Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 5
Vfsir. Fimmtudagur 1. ágúst 1974 5 P/NTB UTLOND S MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN Umsjón: BB/GP Fulbright hefur áhyggjur af Brezhnev J. W. Fulbright, bandariski öldungadeildarþingmaðurinn, varaði i gær við þvi á almennum fundi í Wasliington, að Banda- rikjamenn gerðu „óhóflega miklar kröfur” til Sovétmanna varðandi kjarnorkuvopn og ferðafrelsi Gyðinga, þvi að þær gætu leitt til þess, að Leonid Brezhnev yrði bolað frá völdum. Kæmi til þess, sagði Fulbright, sem er formaður utanrikis- nefndar öldungadeildarinnar, mundu „harðsviraðir kalda- strlðs öfgamenn” ná vöidum i Moskvu. Þeir mundu draga úr viðskiptum og bættri sambúð við Bandarikin, hætta þátttöku i aðgerðum til að takmarka vigbúnað, minnka skoðanafrelsi og banna brottför Gyðinga úr landi. Fulbright sagði, að „van- hugsaður þrýstingur til að auka frelsi og frjálsræði ibúa Sovét- rikjanna” gæti haft öfug áhrif. Hann benti á þá staðreynd, að á þessu ári hefðu 25% færri Gyðingar korhizt frá Sovét- ríkjunum en á sama tima i fyrra. Taldi hann þetta merki um óánægju Sovétmanna með þrýsting frá Bandarikjunum. Fulbrigt, sem ekki verður i endurkjöri til öldungadeildar- innar, þar eð hann tapaði i próf- kjöri i fylki sinu, mælti með aukinni samvinnu við Sovétrikin i framángreindum dúr á fundi, sem haldinn var i Kennedy Center i Washington. Hans Morgfenthau, prófessor i Chicago- háskóla, svaraði rökfærslu Fulbrights og sagði, að Sovétrikin hefðu notað bætta sambúð „sem hulu, og bak við hana héldu þau áfram að framfylgja gamalli og hefðbundinni stefnu sinni.” Morgenthau sagði, að Sovét- rikin vildu minnka spennuna i samskiptum sinum við Banda- rikin af þremur ástæðum: 1) vegna hættu á átökum við Kina, 2) til þess að bæta efnahag sinn og 3) I þvi skyni að draga úr gildi Atlantshafsbandalagsins. Fékk 5 ár Nú er nær Nixon forseta höggvið i Wátergatemálinu, þvi að 1 gær var handgengnasti starfsmaður og ráðgjafi hans, John D. Ehrlichma'n, dæmdur i allt að 5 ára fangelsi fyrir sinn þátt I þvi máli. Myndin hér var tekin, þegar þessi áður voldugi fulltrúi hitti fréttamenn á tröppunum utan dómhússins eftir pppkvaðn- inguna. 0 „Réttlætið mun ná fram að ganga. Ollum sökum á hendur' mér verður hrundið og mér verður veitt uppreisn æru,” sagði Ehrlichman við frétta- mennina. 200 mílur Verzlunarnefnd öldungadeildar Bandarikjaþings lýsti i gær yfir stuðningi við lagafrumvarp, sem miðar að þvi að færa lögsögu Bandarikjanna út i 200 sjómilur og vernda veiðar bandariskra sjómanna fyrir ágangi út- lendinga. í frumvarpinu erú ákvæði, sem mæla fyrir um það, að erlendir sjómenn, sem stundá veiðar inn- an 200 milnanna, skuli á hverjum tima fara eftir reglum, sem bandarisk yfirvöld setja. Banda- rikjamenn hafa lagt fram tillögur svipaðar þessum á hafréttarráð- stefnu 6ameinuðu þjóðanna. Innan Bandarikjaþings hefur rikt sá vilji hjá mörgum þingmönnum. Farinn af spítalanum Franco, einvaldur Spánar, sést hér koma út af sjúkrahúsi þvi i Madrid, þar sem hann hefur legið undanfarnar þrjár vikur — um tima mjög þungt haldinn. Franco þjáðist af blóðtappa i| fæti og leit út um tima sem læknarnir yrðu að taka af hon- um fótinn. A meðan fól Franco Juan Carlos prins, arftaka sin- um, völdin i hendur. SIMAMYND AP I Fangar rísa upp — en verðirnir leggja niður vinnu I enn einu fangelsi Frakka hafa fangarnir gert uppsteyt en lög- reglan bældi hann fljótt niður að þessu sinni. Um 200 fangar i Avignon áttu i útistiiðum við lögregluna og urðu margir sárir úr beggja hópi. Það er 44. fangelsið i Frakklandi, þar sem stofnað hefur verið til vand- ræða á siðustu 2 vikum. i kjölfar þessara uppþota tugt- húsfanga hafa verðir margra þessara hegningarhúsa efnt tii verkfalla eða yfirvinnubanns. Fangarnir krefjast betri að- búnaðar og endurbóta á fangels- unum, sem sum hver eru meira en aldargömul og flest öll allt of troðin. En fangaverðirnir krefj- ast launa á borð við lögreglu- menn. Yfirvöld vinna að áætlun um endurbætur i fangelsismálum, en fyrir einhverjar sakir hefur geng- ið hægt að hrinda henni i fram- kvæmd TYRKIR LEGGJA 2 ÞORP UNDIR SIG Tyrkneskar hersveitir hafa náð undir sig tveimur þorpum á Kýpur, eftir að vopnahléssamn- ingarnir voru undirritaðir I Genf. Tyrkneskur herforingi hefur látið orð falla á þann veg, að frá og með deginum i dag ætli Tyrkir að virða samkomulagið Enda þótt samkomulagið banni landvinninga út fyrir þau svæði, sem tyrkneski herinn hafði á valdi sinu á þriðjudagskvöld, þegar það var undirritað, sagði talsmaður Sameinuðu þjóðanna á Kýpur i gær, að tyrkneskir skrið- drekar og fallbyssur herskipa hefðu þá um daginn yerið notaðar til árása á þorpin Karavas og Rússar beita neitun Jacob Malik, fastafulltrúi Sovétrikjanna hjá SÞ, beitti i nótt neitunarvaldi á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þegar fjallað var um aðgerðir friðar- gæzlusveita þeirra á Kýpur. Tillagan, sem Malik felldi á þennan hátt, fjallaði ekki um annað en það, áð Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra SÞ var veitt umboð til að kanna nýjar skyídur gæzlusveitanna i kjölfar vopna- hléssamkomulagsins, sem undir- ritað var i Genf á þriðjudags- kvöld. t samkomulaginu er gert ráð fyrir þvi, að gæzlusveitirnar séu á hlutlausu belti á milli tyrkneska innrásarliðsins og grisku þjóðvarðliðanna. Þessar auknu skyldur sveitanna krefjast þess, að enn verði fjölgað I þeim. Er tillagan um umboð. til Waldheims kom fyrir öryggisráð* ið, fór Malik fram á frest, til að hann gæti beðið eftir nýjum fyrir- mælum frá Kreml. Þessari ósk var ekki sinnt og 12 riki i ráðinu samþykktu tillöguna, Kina sat hjá, Hvita-Rússland greiddi at- kvæði á móti, en Sovétrikin felidu hana með neitunarvaldi sinu. Bandariskir heimildarmenn telja, að Sovétmenn vilji jafnvel, að gæz-lusveitir SÞ fái meira vald •á Kýpur en gert er ráð fyrir i vonahléssamkofnulaginu. Þeir séu að r.eyna að koma málum þannig fyrir, að hermenn frá fylgirikjum Sovétrikjanna komist I gæzlusveitirnar. Malik sagði, að hann mundi ef til vilj endurskoða afstöðu sina til tillögunnar fljótlöga, en frestun á aðgerðum öryggisráðsins getur leitt til þess, að bardagar og skærur haldi enn áfram á Kýpur. Lapithos nokkrum milum fyrir vestan Kyreniu. Skothriðinni hefði lyktað með þvi, að grisku þjóðvarðliðarnir þar hefðu orðið að láta undan siga. Peter Arnett, fréttaritari AP i Kyreniu, segir, að lifið i hafnar- borginni sé að komast i eðlilegt horf. Það veki þó mesta athygli að viða séu verzlanir illa leiknar eftir ránsferðir tyrkneskra her- manna. Segir Arnett, að i gær hafi sumir tyrknesku her- mannanna enn verið i „verzlunarhugleiðingum” og tekið ferðaútvörp, úr og skárt- gripi ófrjálsri hendi i gluggum verzlana Foringjar i gæzluliði -Sam- einuðu þjóðanna segja, að* foringjar tyrkneska hersins. hafi enn enga stjórn á mönnum sinum eftir innrásina. GripcTeildirnar i Kyreniu eigi rætur að rekja til þess Dr. Xantos Chralambides varaborgarstjóri i Kyreniu, sem leitaði sér skjóls i Dom-hótelinu i bænum, þegar. innrásin var gerð, var mjög reiður út i Tyrkina: „Þeir fóru ekki aðeins rænandi og ruplandi um heimili mitt, heldur komu þeir einnig með logsuðutæki og brutu upp peningaskápinn minn og stálu öllu verðmætu þar.”. Stálu tóbaks- dósum Friðríks Prússakonungs Þjófar stálu verðmætum fyrir 4 milljónir króna úr hollenzka kastalanum, Huize Doorn, en i honum dvaldi Vilhjálmur II Þýzkalands- keisari i 23 ár, áður en hann dó i útlegð 1941. Ránsfengurinn samanstóð m.a. af 51 tóbaksdós, sem Friðrik mikli Prússakonungur hafði -safnað, gullúrum, dýrindis hringum, 15 fornum öskjum og tveim tignar- merkjum Vilhjálms. Lögreglan telur, að þjóf- arnir hafi komizt inn i kastalann, méðan verðirnir voru i mat. Kastalinn, sem er núna safn, var lokaður gestum. AGNEW FÆR BYSSU Spiro Agnew, fyrrum var'a- forseti Bandarikjanna, hefur sótt um og fengið byssuleyfi, en hann nýtur nú ekki lengur sérstakrar verndar ör- yggisvarða f o r s e t a - embættisins. 1 febrúar voru lifverðirnir frá ^ ■ honum teknir, ■ enda það langur timi liðinn, sið- Agnew an hann Var hefur áður varaforseti. verið sýnt tilræði. Agnew, sem hlotið hefur dóm að lögum, varð að sækja um sérstaklega til að fá byssuleyfi. Sagðist hann hafa orðið fyrir ágangi skuggalegra manna á landar- eign sinni, og var honum veitt leyfið. GREIÐA NIÐUR TE Stjórn Wilsons og Verka- mannaflokksins tilkynnti i gær, að hún hefði ákveðið að hefja niðurgreiðslur á uppá- haldsdrykk Breta, nefnilega tei. Shirley Williams neytenda- málaráðherra sagði, að niður- greiðslurnar hæfust i september og mundu nema 2 til 5 pencum á hvern fjórðungspakka punds. — Rikissjóður Breta greiðir niður brauð, mjólk og hveiti auk núna svo tesins. Bíla„sprengja" Bileigandi einn i Buenos Aires i Argentinu fékk dýra tilsögn i þvi, sem Argentinu- menn kalla „hryðjuverka- óttann'.’.i. Hann hafði orðið að skilja Við' bil sinn bilaðan, meðan hann sótti sér aðstoð. Skildi hann vélarhlifina eftir uppi til að skýra út. hvi bilnum væri lagt á rangan hátt. Þvi miður stóð billinn þá fyrir utan hús eitt, þar sem tveir framámenn stjórnmála i landinu ætluðu að eiga fund. Lögregluna grunaði, að i bilnum væri kannski sprengja hryðjuverkamanna og hóf rannsókn á honum. Þegar hún gat ekki opnað kistuna, sprengdi hún lokið upp með dýnamiti. prá flóðum i Pakistan I fyrra. FLÓÐ Á INDLANDI Flóð af völdum monsún- rigninganna eru talin hafa orðið 140 manns af fjörtjóni á Indlandi siðustu vikuna. Assam-fljótið hefur flætt yfir bakka sina og skolað burtu heilu sveitaþorpi. Rigningarnar eru óvenju- seint á ferðinni að þessu sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.