
ljóst liggur fyrir, að þeir eru
hvergi nærri á eitt sáttir að
þessu sinni. í samræmi við
þetta ætlar forsetinn bæði
þeim og sjálfum sér rúman
tíma til umhugsunar og
athafna.
SENNILEGA er að mun mik
ilvægara í bráð, hvað forsetinn
lét ógert og ósagt í sambandi
við stríðið, en hitt, hvað hann
gerði og sagði. Hann setti loft
árásahléinu á Norður—Víet-
nam engin ákveðin tímatak
möfk. Hann lýSti ekki yfir,
hvað hann ætlaðist fyrir ef
kommúnistar drægu á langinn
að svara friðarboðum hans eða
höfnuðu þeim jafnvel beinlín
is. Hann aftók ekki að eiga við
ræður við Þjóðlegu frelsisfylk
inguna (Viet Cong) um friðar
samninga:
„Friðarumleitunum okkar
eru engin ákveðin takmörk
sett“, sagði forsetinn. „Við
munum setjast að hvaða samn
ingaborði sem er, við mun
um ræða hvaða uppáslungur,
sem vera skal, — fjögur atriði
fjórtán eða fjörutíu atriði —
og við munum líta á viðhorf
hvaða hóps sem er.
Við vinnum að vopnahléi
núna strax- eða þegar samn
ingaviðræður eru hafnar. Við
munum svara í sömu mynt,
ef aðrir draga úr ofbeldisað-
gerðum sinum, og við munum
hverfa á brott með her okk-
ar undir eins og Suður-Viet-
nömum er tryggður réttur til
að ákveða sjálfir og móta
framtíð sína.“
Þarna var greinilega verið að
ganga til móts við þá, sem hafa
hvað fastast haldið fram, að
forsetinn yrði að fást til að
ræða við hinn pólitíska arm
Viet Cong, eða Þjóðlegu frelsis
fylkinguna. Jafnframt þessu
hné allur meginhluti ræðunnar
í þá átt að skuldbinda Banda
ríkjamenn enn ákveðnar en áð
ur til að halda áfram veru
sinni í Víetnam „unz árásum
léttir“
FORSETINN valdi ekki milli
viðhorfa Dean Rusks utanríkis
ráðherra og Georges Balls að-
stoðarutanríkisráðherra til Víet
nam-málsins Hann helgaði sér
viðhorf beggja iafnt.
í augum Rusks er vandinn í
Vietnam hliðstæður erfiðleik
unum í Mansjúríu og Miinchen
á sinni tíð. Að hans dómi er
málið jafn brýnt og mikilvægt
fyrir öryggi Bandaríkjanna og
átökin um Berlín, Kóreu eða
; Kúbu: Forsetinií fjallaði um
. þetta eins og öryggi- bandarískú
1 þjóðarinnar væri ekki eitt í
húfi, heldur heiður hennar sem
þjóðar.
Að áliti Balls veltur meira
á aðferðum en nokkru öðru.
Hann vill forðast ógnir af öllu
tagi, draga úr ofbeldisaðgerð
um eins og framast er unnt og
gæða möguleika til samkomu-
lagsumleitana sem allra imest
um sveigjanleika. Forsetinn
virðist einnig tileinka sér
þetta viðhorf?
ENGIN tilviljun réði um
þessa afstöðu forsetans. Honum
var meira í mun að gefa komm
únistum kost á að velja en að
velja sjálfur. Ræðan gaf rétta
og skýra mynd af afstöðu hans
sjálfs. Hann lítur ekki á skoð
anir þeirra Rusks og Balls sem
andstæður, heldur trúir hann
þeim báðum.
Afleiðingin varð auðvitað, að
Ball
allir gátu tekið undir ræðu for
setans að einhverju leyti, en
enginn þeirra, sem aðhyllast
öfgafyllsta afstöðu gagnvart á-
tökunum í Vietnam, var þó
með öllu ánægður. Þeir, sem
vilja að forsetinn láti umsvifa
laust hefja loftárásirnar á Norð
ur-Vietnam að nýju, eru ó-
ánægðir engu síður en hinir,
sem vilja að hann láti Suður
Vietnama sjálfa um að bera
hita og þunga baráttunnar.
Forsetinn hefir oft og ein-
att sætt gagnrýni meðal sendi
sveita erlendra ríkja hér í
Washington. Nú virðast þar
flestir á eitt sáttir um, að
þetta hafi verið öfgalaus, vel
hugsuð og skynsamleg ræða,
sem auki á möguleika til samn
ingaumleitana og opni nýjar
leiðir til viðræðna við komm
únista, þar á meðal Þjóðlegu
frelsisfylkinguna.
SÉRSTAKA áherzlu lagði
forsetinn á bætt og aukin verzl
unarviðskipti við Sovétríkin og
Austur-Evrópu, hraðari og á-
hrifameiri baráttu en áður
gegn offjölgun fólks, nýtingu
auðlinda landbúnaðarins f
Bandaríkjunum til aukningar á
matvælaframleiðslu heimsins
og afvopnun og eftirlit með
henni. Allt gladdi þetta þá,
sem vilja að valdhafarnir í
Washington berjist fyrst og
fremst fyrir friði og jákvæð
um aðgerðum yfirleitt.
Víst er auðvelt að komast
þannig að orði um ræðu for-
setans, að hún hafi um alla
skapaða hluti fjallað, en ekki
kveðið á um neitt. Hitt er þó
sannara, að þar var í raun
og veru tekin afstaða gégn ær
ið mörgu. Ræðan stuðlaði ekki
að því að auka spennu í al-
þjóðamálum eða þyngja á of
beldisaðgerðum, en fól í þess
stað í sér tilboð um að létta
á þessu hvoru tveggja og sýni
lega var það markmiðið. Stund
um er stjórn í því fólgin að
velja ekki, og forsetinn hefir
bersýnilega litið svo á, að þann
ig stæði einmitt á nú.