Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 20. mai 1974. UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND I MORGUN UTLÖND Umsjón: BB/GP Gaullistar ekki í forystu lengur í frönskum stjórnmálum Fimmtán ára óumdeildu for- ystutímabili Gaullista i frönskum stjórnmálum lauk i gær, þegar Valery Giscard d’Estaing var kjörinn forseti iandsins. Taiiö er liklegt, að d’Estaing muni fljót- lega skipa nýjan forsætisráð- herra I stað Pierre Messmer, sem gegnt hefur þvi embætti siðan 1972. Þótt Gaullistar hafi i siðari um- ferð kosningabaráttunnar fylkt sér að meirihluta um d’Estaing, hóf hann baráttu sina i andstöðu við þá. Þeir vildu, að Jacques Chaban-Delmas yrði forseti, og töldu hann réttan arftaka de Gaulle. Nýi forsetinn mun leita meira yfir til miðflokkanna, og jafnvel er talið sennilegt, að hann skipi Jean Lecanuet, formann miðflokksins, forsætisráðherra eða i annað mikilvægt ráðherra- embætti. Þá er einnig rétt að minnast þess, að Jean-Jacques Servan-Schreiber, formaður Umbótaflokksins, lýsti yfir stuðn- ingi við d’Estaing i siðari umferð kosninganna. Viðbrögð vinstri manna við kosningaúrslitum voru á þann veg, að þeir lýstu yfir sárum von- brigðum. I fyrsta sinn i fimmtán ár gengu þeir til kjörborðsins sameinaðir um einn frambjóð- anda, Francois Mitterrand. Þegar Pompidou var kjörinn 1969, barðist hann i fyrri um- ferðinni við fjóra frambjóðendur vinstri manna. Georges Marchais, flokksleiðtogi kommúnista, sagði i nótt, að efndi Giscard d’Estaing ekki kosninga- loforð sin, mundu verkalýðsöflin i landinu láta til sin heyra. Forseti Frakklands hefur mikil völd. Hann skipar rikisstjórn, sem ekki er beint ábyrg gagnvart þinginu. Það hefur verið viður- kennt, að ýmis svið eins og utan- rikis- og varnarmál séu sérsvið forsetans, sem þingiö geti ekki haft mikil afskipti af. Fram til þessa hafa Gaullistar og fylgis- menn þeirra á þingi, sem þar mynda meirihluta, látið sér þetta lynda. Sú spurning ris, hvort þeir ætla að sýna d’Estaing sama umburðarlyndi og ef ekki, hvort honum tekst að móta nýjan þingmeirihluta, sem veitir honum þann trúnað. Neyðarástandi var lýst yfir á Norður-ír- landi i gær, þegar ljóst varð, að verkfall verka- lýðsfélaga mótmælenda mundi hafa i för með sér stöðvun allrar orku- framleiðslu i landinu og jafnvel efnahagslegt hrun. Það var Irlandsmálaráð- herrann i rikisstjórn Harold Wilsons, sem lýsti þvi yfir að neyðarástandið hefði tekið gildi. Þar með fékk ráðherrann, Merlyn Rees, heimild til þess að skipa brezka hernum að annast starfrækslu orkuvera á Norður-lrlandi og aðra þá starf- semi, sem talinn er óhjákvæmi- leg. Deilurnar á Irlandi urðu enn einu einni áþreifanlegar i London I gær. Þá sprakk sprengja i nokk- urra hæða bilageymslu á H e a t h r o w - f 1 u g v e 11 i . í sprengingunni særðust fjórar manneskjur litillega. Lögreglan segir, að skömmu fyrir spreng- inguna hafi maður nokkur, sem talaði með irskum hreim, gert brezkri fréttastofnun viðvart, um að hennar væri von. KISSINGER HAMRAR NÝTT SAMKOMULAG Samningamenn ísra- elsstjórnar samþykktu í gær tillögur Henry Kissingers, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, um linu þá, sem skilja skal á milli herja ísraels og Sýr- lands í Gólan-hæðum. Kissinger ákvað þá að haida áfram dvöl sinni fyrir botni Miðjarðarhafs og daglegum ferðum milli ísraels og Sýrlands til að leggja síðustu hönd á f riðarsamningana milli landanna. Kissinger sagði fréttamönnum, að væntanlega mundi hann dveljast fram til föstudags við samningagerðina. Nú verður byrjað að ræða smærri atriði, eins og frá hvaða rikjum her- mennirnir i gæzluliði Sameinuðu þjóðanna á landamærunum skuli vera. Við þvi hafði verið búizt, að Kissinger sneri heim til Banda- rikjanna nú um helgina, ef hann hefði ekki náð málamiðlun i Damaskus á laugardag. Talið er að þessi málamiðlun snúist um það, að liðsmenn S.Þ. skuli ráða hæsta tindi Hermons-fjalls og hermenn Israt s og Sýrlands hafa aðstöðu i hlið ím fjallsins. Sýr- lendingar taki við bæjarstjórn i borginni Qunteira, og tsraels- menn hverfi íra þremur ara- biskum eyðiþorpum á Qunt',ira- svæðinu Bandarikin hafa auk þess skuldbundið sig til þess að stuðla gegn brotum á samkomulaginu með þvi að nota gervitungl og aðrar aðferðir til að fylgjast með liðsflutningum Sýrlendinga og Israelsmanna. Óvíst um úrslit í Ástralíu Enn liggja ekki fyrir endanleg úrslit I kosningunum til þings Ástraliu á laugardag. Svo mjótt er á mununum milli stærstu flokkanna Verkamannaflokksins og Frjálslynda flokksins, að beðið er eftir úrslitum i afskekktum héruðum, sem geta ráðið þvi, hver fer með stjórnarforystu næstu fjögur ár. Gough Whitlam, forsætisráð- herra Ástraliu rauf þing, þegar stjórnarandstaðan, sem hafði meirihluta i öldungadeild þings- ins, felldi fjárlagafrumvarp hans. Nú virðist ljóst, að Whitlam fær meirihluta i öldungadeildinni, 31 sæti á móti 29 sætum stjórnarand- stöðu. I fulltrúadeildinni er skipting þingsæta þannig, þegar ótalið er I sjö kjördæmum, að Verkamannaflokkurinn hefur fengið 62 af 127 þingsætum og stjórnarandstaðan 58. í kosning- unum 1972 fékk Verka- mannaflokkurinn 67 þingsæti og frjálslyndir og bændaflokksmenn 58. Neyðarástand á Norður-lrlandi — sprengjur á Heathrow Valery Giscard d’Estaing, nýkjörinn forseti Frakklands, veifar mannfjöldanum, sem liyllti hann I g*r- kvöldi i Paris, þegar ljóst varð, að hann hefði sigraö keppinaut sinn, Francois Mitterrand, með naumnm meirihiuta. Valery Giscard d'Estaing - yngsti forsetinn í sögu Frakklands ,,Frakkar hafa valið sér forseta á skýran og lýðræðislegan hátt. Þið hafið falið mér að gegna þessu embætti". Þannig komst Valery Giscard d' Estaing að orði, þegar hann ávarpaði þjóð sína um tfuleytið í gærkvöldi. Hann var þá orðinn 20. forseti Frakklands og yngsti maðurinn, sem gegnir því valdamikla embætti aðeins 48 ára. Rúmri klukkustund siðar sagði keppinautur hans Francois Mitterrand, fram- bjóðandi vinstri manna: „Urslit kosninganna virðast ráðin... Ég vona, að næsta forseta lýðveld- isins farnist vel i starfi sinu og honum takizt að varðveita það mikilvægasta i frönsku þjóð- lifi”. Valery Giscard d’Estaing er kominn af embættis- og menntamönnum. Faðir hans var hagfræðingur og m.a. efna- hagssérfræðingur frönsku her- námsyfirvaldanna i Koblenz i Þýzkalandi eftir fyrri heims- styrjöldina. En Giscard fæddist i Koblenz 2. febrúar 1926. Frami hans hefur verið svo mikill og skjótur, að mörgum Frökkum þykir nóg um. Eftir að d’Estaing hafði út- skrifazt með hæstu einkunn úr einum bezta skóla Frakklands, hóf hann störf i fjármálaráðu- neytinu. 1956 var hann kosinn á þing. Hann sat m.a. á þingi Sameinuðu þjóðanna fyrir land sitt. 32 ára gamall varð hann aðstoðarráðherra i fjármála- ráðuneytinu. 1962 var hann skipaður fjármálaráðherra i rikisstjórn Pompidous, þvi em- bætti hefur hann gegnt i 9 ár af þeim 15, sem meirihluti Gaulista hefur farið með völd. Á árinu 1962 var d’Estaing einn fárra þingmanna utan flokks Gaullista, sem studdi til- lögu de Gaulle, þáv. forseta, um það, að forsetinn skyldi kjörinn beinni kosningu af þjóðinni. Skömmu siðar myndaði Giscard eigin þingflokk i þinginu, sem varð að Óháða lýðveldis- flokknum 1966. Hefur flokkurinn alltaf haft samvinnu við Gaullista i öllum meginmálum nema 1969, þegar hann lýsti andstöðu við de Gaulle i þjóðaratkvæða- greiðslunni um breytinguna á héraðaskipan og stjórn Frakk- lands.de Gaulle tapaði og sagði af sér forsetaembættinu, A fyrstu embættisárum sinum sem fjármálaráðherra tókst honum að breyta stöðu Frakk- lands gagnvart öðrum rikjum og blása nýju lifi i efnahagslifið. Hörkulegar aðgerðir hans gegn verðbólgunni juku virðingu Frakklands út á við, en voru óvinsælar innanlands. de Gaulle svipti hann embætti 1967. Jacques Chaban-Delmas gerði hann að fjármálaráðherra i rikisstjórn sinni, eftir að Georges Pompidou hafði verið kjörinn forseti 1969. Vinstri sinnar i flokki Gaullista hafa alltaf litið d’ Estaing hornaugá og ekki talið hann nægilega dyggan fylgis- mann stefnu de Gaulle, sérstak- lega i utanrikismálum. Þykir þeim hann of hlynntur sam- starfi Atlantshafsrikjanna. Ekki er þó talið liklegt, að skjót- ar breytingar verði á utanrikis- stefnu Frakklands, þvi að 60% þjóðarinnar styðja þá stefnu, sem fylgt hefur verið. d’Estaing er ágætlega kunnugur Helmut Schmidt, sem nýlega er orðinn kanslari Vestur-Þýzkalands. Þeir hafa um nokkurt árabil starfað saman sem fjármálaráðherrar. Búast margir við þvi, að nú muni renna upp nýtt samstarfs- skeið þjóðanna, sem minni helzt á tima de Gaulle og Adenauers. Eitt af helztu stefnumálum Valery Giscard d’ Estaing i kosningabaráttunni var að mynda nýjan meirihluta i frönskum stjórnmálum. Hann vildi breikka stuðninginn viö forsetann og láta hann ná meira til miðflokkanna er gert hefur verið i stjórnartið Gaullista. d’ Estaing er ekki kjörinn for- seti með yfirgnæfandi meiri- hluta. Þeim mun frekar er honum nauðsynlegt að taka tillit til sem flestra sjónarmiða, jafnvel andstæðinga sinna, á fyrstu mánuðum stjórnárferils sins. Hann verður að gera það til að halda þjóðareiningu og egna ekki verkalýðsfélögin undir stjórn kommúnista, sem studdu Mitterrand, á móti sér. Um nokkurra ára skeið hefur F’rakklandi verið stjórnað af forseta, sem þjáðist af banvænum sjúkdómi. Forseta, sem margir töldu ekki lengur, heilsu sinnar vegna, færan um að stjórna, en farnaðist þó vel. Nú tekur við timabil yngsta for- seta i sögu Frakklands. Það verður fróðlegt að fylgjast með umskiptunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.