Tíminn - 05.04.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.04.1966, Blaðsíða 1
ERLENDAR FRÉTTIR Nýr geimsigur Sovét, er sendu LUNU-10 RAUT UM TUNGOÐ NTB-Moskvu, mánudag. Sovézkir vísindamenn settu í fyrsta sinn í sögunni geimfar á braut umhverfis tunglið seint í gærkvöldi, og náðu þar með nýjum og þýðingarmiklum áfanga í áætluninni um að senda mannað geimfar til tunglsins — níu árum eftir að fyrsta Spútniknum var skotið á braut umhverfis jörðu og tveim mánuðum eftir að Sovét ríkin framkvæmdu fyrstu injúku lendingu geimfars á yf- irborði tunglsins. Tunghnötturinn LUNA-10 er þrjár klukkustundir að fara um hverfis tunglið. Þessi nýi geim sigur Sovétríkjanna var til- kynntur opinberlega er fundur 'hófst á flokks'þingi sovézka kommúnistaflokksins í Moskvu í morgun, og fulltrúar og gest- ir, sem eru samtals um 5000 talsins, fbgnuðu fréttinni ákaft. LUNA-10 sendi segulbandsupp töku af „internasjónalnum" til jarðar, og hlustuðu þingfulltrú- ar á sönginn með sýnilegri ánægju. LUNA-10, sem er 245 kg á þyngd, hlýddi nákvæmlega fyr- irmælum, sem gefin voru ein- hvers staðar í Sovétríkjunum á sunnudagskvöldið, þegar hemlaeldflaugarnar áttu að fara í gang, og dró svo úr ferð tunglhnattarins, að hann fór ekki fram hjá tunglinu. Má búast við, að Sovétríkin hafi enn náð forskoti í kapp- hlaupinu um að senda mannað geimfar til tunglsins, en sovésk ir vísindamenn eiga þó enn eftir að láta tvö geimför mætr ast úti í geiminum. Ekkert hef ur verið birt, sem gæfi til kynna, að myndatökuútbúnað- urinn væri um borð í Lunu-10, og er talið sennilegt, að að þessu sinni hafi sovézkir vfs- indamenn meiri áhuga á að fá ýmsar upplýsingar um þyngd arafl, hugsanlega útgeislun og Framhald á bls. 22. Brennandi olíuskipiS Olympic Hon- oor. Olian á yfirborSí sjávarins log ar glatt. 7 BRUNNU TIL DAUÐA NTB-Maiseille, mánudag. Slökkviliðsmennirnir, sem gátu sHikkt í olíuskipinu Olympic Hon- onr í höfninni í Marseille í gær, hafa aðeins fundið tvö lík nm borð, en sjö fórust í brunan- im. Er talið að hin fimm líkin hafi brunnið til ösku vegna hit- ans, og efna þeirra, sem dembt var yfir brennandi skinjð til þess að stökkva í því. Framhald á bls. 23 Slökkviliðsmenn bera einn félaga sinn frá borðl, en hann særðist i ■•preng ingu, er varð um borð í skipinu. Tver aðrir eru á leið upp i skipið. Gagnrýai á ftjáls- lynda listamenn á 23. þinginu eykst NTB—Moskvn, niánudag. 23. flokksþing sovézka kommún istaflokksins lauk í dag fyrsta hluta starfs síns samtímis því, sem margt benti til þess, að leið- togarnir í Kreml ætli að taka enn harðar á frjálslyndum stefnum innan hinna ýmsu listgreina. í dag voru á flokksþinginu síð ustu umræður um skýrslu Leonid Bresjnevs, leiðtoga flokksins, og var hún síðan samþykkt sam- hljóða sem grundvöllur að stefnu flokksins í framtíðinni. Fyrr í dag hélt Lev Kulidjanov MIKIL ANDSTADA GEGN SAIGONST JÓRN OG USA í Suður-Víetnam, þar sem mótmælaaðgerðir hafa breiðst ört út NTB—Saigon og Danang, manud. ir Mótmælaaðgerðir gegn stjórn herforingjanna í Saigon og Banda ríkjamönnum í Suður-Víetnam hafa sífellt færzt í aukana að und anförnu, og í dag höfðu þær breiðzt út um mestan hluta lands ins. Víða var lögregla og herlið notað til þess að dreifa mann- fjöldanum, en þó ekki í norður- hluta landsins, þar sem mótmælin gegn Saigon-stjóm hafa verið hörð nst. ic Herforingjastjómin í Saigon sendi í dag herfylki með flugvél til Danang til að kveða niður mót mælaaðgerðir, að því er áreiðan legar heimildir sögðu seint í kvöld. Segja heimildirnar, að her menn þessir hafi lent fyrir utan borgina í kvöld, og hafi bandarísk ar flugvélar einnig verið notaðar við flutningana. í Danang voru aðrar herdeildir úr Suður-Víet- namher — sem eru hliðhollir and stæðingum herforingjastjórnarinn ar — að loka vegum inn í borg- ina, líklega til þess að stöðva hina aðsendu hermenn. Leiðtogi herforingja þeirra, sem hafa völd í Saigon, Ngiuyen Cao Ky, hershöfðingi, lýsti því yfir í gær, að hann ætlaði sér að senda herlið til Danang í norðurhluta landsins til þess að „frelsa bofg- ina úr höndum Víetcong“. Eins og kunnugt er, er stærsta herstöð Bandaríkjamanna í Danang, sem er næststærsta borg Suður-Víet- nam, með um 170.000 íbúa. Ky sagði á blaðamannafundi í gær, að mótmælin í Danang væru auð- sjáanlega skipulögð af Víetcong. Aðgerðir þessar hafa verið gerð ar til þess að styðja kröfu um, að borgaraleg stjórn fái völdin í land inu og herföringjarnir láti af stjórn. Þá fullyrti Ky að borgar stjórinn í Danang hefði notað op inbert fjármagn til þess að greiða fólki fyrir að fara í mótmælagöng ur. .Kvað hann borgarstjórann verða skotinn: — Annað hvort fellur stjórnin í Saigon, eða borg arstjórinn í Danang verður skot- inn, sagði hershöfðinginn. Borgarstjórinn, Nguyen Can Man, fullyrti í dag, að herforingj amir á þessu svæði væm honum hliðhollir. — Ky hefur þverskall- azt gegn vilja fólksins, sagði hann Framhald á bls. 23. formaður sambands sovézkra kvik myndamanna, ræðu, þar sem hann gagnrýndi sýningu „verzlun- ar-kvikmynda“, sem hafi lítið „hugsjónafræðilegt" inntak. — Sovézku kvikmyndahúsin hafa ver ið og em enn, þýðingarmikill menntunarþáttur, hvassasta vopn ið, sem flokkurinn hefur í hug- sjóna-vopnabúri sínu, sagði hann. Áður höfðu margir aðrir full- trúar kvartað yfir því, að ekki væri nægilegt „hugsjónalegt“ inn tak í kvikmyndum, leikritum og skáldsögum. Margir ræðumenn fóru fram á nákvæmara val innflþttra kvik- mynda. M.S. Solomentsev frá flokksfélaginu í Rostov, krafðist þess, að hver kvikmynd, sem sýnd yrði, yrði að aðstoða við að mennta fólk í þá átt, sem þjóð- félagið teldi nauðsynlegt. Gagnrýnin beindist þó aðallega að mörgum . rithöfundum, einkum þeim, sem frjálslyndir eru, og var sagt, að þeir hefðu ekki fylgt flokkslínunni nægilega. Þótt Bresnjev hafi í aðalræðu sinni rétt aðeins nefnt, að (lokksleið- togarnir hefðu áhyggjur út af bók menntunum, hafa margir þingfull- trúar rætt mál þetta nánar og m. a. gagnrýnt tvö bókmenntatíma- rit. Nokkrir ræðumenn hafa lagt til að rithöfundar, sem ekki uppfylla kröfur flokksins. ættu í staðinn að eiga erfiðara með að gefa út verk sín. Aðrir spurðu, hvernig Framhald á bls. 23. Wennerström kvartar yfir algjörri einangrun NTB-Stokkhólmi, mánudag. Stig Wennerström, sem hlaut ævilangt fangelsi fyrir njósnir, j hefur sent dómsmálaráðherra Sví þjóðar bréf, þar sem hann kvart ar yfir því, að sú algjöra einangr i un, sem hann búi við, sé að eyði leggja hann, líkamlega og andlega. Wennerström tekur út refsingu sína í Lángholmsfangelsinu í | Stokkhólmi. ströms væri, svaraði Kling, að ekki væri hægt að neita honum um að vinna í einrúmi, eða njóta frítíma síns í einrúmi. Wenner- Er Kling, dómsmálaráðherra. ström segir i bréfi sínu. að hann var nýlega spurður að því í þing • hafi aldrei farið fram á þá al- inu, hvernig ástand Wenner-1 gjöru einangrun, sem hann búi nú við Margir aðrir fangar hafi við og við boðizt til þess að tefla við hann, en stjórnendur fangelsis ins hafi bannað slíkt. Hann segir einnig, að hreyfing arleysið hafi leitt til svima.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.