Tíminn - 22.01.1966, Side 14

Tíminn - 22.01.1966, Side 14
TÍMINN________________________ LAUGARDAGUR STUTTAR FRÉTTIR SE-Þingeyri, fimmtudag. Undanfarið hefur verið hér frost en snjólaust í byggC og sama sem enginn snjór í fjöllum. Breiðadals heiði var opnuð fyrir skömmu, en það skóf í traðirnar aftur. Það er von Vestfirðinga að heið in verði rudd sem fyrst. Sam- kvæmt frásögn skíðamanna, sem voru þarna á sunnudaginn, var mjög lítill snjór á heiðinni og því ætti að vera létt verk að ryðja veg inn. Gemlufjallsheiði er aftur á móti fær. Tveir bátar eru gerðir héðan út á línu og þriðji báturinn, Framnes, fór í fyrsta róðurinn í dag með net. Afli hefur verið sæmilegur og gæftir góðar. HZ-Reykjavík, föstudag. Mjög harður árekstur varð á Laufásveginum í dag rétt fyrir klukkan fjögur. Tveir bílar, Voiks- wagenbíll úr Kópavogi og vörubíll úr Reykjavík, lentu saman af miklu afli rétt fyrir vestan Bar- ónsstíg og skemmdust báðir bíl- arnir mikið. Tveir piltar úr Volks- wagenbílnum voru fluttir á slysa- varðstofuna nokkuð slasaðir. Volkswagenbíllinn kom austan götuna og vörubíllinn á móti og rákust þeir hvor á annan. Volks wageninn kastaðist eina átta metra aftur á bak. Tveir piltar í Volks- LEITIN Framhald af bls. 1. svipuðum slóðum um svipað leyti, væru beðnir að tilkynna um það. Sagði flugumferðar- stjóri í kvöld, að tilkynning þessi hefði þegar borið nokkurn árang ur. Leitin í dag var mjög umfangs- mikil, en þátt í henni tóku 16 fiugvélar, nokkrir bátar og fjöldi manna. Sagðist Arnór ekki treysta sér til þess að nefna nokkra tölu í sambandi við fjölda leitarmanna. Þá má nefna, að ekki reyndist unnt að njóta hjálp ar allra þeirra, sem buðust til þess að taka þátt í leitinni, sök- Um erfiðleika á flutningum. Á morgun verður reynt að 'eita m allt norðanvert landið frá Eiðum um Mývatn til sjávar í S'kjálfandaflóa og allt vestur í Hrútafjörð. Verða 3 flugv. látnar leita á hálendinu austan Eyja- fjarðar, en sex vélar vestan fjarð arins. Ein flugvél verður látin leita á hálendinu milli Skaga- fjarðar og Húnaflóa. Allar þessar vélar verða svo látnar leita á Arnarvatnsheiði og Tvídægru á leið sinni suður til Reykjavíkur. Alls imunu taka þátt í leitinni 14 flugvélar. Fyrst uim sinn verða leitarflokkar á landi ekki látnir leita á þessu svæði, en um allt áðurnefnt svæði verða flokkar til taks ef flugvélarnar yrðu varar við eitthvað. f dag varð vart viS olíubrák á Norðfjarðarflóa og var tekið sýn isíhorn af henni og var ekki búið að rannsaka það í kvöld. Töldu kunnugir, að hér væri um að ræða úrgang úr síldarverksmiðj- wagenbílnum meiddust, annar er talinn vera handleggsbrotinn og hinn hlaut höfuðhögg. Vörubíll- inn er nokkuð skemmdur, m. a. munu fjaðraklemmurnar hafa bil að, því að önnur framfjöðrin datt undan. Volkswagenbíllinn er mjög mikið skemmdur og vart talinn þess virði að gert verði við hann. HZ-Reykjavík, föstudag. Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt út tvisvar í dag. í fyrra skipt ið að Höfðatúni 2, þar sem spreng ing hafði orðið í kyndiklefa hjá Trésmíðaverkstæðinu Sögin. Starfs maður einn var að huga að kynd- ingu, þegar sprenging varð í katl- inum og við það brenndist maður- inn nokkuð á höndum og í andliti. Eldurinn læsti sig upp um rennu á næstu hæð og mikill eldur mynd aðist. Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn og urðu skemmd ir litlar. Seinna útkallið kom um þrjú leytið, en þá hafði kviknað í bíl- skúr í Kópavoginum og brann ýmislegt dót, sem í honum var. Einkum var mikið af einangrun- arplasti í bílskúrnum, sem notað- ur var jafnframt sem geymsla. Talið er að börn hafi verið með eld að leika sér í bílskúrnum. Ríkisstjórn Frakklands hefur ný lega sæmt Albert Guðmundsson orðunni „Ordre du Mérite“. Al- bert Guðmundsson, sem verið hef- ur ræðismaður Frakka frá 1964, var um árabil forseti Alliance Francaise og hefur ötullega stuðl- að að auknum vináttutengslum milli Frakklands og íslands. Fréttatilkynning frá franska sendiráðinu í Reykjavík. RÚSTIR Framnald af bls. 1. sagði Þórhallur, að ef satt væri, þá væri það skemmtilegur fundur í sambandi við Vínlandsferð Ei- ríks Gnúpssonar, sem var Garða biskup, og sumir hafi gizkað á, að þarna hafi verið einhver ný- lenda. En þetta yrði auðvitað að segjast allt með varnagla, þar til vitað væri, hversu ekta þessi fundur væri. Samkvæmt íslenzkum heimild- um fór Eiríkur Gnúpsson til Vín lands árið 1121, en samkvæmt Vín landskortinu 1117—1118. Helge Ingstad, norski fornleifa fræðingurinn, sem grafið hefur upp norrænu rústimar á norður- enda Nýfundnalands, L'anse aux Meadows, segir NTB, að ekki sé hægt að segja mikið um málið, fyrr en nánari upplýsingar liggi fyrir. Aftur á móti telji hann sennilegt, að norrænir menn hafi farið í aðrar ferðir til Norð urAmerílcu fyrir tíma Kólumbusar en til Vínlands, — en þær ferðir voru farnar um árið 1000. Ingstad vildi því ekki dæma um, án frekari upplýsinga, hvort hér væri um rústir norrænna lanna að ræða eða ekki. Ingstad sagði, að Ungavaskag inn væri nokkuð langt fyrir norð an Nýfundaland. Væri þar nokkur skógur, einkum meðfram Ungava flóanum. Hann kvað það ekki ó- sennilegt, að norrænir menn hefðu athugað þennan stað, en kvaðst þó telja sennilegra, að þeir hefðu haldið áfram suður á bóg inn. Ungava-skagðinn er fyrir norðan skóglínuna svonefndu, se mmiðast við þorpið Nain á austurströnd Kanada. SKELFING Framhald af bls. 1. meti fyrir milljónir peseta er ræktað, en sem enginn má nú koma nálægt nema bandarísku hermennirnir. Engir hafa verið fluttir á brott og bandarísku hermennimir virð ast mjög rólegir. En meðal íbú- anna hefur hræðslan breiðzt út. — Við erum eyðilögð, sagði einn af smábændunum frá þessu svæði, sem er fátækustu héruð Spánar, þegar honum var sagt, að hann mætti ekki hreyfa við uppskemnni. — Þetta er ein bezta uppskeran, sem við höfum fengið, sagði hann. — Við enim hrædd, sagði ann ar smábóndi. — Við heyrum, að við megum ekki snerta á uppsker unni. Ilvað ætla þeir að gera við hana. Hvað Þýðir allt þetta? Eig- um við að deyja? Aðrir tóku þessu með heim- spekilegri ró. — Þetta er ekki til þess að gera veður út af, sagði einn. Sprengjan hefur þegar spmngið. Við sáum það öll sömun. Það kviknaði í flug vélunum. Skömmu síðar heyrðist óskaplegur hávaði. Það hlýtur að hafa verið sprengjan. Bandaríslcu flugmennimir leita einnig að braki flugvélanna. Hing að til er stærsta brotið sem þeir hafa fundið, hluti af flugstjóra- klefa annarrar flugvélarinnar og brot úr bol vélarinnar. Sjö manns misstu lífið í á- rekstrinum, sem varð til þess, að mörg tonn af flugbenzíni dreifð ust yfir svæðið. Fjórir af áhöfn annarar flugvélarinnar björguð- ust í fallhlíf. Þeir lentu í Miðjarð arhafinu og var bjargað um borð í fiskibáta. TOGARINN Framhald af bls. 1. komu öllum vélum í gang og mun það auðvelda mjög björgunina, þar sem aðal- vél togarans getur strax tekið við, þegar skipið fer að losna eftir að Óðinn hef ur kippt í. Það liggur enn í sömu skorðum í fjörunni og þegar það strandaði, með stefnið beint up á land og hallast ekki enda hefur veðrið verið eins og bezt hefur verið á kosið, vindur á norðaustan, en ekki mik- ill. Óðinn þarf að fara nokk uð nálægt sandrifjunum til þess að hægt sé að tengja vírana milli hans og togarans, en þó ekki hættu lega nálægt, að því er talið er sérstaklega, þegar tillit er tekið til veðurs. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13 sinnum alls, eins og þarf um þenn- an bikar og alla hina til að eign- ast þá. Eysteinn Þórðarson er sá eini, sem unnið hefur hann þrisvar, árin 1952, ‘53 og 1959. Handhafi bikarsins nú er Þorbergur Ey- steinsson. Lengst t.h. er bikar, er Magnús Baldvinsson gaf í fyrra og er keppt um hann í flokki stúlkna yngri en 16 ára, handhafi bikars- ins er Auður Björg Sigurjónsdótt ir. Allir skíðamenn og konur inn- an ÍR eru hlutgengir keppendur á þessu móti og má búast við harðri keppni um svo veglega gripi, nú eins og raunar jafnan áður. Skráning og nafnakall fer fram í skála félagsins sunnudag- inn 23. jan. kl. 12 á hádegi. Skíðadeild ÍR vonast til bess að sjá sem flest skíðafólk í Hamragili um helgina. Skorað er á ÍR-inga eldri og yngri að fjöl- menna við skálann. HUMARFLOKKUNARVÉL Framhald af bls. 2 Aðspurður kvaðst Sigmund vera með ýmsar hugmyndir um fleiri vélar, m. a. kola- og flat fisksflokkunarvélar og vélar til þess að skelfletta humarinn, en humarinn hefur ætíð verið slitinn af mannahöndum. Ilann kvað ekki ólíklegt, að hann færi að huga að gerð slíkra véla. Það væri nauð- synlegt að láta vélar vinna verk, sem mannshendurnar hefðu hing- að til unnið, ef heppilegar og ódýrar vélar byðust. BARNASKÓLI Framhald af 16. siðu. íbúðir fyrir starfsfólk, og er þarna pláss fyrir 56 börn. í mið álmu eru borð- og setustofur og eldhús. Svo er skólinn sjálfur, með þremur kennslustofum, kenn arastofu og bókasafni, og er geng ið þannig frá að hægt er að slá saman tveimur kennslustofum og fá þannig góðan sal, og er þar sena, þannig að hægt er að halda þarna samkomur. í kjallara eru geymslur og slíkt og föndur og smíðastofur, en þær koma upp úr vegna hallans á landinu. — Teikningin af skólanum er þannig, að mjög auðvelt á að vera að stækka hann án þess að nokkuð þurfi að brjóta eða færa úr lagi. Gert er ráð fyrir, að hægt sé að tvöfalda heimavistar- rýmið og bæta við tveimur kennslu stofum á mjög auðveldan hátt. Svo er einnig gert ráð fyrir, að þarna komi leikfimihús við' hlið- ina. Reiknað er með, eins og nú er frá gengið, að sundlaug sé undir lekifimisalnum, og er þar einnig notaður hallinn f landinu, svo að hún getur opnazt út á sumrin. Byggingafélagið Brúnás á Egils stöðuim hefur séð um byggingu skólans, og byggingameistarinn er Björgvin Hrólfsson. Þorvaldur sagði að lokum: — Áður en skólinn var staðsett ur og gengið var frá teikningum að honum fórum við Reynir Vil- hjálmsson skrúðgarðaarkitekt. aust ur og gerðum heildarskipulag af öllu svæðinu á Hallormsstað. Reyndum við að gera okkur grein fyrir, hvernig byggð ætti eftir að vaxa í framtíðinni og staðsettum skólann út frá því. Fyrst og fremst mynduðum við þarna skólasvæði með þessum skóla og húsmæðra- skólanum og gerðum okkur grein fyrir hvar áframhaldandi hús fyrir báða skólana eiga að vera og sömuleiðis byggingar skógrækt arinnar, en fólk er stöðugt að flytjast þarna að í sambandi við hana. ÖRUGGUR AKSTUR Framhald af 16. síðu. umræður um umferðarör- yggismái og stofnun nýrra félagssamtaka varðandi þau. Að afloknum fjörugum umræðum var samþykkt einróma að stofna klúbbinn „ÖRUGGUR AKSTUR” í Reykjavík, og lög fyrir hann. Samkvæmt þeim var kjörin þriggja manna stjórn og jafnmargir til vara. Þessir menn hlutu sæti í stjórn: Guðni Þórðarson, forstjóri, formaður, Þórar- inn Hallgrímsson, kennari, ritari. Kristmundur Sigurðs 22. janúar 1966 son, varðstjóri, meðstjórn- andi. í varastjórn: Þórður Elías son, bifreiðarstjóri, Frið- geir Ingimundarson, full- trúi. Halldór Erlendsson, kennari. Fundarmenn þágu kaffi veitingar í boði Samvinnu- trygginga. Umræður voru fjörugar, og Jón Rafn Guð- mundsson, deildarstjóri Á- hættudeildar og aðrir frá Aðalskrifstofu Samvinnu- irygginga svöruðu hinum mörgu fyrirspumum, sem fram komu. Klúbburinn „ÖRUGGUR AKSTUR” í Reykjavík er sá 10. í röðinni sams konar klúbba viðs vegar um land- ið, sem allir hafa verið stofnaðir siðan í haust. ÍÞRÓTTIR Framhald af blí 13 stjóri Knattspyrnusambands ís- lands. Með því að ráða sérstakan fram kvæmdastjóra á launum, hefur KSÍ stigið djarflegt spor. Það ger ist nú sífellt erfiðara að inna af hendi hin svoköihiðu félagsmála- legu störf innan íþróttahreyfingar innar af áhuganum einum saman. Vegna hins langa vinnudags hafa menn minni tíma til að sinna fé- lagsmálum, auk þess, sem þau eru mjög umfangsmikil og færast í vöxt. Er ekki nokkur vafj á þvi að önnur sérsambönd innan ÍSÍ hefðu fulla þörf fyrir að ráða framkvæmdastjóra á launum til að vinna að þeim mörgu verkefn um, sem þau þurfa að gera úr- Iausn. Og sömu sögu er reyndar að segja um stærri félögin, en þessir aðilar hafa ekki efni á því að greiða fyrir slík störf. Hinn nýi framkvæmdastjóri KSÍ mun ekki vinna fullan vinnudag hjá KSÍ, en hafa fastan skrifstofu tíma daglega á skrifstofu KSf í Laugardal. ERLENDAR BÆKUR Framhahl ,f 12. síðu arverkamaður, sölumaður og grafari. Hann tók að stunda ritstörf á þrítugasta tug aldar- innar. Fer til Parísar og dvelst þar milli 1930 og 1940. Síðan hefur hann dvalizt í Banda- ríkjunum. Hann er tímamóta- maður mjög persónulegur og fer algerlega sínar eigin götur. Hann er mjög lítið hrifinn af hinni opinberu filmmynd, sem margir álíta að sé Ameríka og er mjög andstæður þeirri fjöl- miðlunarmenningu, sem þar markar allt þjóðlíf. Rit hans eru spegilmynd hans sjálfs, tilfinninga og persónuleika. Kynferðismál eru mikið rædd í bókum hans, en eru fyrst og fremst einn þátturinn í bar- áttu hans gegn hinum púrítan- borgaralega anda, sem markar svo mjög allt mat manna á list vestur þar. Hann bindur sig ekki við neinn sérstakan bókmenntastíl, eða skóla hann er ýniist mjög raunsær eða súrrealískur, en þetta skiptir engu máli, hann er slíkur stil- isti og galdramaður orðs- ins, að hann á fáa sér líka. Fyrsta bók hans, „Tropic of Cancer“ kom út 1934, síðan kemur „Black Spring" 1936, og þessi bók 1939. „The Rosy Crucifixion" er þrírit, stund- um gefið út undir heitunum „SexuS, Plexus og Nexus“, hefur oft gengið erfiðlega að koma þeim bókum út. Auk þessara hefur hann sett saman ferðasögur og greinar. Hann er ágætur vatnslitamálari. Hann býr nú í Bandaríkjun- um, í Kalíforníu, en ferðast oft til Evrópu, sem er hans and- lega heimili. um. Innllegustu þakklr sendum viS þeim fjölmörgu fjaer og nær, sem sýndu. okkur samúð og vlnarhug vlð andlát og jarðarför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu. Jónu Kristborgar Jónsdóttur fri Krossi, Berufjarðarströnd. Aðalhelður 'Helgadóttlr, Hilmar Ólafsson, Stgrlður Helgadóttir, Heimir Gfslason, Albert Stefánsson, Krlstján Bergsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.