Vísir - 17.07.1974, Side 6

Vísir - 17.07.1974, Side 6
6 Vlsir. Miövikudagur 17. ’júll 1974. VISIR Ctgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Kitstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: ' Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Maukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Annar hringvegur bíður Opnun vegarins yfir Skeiðarársand er án efa ein af mestu samgöngubótum siðustu ára og er viðeigandi minnisvarði um ellefu alda búsetu i landinu. Vegurinn um sandinn er hápunkturinn á löngu og erfiðu átaki þjóðarinnar i viðleitninni við að koma öllum byggðum íslands i gott vegasam- band. Vegurinn er opnaður snöggtum fyrr en menn þorðu að vona fyrir nokkrum árum. Kemur þar tvennt til. Annað var ágæt hugmynd Jónasar Péturssonar, fyrrverandi alþingismanns, um að efnt yrði til happdrættis til að fjármagna verkið. Og þjóðin sýndi vilja sinn i verki með mikilli þátt- töku i þessu happdrætti. Hitt atriðið er frábær frammistaða þeirra, sem skipulögðu verkið og lögðu veginn. Samt má einnig segja, að vegurinn yfir Skeiðarársand sé nokkuð siðbúinn. Hann er i flokki með vegum þeim, sem einkenndu vegagerð sjöunda áratugsins. Þá voru lagðir vandaðir veg- ir um Austfirði og Vestfirði þvera og endilanga og skilyrðin til búsetu þannig stórlega bætt i þeim sveitum, sem áður voru afskekktastar. Þá voru timar Vestfjarðaáætlunar, Austfjarðaáætlunar og gifurlegrar fjármögnunar Vegasjóðs. Vegur- inn um sandinn er siðbúinn hápunktur vegagerð- arstefnu þess tima. Með áttunda áratugnum hófst svo stefna var- anlegrar vegágerðar. Hún mætti nokkurri tor- tryggni úti á landi, þar sem menn töldu hana einkum vera i þágu ibúa Reykjavikursvæðisins, enda teygðu varanlegu þjóðvegirnir sig i þrjár áttir frá höfuðborginni. Nú, þegar menn hafa nokkurra ára reynslu af varanlegu slitlagi milli Selfoss og Reykjavikur, eru menn almennt hættir að hafa horn i siðu hinnar dýru vegagerðar áttunda áratugsins. Menn átta sig á, að þessi góði vegur er aðeins upphafiðaðvaranlegumhringvegi um landið allt. Lagning varanlegs slitlags á þjóðvegi fór vel af stað fyrstu tvö ár þessa áratugs. En eftir stjórn- arskiptin hljóp tregða i undirbúning framkvæmda, þannig að upp á siðkastið hefur ekki verið samfelld vinna að varanlegri vegagerð eins og áður var. Er þó ljóst, að vel verður að halda á spöðunum, ef takast á að leggja tvöfalda braut varanlegs slitlags hringinn kringum landið og út á SnæfeUs- nes og Vestfirði fyrir næstu aldamót, eins og marga dreymir um. Ef það á að takast, verður undirbúningurinn og sjálf vegagerðin að vera samfelld frá ári til árs. Áætlað hefur verið, að þessi draumur muni kosta 1-2% af þjóðartekjunum næsta aldarfjórð- unginn. Það er ekki há hlutfallstala, ef hún er skoðuð i ljósi þess, hve vanþróaðir við erum i vegakerfinu. Og þetta eru peningar, sem skila sér i hagkvæmara viðhaldi bila og vega og ekki siður i stórbættum skilyrðum til búsetu úti i dreifbýlinu. Þjóðin hefur lagt sinn hringveg og opnað hann til umferðar. En rykið, sem grúfir yfir þjóðveg- um landsins þessa dagana, minnir okkur á, að enn er annar hringvegur ólagður. Enn sem komið er nær hann aðeins úr Kollafirði suður og austur til Selfoss með afleggjara út á Reykjanesskaga. Við þurfum þvi að herða okkur og stefna ótrauð að varanlegum hringvegi á aldarfjórðungs afmæli malarhringvegarins frá 1974. —JK Makaríos erkibiskup og forseti Kýpur haföi I upphafi ætlaö sér sjálfur aö sameina Kýpur Grikklandi, en hvarf frá þeirri hugmynd vegna andstööu tyrkneska minnihlutans. Með mundaðar byssur eru hinir stóru herir Tyrk- lands og Grikklands reiðu- búnirtil orrustu, um leið og fyrirmælin berast frá æðstu yfirmönnum. Síðustu sólarhringa hef- ur umheimurinn staðið á öndinni, viðbúinn því að þarna brytist út stríð — einmitt þegar loks virtist friður kominn á fyrir botni Miðjarðarhafsins. En þegar leiö á daginn i gær, fóru menn smám saman að anda léttar, þvi að hættan á styrjöld sýndist þá ætla aö liða hjá, úr þvi að þessir tveir aðilar voru ekki þegar komnir i hár saman. Tyrkneska stjórnin hafði þó verið búin að lýsa sig ekki aðeins reiðubúna til innrásar á Kýpur til að verja hagsmuni tyrkneskætt- aða minnihlutans, heldur og lýst sig hafa til þess fullan rétt. Siöustu vikurnar hafði magnazt mikil spenna i lofti milli þessara tveggja bandamanna úr Atlants- hafsbandalaginu, Grikkja og Tyrkja. Hafði meira að segja lostið svo saman, að eld- glæringum sló út. Ástæðan var þó ekki Kýpur, heldur rétturinn til oliuvinnslu i Eyjahafinu, sem liggur á milli þessara tveggja landa. Tyrkir hafa opinberlega sakað Grikki um að standa að bylting- unni á Kýpur. Sendingar leynút- varpsstöðvar i Paphos, þar sem Makarios talaði sjálfur til um- heimsins, fullyrtu, að Grikk- landsstjórn stæöi að samsærinu gegn forseta Kýpur. Grikklandsstjórn þagði lengi við. Það var ekki fyrr en viðbrögð umheimsins voru komin i ljós, að hún gaf loks út yfirlýsingu um málið, upp úr hádeginu i gær. Visaði hún þar algerlega á bug öllum ásökunum um ihlutun i innanrikismál eyjarinnar. Hvað um það, þá bendir flest til þess að heforingjastjórn Grikk- lands, undir stjórn einræðisherr- ans Gizikis, yfirmanns herlög- reglu og leyniþjónustu, hafi beitt 950 manna grisku setuliði á Kýpur til þess að bylta löglegri stjórn Makariosar. Með þvi átti vafa- laust að undirbúa, að langþráður draumur um samruna Kýpur viö Grikkland rættist. Má vera, aö Grikkir hafi ekki gert sér fulla grein fyrir, að stjórnarbyltingin mundi mælast svona feikilega illa fyrir um heim allan. Þyngst mun þeim þó hljóta að hafa falliö viðbrögðin innan NATO og hjá voldugusta bandamanni Grikklands, Banda- rikjunum. Þau hafa verið ómyrk i máli við að fordæma alla ihlutun i innarikismál Kýpur, og leggja áherzlu á, að þau viröi sjálfstæöi Kýpur. Bretland hefur tekið i sama streng og viða frá berast fordæmingar þessa tiltækis. Framkvæmdastjóri NATO, Joseph Luns, hefur átt viðræður við fulltrúa beggja rikjanna, Tyrklands og Grikklands, og reynt aö bera klæði á vopnin til þess aö hindra að til styrjaldar kæmi. Hefur hann vafalaust lýst fyrir báðum, hvernig augum bandalagið litur á slika óeiningu innan raöa sinna. Það væri þvi með ólikindum, aö Gizikis láti freistast til innrásar á Kýpur. Sliku yröi þegar i stað svarað með innrás Tyrkjahers. — Enda sýnist slikt óþarft, þvi aö siðustu fréttir i gær hermdu, að griskættuðu foringjar þjóðvarð- liðsins virtust hafa töglin og hagldirnar og hafa bælt niður helztu mótspyrnu tryggðavina Makariosar. Umfram allt verður að láta lita svo út, sem byltingin hafi oröið innan frá. Griskættaðir ibúar Kýpur þeir, sem vilja sameiningu Grikklands, verða að likindum látnir um það að búa þjóðina und- ir það frekar að sameinast Grikk- landi. Að þvi tilskildu, að þeir festist auðvitað i sessi, og Maka- rios hafi að fullu og öllu verið bægt frá völdum. Þrátt fyrir blóðidrifna stjórnarsögu Kýpur, hefur á sið- ustu tímum, verið þar lýðræðis- stjórn. Það hefur að visu verið nánast óbrúanlegt bil milli griskra ibúa og tyrkneskra, en hvor hópurinn um sig hefur alltaf haft lýðræðislegan hátt á að velja sér leiðtoga og stjórn. Það var einn höfuðþröskuldur- inn i vegi fyrir þvi, að Enosis — eins og samtökin fyrir samrunan- um við Grikkland kölluðu sig — næðu ætlunarverki sinu. Gat nokkur þjóðfélagsþegn látið kynþáttasjónarmið ráða svo til- finningum sinum og skynsemi, að hann væri reiðubúinn að varpa burt frelsi lýðræöislegs stjórnar- fars til þess að innlimast i riki, em hefur verið undir jafnmikilli harðstjórn og Grikkland siöan herinn geröi byltinguna 1967? Á þá strengi sló Makarios for- seti i baráttu sinni gegn áhrifum grisku herforingjastjórnarinnar á Kýpurbúa. Hann bjó sig jafnvel undir að nota sér þau rök enn bet- ur, enda hægar um vik, siðan Ge- orge Grivas, hershöfðingi, leið- togi Enosis (eða EOKA-B, eins og það hefur verið kallað á Kýpur) féll frá. Þrátt fyrir náin tengsl Grivasar við grisku herforingja- klikuna, gátu menn ekki gleymt þvi, að hann var frelsishetja frá þvi að barist var fyrir sjálfstæði eyjarinnar gegn Bretum. Makarios hélt þvi sjálfur fram fyrir ekki svo löngu siðan, að Grikklandsstjórn ynni að sam- særi gegn sér. Fullyrti hann, að hún hefði tekið upp merki Grivas- ar og ætlaði sér að nota Kýpur sem peð á skákborði alþjóðlegra stjórnmála, til þess síðar að prútta við Tyrki um réttinn til oliuvinnslu i Eyjahafinu. Hann sakaði Grikklandsstjórn um að hafa jafnvel staðið að pólitiskum morðum á Kýpur og sundrungar- aðgerðum til að undirbúa valda- töku. Með ásökunum sinum hefur Makarios espað griskættaöa for- ingja þjóðvarðliðsins til þess að láta til skarar skriða þegar I stað. Svo virðist sem ein höfuðfors- enda byltingarinnar hafi verið sú, að ráða Makarios af dögum. Hann er löglega kosinn forseti eyjarinnar. 1 siðustu kosningum vann hann yfirburðarsigur yfir frambjóðanda Enosis. — Siðustu fréttir herma, að hann sé ekki aðeins lifs, heldur og sloppinn undan byltingarmönn- um frá eyjunni. Hætt er þvi við, að byltingar- stjórnin, sem þegar hafði skipað fimm ráðherra i gær til stjórnar eyjunni, verði harla völt i sessi, úr þvi aö svona tókst til. Fáir munu verða til að viðurkenna hana út á við. (Bretar höfðu þeg- ar i gær áréttað, að þeir litu á Makarios sem hinn eina lögiega forseta Kýpur, og hafði þó verið útnefndur þá Nicos nokkur Sampson, sem eftirmaður Makariosar). aimimiii Umsjón: G. P. Gizikis, forseti Grikklands (t.v.), hefur visaö á bug ásökunum um að Grikklandsstjórn eigi nokkurn hlut aö byltingunni á Kýpur. Hvað er að gerast ú eyjunni Kýpur?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.