Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 11

Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 11
Vísir. Mánudagur 20. mai 1974. 11 tjstíh:. ( i A. Ceí jréttmœt vítaspyrna :œrði Keflavík sigur! Steinar Jóhannsson skoraði fyrsta markið í 1. deild ó fyrstu mínútu leiksins í viarkakongur KeHavíkinga, Njarðvík. 1 slandsmeistorar Keflavikur sigruðu einar Jóhannsson, skoraði * öí mork íiðsins gegn Fram bikarmeistara Fram 2-1 Liðin tvö, sem af mörg- um eru talin liklegust til sigurs i 1-deildinni i ár, ÍBK og Fram, leiddu saman hesta sina á Njarðvikurvellinum á laugardag. Lauk þeirri viðureign með sigri ÍBK, 2:1, eftir fremur jafnan leik. Jafntefli hefði þvi verið mjög sanngjörn úrslit, en Framarar fengu á sig vitaspyrnu, mjög órétt- látur dómur. Knettinum var spyrnt af stuttu færi i handlegg varnarleik- manns innan vitateigs og þvi um óviljaverk að ræða, en ekki ásetning. Úr vitaspyrnunni skoraði Steinar Jóhannsson mjög örugg- lega, sitt annað mark i leiknum á 33.minútu. Fyrra markið og fyrsta markið i 1-deildinni 1974 skoraði Steinar, þegar tæp minúta var liðin af leiknum. Fram hóf leikinn, en IBK hratt sókninni. Knötturinn er sendur til Jóns Ólafs, sem virðist ætla að taka stefnuna i átt að marki, en lyfti þess i stað knettinum með hælnum, út að vinstri hliðarlinu. Hægri bakvörður Fram var óvið- búinn og hrökk knötturinn af hon- um til Steinars, sem geystist i átt- ina að marki og sendi framhjá hinum nýja markverði Fram, Arna Steíánssyni, áður ÍBA, sem ekki gat neinum vörnum við kom- ið og varð að sækja knöttinn i net- ið. 1-0. Framarar, sem sýnt hafa mjög léttan og skemmtilegan samleik i vor, orkuðu fremur þyngslalegir, sérstaklega framan af leiknum, en áttu þó sæmilega leikkafla af og til og tókst þá að skapa sér nokkur færi. Nýttu aðeins eitt þeirra i lok fyrri hálfleiks, þegar Kristinn Jörundsson sendi knött- inn yfir ÍBK-vörnina inn á mark- teigshorn til Rúnars Gislasonar, miðherjans knáa, sem skoraði viðstöðulaust með þrumuskoti. Keflvikingar léku mjög yfir- vegað. Virtust gera sér fulla grein fyrir hvað þeir máttu leggja i sóknarleikinn án þess að veikja vörnina, sem var án Guðna Kjartanssonar. Höfðu þeir mjög góðar gætur á Rúnari og Kristni Jörundssyni, skæðustu Frömur- unum svo og Guðgeiri Leifssyni, sem tiðum elti grátt silfur við Astráð Gunnarsson, bakvörð, og voru litlir kærleikar með þeim. Suðaustan strekkingurinn, sem stóð eftir endilöngum vellinum átti vafalaust sinn þátt i mörgum misheppnuðum sendingum og skotum, auk þess sem völlurinn var bæði blautur og háll, þar sem sá i moldina. Hann er eins og flestir grasvellir illa farinn eftir harðan vetur. Keflvikingar léku undan vindi fyrri hálfleikinn og margir álitu, að eins marka for- skot mundi ekki nægja þeim til sigurs. En vörnin stóðst mjög harða sókn Fram fyrstu 10 min. siðari hálfleiks, gegn vindi og regni. Sýndi GIsli Torfason mjög góðan leik i stöðu miðvarðar, en hann lék i stað Guðna. Stöðvaði mörg upphlaup. Byggði lika upp margar sóknarlotur. Auk þess átti Ólafur Júliusson mjög góðan leik i stöðu útherja. Lék hvað eftir annað i gegnum vörn Framara, en var óheppinn með skotin. Karl Hermannsson lét aldrei neinn bilbug á sér finna. Barðist eins og ljón allan leikinn. Þrjú hnakkahögg megnuðu ekki að slæva hann. Tengiliðalinan var þrátt fyrir dugnað Karls og Grét- ars ekki sannfærandi. Héldu í keppni í íslenzka unglingalandsliðið i knattspyrnu — leikmenn 18 ára og yngri — hélt áleiðis til Sviþjóðar i morgun til þátttöku i ÚRSLIT islands mótið i knatt- spyrnu hófst i vikunni og fór fram lieil urnferð i 1. og 2. deild — fjórir leikir i hvorri. Úrslit urðu þessi: 1. deild Keflavik-Fram 2-1 Akranes-Valur 0-0 KR-Akurcyri 0-1 Vikingur-ÍBV 1-1 2. deild FH-Breiðablik 1-1 Þróttur-Haukar 3-2 Völsungur-Armann 4-1 Selfoss-ísafjörður 2-0“ UEFA- morgun Evrópumeistarakeppni unglingalandsliða — úr- slitakeppni UEFA- mótsins. Flestir af leikmönnum liðsins voru i baráttunni hér heima um helgina — og sluppu allir við meiðsli, þannig, að ekki þurfti að gera neinar breytingar, en for- ráðamenn liðsins voru vissulega „með hjartað i buxunum” meðan á leikjunum stóð. Fyrsti leikur Is- lands verður á miðvikudag i Karlshamn og leikur það þá við Skotland. Fyrir þann leik fá is- lenzku leikmennirnir allir knatt- spyrnuskó frá Adidas — gjöf, sem Heildverzlun Björgvins Schram færir liðinu. Árni Ágústsson, formaður unglinganefndar KSl, verður aðalfararstjóri liðsins, en Ellert Schram, formaður KSl, komst ekki I förina vegna anna. — hsim. Vera má að umskiptin af möl- inni yfir á grasið hafi haft slæm áhrif á Framliðið. Hraðinn og dugnaðurinn, sem hefur einkennt liðið að undanförnu, náðist ekki. Vörnin var að visu traust á miðj- unni og Jón Pétursson og Mar- teinn Geirsson reyndu að rifa liðið upp með eljusemi sinni, en það bar ekki árangur fyrr en undir lokin, að Fram sótti látlaust sein- ustu fimm minúturnar og fengu fimm horn svo til i röð, en IBK-liðið svo til allt i vörninni, lét Fram ekki leika sama leikinn og i Bikarkeppninni, þar sem bæði mörk Fram komu úr hornum. Sigurinn varð þvi IBK, 2:1. Dómari var Magnús Pétursson og voru honum vægast sagt mjög mislagðarhendur. Eltist við smá- muni, en sleppti að taka afstöðu til brota, sem virkilega reyndu á réttsýni dómarans. — emm Einar Guðnason sigraði í Dunlop golfkeppninni Fyrsta opna 36holu golfkeppnin á árinu fór fram á velli Golf- klúbbs Suðurnesja, Hólmsvclli i Leiru, nú um helgina, var það Dunlop open. Þar mættu 70 kylfingar til leiks i heldur leiðinlegu veðri, en þrátt fyrir það var árangur ágætur, sérstaklega fyrri daginn, en þá léku t.d. þeir Þorbjörn Kjærbo GS og Einar Guðnason GR á 72 og 73 höggum. Úrslit án forgjafar urðu þessi: Högg Einar Guðnason GR 153 Þorbjörn Kjærbo GS 155 Ragnar Ólafsson GR 156 Jóhann Benediktss. GS 158 Sigurður Thorarensen GK 158 An forgjafar urðu úrslit þau, að Sveinbjörn Björnsson GK sigraði á 140 höggum nettó. Annar varð Geir Svansson GR á 142 höggum, og I þriðja og fjórða sæti urðu jafnir Knútur Björnsson GK og Einar Guðnason GR á 145 högg- um nettó — Einar Guðnason hefur verið hækkaður i forgjöf i vor, hann var með 2, en er nú kominn með . Næsta opna mót verður um næstu helgi. Er það Þotukeppni F1 hjá GK i Hafnarfirði. Verða þar leiknar 36 holur, 18 holur á laugardag og 18 á sunnudag. Þetta verður fyrsta opna mótið á árinu, sem gefur stig til landsliðs GSt. —klp— Komdu ogkysstu mg L Nú er yöur óhætt. Þér getiö komiö meö hvers- kyns litaprufur til þeirra málningarsala, sem verzla meö Sadolin. Sadolin, heimsþekkt málning fyrir gæöi og end- ingu, blandar 1130 litbrigöi eftir yöar eigin óskum. Sadolin er einasta málningin, sem býöur yöur þessa þjónustu í lakkmálningu, olíumálningu og vatnsmálningu. Reyniö Sadolin og sannfærizt, - kossinn má bíöa þangaö til þér eruö búnar aö sjá árangurinn. Sadolin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.