Tíminn - 25.02.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. febrúar 19G6
TÍMINN
ARABIU LAWRENCE
ANTHONY NUTTING
f
gai,» „reytt honum til þess, sem hann áleit sjálfum sér
mjög hættulegt. Hann óttaðist sjálfur valdagræðgina og var
ekki enn laus við hana. Það sýna ferðir hans til Parísar,
Kairó og Transjórdaníu. Hann vissi af þessu manna bezt
vann að því að öðrum yrði ógjörlegt að kveðja hann til
valdamikilla starfa.
Erfiðleikar hans voru því meiri, þar eð hann gat aldrei
talað um þá við aðra. Ef hann hefði lifað nú á dögum er
óvíst að hann hefði leitað til sálfræðings. Hann reyndi þvi
að lækna sig sjálfur með því að ganga í flugherinn, þar
sem hann bjóst við að geta fundið félagsskap eins og hann
fann með Aröbum á styrjaldarárunum, félag við Þá ein-
földu og eðlilegu. Þar myndi hann finna öryggi og hann
myndi gleyma martröð sjálfslygi og ábyrgðar styrjaldarár-
anna.
í fyrstu varð hann fyrir vonbrigðum. í stað þess að finna
þá einföldu og eðlilegu, fann hann ruslaralýð, og liðsfor-
ingja, sem hann gat ekki virt. Hann gat ekki horfið það-
an, hann var horfinn Aröbum fyrir fullt og allt. Þegar
hann var látinn fara vissi hann að hann yrði að komast
aftur í flugherinn til þess að læknast að fullu. Hann naut
þess að þjást líkamlega og andlega. Ruddaskapurinn og
áreynslan veittu honum nautn. „Það er fátt sem róar meir,
en það að vera skipað af fíflum“. Hann skrifaði Curtis, „að
sjálfskvalalostinn væri ástæðan fyrir þvi að hann væri í
hernum og sjálfsauðmýkingin væri ástæðan að því að hann
kysi að vera óbreyttur hermaður.
Hvaða ályktanir á að draga að sögulokum? Tókst lækn-
ingin, eða var hann niðurbrotinn, þegar hann hvarf úr hern-
um? Það er vafasamt að lækningin hafi gert honum fært að
starfa og taka sér ábyrgðarstöðu. Han vildi sjálfur að menn
héldu að hann myndi koma aftur. Hin barnalegu látalæti
hans um að honum hefði verið boðin ráðherrastaða, land-
stjórastaða og aðrar ábyrgðarmiklar stöður voru sprottnar
af þessari löngun. En ótti hans við að yfirgefa „klaustrið"
og taka til starfa og sannfæring hans um að lífinu væri
lokið benda ekki til neins áhuga á starfi og ábyrgð.
Eins var sú gáfa hans, sem veiklaðist ekki, eða beint
var í öruggari farveg, vald hans yfir öðrum og forystuhæfi-
leikar hans. Hann óttaðist mjög þessa hæfileika en nú nýttust
þeir til aðstoðar og leiðbeiningar fyrir vini hans gamla og
nýja. Hann skildi erfiðleika þeirra og sýndi þeim samúð
sem jókst við eigin raunir. Hann leiðbeindi þeim til þeirra
átta, sem bezt hæfðu eðli þeirra og þörfum. Þeir eru ekki
fáir, sem þakka honum skilning, hvatningu og leiðsögn á
þeirri leið, sem hann villtist á sjálfur. Fáir hafa komizt
betur að orði um þetta en Gertrude Bell: „Hann tendraði
eld í köldum herbergjum“.
Endir.
C The New Amerlean Llbrarv
UNDIR
43
Hann lá undir rhododendronrunn
unnum.
— Er einhver hér, sem á
hann?
Hún leit á Vonnie.
— Sýnilega ekki. Fenella á
enga dragt eða kjóla með svona
hnöppum og Myra segist ekki
eiga hann heldur.
— Þú verður að sýna Vachell
lögreglufulltrúa hnappinn, sagði
Joss.
Fenella varð áköf.
— Kannski stendur hann í eim
hverju sambandi við hina leyndar
dómsfullu konu, sem sást í garð
inum, kvöldið, sem Felix frændi
var myrtur.
— Og á hinn bóginm er alls
ekki víst að svo sé, greip Joss
fram i. En það er sjálfsagt, að
lögreglufulltrúanum sé sagt frá
því.
— Sko, Rhoda tók hnapp-
inn upp úr veskinu sínu. Er
hann ekki snotur?
Vonnie hélt niðri í sér andan-
um. Enginn — nema hún og
Rhoda höfðu séð dragtina.
— Ef manni geðjast að svona
skrauthnöppum, þá er hann fal-
legur, sagði Fenella kæruleysis-
lega. Persónulega finnst mér
ekkert til um svona. Ég vil ein-
föld föt og óbrotin . .Svo leit
hún andartak á Vonnie og
glennti upp augun. Andartak virt
ist hún ætla að segja eitthvað, svo
sneri hún sér að Ralph og rétti
fram höndina.
— Gefðu mér sígarettu.
Vonnie velti fyrir sér, hvers
vegna Fenella hefði horft svona
rannsakandi á hana. Hún hlaut
að hafa séð hnappana á dragtinni.
Kannsk: hafði hún verið inni í
herbergi hennar og snuðrað í fata
skápnum hennar til að sjá, hvers
FÖLSKU
mm
konar fatnað hin kanadíska
frænka hennar átti. Fenella og
Rhoda höfðu báðar séð hnappana
— og báðar gátu orðið hættuleg
ar, ef þær kusu að vera fjendur
hennar.
Fenella sagði ekkert. Hún hall
aði sér aftur á bak í stólnum og
lét færa sér ískaldan drykk og
rausaði dálítið um veðrið, sem
virtist ekki ætla að breytast .
— Það er alveg vonlaust
mál veðurfarið hér. Einstaka sinn
um gengur hitabylgja yfir, svo að
allir eru að kafna og svo er hvass
viðri og rigning, og allir segja, að
það sé þess vegna, sem enskar
konur hafa fallega húð, — nei,
má ég þá biðja um almennilegt
veður, því að fallega húð getur
maður hvort eð er keypt í hverri
einustu snyrtivöruverzlun.
Allir hlógu. Það var eitt af fá-
um skiptum, síðan hún kom hing-
að, að hlátur hafði heyrzt í hús
inu, hugsaði Vonnie. Það var dá-
samlegur léttir að því.
En Fenella sá um að kætin
stæði ekki lengi.
— Joss frændi, manstu eftir því
að þú málaðir myhd af Myru, þeg-
ar hún var lítil?
— Já, það gérði ég reyndar?
Mér þætti gaman að vita, hvar
hún er.
— Hún hlýtur að vera einhvers
staðar í vinnustofunni, sagði Fen
ella — eins og hún vissi það ekki.
Hafði kannski ekki hún og Ralph
leitað að því og fundið það!
— Ég verð að finna það. Hann
brosti til Vonnie.
— Þætti þér gaman að sjá,
hvernig þú leizt út, þegar þú
varst smástelpa? Hárið á þér var
miklu ljósara, næstum gull-
litað. En hárið dökknar oft með
árunum. Þú hafðir fallega húð
— og það hefurðu enn — og
varst óttaleg vargabytta.
FLAGGI
MAYBURY
— Á ég að fara og vita, hvort
ég finn málverkið? spurði Fen-
ella mjög svo greiðvikin.
— Nei, ekki núna. Við skul-
um ekki hreyfa við neinu. Kann-
ski lögreglan vilji fá að rann-
saka betur þar.
— Hafa þeir ekki fjarlægt inn-
siglið? spurði Ralph.
— Jú. En það getur vel verið,
að við myndum eyðileggja fyrir
þeim einhverjar vísbendingar, ef
við færum að róta þar.
— Rhoda gengu þar inn og
út, sagði Fenella. Gæti hún ekki
eyðilagt eitthvað, þegar hún
þurrkar af?
— Það efast ég um, svaraði
Joss áhyggjulaust og hallaði sér
að sjónvarpstækinu og skrúf
aði frá.
— Hvað er á dagskránni í
kvöld, spurði Fenella fýlulega.
— Stjómmálaumræður.
— Úff! Hún reis upp og tók
glasið sitt. Það nenni ég ekki að
horfa á! Kemur þú Ralph?
— Mig langar til að fylgjast
með þeim, ef frændi þinn hefur
ekki á móti því.
— Síður en svo! Hvað segir þú
Rhoda?
— Ég hef áhuga á stjórnmál-
um, sagði hún.
— Mér finnst stjórnmál alveg
dauðans leiðinleg, lýsti Fenella
yfir. Komdu Myra, við skulum
koma inn í garðstofuna.
Því ekki það eins og hvað ann-
að hugsaði Vonnie og tók með sér
appelsínusafann sinn.
Fenella hlammaði sér niður í
garðstól og Vonnie settist í flugga
kistuna.
— Sígarettu?
— Nei, þakka þér fyrir.
— Þú ert gestur hér. Hvað held
urðu um Rhodu?
— Hún er mjög iagleg og mjög
dugleg.
— Ó, já, því verður ekki neit-
að. En allir listamenn hafa ein-
hverja skuggalega konu í lffi
sínu. Frændi hefur sína, þar sem
Rhoda er!
— Hvers vegna segirðu það? Jó
auðvitað — þú meinar af því að
þú heldur hann hafi þekkt hana
fyrir mörgum árum og ....
— Og hann var ástfanginn f
henni — eða átti að mjnnsta kosti
ævintýri með henni? Ég var að
hugsa um — hvernig hún kom
með hnappinn þarna áðan.
— Ég skil ekki...
— Feneila kipraði augun.
— Hún vonaði, að með þessu
gæti hún upplýst, hver kon
an væri, sem Greta sá í garðinum
um kvöldið.
— Vonar þú ekki líka — að
það hafist upp á henni? sagði
Vonnie og varð að taka á því, sem
hún átti til, svo að ekki bæri á
óttanum, sem þessar umræð-
um vöktu með henni.
— Já, en hvernig hún gerði
það. Eins og hún hefði ákveðið
dramatíska afhjúpun, — eins og
þetta væri óskaplega þýðingar-
mikið, að allir væru viðstaddir
þegar hún sýndi hnappinn.
— Hún — Rhoda — hafði áður
sýnt mér hann.
— Hvað þá! Fenella greip um
glasið og svolgraði stórum. Hún
horfði á Vonnie, meðan hún
drakk.
Augnaráð hennar sannfærði
Vonnie um, að Fenella vissi, að
hún átti dragt með litlum mál-
uðum glerhnöppum. En hún varð
að tala um þetta, eins og hún
hefði ekki hugmynd um, að Fen
ella hafði séð hana. Eins og hún
skemmti sér hálfvegis yfir þessu.
— Hún sýndi mér hann sjálf
sagt vegna þess, að ég á dragt með
svona hnöppum. Hún hefur sjálf
sagt haldið, að ég hafi týnt hon-
um. En það vantar engan hnapp.
— Skrítið. Ég býst við — hún
beit á vör sér og starði niður í
gólfið.
— Býstu við hverju?
— Býst við, að hún hafi fund-
ið hann, þar sem hún sagði, átti
ég við.
— Því skyldi hún segja ósatt
um það?
n
Fenella leit á hana full fyrirlitn
ingar.
— Hún gæti haft margar ástæð
ur fyrir því!
— Ég er seinni að hugsa, Þú
verður að útskýra, hvað þú mein-
ar.
— Mjög áríðandi er, að hún
getur hafa komizt yfir hnappinn á
annan hátt og svo SAGT., að hún
hafi fundið hann í garðinum. Hú»
gæti meira að segja sjálf hafa sett
hann þar og vonað, að einhver
tæki ef tir honum.
— Hvers vegna?
— TiJ að flækja þér x málið,
væna mín! sagði Fenella þreytu
lega. Eða ef þú vilt að ég tali
enn berar — til að leiða tor-
tryggni frá sjálfri sér.
— En þú grunar þó ekki
Rhodu?
— Jú, sagði Fenella hiklaust.
Vonnie starði á hana. Loks var
ein manneskja, sem vogaði sér
að tala hreint út, hafði kjark
— eða ósvífni — til að nafn-
greina þá, sem hún grunaði.
— Þú mátt ekki misskilja mig,
sagði Fenella rólega, Ég gruna
alla — meira að segja þig og Joss
frænda. Hvern einasta. Það hlýtur
að vera einhver. Og ef þú vilt, að
ég sé alveg hreinskilin, — þá
vildi ég langhelzt, að það væri
Rhoda.
— Þetta er hræðilegt!
— Ekki eins hræðilegt og sú
staðreynö ,að Felix frændi er dá-
inn!
ÚTVARPIÐ
Föstudagur 25. febrúar.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
isútvarp.
13.15 Lesin
dagskrá nœstu
viku. 13.30 Við vinnuna: Tónleik
ar. 14.40 Við, sem heima sitjum.
Sigríður Thoriacius les skáldsög
una „Þei, hann hlustar" eftir
Sumner Locke Elliot (18). 15.00
Miðdegisútvarp. 16.00 Siðdegisút
varp. 17.00 Fréttir. 17.05 Stund
fyrir stofutónlist. Guðmundur W.
Vilhjálmsson kynnir tónverkin.
18.00 Sannar sögur frá liðnum öld
um. Sverrir Hólmarsson ies sög-
una um orustuna við Maldon. 18.
20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.
Kvöldvaka. 21.30 Útvarpssagan:
Dagurinn og nóttin" eftir Johan
Bojer. Hjörtur Pálsson tes. 22.00
Fréttir og veðurfregnir. Lestur
Passíusálma (16. 22.20 íslenzkt
mál. Dr. Jakob Benediktsson flyt
ur þáttinn. 22.40 Næturhljómleik-
ar: Sinfóniuhljómsveit íslands
leiikur. Stjórnandi: Bodhan Wod-
iczko. 23.25 Dagskrárlok.
morgun
Laugardagur 76. febrúar.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis
jútvarp.
13.00 Óska-
llög sjúklinga.
Kristín Anna Þórarinsdóttir kynn
ir lögin. 14.30 í vikulokin þátc
ur undir stjórn Jónasar Jónas-
sonar. 16.00 Veðurfregnir. Um-
ferðamál, 16.05 Þetta vil ég heyra
Jónas Þórir Þórisson bankagjald
keri frá Akureyri velur sér
hljómplötur. 17.00 Fréttir. Fónn
inn gengur. Ragnheiður Heið-
reksdóttir kynnir nýjustu dægur
lögin. 17.35 Tómstundaþáttur
barna og unglinga. Jón Pálsson
flytur. 18.00 Útvarpssaga barn-
anna: „Flóttinn“ eftir Constance
Savery. Rúna Gísladóttir kennari
les söguna í eigin þýðingu. 18.20
Veðurfregnir. 18.30 Söngvar i
léttum tón. 19.30 Fréttir. 20.00
Nýja sinfóniuhljómsveitin i Lund
únum leikur tvö stutt tónverk.
20.15 Leikrit: „Fornenskur" eftir
Jóhn Galsworthy. Þýðandi: Bogi
Ólafsson. Leikstjóri: Baldvin Hall
dórsson. 22.00 Fréttir og veður-
fregnir. Lestur Passíusálma (17).
22.20 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.
saai