Tíminn - 26.03.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.03.1966, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 26. marz 1966 TÍMINN Deildarhjúkrunarkonur Stöður 4 deildarhjúkrunarkvenna við lyflækninga- og handlækningadeildir Borgarspítalans 1 Foss- vogi eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarinnar. Upplýsingar um stöðurnar veitir forstöðukona spítalans í síma 41520. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsu- verndarstöðinni, fyrir 20. apríl n.k. Reykjavík, 25. 3. 1966, Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Húseign til sölu Tilboð óskast í húsið Brattagata 2, Borgamesi, eign Sigursteins Þórðarsonar. Húsið er tvær hæðir: Efri hæð 90 ferm, 3 her- bergi, eldhús og bað. Neðri hæð ca 60 ferm., 3 her bergi, þvottahús og geymsla. Stór, afgirt lóð. Allar nánari upplýsingar gefur Sigursteinn Þórð- arson, símar 7259 og 7263. Tilboðum sé skilað fyrir 15. apríl 1966. SKRIFSTOFUSTÖRF Skrifstofumaður eða stúlka vön bókhaldi óskast til að taka að sér bókhald fyrir iðnfyrirtæki. Tilboð sendist til afgreiðslu blaðsins fyrir 31. þ. m. merkt „Bókhaldari”. BLAÐBURÐARFOLK óskast til að bera blaðið til kaupenda víðs vegar í borginni. BANKASTRÆTI 7 — SÍMI 1-23-23. S.I.S. FODURBLONDUR Vér framleiðum eftirtaldar tegundir at fóður- blöndunv Kúafóðurblanda „A" með 148 gr. meltanlegri hráeggjahvítu Kúafóðurblanda „B" með 121 gr. meltanlegri hraeggjahvítu. Varpmjöl Hænsnakorn Ungafóður I. Ungafóður II. Varpfóður — heilfóður Hestafóðurblanda Samband ísl. samvinnufélaga innflutningsdeild Innréttingar Getum bætt við okkur smíði á eldhúsinnrétting- um og svefnherbergisskápum. Upplýsingar í símum 20046 og 16882. Aðalfundur SAMVINNUBANKA ÍSLANDS h.f. verður hald- inn í Sambandshúsinu, Reykjavík, laugardaginn 2. apríl 1966 og hefst kl. 14. Dagskrá skv. 18 gr. samþykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf. Auglýsið í TÍMANUM HÁSKÚLABÍÓ sýnir kvikmyndina Róbinson Krúsó á Marz. Vís- indaskáldsögur eru mikið í tízku, en ekki mun fyrr hafa verið brugðið á það ráð. að tak gamalkunna persónu, og það af eyðieyju og setja niður á Mars. Óefað hefði Robert Louis Stevenson haft eitthvað um þessa meðferð á sagnahetju hans að segja, hefði hann ver ið á lífi, og jafnvel fyrirmynd in að Krúsó, sem var maður snarlifandi á sinni tíð. En sem sagt. Fyrir dárlegan tilverkn- að einhverra hugmyndaríkra kvikmyndagerðarmanna, er nú búið að setja manninn niður á Mars og þá er spurningin hvort fyrirfinnst nokkur Fjár- dagur. Þessi mynd er fyrir alla fjölskylduna. LAUGARÁSBÍÓ sýnir þýzku myndina Raunabörn um helg- ina. Þessi mynd fékk gullverð- laun í Mexikó, Hollywood og Moskvu og silfurverðlaun l Berlín. Mynd þessi er eins- konar þverskurður af lífinu i Þýzkalandi, frá lokum keis aratímabilsins og fram til vorra daga, þegar þýzka efnahags- undrið stendur með fuUnm blóma. Þetta er saga nokk- urra einstaklinga í dæmigerðri þýzkri borg, og því er lýst hvernig þeim farnast undir nazistastjórn, í stríði og eftir ósigurinn. Eins og verðlaunin bera með sér, þykir þett mikil og merkileg kvikmynd. Leikstjóri er Kurt Hoffmann, en aðalhlutverk leika Johanna von Koczin. Hansbjörg Felmy, Wera Frytdberg og Robert Graf. Mynd þessi er jafnt fyrir unga sem gamja. AUSTURBÆJARBÍÓ sýnir mynd ina Lemmy í lífshættu. Þetta er eins og nafnið bendir til ein af Lemmy-myndunum, sem margir setja sig ekki úr færi um að sjá, sem á annað borð tylgast með þeim. Þessi Lemmy-mynd er mjög spennandi. mikið um slagsmál og fagrar konur, og eins og i öðrum Lemmy-mynd um sigrar hið góða að lokum Aðalhlutverkin leika Eddie (Lemmy) Constantine, Elsa Montes. Silvia Solar og simp- ans-apinn- Fiston. Leikstjóri er danskur, Niels West-Larsen. Mynd fyrir alla, sem gaman hafa af hasar og hörðum hnef um. Á VÍÐAVANGI Sektarjátning Alþýðublaðið birtir i gær samþykkt sem miðstjórn Al- þýðuflokksins, gerði á fundi sínum á dögunum, „með öll- um greiddum atkvæðum, nema hvað þrír sátu hjá,“ eins og blaðið segir. Ánægjan sem sagt ekki alveg óblandin. Og nú bregður svo við, að yfir- lýsing þessi er alls ekki með eins miklum hrifnincarblæ og miðstjórn Alþýðuflokksins hafði á samþ.vkkt sinni fyrir missiri um dásemd ál- bræðslu. Það er komin ein- hver afsökunarhreimur í rödd ina. Niðurlag yfirlýsingarinnar hljóðar svo: Setur skilyrði Hvað er a8 heyra þetta? Al- þýðuflokkurinn er allt í einu farinn að setja skilyrði fyrir stuðningi sínum við álbræðsl- una — og það meira að segja skilyrði, sem augljóst er, að ríkisstjórnin getur ekki upp- fyllt, svo sem að „gera nauð- synlegar ráðstafanir til að draga úr þenslu vegna um ræddra framkvæmda." Það verður fróðlegt að sjá, þegar farið verður að ræða um ál- samninginn, hverja tryggingu Alþýðuflokkurinn metur gilda fyrir því, að þessu skilyrði verði fullnægt. Það skyldu þó ekki vera komnar einhverjar vomur á Alþýðuflokkinn í mái inu? „Alþýðufiokkurlnn telur miður farið, að eigi reyndist unnt að reisa þessa álbræðslu, þar sem sérstök þörf er á efl- ingu byggðar og atvinnu- lífs. Telur fiokkurinn þvi rétt, að hagur dreifbýlisins af , ál bræðslunni verði tryggður með því, að verulegur hluti af framleiðsiugjaldi verksmiðj unnar renni í sjóð til að byggja upp atvinnuvegi í þeim lands- hlutum, þar sem atvinna er ótrygg. Miðstjórn Alþýðuflokksins er Ijóst, að erfiðleikar geti fylgt svo umfangsmiklum fram kvæmdum, sérstaklega á bygg ingatíma, og tekur í því sam- bandi fram: 1) Alþýðuflokkurinn telur að íslenzka álfélaginu h.f. beri að sjálfsögðu að hlíta íslenzk- um lögum um skipti við stétta félög, en eigi ekki að ganga í samt. atv.rekenda, iðnrekenda eða annarra sambærilgera aðila og hafa þannig áhrif á kjara baráttu þjóðarinnar. Er það skilyrði fyrir stuðningi Alþýðu flokksins við máiið, að svo verði ekki. 2) Alþýðuflokkurinn leggur áherziu á, að verði erient vinnuafl notað við byggingu orkuvers eða álbræðsiu, þá ger ist það samkvæmt gildandi lög um, eins og þeim er beitt í framkvæmd, þ.e. i samráði við verkalýðsfélögin. 3) Alþýðufiokkurinn ieggur síðast en ekki sízt ríka áherzlu á, að ríkisstjórnin geri nauð- synlegar ráðstafanir til að draga út þenslu vegna um- ræddra framkvæmda. Af þeim ástæðum, og með þeim skilyrðum, sem hér hefur verið greint. styður Alþýðu- flokkurinn byggingu orku vers i Þjórsá ,og leyfi til bygg ingar álbræðslu við Straums- vík í landi Hafnarfjarðarkaup- staðar.“ "»■' iiranw—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.