Tíminn - 30.03.1966, Síða 11

Tíminn - 30.03.1966, Síða 11
MJÐVTKDDAGUR 30. marz 1966 TÍMINN n RÚSSLAND IHEFUR Framhald af bls. 5. arins. Vel má halda fræn, að þeim hefði átt að lánast að ná þessu marld til muna fyrr, þar sem þeir hafa fullt vald á auð lindunum og fjárfestingunni er stjómað samkvasimt fyrirfram gerðri áætlun. Sanngjarnara og raunhæfara væri þó að segja, að áætlunum þurfi nú umfram allt að breyta og einbeita kröftunum að því að fullnægja kröfum neyzlu- aukninigarinnar, sem væntanleg er. Fyrst af öllu þarf þó að leysa landbúnaðarhnútana. Erf iðleikamir em augljósir og langt er frá að reynt sé að leyna þeilm jafn vel og gert var á Stalínstímanum, en ekki má þó láta þá vaxa sér svo í augum að þeir skyggi mieð öllu á fraimfarirnar, sem orð ið hafa og eru að verða. Sögulega séð skiptir ekki meginmáli, hvaða ár Sovét- imenn ná þeirri neyzlu, sem Vestur-Evrópumenn búa við. (Og Vestur-Evrópumenn halda heldur ekki að sér höndum með an þeir bíða eftir Rússum). Hitt varðar að sjálfsögðu mestu, hvort Sovétmönnum tak ist að standa við það heit sitt, að byggja upp þjóðfélag, sem ánægjulegra sé fyrir fólk að búa við en þjóðfélag vest- rænna manna, hvað svo sem hinum ytri, efnislegu hlutum líður. Á VÍÐAVANG! Framhald af bls. 3. á Sósíalistafélaginu“. Góð játn ing það. Koxnmúnistar segja sem sé, að þeir hafi haft tögl og hagldir, veg og vanda af stjómmálasamtökum þeim, sem hafa kallað sig Alþýðubanda- lag. Ráðið því og verið því allt, og þann „veg og vanda“ telja þeir sjálfsagt að hafa áfrarn. BJÖRGVIN F'ramhald af bls. 1. ur skipaði þriðja sætið. Á fundin um á mánudagskvöldið átti Bárð ur talsmenn úr forustuliði flokks ins, en allt kom fyrir ekki. Við atkvæðagreiðslu kom í Ijós, að Björgvin fékk 107 atkvæði, en Bárður 82. Samkvæmt lögum Alþýðuflokks ins, skal miðstjórn flokksins skera úr, korni til ágreinings milli full trúarráðsins og félaganna. Ekki kom þó til afskipta miðstjórnar flokksins af þessu máli, því Bárð ur Daníelsson hafði ekkert við það að athuga að fara f fjórða sæti listans. Mun listinn verða birtur á morgun eða næstu daga með þeirri skipan, að Björgvin er í 3ja sæti en Bárður Daníelsson í því f jórða. Fimmta sæti lista Alþýðuflokks ins skipar Jóhanna Sigurðardótt- ir Ingiimundarsonar, formaður Flugfreyjufélagsins og sjötta sæt ið skipar Eiður Guðnason, rit- stjórnarfulltrúi. ÞJÖÐVÖRN Framhaid af bls. 1. annað efni blaðsins, sem um Al- þýðubandalagsfélagið fjallar. í ávarpi sínu reynir Gils sem hann má, að hvetja flokksmenn sína til að mæta á Alþýðubanda lagsfundinum, þrátt fyrir það, að eitt af höfuðskilyrðum Þjóð- varnarmanna fyrir afskiptum af þessum félagskap sé það, að Al- þýðubandalagið verði- gert að flofeki, Gils kveðst ætla að setja þau skilyrði á stofnfundinum, eft ir að þátttaka flokksmanna iians er í raun og veru hafin, að nann ætli að vinna að því að flokkur verði stofnaður að hausti. Sumir þeirra sem hafa boðað til stofnunar Alþýðubandalagsfélags, hafa ekki haft fyrir því að segja sig úr Sósíalistafélagi Reykjavík ur. Þá hefur m. a. verið ákveðið að Páll Bergþórsson, formaður Sós íalistafélagsins verði í stjórn Al- þýðubandalagsfélagsins. Hins veg ar munu vera komnar það mikl ar vöflur á kommúnista, að þeir hyggjast ekki láta það koma til atkvæða á stofnfundinum, að Sósíalistafélag Reykjavíkur gangi í heilu lagi í félagið, eins og þeir voru þó búnir að samþykkja. Staf ar þetta hik m. a. af eindreginni andstöðu þeirra er ráða Frjálsri þjóð við þá hugmynd að ganga undir ok kommúnista. Af forustuliði Þjóðvarnarflokks ins mun Gils Guðmundsson einn mæta á stofnfundi Alþýðubanda- lagsfélagsins í þeirri einkennilegu trú, að þegar búið sé að stofna félagið, geti hann einn ábyrgzt flokksstofnun í samtökum, þar sem félagsbundnir komimúnistar standa saman í einum hóp, og veita sjálfsagt þá fyrirstöðu, sem þeir hafa hingað til verið færir um að beita í því skyni að nota Alþýðubandalagsfélagið sem eitt nýtt nafn á gömlu gloríuna. ALÚMÍNSAMNINGUR Framhald af bls. 1. sérfræðingar starfa með fslend ingum. Blaðamenn tóku nú að spyrja ýmissa spurninga og viðurkenndi Meyer, að þeir greiddu Norðmönn um hærra verð fyrir raforku en gert er ráð fyrir að greiða okkur, en raforkuverðið hér væri ein aðalundistaða samningagerðarinn- ar. Meyer lagði á það áherzlu, að samningarnir myndu þróast stig af stigi, næst væri það verkefni Alþingis að fjalla um samningana, og á meðan málið væri órætt þar, hefði fyrirtækið ekki tekið afstöðu til þess hvort það t. d. gengi í Vinnuveitendasamband fslands. Meyer sagði, að ef vinnuafl yrði ekki fyrir hendi hér, gæti fyrir- tækið flutt inn erlent vinnuafl, líklega þá starfsmenn, er imnu að byggingu alúmínbræðslunnar í Noregi. í byrjun verða skattar á fyrir tækinu hærri hér en I Noregi, en vegna aðildar Noregs að EFTA er t. d. eamanburður í sambandi við tolla af vélum annar en hér. Ráðgert er að selja alúmínið, sem hér yrði framleitt, einkanlega í Bretlandi. í sambandi við framleiðslu á fullunnum hlutum úr alúmíni, sagði Meyer, að fyrirtæki sitt gæti hugsanlega veitt innlendum að- ilum tæknilega aðstoð við fram- leiðslu á þakjárni, fiskikössum, frystipönnum og umbúðum fyrir niðursoðin matvæli. Alúmínið yrði þá selt til innlendra aðila á heims markaðsverði. Varðandi réttarstöðu fyrirtækis ins, sagði Meyer, að aðalástæða þess að fyrirtækið vill ekki skjóta hugsanlegum stórdeilumálum und ir úrskurð íslenzkrar réttvísi er sú, að þar sem ekkert fyrirtæki á borð við hið svissneska hefði starf að hér, væri engin hefð eða venja ríkjandi í meðferð slíkra mála hér, en um það gegndi öðru máli í Noregi. Þá var að skilja á Meyer, að eftir ein tíu ár myndu alúmín- bræðslur verða kjamorkuknúnar — kjarnorkan yrði dýr, en þá væri hægt að staðsetja verksmiðj urnar á ákjósanlegustu stöðunum og flutningskostnaður yrði hverf andi miðað við núverandi aðstæð ur. Að lokum spurði Meyer hverjar væru helztu röksemdir andstæð- inga samningagerðarinnar, og var honurn þá meðal annars bent á, að margir teldu að samningstilboð ið væri afar óhagstætt og gæti gefið hættulegt fordæmi fyrir þá sem á eftir kynnu að koma; vinnu aflið væri betur nýtt í þágu ís- lenzkra atvinnuvega, og að áhrif erlendra aðila á íslenzkt efnahags líf mættu ekki verða mikil vegna smæðar þjóðarinnar. Að svo stöddu er ekki ástæða til að rekja frekar þær umræður sem þarna áttu sér stað. Þegar þetta mál kemur til kasta þing manna, verða einstök atriði samn ingsins rædd lið fyrir lið og eftir þær umræður ætti almenningur að geta gert sér fyllri grein fyrir málinu í heild, og hvort vel hef ur verið á málunuim haldið af þeim fslendingum er mestan þátt hafa átt í undirbúningi samning anna. Að lokum er rétt að benda á þá játningu Meyers, að fyrirtæki hans stendur hvergi til boða eins hag kvæmt raforkuverð og hér, þótt að vísu standi svipað verð til boða á einum eða ^tveimur stöð- um í Bandaríkjunum. Mismunur á verði hér og í Nóregi er um 2 aurar á hverja kílówattastund. JsllCHOLSON Framhald af bls. 2 land, bæði í ræðu og riti. Fyrir skömmu andaðist John Nicholson, 65 ára að aldri af völd- um hjartaslags á heimili sínu skammt utan við Las Vegas í Nevada. LANDSBYGGÐIN Framhald af bls. 2 mikla vinnu börnin og kennar ar hafa lagt í þessa skemmt- un. Nýlega hefur verið gerð sam antekt um umferðina um flug- völlinn. AJls hafa verið hér á árinu 145 lendingar. Með þess um flugvélum hafa farið um völlinn 529 farþegar og tæp- lega sjö og hálft tonn af varn- ingi. Vegir lokaðir ÞB-Kópaskeri, þriðjudag. Töluverður snjór er hér nú og vegir lokaðir. Vegirnir opn- uðust aðeins fyrir helgina og var þá hægt að kom ýmsum nauðsynjavörum til bænda í sveitunum og eru þeir nú yfir- leitt vel birgir. Hins vegar er olíulítið hér á Kópaskeri og getur ástandið orðið slæmt, ef ísinn tekur upp á því að leggj- ast hér að landi. Flugvöllurinn er opinn og hafa flugferðir hingað verið margar að undanförnu. Flug- félagið hefur haldið uppi viku- legum ferðum hingað og að auki hefur Tryggvi Helgason flogið oft hingað. Kom hann t. d. þrem sinnum einn dag- inn, m.a. til þess að sækja sjúklinga. Ekkert hefur verið róið héð- an að undanförnu, en menn eru farnir að búa sig á grá- sleppuveiðar. Er búizt við að fjöldi aðkomubáta rói héðan, þegar tíðin verður nógu góð til þess að róa. WILSON Framhald af bls. 1. tælkju lífinu rólega og færu ekki á kjörstað, og þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar. — Búast verður við, að stuðningsmenn stjómarandstöðunnar mæti vel á kjörstað, og ef stór hópur stuðn ingsmanna okkar heldur sig heima, þá getur sigur flokksins verið í hættu, — sagði Wilson. Aðrir leiðtogar Verkamannaflokks ins hafa áður sagt, að þeir vrðu mjög ánægðir með 30—40 þing sæta meirihluta. Wilson hefur síðustu tvo dag ana reynt að fá kjósendur á kjör stað með því að fullyrða, að íhaldsmenn muni — ef þeir kom ist til valda — hækka niður- greidda húsaleigu og skapa at- vinnuleysi í landinu. Hefur hann ein'kum beint þessum aðvörunum sínum til kjósenda í London og Suðaustur-Englandi, en þar eru mörg kjördæmi, þar sem litlu mun ar á fylgi flokkanna. Skoðana- könnun sýndi í dag, að Verka- mannaflokkurinn hefur aðeins 4% meira fylgi í þessum kjör- dæmum en íhaldsflokkurinn — en 12% í landinu í heild. Það eru einkum ófaglærðir verka- menn í lægri launaflokkunum, sem Wilson reynir nú að ná til, en það eru venjulega þessi hóp- ur kjósenda, sem mest situr heima á kjördag. Segja frétta- mienn, að Wilson verði að fá at- kvæði þessara manna á fimmtu daginn. Á veðmálaskrifstofum í Bret- landi er sigur Wilsons talinn örugg ur. Hjá Ladbrokes í London eru boðin 20 á móti 1. Þeir, sem veðja á Wilson, fá því lítið fyrir peninga sína, en þeir, sem veðja á íhaldsflokkinn fá geysiupphæð- ir, ef sá flokkur myndi sigra. íhaldsflokkurinn býður fram í 629 kjördæmum af 630 — eina kjördæmið, sem þeir bjóða ekki fram í, er Itohen í Southampton, þar sem núverandi forseti neðri málstofunnar, dr. Harold King, býður sig fram utanflokka sam- kvæmt gömlum sið. Verkamannaflofckurinn býður fram f 621 kjördæmi, en Frjáls- lyndi flokkurinn, undir stjórn Jo Grimonds, býður fram í 311 kjör dæmum. Kommúnistaflokkurinn — sem er mjög fámenur — býð ur fram í 57 kjördæmum, on hin ir frambjóðendumir — 1707 tals ins eru annað hvort fulltrúar þjóð- emishreyfinga Skota og Wales- búa, eða óháðir frambjóðendur — og hafa margir þeirra hin furðu legustu stefnumál. Við síðustu kosningar fékk Verkamannaflokk urinn 317 þingsæti, íhaldsflokkur inn 303, Frjálslyndir 9 og 630. þinigsætið þáverandi forseti neðri mólstofunnar — íhaldsmaðurinn Sir Harry Hylton-Foster. FLUGSTJÓRI Framhald af bls. 2 imum stóð þaut vélin stjórnlaust áfram, fór út af flugbrautinni og hafnaði í skurði. Betancourt Cuevo slapp úr brakinu og hvarf í myrkrið, að því er tilkynnt var í dag. Innanrík isráðuneytið fullyrti að hann hafi að öllum líkindum haft samstarfs menn meðal farþeganna. AlHr aðrir en fiugstjórinn og vaktmað urinn sluppu lifandi. BÓKMENNTAFÉLAGIÐ Framhald af bls. 7 Það bar til nóttina milli 24. og 25. september 1847, að eldur kom upp í húsi þvf, sem bækur og skjöl Kaupmannahafnar deildarinnar voru geymd í. Það var lán í óláni að flest verðmætustu handrit Kaupmannahafnar deildarinnar svo sem sókna- og sýslulýsingarn ar, veðrabækur, ferðabók Sveins Pálssonar o.fl. voru annars staðar. Hins vegar brunnu þarna allar for lagsbækur Bókmenntafélagsins, sem þarna voru geymdar, m.a. ljóðmæli Jónasar og Bjarna, skjalasafn Kaupmannahafnar- deildarinnar bókaleifar Lærdóms- listafélagsins og aðrar bækur, sem félaginu höfðu verið gefnar. Það leit því ekki sérlega vel út fyrir félaginu um þessar mundir. Finn ur Magnússon var forseti Kaup- mannahafnardeildarinnar, þegar bruninn varð. Hann andaðist sadd ur lífdaga á aðfangadag þetta sama ár. Brynjólfur Pétursson var varaforseti og tók við for- setaembættinu við andlát Finns og gegndi því starfi fram til 31. maí 1851. Þá var Jón Sigurðsson kjörinn forseti og með komu hans í forsetastól hófst nýtt vaxtatíma- bil í sögu Bókmenntafélagsins. Það fer vel á því að enda þetta yfirlit með því að segja stuttlega frá störfum Jóns Sigurðssonar í þágu Bókmenntafélagsins fram til þess tíma, að hann varð forseti Kaupmannahafnardeildarinnar. Hann kom til Kaupmannahafn- ar sumarið 1833 og gekk í Bók- menntafélagið 27. nóvember, 1835. Félagsskírteini hans er varð veitt í Landsbókasafninu. Áður er minnzt á tillögu Jóns um út- gáfu smárita um ýmisleg fróðleg efni, en fyrsta verkið sem hann tók að sér fyrir félagið var að semja fréttirnar í Skími ásamt Magnúsi Hákonarsyni árið 1837. Þá þýddi hann Ævisögu Frank- líns sem kom út hjá Bókmennta félaginu 1839, og samdi skýrslu um athafnir og ástand ens ís lenzka Bókmentafélags, sem kom út 1841. Annars vann Jón sitt aðalstarf í þágu Bókmenntafélagsins eftir að hann var orðinn forseti, svo að þegar við minumst 150 ára afmælis Bókmenntafélagsins í dag verðum við einnig að minnast hans og þess manns, sem kom, þegar mest reið á, og beitti sér fyrir stofnun Hins íslenzka Bók- menntafélags. Aðalgeir Kristjánsson. YFIRLÝSING Reykjavík, 23. marz, 1966. Leyfi mér hér með að óska eftir að þér birtið eftirfarandi í blaði yðar: „Nýlega var þingfest í bæjar- þingi Reykjavílóir mál, sem Jón Arngrímsson, Lynghaga 4, Reykja vík, hefur höfðað gegn ívari H. Jónssyni, ritstjóra og ábyrgðar- manni Þjóðviljans. Málið var höfðað vegna þriggja greina, er birtust í Þjóðviljanum 9. nóv.-sl. í fyrri greininni eru mörg ummæli, sem stefnandi tel- ur beint að gegn sér, og að ekki verði skilin öðru vísi en svo, að hann sé meiri háttar vanskilamað ur um greiðslu opinberra gjalda. f síðari greininni er skýrt frá fjársvikamáli á Suðurnesjum, og stefnandi Jón Amgrímsson í því sambandi borinn mjög alvarleg- um sökum um refsivert afhæfi, eins og „hlutdeild í nafnafölsun- um“. Þá er hann talinn upp með aðilum fjársvikamálsins, sem síð- ar hafa hldtið þunga refsidóma, enda þótt hann eigi enga aðild að málinu, hafi ekki verið ákærður fyrir eitt eða neitt og sé ekki einu sinni nefndur á nafn í dómi þeim sem nýlega var upp kveðinn. Krefst Jón ómerkingar meið- yrða þessara og að ábyrgðarmauni Þjóðviljans verði refsað skv. hegn ingarlögunum og hann dæmdur til greiðslu bóta vegna atvinnutjóns og áltshnekkis, sem stefnandi hef urorðið fyrir af þessum sökum.“ Virðingarfyllst, Jón Arngrímsson. ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR AUGLÝSINGU I TÍMANUM!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.