Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 20.05.1974, Blaðsíða 10
10 Vísir. Mánudagur 20. mai 1974. Hve lencgi viltu bíða eftir f réttunum? Mltu fá þærheim til þín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flvtur fréttir dagsins í dag! Fyrstur meó fréttimar vism Skotar í skýjunum — unnu England 2-0 Skotar eru uppi i skýjunum eftir glæsi- legan sigur skozka HM- liðsins i knattspyrnu gegn „erkifjandanum” Englandi á Hampden- leikvellinum i Glasgow á laugardag. Loksins eftir tiu ár tókst Skotum að sigra Englendinga á heima- velli sínum — tiu löng ár — og sigurinn var mjög sannfærandi 2-0. Sú markatala gefur varla til kynna þá miklu yfirburði, sem skozka liðið hafði i leiknum. Þó var nokkur heppnisstimpill á báðum mörkunum — knötturinn barst af enskum varnar- mönnum i markið. Fyrst eftir skot Jordán á 5 min. — siðan félaga hans úr Leeds, Lori- mer. Enska liðið var beinlinis „grafið” i leiknum-komst litið áleiðis gegn sterkri vörn Skota, þar sem miðherjarnir brugðust alveg hjá enskum, fyrst Frank Worthington, sem kippt var út af, og siðan Malcolm MacDonald. Leicester-leik- maðurinn Worthington hélt stöðu sinni eftir hinn góða leik gegn írum, þegar hann kom inn sem varamaður Stan Bowles þá — en Bowles týndist eftir þann leik. Þá var Kevin Keegan, Liverpool settur úr liðinu og kom Martin Peters, Tottenham, i hans stað. Hann stóð sig nokkuð vel — átti tvivegis skall- knetti, sem rétt strukust framhjá skozka markinu og það var það næsta, sem England komst að skora i leiknum. HM-vonir Skota eru nú miklar eftir þennan góða sigur. Lands- liðseinvaldurinn Ormond er að ná upp samstilltu liði — liði, þar sem leikmenn þekkjast vel, þvi kjarninn er úr tveimur félögum, fjórir frá Leeds og fjórir frá Celtic. Oftast áður hafa einstaklingarnir sett mestan svip á leik skozku landsliðanna — nú var samleikurinn og sam- vinnan, sem réð rikjum. Skotar voru fljótari i leiknum — höfðu miklu meiri baráttuvilja og tæplega 100 þúsund áhorfendur á bak við sig. Já, það var mikið sungið á Hampden á laugar- daginn. Norman Hunter, Leeds, sem tók stöðu McFarland sem mið- vörður Englands, þár eð Derby leikmaðurinn meiddist gegn trum, átti afar slæman leik á laugardag. Það var eins og félagar hans úr Leeds, sem léku i skozku landsliðinu, þeir Jordan og Lorimer, þekktu veikleika hans og léku hann mjög grátt — það grátt, að Hunter var tekinn útaf i hálf- leik og Dave Watson, Sunder- land, settur i hans stað þó svo hann væri lasinn. Skotar skoruðu þegar á 5.min. þegar Jordan átti skot á mark, en knötturinn barst af bak verðinum Pejic, Stoke, framhjá Shilton i markið. Siðara markið skoraði Lorimer eftir rúman hálftima — skot hans fór af Todd, Derby, i mark Englands. Fleiri urðu mörkin ekki i leikn- um — en það segir litið um sóknarþunga Skotlands. Shilton átti snilldarleik i enska markinu — Harway hafði litið sem ekkert að gera i þvi skozka. Eftir þessi úrslit urðu Skot- land og England jöfn að stigum i brezku meistarakeppninni, bæði með fjögur stig, og deila þvi meistaratigninni, þar sem markatala ræður ekki úrslitum. Norður-irland og Wales hlutu tvö stig hvort land — en loka- staðan varð þannig. Skotland 3 2 0 1 4-1 4 England 3 2 0 1 3-2 4 N-lrland 3 10 2 1-2 2 Wales 3 10 2 1-4 2 Skozka liðið á laugardag var þannig. Harway, Jardine, Rangers, McGrain, Celtic, Holton, Manch.Utd., Blackley Hibernian, Bremner, Leeds. Dalglish, Celtic, Lorimer, Jordan, Johnstone, Celtic, Hay, Celtic. Hverfisskrifstofur Sjálfstœðismanna Á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik og hverfafélaga Sjálfstæðismanna eru starfandi eftirtald- ar hverfisskrifstofur. Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 14.00 og fram eftir kvöldi. Að jafnaði verða einhverjir af framgjóðendum Sjálf- stæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar til viðtals á skrifstofunum milli kl. 17.00 og 19.00 siðdegis. Jafnframt er hægt að ná sambandi við hvaða frambjóð- anda sem er, ef þess er sérstaklega óskað með þvi að hafa samband við hverfisskrifstofurnar. Nes- og Melahverfi, Reynimel 22, simi 25635 Vestur- og Miðbæjarhverfi, Laufásvegi 46, (Galtafelli), simi 28191. Austur- og Norðurmýrarhverfi, Bergstaðastr. 48 simi 28365. Hliða- og Iloltahverfi, Suðurveri v/Stigahlið simi 28170. Laugarncshvcrfi, Klettagörðum 9, sfmi 85119. Langholts- Voga- og Heimah verfi, Langholtsvegi 124, simi 34814. Iláaleitishverfi, Miðbæ v/Háaleitisbraut simi 85730. Smáibúða- Bústaða- og Fossvogshverfi, Langagerði 21, simi 32719. Arbæjarhverfi. Hraunbæ 102, simi 81277. Bakka- og Stekkjahverfi, Urðarbakka 2, simi 86153. 111 Fella- og Hólahverfi, Vesturbergi 193, simi 72722. Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til hverfis- skrifstofanna og gefa upplýsingar, sem að gagni geta komið i kosningunum svo sem upplýsingar um fólk sem er eða verður fjarverandi á kjördag o.s.frv. IDl-ESsfiim DYNACO hátalarar Nóatúni sími 23800 Klapparstíg sími 19800 Akureyri sími 21630 A*S0 sland oplional A-25 A-10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.