Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 01.08.1974, Blaðsíða 6
6 Visir. Fimmtudagur 1. ágúst 1974. visir titgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritsljörn: lteykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Hclgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Ilverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. 705 gegn sandi Sandgræðslan er langsamlega veigamesti þáttur landgræðsluáætlunarinnar, sem alþingi samþykkti á Lögbergi á sunnudaginn. 705 af 1000 milljón krónum áætlunarinnar renna i hlut sand- græðslunnar, sem er á vegum Landgræðslu rikisins i Gunnarsholti. Þetta fjármagn verður notað á næstu fimm árum og fer mestur hlutinn i sáningu og áburðar- dreifingu eða 515 milljónir króna. 65 milljónir króna fara i sandgræðslugirðingar, 40 milljónir i sandgræðsluflugvelli og tæki og geymslur á þeim, 45 milljónir i sandgræðsluáveitur og 40 milljónir i ýmislegt annað, svo sem landjöfnun, tæki, fræöflun og gróðureftirlit. Verkefnin, sem blasa við á þessu sviði, eru óþrjótandi. Höfuðáherzla verður lögð á að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu i byggð, það er að segja á þvi landi, sem er neðan við 400 metra hæð yfir sjávarmál. Á þessu svæði er nú eyðingin örust. En þetta er um leið það land, sem hag- kvæmast er til ræktunar. Aðgerðirnar miða fyrst og fremst að þvi að sá i foksvæði, loka rofabörðum og styrkja mótstöðu- afl gróðurs. í þessu skyni þarf að reisa samtals um 300 kilómetra af girðingum, þvi að reynslan hefur sýnt, að landgræðslan ber sjaldnast árangur, nema foksvæðin séu girt og friðuð. Á hálendinu er hefting jarðvegseyðingar örðugri og dýrari en á láglendi vegna lélegri gróðurskilyrða, snjóþyngsla, skorts á hæfum plöntum og mikils flutningskostnaðar. Viðast er hálendið þegar orðið örfoka. En þó á þar sér enn stað mikil gróðureyðing, sem ætlunin er að stöðva. Ágætur árangur hefur náðst á undanförnum áratugum i heftingu sandfoks. Samt er sandfok enn viða til tjóns, bæði á láglendi og hálendi. Stöðvun þess er að þvi leyti frábrugðin stöðvun annarrar jarðvegseyðingar, að komast þarf fyrir upptök foksins. Tilraunir með áveitur til að hækka grunnvatn, flýta fyrir uppgræðslu og stöðva jarðvegsfok lofa góðu um framtiðina. Vatnsskortur er viða aðal- orsök gróðurleysis, enda er jarðvegur viða gleypur og heldur illa vatni. Er ráðgert að beita áveitum i vaxandi mæli á næstu árum. Landgræðslan hefur nú til umráða tvær flug- vélar til fræ- og áburðardreifingar, en getur ekki nýttþær sem skýldi. Aðstöðu vantar á flugvöllum til geymslu og hleðslu á áburði og þar að auki vantar flugvelli við sum helztu dreifingarsvæðin. Úr þessu er ætlunin að bæta á áætlunartima- bilinu. Skortur á harðgerðum og hæfum plöntum til uppgræðslu hefur háð landgræðslustarfinu veru- lega. Mest af fræinu er fengið frá öðrum löndum: Melgrasið er undantekning frá þessu, enda hentar það vel islenzkum skilyrðum. Mjög nauðsynlegt er að afla meira melfræs og leita jafnframt að hæfum plöntum erlendis, er geti aukið tegundafjölda islenzku flórunnar. Fyrir utan allt þetta er ráðgert, að Land- græðslan styðji gróðurvernd og uppgræðslu á vegum sveitarfélaga og einstaklinga, einkum þar sem þröng er i högum. Jafnframt á að koma upp sérstöku gróðureftirliti á vegum Landgræðsl- unnar. Við vonum öll, að ákvörðun alþingis um fram- kvæmd þessarar miklu landgræðsluáætlunar beri góðan árangur i miklu starfi á næstu árum, svo að þjóðin megi sem örast greiða ellefu alda skuld sina við landið. —JK Bulent Ecevit Óumdeildur leiðtogi Tyrkja Fáir forsætisráðherrar i heiminum eru liklega 'meira metnir af þjóð sinni um þessar mundir en 1 Bulent Ecevit i Tyrklandi. Ferill hans undanfarna |daga hefur verið samfelld sigurganga. Þegar Ecevit skipaði tyrkneska hernum að gera 'innrás á Kýpur að morgni 20. júli, gat hann varla (búizt við þeim árangri, sem hann stendur nú iframmi fyrir. Herforingjastjórnin er fallin i Grikk- landi. Nikos Sampson, fyrsti forseti byltingar- ’stjórnarinnar á Kýpur, hefur orðið að vikja fyrir |Glafkos Klerides, sem um árabil hefur staðið næst , Makariosi og verið talinn eðlilegur arftaki hans á ’forsetastólnum. Klerides er sá stjórnmálamaður á >Kýpur, sem Tyrkir geta fellt sig bezt við. Með sam- |komulagi við Grikki og Breta um vopnahlé á , Kýpur hefur tyrkneska hernum verið tryggð ‘fótfesta þar og yfirráð yfir hafnarbænum Kyreniu. ^Margir draumar Tyrkja hafa rætzt og þeir standa inú betur að vigi en nokkru sinni fyrr, þegar þeir byrja i næstu viku viðræður um framtiðarskipan Imála á eyjunni A tæpum þremur sólarhringum i varö Ecevit, fyrrum listgagnrýn- andi, kominn I hóp stjórnmála- skörunga. Hann haföi endurvakiö þjóðarmetnaö Tyrkja og sýnt, að enn er full ástæða til aö taka tillit til þeirra á alþjóölegum vett- vangi. Hann haföi einnig sannað, að lýðræöislega kosin stjórn i \ Tyrklandi er ekkert neyðar brauð, heldur getur hún meö ein- beitni náð sinu fram, jafnvel með hervaldi. Með aðgerðum sinum hafði hann einnig öðlazt traust tyrkneska hersins, sem fór með l völd i landinu á undan honum og hefur löngum verið bakhjarl I rikisstjórna og stundum of afskiptamikill. „Ecevit hefur nú i raun tryggt sér forystu i landinu um langan I tima,” hefur fréttaritari The Times eftir tyrkneskum þing- 'manni. Forsætisráðherrann myndaði stjórn eftir þingkosn- ' ingar i Tyrklandi 14. október s.l. Flestir höfðu spáð hægri ^sinnuðum flokki Demarils, , fyrrum forsætisráðherra sigri. > Svo fór þó ekki. Sósial-demókrat- . iskur flokkur Ecevits vann á. I Eftir kosningarnar varð stjórnar- , kreppa, sem leystist ekki fyrr en I Ijanúar, þegar Ecevit myndaði , stjórn með Þjóðlega hjálpræðis- hlokknum. Það er nýgræðingur i , tyrkneskum stjórnmálum, sem ‘ byggir einkum stefnu sina á boð- ,skap Kóransins. Stjórnarsam- ‘ vinnan hefur ekki alltaf einkennzt ,af samhug. Til dæmis hefur 'komið upp ágreiningur um , framtið Kýpur. Necmettin Er- ‘bakan, leiðtogi Hjálpræðis- iflokksins, hefur lýst þvi yfir, að eina varanlega lausnin sé skipting eyjarinnar. Ecevit vill hins vegar, að Kýpur verði sambandsriki, þar sem þjóðar- brotin fái meiri sjálfsstjórn en nú er. Eftir innrásina á Kýpur hafa allar gagnrýnisraddir i garð Ecevits verið mjög lágværar. Þó hafa einstaka aðilar skammað hann fyrir að hafa verið of fljótur llllllllllll m umsjón BB að fallast á vopnahlé á eyjunni. Tyrkir hafi ekki verið búnir að koma sér nógu vel fyrir, þegar það gerðist. Eftir að vopnahléð komst á, hafa liðsflutningar Tyrkja engu siður haldið áfram til Kýpur. Það er fyrst nú við vopnahléssamningana, sem þeim verður hætt. Sagt er, að nú séu um 40000 tyrkneskir hermenn á eyjunni með 300 skriðdreka. Bulent Ecevit hefur sagt, að með þvi að flytja aukið lið til Kýpur hafiTyrkir verið að styrkja sigur sinn. Auðvitað hefur hann notið stuðnings þjóðar sinnar við það. Ýmsir eru strax byrjaðir aö likja Ecevit við Atatiirk, föður Tyrklands. Hlutverk hans verði aðendurreisa gamla reisn Tyrkja og virðingu. Fréttaritari The Times segir, að öllu nær sé þó að likja honum við Willy Brandt eða Bulent Ecevit, óumdeildur leiðtogi Tyrkja. John heitinn Kennedy. Hins vegar sé Ecevit liklega harðari I horn að taka en þeir báðir, ef marka megi ummæli vina hans. A bak við bros hans leynist járnvilji. Fyrir 10 dögum eða svo var þessi litli maður með yfirvarar- skeggið litt þekktur utan Tyrk- lands. Bandarikjamenn höfðu að visu kynnzt hörku hans I sambandi við deiluna út af ræktun valmúans i tyrkneskum sveitum. í þvi máli gekk Ecevit fram af fullri hörku þrátt fyrir blíðmælgi og hótanir bandariskra stjórnvalda, sem óttast aukna eiturlyfjaneyzlu I landi sinu i kjölfar valmúans. Hvað vita menn um þennan tæplega fimmtuga mann? Hann býr i látlausri Ibúð á fjórðu hæð i sambýlishúsi 1 Ankara ásamt konu sinni, sem hann kynntist á námsárum sinum. Þau hjónin hyggjast flytja úr leiguibúðinni á næsta ári i eigið hús. Hann hefur neitað að flytja inn i forsætisráð- herrabústaðinn, sem fylgir embætti hans, og hann hirðir ekki heldurum Cadillacinn, sem hann hefur til umráða. Sem forsætis- ráðherra eru árstekjur hans um ein milljón króna. Hann hefur sjálfur sagt, að hann hafi átt rúmlega tiu þúsund krónur i banka, þegar hann varð ráð- herra. Þau hjónin eru barnlaus. Móðir hans er þekktur málari. Faðir hans var læknir. Strax eftir strið var hann blaðafulltrúi tyrkneska sendiráðsins i London. Hann stundaði nám i Bandarikjunum og sótti meðal annars tima hjá dr. Henry Kissinger. Ecevit yrkir ljóð og hann hefur þýtt ljóð T.S. Eliot á tyrknesku. Hann er einnig vel að sér i sanskrit. Eitt þekktasta ljóð hans er um vináttu Grikkja og Tyrkja. Það var skrifað, þegar hann var nýlega orðinn tvitugur. í þvi kemur meðal annars fram, að engir séu betri vinir en Tyrkir og Grikkir, þegar þeir eru staddir fjarri ættlöndum slnum. Erlendir blaðamenn I Ankara hafa hrifizt af persónutöfrum Ecevits og gáfum hans. „Hann er yndislegur maður”, sagði erlendur stjórnarerindreki, „kannski of góður til að vera stjórnmálamaður.” Stjórnmálin eiga hug Ecevits allan. Hann hefur einbeittur fikrað sig áfram til forystu i flokki sinum. „A heimili okkar er ekki talað um annað en stjórn- mál,” segir kona hans. Bulent Ecevit hefur tryggt stöðu sina I tyrkneskum stjórn- málum á þann veg, að nú virðist sama hvað gerist á Kýpur, hann ætti að geta endurnýjað umboð sitt meðal þjóðarinnar og tryggt henni sterka lýðræðisstjórn eftir langt timabil flöktandi stjórna. Alls staðar þar sem Ecevit fer^im þessar mundir fagnar mannfjöldinn honum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.