Tíminn - 23.01.1966, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 23. janúar 1966
TÍMINN
54
hann gat ekki beðið þess fyrir austan Deraa að Bretar hæfu
sóknina. Þetta voru fjörbrot krafta hans og hann varð að
halda áfram þar til hann yrði úrvinda. „Vika, tvær vikur,
þrjár og ég myndi krefjast lausnar. Ég var niður brotinn
og ég mátti prísa mig sælan ef það væri hægt að fela
það svo lengi,“ þannig hafði hann hugsað í Azrak, þegar
lið Feisals safnaðist þar saman til að umkringja Deraa.
Hann vissi að þegar hann hætti aðgerðum yrði það til fulls.
Hverjar sem afleiðingarnar yrðu, þá yrði hann áð fylgja
Feisal til Damaskus, og þá myndi hann biðja um lausn
frá allri frekari ábyrgð í Arabíu.
23.
Blóffbað.
Fréttirnar sem Lawrence fékk við komuna til Umtaiye
voru þess eðlis að lausn hans var ekki langt undan. Það
hafði komið flugvél frá Palestínu með þau skilaboð frá yfir-
hershöfðingjanum, að brezki herinn hefði brotizt gegnum
víglínur Trykja og gjörsigrað sjöunda og áttunda her þeirra
á tveimur dögum. Nablus og Haifa voru teknar og óvinirnir
voru á óskipulegum flótta norður á bóginn. Nasir og Talal
voru viðstaddir þegar fréttin barst og þeir kröfðust þess
þegar að arabísku herirnir legðu þegar í stað áleiðis til Dam-
askus, Bedúínarnir tóku undir þessar kröfur með miklum
hávaða. Lawrence hafði fengið að kenna á því, að Tyrkir
höfðu yfirráðin í lofti á þessu svæði og hann áleit að þeir
yrðu að fá fleiri flugvélar ef reynt yrði að halda til Damaskus.
Hann fór með flugvélinni á fund Allenbys, sem virtist leiður
yfir sigrum sínum. Hann hafði náð Palestínu og nú var
að snúa sér að næsta verkefni.
Og næstu verkefni voru að taka Amman með liðsveitum
undir stjórn Chaytors hershöfðingja, nýsjálenzkum liðsveit-
um, því næst skyldi Barrow hershöfðingi ráðast gegn Deraa
með indverzku liði og loks átti Chauvel hershöfðingi að
taka Kuneitra, milli Galileuvatns og Damaskus, með áströlsk-
um sveitum. Lawemce fékk skipanir um að aðstoða við
þessar árásir, „en ég mátti ekki framkvæma hótun mína
um töku Damaskus fyrr en herimir höfðu allir sameinazt“.
Hér fékk Lawrence tækifæri til þess að biðja um aðstoð
flughersins. Hann lýsti átakanlega óþægindunum sem hann
og lið hans urðu að þola, meðan þeir voru að herja í hér-
uðunum umhverfis Deraa. Tyrkir vöktu nú yfir minnstu
hreyfingu þeirra með flugsveitum sínum, reynt hafði verið
að eyðileggja flugvelli Tyrkja að næturlagi, en árangurslaust.
Ef þeir ættu að aðstoða í sókn bandamanna til Damaskus
var óhjákvæmilegt að þeir nytu aðstoðar flughersins.
Allenby og flugsveitarforingjar hans, Salmond og Borton
hlustuðu með athygli á frásögn og tilmæli Lawrence, þegar
hann hafði lokið máli sínu var honum lofað tveim flugvél-
um og sprengjuflugvél, sem hafði verið breytt í flutninga-
flugvél, hana átti að nota til þess að flytja eldsneyti og
varahluti í hinar flugvélarnar. Slíkur flugfloti þætti ekki
mikill nú á dögum, en þetta nægði Lawrence og hann hvarf
aftur til Umtaiye ánægður með málalokin og þakklátur undir-
tektum Breta. Hann skýrði Aröbunum frá málalokum, en
það er óþarfi að taka það fram, að hann minntist ekki á
skipunina um að bíða bandamanna áður en haldið væri til
Damaskus.
Sókn Allenbys sundraði ekki aðeins tyrknesku herjunum
í Palestínu heldur neyddi Jemal Pasha til þess að draga
fjórða herinn austur fyrir Jórdan. Lawrence hafði fyrirmæli
um það að tefja og þvælast fyrir þessu liði, þar til Nýsjá-
lendingar hrektu það út úr Amman, síðan átti Lawrence og
lið hans að ráðast gegn þeim á undanhaldinu til Deraa
milli Deraa og Amman, til þess að útiloka undanhald þeirra
norður á bóginn, síðan lét hann Bedúína um þá og hraðaði
sér til Deraa svæðisins til þess að þjarma að Tyrkjum og
varna því að þeir gætu myndað þar baklið.
Hann hélt'nú með Auda, Nuri Shaala, Talal og Nuri el
Said ásamt liðsveitum þeirra og fjögur þúsund Rúwalla
mönnum til norðurs og síðan í vestur,' eftir að hafa sprengt
upp járnbrautarlínuna til Damaskus. Auda, Nuri Shaalan og
Talal réðust á stöðvar Tyrkja á leiðinni til þess að grennslast
um hve sterkir þeir væru, þeir komu aftur úr þessum leið-
öngrum með hundruð tyrkneskra fanga. Þeim bárust einnig
orðsendingar með flugvélum, að Nýsjálendingar og Indverj-
ar rækju þúsundir Tyrkja á undansér.
C The New Amerlean Llbrarv
UNDIR
16
rétti út hendurnar og horfði á
þær.
— Ef hann hefði fundizt fyrr,
hefði ef til vill verið hægt að
bjarga honum, sagði Fenella.
— Læknirinn hefði bannað hon
um að hreyfa sig úr stað. Hann
hefð' orðið að liggja hreyfingar-
laus í eina þrjá eða fjóra daga —
þá daga -urfa blóðkornin til að
myndast aftur, og þá hefði hann
orðið jafn heilbrigður og áður. En
hann hefur sennilega farið að
ganga um, og við það fengið heila-
blóðfall sem leiddi hann til
dauða.
— En, Joss frændi — þetta er
alveg hræðilegt- Vonnie tók ekki
eftir bví sjálf, að hún hafði í
skelfingu sinni alveg ósjálfrátt
nefnt það nafn sem hún hafði
haldið, að yrði svo erfitt að nefna
— Joss frændi ...
Hann horfði dapurlega á bana.
— Þú skilur, að þetta er ekki
neitt skemmtilegt nús eins og
stendur, og það "erður það ekki
heldur, meðan lögreglan er a þön
um út og inn. Svo að ef þú villt,
skal ég finna gott hótel, þar sem
þú getur búið fyrst um sinu. Ég
myndi ekki taka það illa upp því
FÖLSKU
ANNE
að væri ég í þínum sporum myndi
ég óska þess að komast burtu.
Vonnie sat hreyfingarlaus. Joss
Ashlyn bauð henni hvíld fyrst um
sinn. Það væri miklu tryggara að
búa annars staðar og koma hing-
að í heimsókn við og við, miklu
einfaldara að þurfa ekki að vaka
yfir hverju smáatriði nema stund-
arkorn úr hverjum degi, heldur
en alla tíð. Ef hún flytti undir
eins, gæti vel verið, að lögreglan
yfirheyrði hana alls ekki neitt.
Henni varð litið á gamla mann-
inn. Hún var að því komin að
þakka fyrir sig og taka af borðinu.
— Ég byrjaði hún. En um leið
varð henni fullkomlega ljóst, að
hvað svo sem í húfi var, gæti
hún alls ekki flutt. Ein ástæðan
fyrir komu hennar var sú, að hún
vildi gleðja Joss gamla. Ef hún
laumaðist burtu nú og feldi sig
skjálfandi og skelkuð í einhverri
hótelkvtru yrði hin siðferðilega
vörn hennar harla vesöl. Þá hafði
ferðin til Englands ekki framar
neina þýðingu. Hún mátti ekki
víkja fyrir neinu. Hún varð að
gjalda hi? krafða verð fyrir dvöl-
ina, ekki aðeins sjálfrar sín
vegna. Húr sá bænin? í augum
gamla mannsins, og hún vissi með
sjálfri sér, að laumaðist hún burtu
FLAGGI
MAYBURY
frá öllu saman, myndi hún fyrir-
verða sig allt sitt líf. Hvað sem
fyrir kæmi, yrði hún að vera kyrr
og taka skellinn.
— Ég skil vel, að það er erfitt
að ákveða sig, sagði Joss gamli.
Þú vilt síður særa mig með því
að flytja. En það er engin hætta
á, að ég taki það. illa upp. Þú
ert ung og þú ert hér öllum
ókunnug. Ég hef engan rétt til að
knýja þig til að dvelja í morð-
húsi.'
— Nei, nei, Joss frændi. Hún
heyrði sína eigin rödd í þöglu her
berginu. Mér kæmi ekki til hugar
að flytja, þegar ég er einu sinni
komin hingað. Ef þú vilt lofa
mér að vera, verð ég kyrr.
Henni fannst húi, heyra md-
varpað. Létti einhverjum við
þetta? Eð:>. voru það vonbrigði?
Hún leit til skiptis á Fenellu og
Ralph. Hvorugt þeirra leit á hana
en samt fannst henni enn ei. u
sinni, eins og spennan í andrúms
loftinu hefði aukizt.
Svipurinn á andliti Joss frænda
bætti henni þó allt annað upp.
Hún hafði afsalað sér tækuærinu
til að verja dögunum á auðveldari
hátt. og í geðshi æringn augnahliks
ins fannst henni pað ekki skipta
neinu máli
— Hjartans þakkir, Myra. Eg
skal gera allt, sem í mínu valdi
stendur, til þess að þú komL: hjá
óþægindum. Þú varst ekki einu
sinni í Englandi, þegar atburður-
inn skeði. Hann brosti til hennar.
Kannski þetta sé bráðum afstaðið
og þá skal ég reyna að bætr. þér
það upp, hvað aðstaðan hefur ver-
ið leiðinleg.
Vonnie reyndi að hafa vald yfir
sér.
— Voru engin verksummerki?
Það hljóta að . . . .
— Engin verksummerki, því að
enginn veit, hven_r meðalinu hef
ur verið hellt í koníakið. Enginn
nema ég sjálfur hefur verið inni
f vinnuherberginu vikum saman
— og það löngu áður en ég setti
koníakið í skápinn.
— Nema Woody litla, skaut
Fenella inn í, — og svo auðvitað
Rhoda.
— Woody litla, útskýrði Boss
er stúlkueinfeldningur, sem ið
fáum til að vinna grófari hús-
verkin. Hún er lítið greind, en
góð eins og gullið. Og Rhoda —
hún er þar auðvitað stundum og
þurrkar af, en ekki færi hún að
my: „ nokki'- mann.
— Hvernig gætir þú vitað það?
spurði Fenlela.
— Alveg eins og ég veit, að
þú myndir ekki geta gert þetta,
sagði hanr stillilega.
Allir litu á Ralph, þegar hann
stóð upp og sagði rólega: Við
getum ekki gert okkur a,-nan í
hugarlu, d, en að hér hafi einhver
verið að verki, sem átt hefur í
einhverjum útistöðum við frænda
Fenellu, veitt honum eftirför hing
u
að og . laumazt inn í hús-
ið um kvöldið.
— Það kom heldur enginn all-
an daginn. Rhoda hefði hlotið að
heyra það. Þar að auki er ég oft
þar lengri tíma í einu, Síðan ég
hætti að mála mannamyndir, hef
ég tekið mér fyrir hendur dálitla
tómstundavinu. Eg fæst dálítið við
glermálningu. Það er töfrandi tóra
-stundaiðja.
— Það er nærri því orðið at-
vinna þín, Joss frændi. Þú hefur
í raun og veru lagt niður eina
tegund listar til að snúa þér að
annarri.
Hann brosti
— En ég tek ekki borgun fyrir
þessa vinnu. Endrum og eins gef
ég glugga og glugga einhverjum,
sem ekki hefur ráð á að borga.
Ég var nærri búinn með hluta
úr altaristöflu í kirkju, sem verið
er að endurbæta í einu af fá-
tækrahverfum í London. Þegar
Felix datt, hefur hann dottið á
hana og mölvað hana. Það voru
glerbrot út um allt, og ekki eftir
heilt nema blýrammarnir.
— Þegar ég sá það, varstu langt
á veg kominn með það, sagði
Ralph. Það er sárt til þess að vita,
ÚTVARPIÐ
í dag
Sunnudagur23.janúar.
8.30 Létt morgunlög. 8.55 Fréttlr
12.10 VeSur-
fregnir.
!9.25 Morgun-
hugleiðing og morguntónleikar.
11.00 Messa í Fríkirkjunni. Prest
ur: Séra Pétur Magnússon. Org
anleikari: SigurSur ísólfsson. 12.
15 Hádegisútvarp. 14.00 MiS-
degistónleikar. 15.30 Þjólagastund
16.00 VeSurfregnir. 16.30 Endur
tekiS erindi: Ólafur Pálmason
mag. art. 17.30 Barnatíml: Skeggi
Ásbjarnarson stjórnar. 18.20 VeS
urfregnir. 18.30 íslenzk sönglög:
NorSlenzkir karlakórar syngja.
18.55 Tllkynningar. 19.30 Fréttir
20.00 Gestur í útvarpssal: Hanna
Riechling píanóleikari frá Þýzka-
landi lelkur. 20.20 Kímni • Nýja
testamentinu. Séra Jakob Jóns-
son dr. theol. flytur fyrra erindi
sitt. 20.45 Einsöngur: Ljuba Wel
itseh syngur óperettulög meS
undirleik hljómsveitar Rikisóper
unnar í Vín. 21.00 Von á
gestum. 22.00 Fréttir og veS-
urfregnir. 22.10 Danslög. 23.30
Dagskrárlok.
Mánudagur 24. janúar.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há-
degisútvarp
13.14 Bún-
aSarþáttur:
MeSal bænda og ráSunauta í
Noregi. Bjarni Finnbogason hér
aSsráSunautur talar. 13.30 ViS
vinnuna: Tónleikar. 14.40 ViS,
sem heirna sitjum. SigríSur Thor
lacius les skáldsöguna „Þei,
hann hlustar* eftir Sumner Locke
Elliot (4). 15.00 MiSdegistónleik
ar. 16.00 SíSdegisútvarp. 17.20
FramburSarkennsla í frönsku og
þýzku. 17.40 FlSlulög. 18.00 Úr
myndabók náttúrunnar. Ingimar
Óskarsson talar um islenzka
villirunna. 18.20 VeSurfregnir.
183.0 Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.
00 Um daginn og veginn. Har
aldur GuSnason bókavörSur í
Vestmananeyjum talar. 20.20
Þegar hnfgur húm aS þorra".
Gömlu lögin sungin og leikin. 20.
40 Tveggja manna tal. SigurSur
Benediktsson ræSir viS Bene
dikt Gíslason bónda og fræSi
mann frá Hofteigi. 21.10 ís-
lenzk tónlist. 21.30 Útvarps-
sagan: „Paradísarheimt" eftir
Halldór Laxness. Höfundur flyt-
ur. 22.00 Fréttir og veðurfregn
ir. 22.15 Hljómplötusafnið i um
sjá Gunnars Guðmundssonar. 23.
05 Að tafli. Sveinn Kristinsson
flytur skákþátt. 236.40 Dagskrár
ok.