Tíminn - 26.03.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.03.1966, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 26. marz 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gfslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastraeti 7 Af- greiðslusími 12323. Áuglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA hJ. V antraustsumræðumar Eins og sakir standa nú í þjóðmálum er eðlilegt, að Alþingi sé rofið og málin lögð í dóm þjóðarinnar með því að efna til nýrra kosninga. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem er nýlokið, gerði þessa meg- irikröfu og rökstuddi hana rækilega í ályktun- um sínum. En áður en til þingrofs kæmi er rökrétt. að ríkisstjómin segi af sér, og því hafa Framsóknarmenn staðið að því að leggja fram vantraust á stjórnina. Ástæðurnar fyrir þessu vantrausti og þingrofskröfu eru að sjálfsögðu margar, og rökstuddu ræðumenn Fram sóknarflokksins þær ítarlega í útvarpsumræðunum í gær- kvöldi, en segja má, að þær séu fyrst og fremst tvær, í fyrsta lagi hið alvarlega og ískyggilega ástand í efnahags- málum þjóðarinnar og alger ósigur og uppgjöf stjórnar- innar í baráttunni við verðbólguna, og í öðru lagi yfir- vofandi samningar við erlendan auðhring um stóriðju í landinu, sem hafa eins og í pottinn er búið í för með sér geigvænlega hættu fyrir þjóðina. Ræðumenn Framsóknarflokksins bentu á, hvernig dýr- tíðin og verðbólgan taka nú risaskrefum hvert missiri, svo að stefnir að hruni, ef ekki næst viðnám mjög fljót- lega, en núverandi ríkisstjórn hefur hvorki skilyrði, vilja né getu til þess að gangast fyrir þeim aðgerðum, sem eru undirstaða slíks viðnáms, eða beita þeim já- kvæðu ráðum og samstillingu krafta, sem þarf til átaks við vandamálin. Þetta hefur reynslan sýnt óum- deilanlega síðustu ár og missiri. Stjórnin hefur fyrir- gert rétti sínum til þess að sitja með þvi að vanefna ger- samlega og ganga beinlínis gegn ýmsum fyrirheitum sínum og yfirlýsingum frá síðustu Alþingiskosningum. Þjóðin hlýtur að gera þessa kröfu eins og nú er ástatt, og engin ríkisstjórn hefur rétt til þess að draga þjóðina lengra út í verðbólgufenið. Það er skylda ríkisstjórnar að víkja, þegar hún ræður í engu við þessi mál, og engin íslenzk ríkisstjórn hefur til þessa leyft sér að sitja í svo langri og stórfelldri verðbólguskriðu. En alveg sérstaklega er stjórninni skylt að biðjast lausnar, rjúfa þing og efna til nýrra kosninga áður en til bindandi samninga komi til mjög langs tíma um er- renda stóriðju í landinu, sem hefur einmitt sérstakai hættur í för með sér vegna verðbólguástandsins, sem ríkir. Og með slíkum samningum, ef gerðir væru nú und- ir lok kjörtímabils færu stjórnarflokkarnir langt út fyrir það umboð, sem þjóðin gaf þeim við síðustu Alþingis- kosningar, þar sem alls engin afstaða var tekin til þess máls í þeim. Augljóst er þvi, að forsendur þessa vantrausts og þing- rofskröfu eru ekki aðeins andstæðar skoðanir á stefnu og stjórnarathöfnum, heldur bætist þar við réttmæt krafa um fullnægingu mjög ríkrar lýðræðisskyldu, sem er í því fólgin, að þingmenn leggi ekki á þjóðina miklar og áhættusamar skuldbindingar, að henni fornspurðri, um mörg kjörtímabil. Hér er því ekki aðeins um kröfu Framsóknarmanna og annarra, sem að tillögunni standa, að ræða heldur fólks úr öllum stjórnmálaflokkum og utan flokka. fólks, sem vill standa vörð um lýðræðislega hefð og meginreglur og vill ekki láta misnota trúnað sinn lengur á þann hátt og telur fráleitt, að það hafi gefið stjórninni og þingliði hennar umboð til þess að gera 45 ára samning um er- lendan stóratvinnurekstur í landinu, þar sem ekki var á slíkt minnzt. þegar Alþingismenn fengu síðasta umboð sitt. Hér á þjóðin að dæma sjálf. TÍMINN 5 ERLENT YFIRLIT Per Hækkerup sammála Kennedy Telur þátttöku Víetcong eðlilega í bráðabirgðastjórn í Saigon PER HÆKKERUP utanríkis ráðherra Danmerlkur svaraði í síðastl. viku fyrirspurn, sem einn af þingmönnum flokks Aksels Larsens hafði borið fram í þinginu og var á þá leið, hvaða upplýsingar stjórnin gæti gefið um horfur og fram vindu mála í Víetnam og hvaða frumkvæði ríkisstjórnin hefði hugsað sér að reyna að hafa í þeim málum. Svar Hækkerups, sem var allítarlegt, hefur vakið talsverða athygli utan Dan- merkur og þykir því rétt að rekja noJdkur aðalatriði þess hér. Hæbkerup sagði, að ríkis stjórnin hefði jafnan byggt af- stöðu sína til Vietnammálsins á því sem hún álíti raunhæft með tilliti til hinnar pólitísku taflstöðu í heiminum og hún hefði reynt að komast hjá því að auka á spennuna með ein- hliða ádeilum á annan aðilan. Styrjöldin í Vietnam, sagði Hækkerup, er eikki styrjöld Danmerkur. Danir taka ekki þátt í henni. En hún varðar okkur sem menn. Hún varðar okkur einnig vegna þess, að hún hefur orsakað hlé i batn andi sambúð þjóðanna og að henni fylgja hættur fyrir frið- inn og öryggið í heiminum, ef hún heldur áfram og færist ■ ift- ■; ut. Við höfum ekki á neinu stigi lagt blessun okkar yfir stefnu Bandaríkjanna og við höfum ebki verið beðnir um það. Við höfum ekki farið dult með, að við vorum ósamþykkir vissum atriðum í stefnu Bandaríkj- anna. Á ráðherrafundi í Nato fyrir ári síðan, vöruðu Danir við pólitík, sem gæti leitt til hliðstæðra árekstra annarsstað ar. Við höfum gert hið sama gagnvart stjórninni í Hanoi m. a. í umsögn okkar um bréf forsetans þar til konungs Dan- merkur. Við höfum rætt um það við hinar norrænu þjóðirnar, hvaða möguleikar væru fyrir hendi til að koma á samninga umleitunum í Vietnam, og komumst að þeirri niðurstöðu, að tíminn sé ekki hagstæður fyrir frumkvæði af hálfu dönsku stjórnarinnar. ÞEGAR Bandaríkjastjórn hðf að nýju í vetur loftárásir á Norður-Víetnam, skýrði ég stjórn Bandaríkjanna frá því, að ég harmaði þetta, jafnhliða og ég harmaði það, að stjórn in í Norður-Vietnam hefði ekki fallizt á tilboð Bandaríkjanna um viðræður. Við höfum að vísu ekki aðstöðu til að dæma um þá hernaðarlegu þýðingu, er þessar loftárásir hafa. Hins vegar drögum við í efa, sam kvæmt fyrri reynslu við hlið stæðar aðstæður, að loftarásir geri Norður-Víetnam fúsara H1 að fallast á viðræður. Frá þessu skýrðum við stjórninni í Washinghton. Framvinda málanna i Viet- nam hefur valdið okkur mikl um áhyggjum. Slíkum átókum fylgir jafnan sú hætta, að menn hætti að ráða atburðun PER HÆKKERUP um, þótt þeir ætli sér það. Viet namdeilan verður aðeins leyst með samningum. Hið pólitíska ástand er hinsvegar þannig í dag, að ekki eru líkur fyrir samninga í náinni framtíð. Bandaríkjastjórn hefur lýst sig fúsa til samningaviðræðna, án nokkurra settra sérstakra skil yrða fyrirfram. Stjórnin í Hanoi hefur sett ákveðin skil yrði.. Sá árangur hefur hlotizt af þessu, að menn vita nú greinilegar en áður hver staðan er. Þeirri kröfu stjómar innar í Hanoi, að Bandaríkin ,dragi hér sinn frá - Suður- .Vietnam, hafa þau svarað á fþann veg, að þau séu fús- tii.að gera það, þegar friður hefur verið tryggður. Lítill vonar- neisti getur falizt í því, að þetta skilyrði stjórnarinnar í Hanoi er þannig orðað, að hægt er að túlka það á þann veg, að það sé ekki skilyrði fyr ir því, að viðræður gætu hafizt heldur sem takmark, er stefnt verði að í viðræðunum. STYRJÖLDIN i Víetnam færðist verulega í aukana á árinu 1965, en allar sáttatil- ráunir mistókust. Talið er, að Víetcong hafi nú um 250 þús. manns undir vopnum, en þar af eru ekki nema 75 þús. þjálfaðir hermenn. Samkvæmt seinustu upplýsingum eru þar af 20 þús. hermenn frá Norður- Vietnam. Geta ber þess, að all ar þessar tölur verður að taka með varúð. í her Suður-Víetniam er 650 þús. manns, en aðeins helming urinn hefur fengið nægilega hernaðarlega þjálfun. Honum til styrktar er svo 200 þús. manna bandarískur her, búinn öllum nýtízku vopnum, studd ur af öflugum flugher og flota Þá er um 25 þús. manna ber í Suður-Vietnam frá Suður- Kóreu, Ástralíu og Nýja-Sjá- landi. Rétt er að vekja athygli á því, að traustar lýðræðisþjóð ir á þessum slóðum, eins og Ástralíumenn og Ný-Sjálending ar hafa sent her til Vietnam. Sést á því, hve mikla hættu þessar þjóðir telja sér stafa af því, ef útþensla kommúnis mans í Suðaustur-Asíu verður ekki stöðvuð í Vietnam. Hækkerup nefndi að Jokum fjögur skilyrði, sem hann taldi að þyrftu að vera fyrir nendi, ef samkomulagsumræður ættu að geta hafizt í Víetnam. í fyrsta lagi þurfa báðir aðilar að draga úr hernðaraö- gerðum. í öðru lagi verður það oð vera tryggt, að bæði Vietcong og stjórnin í Suður-Kóreu taki þátt í samninigaumleitunum. í þriðja lagi þarf nú þegar að gera sér ljóst hvernig sú bráðabirgðastjórn í Saigon, sem á að sjá um fyrstu kosningarn ar í landinu, verður samansett. Eigi Vietcong ekki fullt.rúa í slíkri stjórn, mun hún tæpazt hafa þá tiltrú, sem hún verður að njóta hjá öllum flokkum, ef kosningarnar eiga að vera taldar óhlutdrægar og úrslitin f| að njója almennrar viðurkenn- a ingar. B í fjórða lagi þarf að vinna 3 að þessum undirbúningi í leynd, en ekki fyrir opnum n tjöidum, svo að ekki verði tal ið, að aðeins sé um áróður að ræða. Þetta sést bezt á því, hve lítil áhrif friðarsókn Bandaríkjanna hafði á stjórn ina í N-Víetnam. Eg tel hana hafa verið einlæglega meinta en margir Asíumenn, sem ég hefi rætt við, hafa litið á hana sem hreinan áróður vegna þess, hve mikið hún var auglýst. ALLMIKLAR umræður urðu í þinginu eftir að Hækkerup hafði haldið ræðu sína. Flestir ræðumienn voru sammála því, sem Hœkkerup hafði sagt. Frode Jakobsen, sem var tals- maður Sosialdemokrata, taldi Vietcong geta haldið hernað- inum uppi, því að þjóðin stæði á bak við, og bar því saman Víetcong og mótspyrnuhreyfing una í Danmörku á sinum tíma, en hann var einn af helztu for inigjum hennar. Erik Kragh, talsimaður íhaldsmanna, inót- mælti þessari skoðun. Hann taldi að Kínverjar myndu færa sig upp á skaftið og hefia g „þjóðfrelsisstríð“ víðar, ef kommúnistar sigruðu í Víet- nam, en jafnframt varaði hann Bandarikjamenn við að færa styrjöldina út. Per Federspiel, talsmaður Vinstri flokksins, taldi áhættusamt að veita Viet cong hlutdeild í bráðabirgða- stjórn i Suður-Vietnam og minnti á reynsluna í Austur- Evrópu eftir fyrri styrjöldina. Hækkerup svaraði á þann veg. að slíkur samanburður væri ó- réttmætur. í Austur-Evrópu hefðu samsteypustjómir verið myndaðar undir eftirliti Rússa einna í Suður-Víetnam yrði slík stjórn undir alþjóðlegu eft irliti og það tryggt, að engin utanaðkomandi aðili hefði svipuð áhrif og Rússar höfðu 0 í Austur-Evrópu. í umsögnum dönsku blaðanna eftir þessar umræður i þinginu, var eink um lögð áherzla á, að danska stjórnin hefði svipaða afstöðu til Vietnammálsins og U Thant og Robert Kennedy. Varðandi bráðabirgðastjórn í Suður-Viet nam, sem Vietcong tæld þátt íj í, var bent á, að slíkar stjórn || ir hefðu verið myndaðar í Dan g mörku, Noregi og Finnlandi B eftir síðari heimsstyrjöldina. Þ. Þ. i i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.