Vísir - 17.07.1974, Blaðsíða 2
2
visnsm:
— Hver er draumablllinn yöar?
Jóhannes Helgason, starfsmabur
hjá Eimskipafélaginu: — Pontiac
er bfllinn, sém mig langar mest
til að eignast. Ég tók 1 einn slikan
i gær og fannst þaö einstaklega
skemmtilegt. Stórkostlegur
bfll Svo mundi ég að sjálf-
sögðu setja í bflinn stereo-græjur
og fleira slikt.
Helgi Gestsson, kranabfistjóri: —
Ég er hrifnastur af jeppum og á
einmitt einn sjálfur. Þaö er
Austin Gipsy, sem hefur reynzt
mér ágætlega. Ef ég skipti mundi
mig langa mest i Blazer. Nei, ég
færi ekki fyrst hringveginn á
þeim bilum — ég færi beint i
fjöllin. Það er mitt sport.
Sæmundur Kr. Sigurlaugsson,
verkamaður: — Ég á ekki bil og
sé ekki fram á aö geta keypt mér
bfl i nánustu framtið. Þó aö
maður þræli eins og sleggja I
helviti allan ársins hring, getur
maöur ekki fengið sér almenni-
legan bil og rekið hann á sóma-
samlegan hátt. Þaö er svo dýrt
að eiga bfl i þessu landi, og ekki á
færi manns með verkamanna-
laun. Annars á ég mér draum um
bfl. Sá draumur heitir Blazer.
Þorvaldur Þórðarson, nemi (var
aö stiga upp I Maverik, sem hann
átti aö visu ekki sjálfur): — Ég á
ekki bil og hef aldrei eignazt. JU
reyndar — þegar ég var smá-
strákui; smiðaði ég mér kassabil.
Ennþá hef ég ekki kynnzt
skemmtilegri bfl Þannig bil vildi
ég getað eignazt aftur.Ég tala nú
ekki um, ef hann væri meö
bremsum....
Hreiðar ögmundsson, vélvirki: —
Mig langar mest til aö eignast
Bronco. Ég kemst lengst á hon-
um. Núna á ég Mustang. Nei, ég
fer ekki út úr bænum á honum.
Það væri eyöilegging.
Anna Heiða Pálsdóttir, nemi: —
Mustang langar mig I. Ég hef
keyrt svoleiðis bil. Mustang er
þægilegur og kraftmikill. Það er
það, sem ég legg mest upp úr.
Pabbi á Malibu, þaö er ágætur
bfll — en ekki eins kraftmikill og
Mustang.
Vfsir. Miövikudagur 17. júlf 1974.
„Rónarnir hafa
litla möguleika"
— til að komast úr svaðinu miðað við óbreytt óstand,
segir Jón Guðbergsson hjó Félagsmólastofnuninni
,,Það eru allt of fáir staðir, sem
við getum komið útigöngufólki
fyrir á. t raun eru þeir ekki nema
þrfr, Kleppsspftalinn, Vfðines og
Gunnarsholt, með samtals milli
70 og 80 rúm. Viö reynum að
hjálpa þvi eftir beztu getu, bæði
með þvf að láta það fá peninga,
reyna að útvega þvf vinnu og
húsnæði o.fl. En það er samt ekki
nóg”.
Þetta sagði Jón Guðbergsson
hjá Félagsmálastofnun Reykja-
vikurborgar, er Visir ræddi við
hann i gær. Blaðið spurði Jón
hvernig samskiptum útigöngu-
fólks og Félagsmálastofnunar-
innar væri háttað, og hvort það
væri að einhverju leyti i valdi
Félagsmálastofnunarinnar að
koma rónum fyrir, þannig að þeir
yllu vegfarendum ekki ónæði.
„Við fáum ekki margar kvart-
anir hingað vegna átroðslu róna,
enda býst ég við, að slikt lendi
fyrst og fremst á herðum lögregl-
unnar”, sagði Jón.
„Við höfum gistiheimilið við
Þingholtsstræti fyrir fólkið að
dveljast I á nóttunni. Það tekur 16
manns I rúm, og er yfirleitt fullt
hverja nótt. Sumum verðum við
að vlsa frá, en þá oftast fyrir
drykkjuólæti. Það kemur fyrir að
i stað þess að láta það fólk alveg
út á götuna aftur, hringjum við i
lögregluna, og þá er fólkið sett
inn. En það er auðséð að það þarf
eitthvað meira til. Miðað við þá
litlu meðferð sem það getur
fengið núna, eru litlir möguleikar
fyrir það til að komast upp úr
svaðinu. Min persónulega skoðun
er sú að til þyrfti hæli fyrir fólkið,
þar sem sérstaklega væri unnið
að endurhæfingu þess. Og þvi
miöur þyrfti að svipta marga
sjálfræði og skylda þá til að
dveljast á slikum stað. öðruvisi
hefst þetta aldrei, og allt hjakkar
áfram I sama farinu”.
„Reynir Félagsmálastofnunin
að láta svipta menn sjálfræði, til
að koma þeim á þau hæli, sem
fyrir eru”?
„Nei. það eru yfirleitt ættingjar
sem sjá um slikt, ef þeir eru þá
fyrir hendi. Við getum ekki neytt
neinn á drykkjumannahæli”,
svaraði Jón.
„1 hverju felst hjálp stofnunar-
innar við útigöngufólkið”?
„Hún fer eftir ástandi viðkom-
andi. Stundum útvegum viö
hjúkrunarpláss. Við reynum að
útvega þvl vinnu, viðsvegar um
landið. En þótt þetta fólk hef ji sig
stundum aðeins upp úr, vill
brenna við að það falli fljótt I
sama farið aftur. Við látum það
einnig fá peninga.”
„Getur hver sem er komið og
fengið peninga að vild sinni”?
„Nei, alls ekki. Við reynum að
kanna aðstæður hjá viðkomandi,
og afgreiðum peninga alls ekki
Þótt lff útigöngufólks snúist nær
eingöngu um áfengi, þá er það
ekki alltaf sem sá vökvi er sóttur i
þessar hillur. Spritt, rakspiri,
pillur og hvaðeina. sem gefur
vimuáhrif, er hinn daglegi
skammtur rónans. En þaö er
varla að efast.að fyrstu skref
hans á ógæfubrautinni steig hann
þegjandi og hljóðalaust. En það inn j áfengisverzlun.
.
Þessi mynd er erlend, en hún gæti engu að sföur verið táknræn fyrir daglegt lff róna. Setiö undir
húsvegg, með mismunandi heiðarlega fenginn mat eða hið daglega eiturlyf — áfengið. Þá má og minna
á,að konur fyiia einnig hóp þessa ógæfufólks hér á landi.
má alltaf búast við misnotkun á
þessum peningum, jafnvel að
manneskja, sem hefur soltið i
marga daga kaupi frekar áfengi
en mat”.
Jón bætti þvi við, að margir
vildu alls enga aðra hjálp þiggja
frá Félagsmálastofnuninni en
peninga.
„Er eitthvað unnið að þvi að
auka aðstöðuna til að hjálpa
drykkjufólkinu”?
„Nýja viðbyggingin við Vifils-
staðaspitala á að taka við
drykkjufólki, þegar hún kemst I
gagnið. Einnig er verið að byggja
við Viðines. Og það er verið að
undirbúa það að bæta aðstöðuna I
gistiskýlinu, þannig.að hægt sé að
opna þar fyrr á kvöldin, og
fólkiö geti dvalizt þarna að ein-
hverju leyti á daginn. Um annað
veit ég ekki”.
Jón sagði.að hjálpin við þetta ó-
gæfufólk væri alltaf að aukast.
Einnig bæri á þvi, að komið væri
fyrr til stofnunarinnar, þegar
menn gerðu sér ljósa stöðu sína
og fyndu að þeir þarfnast hjálpar.
„Deyr mikið af þessu fólki fyrir
aldur fram”?
„Mér finnst það mjög lifsseigt.
Því fækkar hægt. En þvl fjölgar
jafnvel enn hægar. Mér finnst t.d.
fjöldinn standa nokkuð I stað
núna, og að hann hafi gert það
undanfarin ár”, sagði Jón Guð-
bergsson að lokum. — ÓH.
' LESENDUR HAFA ORÐIÐ £
Dýrt spaug
Ámundi hringdi:
„Mikið skelfilega er það
hvimleitt að lenda á simsvara
þegar maður hringir út á land.
Ég þarf að nota simann mjög
mikið og hringi oft út á land.
Nokkrum sinnum hef éghringt
til Akureyrar og lent á slm-
svara, sem segir manni, að
viðkomandi hafi ekki tekið
nýja númerið I notkun.
Síðan búið. Það eru ekki
gefnar upplýsingar um gamla
númerið að skilnaði, og maður
þarf að hringja I 03 til að fá
þaö upplýst, þvi vitanlega
hafði maöur fleygt gömlu
simaskránni eins og til var
ætlazt.
Tvö slmtöl farin til spillis
áður en maður fær rétta
númerið, og annað þeirra er
langlinusamtal. Dýrt spaug
fyrir þá, sem þurfa mikið að
hringja út á land.”
Sérþjálfaða menn á hjartabílinn
Áhugamaður hringdi:
„Manni skilst, að þaö sé ekki
hugsað fyrir öðru I sambandi við
hjartabilinn, sem lengi hefur ver-
iö safnaö fyrir, en að slökkviliðs-
menn aki honum og engir sér-
lærðir sjúkraliðar, læknanemar
eða hjúkrunarfólk verði haft I
bflnum.
Að vlsu hef ég heyrt, að slökkvi-
liðsmennirnir muni fá einhverja
tilsögn varðandi bráða meðferö
á hjartasjúklingum, en ósköp
finnst manni lltil öryggiskennd
fylgja þvl.
Eftir því sem ég kynntist I dvöl
minni hér fyrr á árum I Banda-
rikjunum, þá fylgir hverjum
sjúkrabil annaö hvort lækna-
kandidat, eöa sjúkraliði, sem
hlotið hefur nokkura ára mennt
un og þjálfun I hjúkrun.
Mér finnst blasa við, að það sé
óhjákvæmilegt, að iannaðhvort
aki hjartabilnum. einhver sllkur
sérlærður maður (eða kona fyrir
þær sakir), eða sé aö minnsta
kosti með I feröum.
Það hvarflar ekki að mér að
gera neitt litið úr þjálfun slökkvi-
liðsmanna, en þeir eru fyrst og
fremst brýndir til slökkvistarfa,
þótt þeir aki sjúkrabilum jafn-
framt og hafi gert I fjölda ára.
Hjartakrankleiki er þó af
dálltið öðrum toga spunninn en
beinbrot t.d.
Og þótt einhverjir nokkrir
slökkviliðsmenn fái tilsögn, sem
þykir kunna að duga, þá eru
áreiðanlega töluveröar
hreyfingar I þeirri stétt sem
öörum, þannig aö þessir sem til-
sögnina fengu heltast kannski úr
lestinni, eða fara kannski hrein-
lega i sumarfri, án þess að af-
leysingarmenn fáist I staöinn.”