Tíminn - 26.03.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.03.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 2G. marz 1966 TIMINN um tilmælum forsætisráðherr- ans. Heath taldi greiðslhall- ann ekki sök íhaldsstjórnarian ar og sagðist myndu ræða bað sem honum sýndist. Jo Grim ond staðfesti að vísu, að hinn mikli greiðsluhalli hefði verið arfur frá íhaldsstjórninni, en sterlingspundið væri undir- staða efnahagslífsins og það væri fyrst og fremst stjórn efnahagsmálanna, sem um yrði kosið í þessum kosningum. f framhaldi af þessum um- ræðum komu fréttirnar um af stöðu de Gaulles til Nato og yfirlýsing franska fulltrúans á fundi Evrópusambandsms, sem er myndað af Efnahags- bandalagslöndum og Bretum, að Frakkar sæju nú ástæðu til að ætla, að Bretar gætu gerzt aðilar að Efnahagsbandalaginu. Síðan hefur afstaðan til Efna hagsbandalags Evrópu verið að almál kosninganna og telja blöðin, að það verði efst á blaði fram á kjördag. Þeir Heath og Grimond sögðu, að Bretar yrðu að gangast undir ákvæði Rómarsáttmálans án undanbragða, gerast aðilar, en semja síðan um umþóftunar- tíma varðandi landbúnaðaraf- urðir. Harold Wilson sagði, að hann væri fús að leiða Breta inn í Efnahagsbandalagið, ef vissar mikilvægar undanþágur fengj ust varðandi landbúnaðarstefn una og samveldislöndin. Bret- ar hlytu að gera þann fyrir vara að geta áfram keypt hrá efni sín og landbúnaðarvörur á ódýrustu mörkuðunum i Sam veldislöndunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi. og Kanada t.d. Hann vildi, að Bretar gengju inn í Efnahagsbandalagið, berandi höfuðið hátt, en gerðust ekki aðilar án vissra lífsnauðsyn- legra skilyrða og skríðandl á maganum eins og Edward Heath vildi hafa forystu um. Verkamannaflokkurinn myndi aldrei fallast á að fela yfirríkja stofnun utanríkismál sín og varnarmál. íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn sögðu, að hann hefði skellt inngöngu- dyrum að EBE að stöfum og þetta væri enn eitt dæmið um Janusarandlit Verkamanna- flokksins. Wilson sagðist vilja gerast aðili að EBE, en setti um leið fram með öllu óað- gengileg skilyrði fyrir bandn- lagið, sem þýddu það, að Bret- ar gætu ekki gerzt aðilar. Edward Heath þeytlst um tandið þvert og endilangt. Hann hefur þyrlu til umráða í kosningabar áttunni. Heath kemur til London á hverju Kvöldi eins og Wilson. Hann stjórnar kosnlngabaráttunni í hSfuðstöðvum flokksins og heldur blaðamannafundi við Smith-torg á hverjum morgni. f þeim umræðum, sem efdr hafa fylgt, hefur Frjálsiyndi flokkurinn lagt áherzlu á það að verulegur munur væri á „Evrópustefnu“ Frjálslynda flokksins og íhaldsflokksins, þótt báðir lýstu sig nú fylgj- andi aðild að EBE. Frjálslyndi flokkurinn væri andvígur stefnu de Gaulle varðandi Evt ópu, og vildi stefna að póli- tískri og efnahagslegri samein ingu Evrópu. Edward Heath hefði hins vegar lýst yfir stuðn ingi við stefnu de Gaulle og varið afsitöðu hershöfðingjans til Nato — og setti Heath að vara sig á að „verða blikkdós í rófu á gólískum ketti”, eins og einn af talsmömium fiokks ins orðaði það. Ródesíumálið hefar e'unig látið til sin taka síðustu daga. Þar greinir Verkamannaflokk inn og Frjálslynda flokkinn annars vegar og íhaldsflokkinn hins vegar verulega á. íhalds- flokkurinn vill, að ríkisstjóm Bretlands hefji þegar í stað viðræður við uppreisnarstjórn Ians Smiths i Ródesíu án þess að setja fram nokkur skilyrði fyrir fram og segir, að hinar efnahagslegu refsiaðgerðir gegn Smith hafi enga þýðir.gu, heldur muni aðeins styrkja hann í sessi. Stjórnin segir aft ur á móti, að efnahagsaögerð irnar muni bera árangur í fyll ingu tímans og brezka stjómin geti ekki hafið viðræðui við uppreisnarstjórn gegn krún- unni, og ennfremur sé ljóst, að Ian Smith eða fylgismeun hans muni ekki vilja ræða uin annað en skilyrðislausa viður George Brown, efnahagsmálaráðherra, er aðal götuprédikarl kosnlngabaráttunnar, hann ferðast aðallega um iðnaðarhéruðin og öskrar sig hásan á gatnamótum og við verksmiðjubyggingar. kenningu uppreisnarstjórnar- innar. Hafi Smith skipt um skoðun geti hann hvenæv sem er tjáð landstjóra drottningar- innar í Salisbury það Frjáls- lyndi flokkurinn styður stefnu stjórnarinnar í þessu máli, en telur að hinar efnahagslegu refsiaðgerðir gegn stjórn Smiths gangi ekki nógu ’angt og vill að afli Sameinuðu þjóð anna verði beitt til að auka á- hrif þeirra. Hér eins og í öðrum lýðræð islöndum eru ríkisútgjöldin snar þáttur í kappræðum kosn ingabaráttunnar. Heath hetur deilt á stjórn Verkamanna- flokksins fyrir skattahæKkanir og bruðl í ríkisrekstrinum. Seg ist Heath muni geta sparað 400 milljónir punda í ríkis- rekstrinum með fækkun og endurskipulagningu ráðuneyta og bættum vinnubrögðum í ríkisstofnunum. James Callagh an, fjármálaráðherra segir hins vegar, að í stefnuskrá íhalds- flokksins sé a.m.k. fólgin 850 milljón sterlingspunda útgjald3 aukning ríkissjóðs og sé hlægi legt af íhaldsflokknum að vera að tala um skattalækkanir Hef ur Callagan skorað á Heath að mæta sér I sjónvarpinu til að " : ræða þessi mál, en ekki vitað enn, hvort af því verður Þá hafa íhaldsmenn deilt á stjórnina fyrir þær verðhækk- anir, sem orðið hafa á neyzlu vörum í stjórnartíð Verka- mannaflokksins. Stjórnin segir að þessar verðhækbanir stafi að mestu leyti af þeim aðgerð- um, sem stjórnin heíði óhjá kvæmilega orðið að gera til að rétta við greiðsluhallann, sem íhaldsstjórnin nefði skilið eftir sig, og í morgun rak Call agan fjármálaráðherra smiðs- höggið á svör stjórnarinnar með því að birta hagskýrslu um vísitölur verðlags síðustu 10 mánuðina, sem íhaldsstjórn in var við völd annars vegar, og 10 mánuði í tíð Verka- mannstjórnarinnar hins vegar. Sýna þessar tölur, að verðhækk anir hafa verið meiri á ihalds- tímabilinu en Verkamanna flokkstímabilinu. Það mál, sem furðu hljótt er um — a.m.k. enn sem komið er — er þjóðnýting stáliðnað arins, sem VerkamannafloKkur inn hefur á stefnuskrá smui en það er þó það mál, sem efst hefur verið á baugi 1 flokkabar áttunni s.l. tvö ár. Ennfremur er hljótt um kynþáttamal og innflytjendalöggjöf að þessu sinni, en þau mál höfðu veru- leg áhrif í síðustu kosnmgum og felldu m.a. Gordon Walker fyrrum utanríkisráðherra Wil sons í aukakosningum, sem leiddi til þess, að nann varð að segja af sér. Gordon vValk er er nú talinn öruggur um að ná kosningu og segja blöðin hér, að Wilson mum fá hon- um sérstakt verkefm i stjcrn sinni eftir kosningarnar þ.e. að kanna möguleikana að aðiid Breta að EBE, en Walker heí ur verið talinn í þeim arm: Verkamannaflokksins. sem aud vígur hefur verið aðild að EBE. Þessl fallega stúlka heifir Elisa Sheriff, ættuð frá Gíbraltar. Hún er Ijósmyndafyrirsæta að atvinnu. Hún hefur boðið slg fram í Fulham-k|ördæmi sem óháður frambjóðandi. Þing- maður Fulham er Mlchel Stewart, utanríkisráðherra. Myndin er tekln þegar Ellsa afhendlr fram boðsskjöl sfn. í upphafi kosningabaráttunn ar sendi Edward Heath Wilson bréf og skoraði á hann að mæta sér í kappræðum í BBC sjónvarpinu daginn fyrir kjör dag í Kennedy-Nixon-stíl. Wil son svaraði þessu og sagðist vilja taka þátt 1 kappræðum þar sem Jo Grimond, leiðtogi Frjálslynda flokksins yrði einnig þáttakandi asamt leið- togum íhaldsflokksins og verkamannaflokksins. Heath svaraði og sagði, að Wilson þyrði ekki að mæta sér einum, hann vildi hafa Grimond með til að geta skotizt bak við jakkalöf hans, þegar l harð- bakka slægi. Óháða sjónvarpjð ITV, hefur boðað flokksleiðtog unum á kappræðufund í þess ari viku, en Heath situr fast við sinn keip og heimtai ein- vígi við Wilson, en kveðst ekki hafa á móti, að Wilson og Framhald a 14 siðu ir nu a J Sýn Akureyri - í Helsinki í haust í dag opnar Helga Weiss- happel, listmálari, málverka- sýningu í sal Landsbankans á Akureyri, og sýnir þar 26 vatns litamyndir og olíumálverk fram eftir næstu viku, en frú- in er nýkomin frá Finnlandi og Danmörku. þar sem hún var í sambandi vig fyrirhugaðar sýningar á verkum hennar síð- ar á árinu, að því er frúin tjáði blaðamanni Tímans, þegar hún var að leggja af stað með mál- verkin norður til Akureyrar. — Hvað er helzt að fretta af utanferðinni síðustu? — Ég fór í fyrsta lagi lii Helsipki, þar sem mér hafði verið boðið að halda sýningu. og þar dvaldist ég nokkrar vik- ur í góðu yfirlæti, varð mikið hrifin af byggingarlistinni þar í borg, og af finnskum verkum í söfnum og á sýningum hreifst ég mest af höggmyndalistinni. Tvær sýningar á verkum tveggja nútímameistara stóðu yfir í borginni um þetta leyti, það voru þeir Braque og Kand- insky, og ánægjulegast var að skoða verkin eftir Kandinsky, þetta var yfirlitssýning, sem var haldin í þrem stórum sölum Þá má ekki gleyma samsýn- ingu finnsku málaianna, sem haldin var í Konsthallen Segja má, að víðar sé pottur brotinn sn hér heima á gamla Fróm og líkt ástatt með samkomu- lagið meðal listamanna. Margir sendu verk sín til dómnefndar þessarar sýningar og vegna þess, hve mörgum var hafnað og þótt gæta hlutdrægni í meira lagi varð út af þessu óskaplegt rifrildi, sem dró þann dilk á eftir sér, að þegar sýn- ingunni lauk, sáu forstöðumenn sér ekki annað fært en efna til sérsýningar á þeim mynd- um, sem hafnað hafði verið, og hlaut sú sýning miklu meiri að- sókn en hin fyrri útvalda. — Og þarna í Helsinki var ákveðin sýning á verkum þín- um? — Já, ég varð svo nrifin af Finnum og staðnum, sem inér var boðið að sýna í, hann nefn ist Pinx og er á Boulevard 6, í hjarta borgarinnar, eins og það er oft kallað. Sýning mín verður opnuð 17. september n. k. Síðan fór ég til Kaupmanna- hafnar, og mér stendur til boða að sýna í sal, sem nefnist „Det Framhald á 14. síðu. Helga Weisshappel

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.