Vísir - 02.08.1974, Side 1

Vísir - 02.08.1974, Side 1
 .'' { m -- . . - . ' ■; - .- ' 64. árg. — Föstudagur 2. ágúst 1974 —139. tbl. Gullblll ígöngugötu Fólk rak i rogastanz, er þaö sá - þennan gullbil, fyrir framan Útvegsbankann I gær. Var þaö bankastjórabillinn? Nei, hann stóö I sambandi viö högg- myndasýningu sem opna á kl. 4 i dag i Austurstrætinu. Göngu- gatan fær þvi nýjan svip um tima og fólk getur þar nú spókaö sig innan um listina JB/BJ.BJ. hhsshbhhbh Ný stjórnlög í Grikklandi - þjóðin ókveður framtíð konungs - sjó bls. 4 Bandaríkin hafna tillögu íslands og 8 annarra rikja sjó bls. 5 Listamenn á þjóðhátlðarári: Skúlptúr Ásmundar ogveglegur silfurhnífur - BAKSÍDA Nýjar kosningar i Bretlandi? sjá grein á bls. 6 KEFLA VÍKURSJÓNVARPINU LOKAÐ í ÞESSUM MÁNUÐI — sendingar þá takmarkaðar við herstöðina eina ,,Jú, það er rétt, og ég veit ekki betur en að það sé verið að vinna við að koma upp þessari nýju stöð og að hún geti tiltekið til starfa i þessum mánuði,” sagði Einar Ágústsson, utan- rikisráðherra, þegar Visir hafði samband við hann i morgun. Erindið var að forvitnast um það, hvort það væri rétt sem frétzt hefur, að lokað yrði algjör- lega fyrir sjónvarp Bandarikja- hers á Keflavikurflugvelli til Islendinga. Utanrikisráðherra vildi ekki segja nákvæmlega til um, hvenær af þessu yrði, en það verður þó i þessum mánuði, og hafa sumir nefnt tvær vikur i þessu sam- bandi. Nýja stöð eða ný tæki þyrfti, til þess að hægt væri að framkvæma þetta svo vel færi. Þegar við spurðum utanrikisráðherra að þvi, hvort ibúar i Keflavik eða t.d. i Njarðvikum sæju ekki sjón- varpið, svaraði hann þvi til, að út- sendingar ættu að takmarkast við herstöðina. Það fara þvi að verða siðustu forvöð fyrir menn að stytta sér stundirnar við ameriska sjón- varpið. —EA Otaði byssu og sagðist vera frá lögreglunni Með lögregluskilti i annarri hendi og skambyssu i hinni gekk maöur um miðbæinn i gær. liann haföi þessi tæki ekki mikiö á lofti, en sýndi þau, þegar hann þurfti á fyrirgreiöslu aö halda inni i búöum eða fyrirtækjum. Lögreglan handtók manninn, sem var ofurlitið ölvaður, þegar hann var tekinn. Skammbyssan lltur út eins og ekta skamm- byssa, en við rannsókn kom i ljós, að þetta var loftbyssa, skotlaus. Maðurinn kynnti sig sem lög- reglumann, þegar hann kom inn i verzlanir og fyrirtæki, og sýndi um leið lögregluskiltið, sem er húfuskilti, og byssuna. Fólki brá að vonum við og var kallað á lögregluna. Maður þessi er utan af landi. Hann sagðist hafa aflað sér lög- regluskiltisins þegar hann ók sjúkrabil úti á landi. Mál þetta er i rannsókn. —ÓH Öskukallarnir í kjól og hvítt í tilefni þjóðhátiöarinnar ger- ir fólk sér gjarnan dagamun og skartar sinum finustu klæöum. Svo var þvi einnig fariö um tvo öskukalla, sem Visismenn ráku augun i I morgun. Þetta voru nú raunar bara skólastrákar, sem hafa þetta fyrir sumaratvinnu og höfðu fundið þessi ágætu kjólföt I ruslatunnu við eitt fjölbýlis- húsiö.Tveir finir iafajakkar oru i tunnunni og strákarnir gátu auövitaö ekki látið hjá liöa aö bregöa þeim yfir sig. Annar var þó smeykur, er hann sá Ijósmyndarann, en hann Þorgeir lét sér hvergi bregða þó sumir gætu kannski hneykslazt. JB/Bj. Bj Vínbúðalokunin dreaur dilk á eftir sér 100% nýting á fangageymslum Áfengisbúðalokunin fyrir þjóðhátiðina á Þingvöllum virðist hafa þurrkað kverkar margra svo mikið, að þeir hafa haft sig alla i frammi við að bleyta upp i þeim, eftir að vin- búðirnar voru opnaðar á mánudag. Allar nætur siðan hefur verið fullt hús i fangageymslum lögreglunnar. Fyrst var haldið á þriöjudaginn, að þetta væru bara þeir mest aðframkomnu, sem létu svona. En drykkjan hefur haldið áfram og siðast i nótt var mjög mikið að gera hjá lögreglunni. Þurfti jafnt að sinna fólki vegna fylliris i heimahúsum og á götum úti. Lokunin hans Halldórs E. virðist þvi litið annað en stundarfriður i einn dag á Þing- völlum, sem siðan kemur svona harkalega út hjá Reykvikingum a.m.k. Því má samt ekki gleyma, að oft eru margir utan- bæjarmenn ölvaðir i bland innan um borgarana, svo þeim er ekki um allt að kenna.—OH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.