Vísir - 02.08.1974, Síða 3
Visir. Föstudagur 2. ágúst 1974.
3
Sýnmgin „íslenzk myndlist í 1100
ár" á Kjarvalsstöðum
eldri deildina. Hefst leiðsögn laugardögum og sunnudögum
hans kl. 17.30. kl. 14—22. Lokað er á mánu-
Sýningin er opin frá þriðju- dögum.
degi til föstudags kl. 15-22 og á — EVI —
Hafgýgur af Ströndum.
Ámundi bœfir
skap þeirra
sem vilja
útiskemmtun
„Tók oð sér"
útiskemmtun
í Vatnsfíröi
„Það var eiginlega ekki klárt,
að við gætum haldið þessa hátið
fyrr en á mánudag. Við biðum
eftir svari við þvi, hvort við
fengjum löggæziu úr Reykjavík,
og á mánudaginn fengum við
það svar, að við fengjum enga
lögregluþjóna þaðan. Við þurft-
um þó ekki að hætta við
hátiðina, þvi að við fengum að
endingu lögregluþjóna frá Isa-
firði og úr Hafnarfirði, samtals
19 menn”.
Baldur Magnússon, starfs-
maður á umboðsskrifstofu
Ámunda Amundasonar fræddi
okkur á þessu, er við spurðumst
fyrir sumarhátiðina, sem
Amundi stendur fyrir i Vatns-
firði um verzlunarmanna-
helgina. Amundi sjálfur var
ekki við, þvi að hann var á
leiðinni i Vatnsfjörð.
,,Ég veit, að það var lagt i
mikinn kostnað vegna þjóð-
hátiðarinnar, sem var haldin i
Vatnsfirði. Þar var lagður
vegur og bilastæði, byggð sal-
erni og vatnsveita, og leiksvið
fyrir skemmtiatriði. Okkur þótti
ótækt að nýta þessi mannvirki
ekki betur en tvo daga fyrir eina
þjóðhátið. Ámundi komst að
samkomulagi við þjóðhátiðar-
nefndina á Vestfjörðum og land-
eigandann, gegn einhverjum
skilmálum, sem mér eru ekki
kunnir”, sagði Baldur einnig.
Amundi tók að sér að sjá um
þessa útiskemmtun, sem hann
nefnir „Sumarhátið i Vatns-
firði”. Nafnið minnir óneitan
lega á Sumarhátið i Húsafelli,
en hún verður ekki haldin að
þessu sinni, frekar en aðrar úti-
skemmtanir. Eina úti-
skemmtunin fyrir utan þessa i
Vatnsfirði er i Hrafnagili, rétt
fyrir utan Akureyri. Hún er á
vegum templara
Baldur Magnússon sagði, að
þrjár hljómsveitir myndu spila
á hátiðinni, föstudag, laugardag
og sunnudag, hljómsveitirnar
Hljómar, Haukar og Brimkló.
Þá verða einnig skemmtiatriði
Hann sagði, að þeir byggjust við
flestum af Vestfjörðum og af
Norðurlandinu á hátiðina. Frá
Reykjavik til Vatnsfjarðar er
411 km leið, sem tekur um sjö
klukkutima að aka. —ÓH
Pétur Östlund
í samnorrœnni
iasshljómsveit
STAFPRIK UMSJONAR-
MANNSINS Á LOFTI
og ferðafólkið játaðist undir reglur Skaftafells
Pétur Östlund er einn þeirra 5
jasstónlistarmanna, sem
ákveöið er að mynda saman
samnorrænan jasskvintett.
Tónlistarmenn frá öllum Norð-
urlöndunum, sem sóttu jass-
hátið i Molde i Noregi, ákváðu
að reyna að stofna slikan
kvintett, sem þá kæmi fyrst
fram á Norrænu tónlistar-
hátiðinni i Kaupmannahöfn
dagana 3. til 9. október.
Hinir meðlimir kvintettsins
verða tenórsaxófónleikarinn
Knut Riisnæs frá Noregi, gitar-
leikarinn Jukka Tolonen frá
Finnlandi, pianóleikarinn Ole
Koch Hansec frá Danmörku og
bassaleikarinn Kjell Jansson
frá Sviþjóð. Allt eru þetta vel
þekktir tónlistarmenn i he'ima-
löndum sinum og utan þeirra.
Tvær milljónir verða lagðar
fram af Nomus, norræna tón-
listarsamstarfinu, til hins
væntanlega kvintetts. Meðlimir
kvintettsins voru valdir af
mikilli kostgæfni og þau skilyrði
sett að þeir lékju nýjan jass,
væru sviðsvanir og ekki eldri en
35 ára.
í Allir hinir útvöldu tónlistar-
? menn mættu með eigin hljóm-
1 sveitir á tónlistarhátiðinni
• •
siðastliðinn miðvikudag og gátu
þá hlustað hver á annan leika og
ákveðið.hvort þeir vildu stofna
saman hljómsveit.
Allir voru þeir ánægðir með
hugmyndina og glaðir yfir
væntanlegu samstarfi. Auk tón-
listarhátiðarinnar i Kaup-
mannahöfn munu þeir leika á
ýmsum hljómleikum og leika 3
daga i jassklúbbnum f
Monmartre.
„Það er nú rólegt hérna eins og
er og hefur heldur dregið úr
umferðinni. Umgengni hefur
verið nokkuö góð,” sagði ólafur
Guðmundsson, eftirlitsmaður á
Skaftafelli, þegar blaðið hafði tal
af honum i gær.
Á Skaftafelli eru tvö tjaldstæði.
Er strengdur kaðall i kringum
sáðsléttu og leggur fólk bilum
sinum fyrir utan, en tjaldar fyrir
innan. Annað svæðið er ætlað
fólki, sem kemur með áætlunar-
bilum, i hópferðum eða á
puttanum, en hitt, sem er austur
undir landamerkjum Svinafells,
en samt i Skaftafellslandi, er
ætlað fólki á einkabilum. Olafur
sagði, að eitthvað hefði borið á
óánægju hjá fólkinu á einka
bllunum með tjaldstæðið og þá
helzt, af þvi að það væri ekki
nálægt skóginum. Þess bæri þó
að gæta, að þetta væri aðeins
bráðabirgðasvæði.
Oddur Jónsson, útibússtjóri
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga,
sagði, að talsvert bæri á þvi, að
fólk tjaldaði á hinum og þessum
stöðum i öræfunum og væri
umgengni góð, en gróður væri
alltaf i hættu við umferð bila og
likur á, að eftir þá mynduðust
slóðir. Geysilegur fólksstraumur
he.fði verið um sveitina allt frá þvi
I júni.
Ekki eru allir jafnánægðir með
ferð sina að Skaftafelli, eins og
sága sú, sem við lásum i Degi, ber
með sér. Hópferðafólk stóð hjá
tjöldum sinum og heyrði og sá
eftirfarandi: Fólksbil bar að og
forsjá fjölskyldunnar hugðist
einnig tjalda þar. Umsjónar-
manninn bar þar einnig að og
tjáði hinum nýja gesti, að hér
fengi aðeins hópferðafólk að
tjalda og visaði honum á annan
stað. Maðurinn sagðist hvergi
fara og tjalda hér, hvað sem hver
segði. Umsjónarmaðurinn sagði,
að menn yrðu að fara eftir settum
reglum. er hann sæi um aö fram-
fylgja. Sagðist gesturinn álita. að
til þess að reka sig af þessum stað
yrði hann að fá nokkurn liðstyrk.
Ekki áleit umsjónarmaður það og
hóf stafprik sitt á loft. Komu þá
farþegar út úr bilnum, báðust
afsökunar og sögðust yfirgefa
staðinn. Ekki var laust við að
hópferðafólkið hefði gaman af
þessum orðræðum. —E\ I
POLAROID SX-70
//
ONDVEGIS"STAURAR
FORÐAST REYKJAVÍK
59 þeirra hafa fundizt, en enginn á slóðum landnámsmannsins
„Af þeim 10 staurum, sem
hent var út frá Ingólfshöfða,-
hefur enginn fundizt enn. Við
erum búnir að endurheimta 59
af þeim 110, sem upphaflega
fóru i sjóinn, en það veldur
okkur nokkrum vonbrigðuin að
alla rekur þá meira og minna til
austurs eða norðausturs. T.d.
hefur staura rekið allt frá
Stokksnesi og að Norðfjarðar-
horni. Aörir hafa fundizt út i sjó,
verið athugaðir og kastað út
aftur.”
Þetta sagði Svend-Aage
Malmberg hjá Hafrannsóknar-
stofnuninni, er við töluðum við
hann i morgun.
Það eru straumar og vindar
og þó aðallega vindar, sem
staurarnir berast með að
landinu. Þeir staurar, sem hent
var út nálægt ölfusárósum, fóru
beint upp á Loftsstaðafjöru milli
ölfusár og Þjórsár. Þá, sem
hent var út i kringum Vest-
mannaeyjar, rak upp i Mýrdal
eða á Landeyjasand. Frá
Reykjanesi rak 5 nálægt
Grindavik, en 1 i nýja hraunið i
Vestmannaeyjum.
Svend-Aage sagði, i að gaman
væri, ef fólk gengi á fjörur á
þjóðhátíðinni og leitaði að
staurunum. Sérstakur heiðurs-
peningur er i verðlaun fyrir að
skila staur og margir af
staurunum eru skreyttir með
koparskjöldum með upphafs-
stöfum skipverja á Bjarna
Sæmundssyni, en það var i vor-
leiðangri hans, sem staurunum
var fleygt út. Jafnvel eru
málaðar rósir á suma , en
annað hvort eru þeir rauðir eða
hvitir að lit.
Þó að enginn staur hafi borizt
að landi i Reykjavik, sannar það
ekki, að sagan um öndvegis
súlur Ingólfs sé röng.
Hafis rak með straumnum frá
Austurlandi með suðurströnd-
inni fyrir Reykjanes og inn i
Faxaflóa árið 1695.
—EVI
Fyrsta sendingin af POLAROID SX-70 var
aö koma.
Þessi vél er án nokkurs vafa stórkost-
legasta nýjung i ljósmyndatækni siðustu
ára.
Sjálfvirkni hennar og fullkominn tækniút-
búnaður á sér enga liliðstæðu.
Aðeins örfúar vélar komu í þessari
fyrstu sendingu
Fást i Reykjavik hjá
HANS PETERSEN MYNDIR HF.
Bankastræti Austurstræti 17
Simi 14377.