Tíminn - 23.01.1966, Page 3

Tíminn - 23.01.1966, Page 3
SUNNUDAGUR 23. janúar W6G 3 TÍMINN f SPEGLITÍMANS Israel bannaði, að myndin Goldfinger kæmi inn I landið, þegar það vitnaðist að Gert Frobe, sem lék aðalþrjótinn í myndinni, hafði verið nazisti á sínum yngri árum. Það var ekki fyrr en Frobe hafði fært sönnur á það, að hann hefði ekki framið neinn glæp, að kvikmyndin komst inn í landið. ★ Birgitte Bardot er í bardaga hamnum einu sinni enn og í þetta sinn hefur hún stefnt enska tímaritinu Men's Jour- nal. Og ástæðan? Jú, tímaritið hafði spurt lesendur sína: Hvað er BB? og lesendur máttu velja úr þremur svörum a) Benzín- tegund b)Nýjasti tízkudansinn, Cy Nautnalyf? Meiri hlutinn af lesendum valdi svar c). í samkvæmi nokkru reyndi gamanleikarinn frægi, Charlie Chaplin hæfni sína sem söngv- ari. Maria Callas, sem var með al gestanna, klappaði honum hrifin lof í lófa og sagði: — Þetta var stórkostlegt. Ég veit, að þér getið sungið, en ég þekkti ekki lagið, en mér fannst ég þó kannast eitt- hvað við það, — Ég reyndi að herma eftir yður, þegar þér syngið Norma aríuna yðar, svaraði Chaplin. ★ Elísabet drottning fær nú nýja mynd af sér á brezkt frí merki í stað þeirrar, sem nú er, en hún er fimmtán ára gömul. Hluti af kostnaðinum við þessa breytingu rennur til drottningarinnar, sem fær heiðurinn af því að taka mynd ina. ¥ Ursula Andress var neydd til þess að tyggja eina tylft af piparmyntutöflum áður en Georg Peppard samþykkti að kyssa hana í ástarsenu, sem verið var að mynda. Ástæðan til þessa var að Ursula hafði borðað hvítlauk í hádeginu. ★ Hótelgestirnir á hóteluim við Montagu Square hafa farið til Scotland Vard og farið fram á það að fá lögregluvörð til þess að þeir hafi næturfrið. Þannig er mál með vexti, að bítillinn Ringo Starr flutti inn á eitt hótelið og eftir það var ekki stundlegur friður fyrir táning- um aðallega stúlkum, sem stóðu fyrir neðan gluggann hans og hrópuðu og skrifuðu ýmsan ósóma á húsveggina. ☆ Hinn heimsfrægi hljómsveit- arstjóri og tónskáld Leonard Bernstein (West Side Story) ræðir hér við fjögur ung tón- skáld, sem hlutu 5000 dollaia í verðlaun i alþjóðlegri tón- listarkeppni, sem nýlega var háð í Carnegie Hall í New York. Þau eru talið frá hægri Sylvia Caduff, Sviss, Walter Gillessen, Þýzkalandi, Juan Pablo, Chile, og Alain Lohard, Frakklandi. Nú er ég að komast á afa- aldurinn og finnst það alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að leika á móti börnum, sagði Frank Sinatra á fimmtugasta afmælisdaginn sinn og hvarf með nýjustu vinkonunni, hinni nftján ára gömlu Mia Farrow. ★ Auðugur bandarískur kaup- sýslumaður hefur nýlega líf tryggt sig fyrir 10 milljónir dollara, að því er starfsmenn tryggingarfélags eins í Houston segja. Kaupsýslumaður þessi er aðeins 33 ára gamall, og er þetta hæsta líftrygging, sem gerð hefur verið á einum manni, og yfir 90 líítryggingafé lög tóku að sér að tryggja hann eftir að hafa hugsað mál ið f 6 vikur. ★ Yul Brynner þáði með þökk um, þegar honum var boðið að gerast heiðursfélagi í ’heims- sambandi sköllóttra karlmanna. Sean Connery (007) var einn- ig talinn koma til greina sem heiðursfélagi (!) en hann svar- aði ekki boðinu. ★ Leikarinn Tony Curtis var fyrstu verðlaui í auglýsingaget- raun nokkurri, sem efnt var til í Bandaríkjunum fyrir skemmstu, og fékk konan sem vann fyrstu verðlaunin hann sem fylgdarmann í heila viku. Hún var samt ekkert yfir sig ftrifin og það kom í ljós, að hún hefði miklu heldur viljað fá önnur verðlaun, sem voru uppþvottavél! lenzka vísu með vindmyllu og „Vetrar-hátíðar-dansleiksins“. túlipönum. Og á myndinni eru sem haldinn er árlega og hagn- Arthur (5 ára) og Leslie (8) aðurinn rennur til góðgerðar- í litfögrum klæðum í tilefni starfsemi. Þessi skemmtilega mynd er tekin frá skautasvellinu í „Rockefeller Center“ í New York, sem er skreytt á liol- ★ Dómari nokkkur í Kentucky notar ýmsar aðferðir til þess að hegna þeim unglingum sem verða valdir að umferðaslysum. Síðasta hugmynd hans er sú, að hann lætur þá skrifa minn ingargrein um sjálfa sig og hef ur komið í Ijós að það er að- ferð, sem dugar vel. ★ Bibi Anderson, sænska leik- konan fræga er vel vernduð í nýjustu kvikmynd sinni, sem hún leikur í í Bandaríkjunum. Myndin nefnist Duel at Dia- ★ blo og í einu atriði hennar reyna fjórir karlmenn að rífa utan af henni fötin, en þetta gerist nú í Villta vestrinu, svo hetjan í myndinni bjargar auð- vitað á síðustu stundu. ★ David Niven á nú að fara að leika aðalhlutverkið í kvik- mynd og eru hvorki fleiri né færri en 15 rithöfundar, sem lagt hafa hönd á verkið. Nafn myndarinnar er langt eftir því, því myndin heitir: Afsak- ið, herra minn, en er auga * mitt ef til vill fyrir olnboga yðar? ★ Sænskfædda kvikmyndadísin Ann Margret fékk Súra eplið 1965, sem blaðamenn í Holly- wood veita kvikmyndaleikara þeim, sem þeim finnst ósam- vinnuþýðastur. Þessu svaraði Ann Margaret til, að stafaði af því, að hún vilji vernda einka- líf sitt og reyna að komast hjá því að ræða um þá karlmenn, sem bjóða henni út. ★ Nú hefur þriðji bítillinn gengið í hjónaband. Er það gít- arspilarinn George Harrison og er nú Paul McCarthey sá eini sem ókvæntur er um þessar mundir, en þó er búizt við, að hann gangi einnig í iijóna band á næstunni, því hann hef ur átt góða vinkonu í langan tíma og er það leikkona að nafni Jane Asher Eiginkona George er einnig leikkona og nafn hennar er Patti Boyd. Þvi miður hefur okkur ekki borizt mynd af hjónunum svo við verðum að láta okkur nægja mynd af George. ¥ Sænsku leikararnir Ingrid Bergman og Max von Sydow hafa verið valin til þess að leika í rússneskri kvikmynd um leiðangur ítala til Norður pólsins 1928. Aðrir þekktir leik arar, sem leika eiga í mynd inni eru ítalirnir frægu Mar cello Mastroianni og Vittorio Gassmann.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.