Tíminn - 26.03.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.03.1966, Blaðsíða 8
LAUGARÐAGUR 26. mar* 1966 TÍMINN —iMBar Tómas Karlsson skrifar frá London um brezku kosningarnar Aðalmál kosninganna afstað- an til Efnahagsbandafagsins Wilson, forsætisráðherra, ferðast aðallega með járnbrautunum. Hann leggur upp á morgnana flytur 2—3 ræður á dag víðsvegar um landið en snýr heim í Downing-stræti 10 á hverju kvöldi til að sinna stjórnarstörfum. Þessl mynd var tekin af forsætisráð- herranum, er hann var að leggja upp í hinn daglega kosningaleið- angur. London 21. marz 1966. Abnennar kosningar til neðri málstofu brezka þingsins fara fram 31. marz n.k. — eða að réttum 10 dögum liðnum, og er kosningabarátta flokkanna nú að ná hámarki. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hafði að eins 2ja atkvæða meirihluta í neðri málstofunni, þegar þing var rofið. Þesi naumi meiri- hluti var stjéminni til mikils trafala og mátti ekkert út af bregða. Lengi hafði verið búizt við því, að Wilson léti til skarar skríða í almennum kosningum til að treysta stöðu stjórnar sinnar — enda voru skoðana- kannanir meðal kjósenda mjög Verkamannaflokknum í vil. Öll brezku blöðin höfðu vikum saman fullyrt, að kosningar væru á næsta leiti. Aðeins kosningadagurinn var í óvissu, þegar Wilson tilkynnti, að 31. marz hefði orðið fyrir valinu. Er þing var rofið, sýndu skoðanakannanir 12—15% meira fylgi Verkamannaflokks ins en íhaldsflokksins. Það þýddi, að Verkamannaflokkur- inn myndi fá hátt á oriðja hundrað þingsæta meirinluta í neðri málstofunni, miðað við heildaratkvæðamagn flokk- anna. — En málið er ekki svona einfalt. í Bretlandi er kosið í einmenningskjördæm- um og það eru þau kjördæmi, þar sem atkvæðatala flokk- anna er jöfnust, sem fyrst og fremst skipta máli. Þessi kjör- dæmi kalla Bretar „marginal- seats” eða nauminda sæti og þau eru mörg. Þag er í þessum kjördæhium, sem slagurinn stendur fyrst og fremst og úr slitin ákvarðast. Skoðanakann anir í þessum kjördæmum sýna í mörgum tilvikum alit aðra mynd en heildarskoðana- kannanir miðaðar v. landið allt gera. í fjölda slfkra kjör- dæma virðist íhaldsflokkur- inn ætla að halda svo til öllu fylgi sínu og í nokkrum þeirra virðist fhaldsflokkurinn í greinilegri sókn. Úrslitin eru því óviss, þótt flest bendi til sigurs Verkamannaflokksim Á veðmálastofunum virðast menn hinsv. ekki í vafa um úrslitin. Bretar veðja um aut milli himins og jarðar og þá auðvitað kosningaúrslitin líka. Veðmálastarfsemi er einhver arðvænlegasta og blómlegast.a atvinnugrein í Bretaveldi, enda nýtur hún skattfrelsis. Það er veðmálastofa á hverju horni í Lundúnum og þar er oft þröng á þingi og mikil spenna. Það eru æði margir kjósendur, sem taka þátt í kosningaveðmálun- um — og auðvitað veðja nær allir á sigur VerkamannaíloKks ins, þar eð skoðanakannanim- ar hafa verið svo eindregið Wilson í vil. Á veðmálastófu uim eru líkurnar nú 6 á móti 1 að Verkamannaflokkurinn bæti 60 atkvæðum eða fleiri við þingmeirihluta sinn. — Mörg um finnst þetta blettur á kosn ingabaráttunni, og benda á, að það séu fyrst og fremst „ó- vissu kjósendurnir” sem úr- slitum ráða, og það séu ekki sízt þeir, sem taki þátt i kosn ingaveðmálunum — og því greiði þeir atkvæði skv. veð- málum sínum og peningaá- hættu og á annan hátt en þeir myndu gera, ef veðmálin hcfðu ekki áhrif á atkvæði þeirra. í dag rann út frestur til framboðs, og eru fracnbjóðend ur 1707 en þingsætin eru 630, sem kosið verður um. Kosningabaráttan er háð með fundahöldum, ræðuhöld- um frambjóðenda á götum úti og heimsóknum á heimili kjós enda. Flokkarnir hafa blaða- mannafundi á hverjum morgni í höfuðstöðvum sínum við Smith-torg í Lundúnum. Við Tímamenn hér í Lundúnum höfum sótt þessa fundi og mun Páll Heiðar Jónsson rita sér staklega um þá fyrir blaðið. Blöðin eyða miklu rúmi í frétt ir og greinar um kosningabar- áttuna og hún tekur æ meira rúm í dagskrá útvarps og sjón varps með hverjum degi. som líður. Flokkarnir þrír fá hver um sig sérstaka 10 mínútna dagskrá 3.—4. hvem dag í sjón varpinu meðan kosningabarátt an varir, og fréttir og fastir fréttaþættir sjónvarpsins fjalla að mestu leyti um kosn- ingabaráttuna og þau mál, sem efst eru á baugi í málflutningi flokkanna á hverjum degi., — en auk þess eru sérstakir þætt ir í dagskrám sjónvarpsstóðv- anna helgaðir kosningunum og eru þeir fluttir á hverju kvöldi fram ag kosningadegi Það má því með sanni segja, að and rúmsloftið sé pólitískt í Bret- landi þessa dagana. í upphafi kosningabaráttunn ar birtu flokkarnir stefnuskrár sínar og kosningavígorð. Kosn ingabaráttan er að sjálfsögða að miklu leyti í því fólgin að kynna kjósendum stefnuskrárn ar, en í hinum ýmsu kjördæm um geta staðbundin dægurma) þó ráðið úrslitum á kjördegi. Fyrsta stórmálið, er athygl- in beindist að og íhaldsflokk urinn reyndi að gera sér mat úr, var ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að kaupa þotur í Banda ríkjunum handa flughernum í stað þess að láta smíða eitt flugvélamóðurskip fyrir sjó- herinn. Ráðherra sá, sem fór með málefni sjóhersins 1 ráðu- neyti Wilsons, sagði af sér embætti vegna þessarar á- kvörðunar, og hið sama gerði yfirflotaforingi hennar hatign ar. íhaldsflokkurinn beitri sér af hinni mestu hörku gegn þers ari ákvörðun stjórnarinoar, en skv. skoðanakönnun virðist í- haldsflokkurinn ekki hafa haft erindi sem erfiði í þessu máli, enda vörðu þeir Der.nis Healey, vamarmálaráðherra, og Wilson, forsætisráðherra, þessa ákvörðun stjórnarinnar, meg sterkum rökum og snjöll- um málflutningi í sjónvarpinu. Fyrstu „kosningabombuna“, sem kom verulegum krafti i áróður íhaldsfloksins, fékk Ed ward Heath senda upp í hend- urnar, ef svo má segja. Á 3 eða 4. degi kosningabaráttunn ar upplýstu blöðin, að 8 starfs menn í einni af bifreiðasmiðj- um BMC í Cowley hefðu verið dregnir fyrir „Kengúrú-dóm- stól” 300 vinnufélaga sinna — eins og blöðin hér kalla það — og sektaðir um 8 pund hver, vegna þess að þeir höfðu neit- að að taka þátt í „óopimeru verkfalli'* (unofficial strike) í smiðjunni. Þessi atburður varð forsíðuefni allra blaðanna. All ir flokkarnir fordæmdu þetta athæfi harðlega, en vegna þcss að í huga almennings hér eru verkalýðsfélögin og Verka- mannaflokkurinn eitt og hið sama, þótti Heath sem hval hefði á fjörur rekið — ekki sízt þar sem endurskoðun lög gjafar um verkalýðsfélög og vinnudeilur er eitt af höfuðmál unum á stefnuskrá íhalds- flokksins. Þótti íhaldsflokkn- um þetta sanna og undirstrika nauðsyn þess að koma nýskip an á verkalýðslöggjöfina. Verkamannaflokkurinn sagði hins vegar, að þessi mál vrðu aldrei léyst til fulls méð lög gjöf, heldur yrði til að koma skilningur og samvinna verka lýðsfélaga og atvinnurekeuda- samtaka um nýskipan kjarabar áttunnar og sameiginlegt ácak þesara aðila til að auka fram- leiðni og reglur um launabæt- ur í því sambandi. Þag væri einmitt það, sem „verðlags- og Iaunastefnu“ rikisstjómarinnar væri ætlað að stuðla að undir leiðsögn og forystu Georgs Browns, efnahagsmálaráðherra. Staða sterlingspundsins og hinn mikli greiðsluhalli var næsta málið í kosningabarátt- unni. Wilson sagði í sjónvarps viðtali, að aðgerðir stjórnar- innar hefðu fyrst og frerast miðazt við að rétta við hinn mikla greiðsluhalla, sem VerKa mannaflokkurinn hefði erft eftir stjórn íhaldsflokksins —■ samtals 850 milljónir punda. Ennfremur sagðist hann vonast til þess, að sterlingspundinu yrði haldið utan við flokkabar áttuna í kosningabaráttunni, þar sem slíkar umræður gætu beinlinis veikt stöðu pundsins. Þeir Edward Heath, leiðtogi í- haldsflokks. og Jo Grimimond leiðtogi Frjálslynda flokksins, brugðust hinir verstu við þess Það hefur verlS mlklS um ólæti á kosnlngafundunum og hefur lögreglan stundum orSIS aS grípa I taumana til aS þagga niSur f óelrSarseggjum. Verst voru lætin hjá Quintin Hogg, þegar allt lenti I slagsmálum, en þessl mynd er tekin á f jöldafundl Wilsons I Birmingham, þar sem hópur ungmenna lét svo hátt aS ekkert heyrSist I forsætlsráSherranum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.